Morgunblaðið - 30.04.1998, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 30.04.1998, Qupperneq 46
46 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Anna Guðbjörg Bjarnason fæddist í Reykjavík 7. september 1933. Hún lést í Borgar- spítalanum síðasta vetrardag, 22. apríl. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Guðrún _ Jónsdóttir, prests Arnasonar í Otradal, og konu *• hans Jóhönnu Páls- dóttur, f. 8. nóvem- ber 1900, d. 15. október 1982, og Gunnar Bjarnason, verkfræðingur og skólasljóri Vélskóla íslands, f. 12. febrúar 1901, d. 24. september 1987, sonur Nicolais Bjarnason kaup- manns og skipaafgreiðslu- manns _ í Reykjavík og konu hans Önnu Amalie f. Thor- steinsson. Bróðir Önnu er Jón Páll, f. 6.2. 1938, hljómlistarmaður, bú- settur í Los Angeles, kvæntur Robertu Ostroff, rithöfundi, f. 8.12. 1940. Jón Páll á HÓImfríði T^Ástu, f. 19.2. 1962, frá fyrra hjónabandi með Ellý Vilhjálms, söngkonu. Hólmfríður er gift Kristjáni Helgasyni, f. 1.5. 1957. Sonur hennar og Guðmundar Inga Sveinssonar er Sveinn Hólmar, f. 11.11. 1987. Anna giftist 1954 Atla Stein- arssyni blaðamanni, f. 30.6. 1929, St. Stefánssonar verslun- arstjóra í Rvík, f. 7.4. 1896, d. 1980, og konu hans Ásu Sig- urðardóttur, f. 26.1. 1895, d. -í^-1984, bæði ættuð úr Eyjafírði, og eignuðust þau fjögur börn: 1) Anna Vincens, f. 10.4. 1955, gift Jay X. Vincens, f. 26.12. 1946, ráðgjafa. Þau búa í Colorado og eiga fjögur börn, Önnu Helenu, f. 7.10. 1978, Elisabetu Júlíu, f. 16.12. 1980, Atla James, f. 10.4. 1982, og Gunnar Charles, f. 16.3. 1988. 2) Ása Steinunn, hjúkrunar- fræðingur, f. 14.10. 1956, gift Kjartani Sigtryggssyni, deild- arstjóra, f. 8.4. 1944. Þau eiga tvo syni, Kjartan Atla, f. 23.5. 1984, og Tómas Karl, f. 23.10. 1990. 3) Gunnar Þór, skrif- stofumaður, f. 10.11. 1959. '•- (Fyrri kona Áslaug Kristjáns- dóttir, Stykkishólmi, f. 25.1. Vertu sæl, elskulega systir. Það er með ólýsanlegum söknuði að ég kveð systur mína. Með henni er far- inn skiki af sjálfum mér. Það verður ekki meira rabbað um æskuminn- ingar frá því að við vorum kölluð Anna og Nonni. Þó er ekki allsendis klippt á fortíðina, því að kærar minningar um Önnu systur munu verða með mér eins lengi og ég lifi. Anna var mikill skörungur og ekki ónýtt að eiga hana fyrir stóru syst- ur. Atli Steinarsson mágur minn, hefur verið mér eins og stóri bróðir •Síðan 1954 þegar þau Anna giftust. Og börn þeirra, Anna Sigga, Ása Steinunn, Gunnar Þór og Atli Stein- arr eru mér afar náin, þótt við sjá- umst ekki daglega. Fáninn er í hálfa stöng núna, en hann mun blakta í fulla stöng síðar til heiðurs Önnu. Jón Páll. Anna Bjarnason mágkona! Á þeim áratug sem ég hef verið gift Jóni Páii hittumst við mágkon- urnar aðeins fjórum sinnum. Það -jj;ar mér hins vegar nægur tími til að 'tínna hve sérstök þú varst. Eldmóð- ur þinn og umhyggja snart mig og það var eins og þú hefðir endalausa orku. Jafnvel eftir að þú veiktist slóst þú aldrei af. Ég tel það okkur Jóni Páli mikið lán að við gátum komið til ísiands í desember sl. og heimsótt þig á þínu '%/ja fallega heimili þar sem þér leið svo vel. Þarna varstu komin á óska- 1962, og eiga þau Kristján Lár, f. 30.9. 1983. Síðari kona Konný Agn- arsdóttir, f. 13.6. 1965, og eiga þau Önnu Guðlaugu, f. 21.11. 1992. 4) Atli Steinarr, viðskipta- og niarkaðsfræð- ingur, f. 20.11. 1963, kvæntur Kar- in Atlason, f. 8.11. 1962. Þau búa í Halmstad í Svíþjóð og eiga Viktoríu Önnu, f. 5.6. 1997. Anna Guðbjörg lauk prófi frá Verzlunarskóla Islands 1951. Löngu síðar lauk hún prófi frá skóla Félags ísl. leiðsögumanna. Hún var blaðamaður við Morg- unblaðið 1951 til 1955 í fullu starfi en síðan í ílilaupum og hlutastarfi til 1962. Hún var skrifstofusljóri Vélskólans 1964-70, læknaritari á Landa- koti 1971-75, blaðamaður á Vísi 1975-76, blaðamaður við Dag- blaðið 1976-83 þar sem hún auk annars var brautryðjandi í skrifum um neytendamál. Hún var yfirritari á lyflækninga- deild Borgarspítalans 1983-86, ritstjóri og útgefandi Mosfells- póstsins 1980-87, rak gestamót- töku fyrir Islendinga í Flórída 1989 til 1997 og var á sama tíma fréttaritari DV. Síðast var hún afleysingaritari við heilsu- gæslustöðina í Laugarási 1997. Anna flutti íjölmarga pistla í Ríkisútvarpinu bæði frá Flórída og eftir heimkomuna og grein- ar hennar birtust í ýmsum blöð- um og tímaritum. Anna lét málefni neytenda sig miklu skipta og sat í stjórn Neytendasamtakanna um ára- bil. Hún var í hópi stofnenda Vinafélags Borgarspítalans og sat í stjórn þeirra samtaka um langt árabil. Hún var varafor- maður Kvenfélags Mosfells- sveitar um skeið. I Flórída var hún hvatamaður að stofnun ís- lendingafélagsins Leifs Eiríks- sonar 1991 og var forseti þess frá stofnun til 1997 er hún flutti aftur heim til íslands. Utför Önnu fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. stað drauma þinna. Það var yndis- legt að heyra það frá þér, að þrátt fyrir váleg tíðindi af heilsufari þínu hélst þú höfðinu hátt og þið Atli tengdust sterkari böndum en nokkru sinni fyrr. Ég veit að nú að leiðarlokum ert þú umvafin þessari sömu vellíðan, umhyggju og friði. Roberta Ostroff. Það eru ekki margir dagar síðan Anna hringdi til mín og þakkaði fyr- ir viðtal sem ég hafði tekið við hana og birt í Hús og híbýli. Þegar ég spurði um líðan hennar var frekar fátt um svör, enda hef ég aldrei heyrt þá konu kvarta. Þvert á móti, eins og ávallt í mín eym var hún að hrósa. „Elín, ef þú værir blaðamað- ur í Ameríku hefðir þú fengið Pu- litzer-verðlaunin fyrir þetta viðtal,“ sagði hún af einlægni. Ég veit sem er að Anna var með þessum orðum að lýsa innilegu þakklæti sínu og hún sparaði ekki lofið frekar en fyrr. Það eru rúm tuttugu ár síðan ég kynntist Önnu og með okkur hefur alltaf verið kært. Þegar ég var að stíga mín fyrstu spor í blaða- mennsku um tvítugt á gamla DB unnum við í sama herbergi. Anna hafði viss forréttindi - hún var eini blaðamaðurinn sem hafði rafknúna ritvél. Hún sökkti sér niður í neyt- endamái af fuilum krafti, bjó tii heimilisbókhald með landsmönnum og lét það síður en svo afskiptalaust ef umframbirgðum af tómötum eða lambakjöti var fargað á haugunum. Þetta var spennandi tími þar sem tvö síðdegisblöð bitust á markaðn- um og sá samhenti hópur, sem þarna starfaði, lagði allt í sölurnar til að vera með betri fréttir en Vísis- menn hinum megin við vegginn. Við blaðamennirnir sátum jafnframt í ströngum skóla Jónasar Kristjáns- sonar sem hélt fundi um hvernig ætti að skrifa fréttir og hikaði ekki við að gagnrýna okkur sæi hann ástæðu til. Það var ekki laust við að nýbyrjaður blaðamaður væri hálf óstyrkur í byrjun í þessum kalda kariaheimi en Anna Bjarnason lét ekkert hagga sér og sparaði ekki þá frekar en nú lofsyrði í minn garð, uppörvun og hvatningu. Ég sé það núna, þegar litið er til baka, hversu mjög það skortir í dag að ungir og nýbyrjaðir blaðamenn fái þá hlýju og leiðsögn sem ég fékk frá her- bergisfélaga mínum. Konum fjölgaði síðan á DB og við ákváðum að draga okkur út úr karlasamfélaginu á blaðinu einu sinni í mánuði og héldum matarboð hver heima hjá annarri. Allar þær ánægjulegu minningar sem ég á frá þeim tíma með þessum skemmti- legu konum eigum við fyrir okkur en sannarlega misstu strákarnir af miklu. Þótt Anna og Atli létu gamlan draum rætast að flytja til Ameríku slitnaði ekki vinskapur okkar Önnu því við ræddum oft saman í síma meðan ég sá um helgarblað DV sem birti greinar eftir hana. Ég vissi að hún var komin með heimþrá fyrir talsvert löngu og varð þess vegna svo glöð fyrir hennar hönd þegar ég frétti að hún væri að flytja heim. Ég hitti Önnu síðan þegar maður henn- ar, Atli, var heiðraður af Blaða- mannafélaginu sl. haust og hvatti hana einmitt þá til að koma á af- mælisfagnað félagsins sem þau hjónin gerðu. Það kvöld geislaði hún af hamingju yfir að vera komin heim og öllu því sem hún ætlaði að taka sér fyrir hendur. Nokkrum dögum síðar kom reiðarslagið þegar hún fékk vitneskju um þann ömur- lega sjúkdóm sem nú hefur dregið þessa góðu konu til dauða. Ég er þakklát fyrir þann skemmtilega dag sem við Anna átt- um saman á Flúðum í janúar sl. Henni fannst það heiður að Hús og híbýli vildi mynda hjá sér og mér finnst það heiður að hafa fengið að kynnast henni. Ég mun ávallt minn- ast Önnu fyrir hjartahlýju hennar og einlægni. Ég veit hversu þung spor það verða fyrir Atla að ganga áfram veginn án hennar en ég vona að minningin um einstaka konu muni létta þau. Ég sendi Atla, Önnu Sigríði, Ásu, Gunnari, Atla yngri og fjölskyldum þeirra einlægar samúð- arkveðjur. Elín Albertsdóttir. Það var hátíð í okkar hópi fyrir réttu ári, þegar vinir okkar Ánna og Atli fluttu aftur heim - frá Flórída að Flúðum - eftir 10 ára búsetu þar vestra. Þau voru fljót að koma sér vel fyrir í fallega húsinu sínu á Flúðum og framundan voru fyrir- heit um margar góðar samveru- stundir um ókomna framtíð. En skjótt skipast veður í lofti. í byrjun vetrar greindist Anna með þann ill- kynja sjúkdóm sem engu eirir og varð að lúta í lægra haldi fyrir, þrátt fyrir harða og kjarkmikla bar- áttu. Hún lést þ. 22. apríl, hinn síð- asta vetrardag. Anna var einstök kona. Flestir landsmenn þekktu hana sem blaða- mann og flytjanda áhugaverðra fréttapistla í útvarp. Að okkur vin- um hennar snéru auk þess aðrar hliðar mannkosta hennar; hún var fljúgandi greind og glæsileg, hátt- vís, skemmtileg og hlý. Ungir sem aldnir sóttust eftir návist hennar og vinahópur þeirra Atla er stór. Vin- áttubönd okkar bundust strax í barnaskóla fyrir meira en hálfri öld og fljótlega var saumaklúbburinn góði stofnaður og nokkrir meðlimir bættust í hópinn á Verslunarskóla- árunum. Þær eru ótaldar ánægju- stundirnar, sem við höfum átt sam- an öll þessi ár, hér heima og á Flórída, og bar þar aldrei skugga á. Að leiðarlokum er margs að minn- ast og margt að þakka. Hljóðar og hnípnar kveðjum við okkar kæru vinkonu í dag, en vitum að þótt hún sé horfin okkur í bili munum við hittast fyrir aftur „handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina“. Við vottum Atla og fjölskyldunni okkar innilegustu samúð og biðjum Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Saumaklúbburinn og fjölskyldur. Veturinn var helgaður hetjulegri baráttu við illvígan sjúkdóm sem óvænt kvaddi dyra fyrir réttum fimm mánuðum. Framan af var það von okkar að þessi tápmikla kona mætti aftur komast til heilsu, með hækkandi sól og bjartari dögum, en sú von átti ekki eftir að rætast. Síð- ustu dagana, þegar ljóst var að hverju stefndi, leituðu á huga okkar hin máttugu bænarorð Stefáns frá Hvítadal: Ó, láttu, Drottinn, þitt ljós mér skína og sendu frið inn í sálu mína. Ó, vertu mér, Drottinn, í dauða hlíf. Eg bið ekki framar um bata og líf. Kynni okkar við Önnu Bjarnason eru nú orðin næstum hálfrar aldar gömul en alveg sérstakur þáttur þeirra kynna hófst sumarið 1955, þegar við réðumst í húsbyggingu með Önnu og Atla Steinarssyni, eig- inmanni hennar, við ofanverðan Rauðalæk í Laugarneshverfi í Reykjavík. Við Atli vorum skóla- bræður og samstúdentar 1950 frá Verslunarskóla íslands og síðasta veturinn minn í þeim skóla átti ég því sérstaka láni að fagna að fá að búa á heimili hans og foreldra hans í Reykjavík. I fyllingu tímans fluttum við í húsið á Rauðalæk 44 og í þessu fal- lega umhverfi sköpuðust þau vin- áttubönd á milli fjölskyidnanna sem aldrei hafa rofnað. Þó höguðu atvik- in því svo til að oft var vík milli vina. Anna og Atli bjuggu í Bandaríkjun- um frá 1988 til 1997, en löngu fyrr höfðum við hjónin verið búsett í Evrópulöndum um ára bil. Anna og Atli áttu miklu barnaláni að fagna. Fyrst komu tvær dætur og þá tveir synir og það jók eflaust á samkennd fjölskyldnanna að hjá okkur var munstrið eins, tvær dæt- ur og tveir synir, og börnin á báðum heimilum á svipuðu reki. Þegar dætur okkar og fjölskyidur þeirra voru á ferð í Flórída fyrir tæpum tveim árum áttu þau ljúfa kvöld- stund með þeim hjónum, Önnu og Atla, og er skemmst frá því að segja að þar urðu miklir fagnaðarfundir. Ánna Bjamason var nágranni þeirrar gerðar sem hver fjölskylda mundi kjósa sér. Hún var kona glaðsinna, skemmtileg og hispurs- laus í umgengni, og henni fylgdi hressilegur blær hvar sem hún fór. Ekkert var henni fjær en að þröngva sér inn á gafl hjá nágrann- anum, en alltaf var hún reiðubúin að veita hjálp og liðsinni, hvenær sem þess var þörf. Anna var prýðilega ritfær, enda stundaði hún lengi blaðamennsku. Skemmtilegjólabréf hennar frá Ameríku hin síðari ár munu vandlega varðveitt í bréfa- safni fjölskyldu okkar. Af orðum sem hún lét falla fyrr á árum þykjumst við mega ráða að það hafi verið draumur hennar að búa um hríð vestan hafs og nú gleð- ur það okkur að sá draumur skyldi ná að rætast með svo farsælum hætti sem raun varð á. Anna og Atli fluttust aftur til Islands á sl. ári og voru búin að koma sér vel fyrir að Flúðum í Ái-nessýslu. Þar hugðust þau sinna þjónustu við ferðamenn með svipuðum hætti og þau höfðu gert í Flórída og rómaður var af þeim sem þar nutu fyrirgi-eiðslu þeirra og gestrisni. Það hryggir okkur að forlögin skuli hafa bundið svo skjótan og óvæntan enda á end- urfundi Önnu við heimaland hennar sem þrátt fyrir útþrána var henni kærast landa. Við biðjum Guð að blessa minn- ANNA GUÐBJORG BJARNASON ingu Önnu Bjarnason um leið og við þökkum henni og fjölskyldu hennar áratuga vináttu. Ókkar góða vini Atla, börnum þeirra Önnu og fjöl- skyldum þeiiTa sendum við dýpstu samúðarkveðjur. Inga og Sigurður Markússon. - Og vorið kom - þetta langþráða vor, árið 1951, þegar við lukum námi í Verzlunar- skóla Islands og flestir innrituðu sig þá strax í lífsins skóla. Við fórum hvert til sinnar áttar, skemmra eða lengra frá Grundarstígnum, sextíu og tvö ungmenni með sínar vænt- ingar, vonir og margvíslegu áhuga- efni. Við höfðum flest verið samvist- um þrjá vetur, sumir þó lengur, ör- fáir skemur. Þarna bundumst við vináttubönd- um sem enn eru sterk, svo sterk að ennþá gleðjumst við og hlökkum til hvers endurfundar, við fögnum hvert öðru sem góður systkinahóp- ur væri og fylgjumst með lífsferli hvers og eins. Það er nú svo á lífs- leiðinni, að sumir samferðamanna okkar verða eftiminnilegri en aðr- ir. Þegar við minnumst þeirra, bros- ir okkar innri maður og okkur hlýn- ar um hjartaræturnar. Þannig eru minningar okkar um Önnu Bjarna- son, bekkjarsystur okkar, sem við kveðjum i dag. Allir vissu hver inn kom þegar Anna birtist, hávaxin en léttstíg, með bros á vör sem alltaf náði til augna hennar og þaðan til okkar. Hún var hinn fæddi foringi og alltaf var gaman að vinna með henni. Við bekkjarfélagarnir hittumst fyrstu þrjátíu árin eftir útskrift á fimm ára fresti. Þegar þar var kom- ið sögu okkar, ákváðum við, að frumkvæði Önnu, að nú værum við orðin alltof gömul til að hittast svo sjaldan og að nú myndum við hittast á hverju ári. Við það höfum við stað- ið. Þegar leið að fjörutíu og fimm ára útskriftarafmæli okkar var það samhljóma álit okkar að biðja Önnu að halda ræðu kvöldsins og gerði hún það fúslega og með þeirri reisn og fljúgandi mælsku sem henni var svo ríkulega gefin. Það var okkur mikið gleðiefni þegar hún mætti á hinum árlega há- degisverði okkar núna 21. marz sl. Við vissum að hún átti og var búin að eiga í harðri baráttu við skæðan sjúkdóm, en hún kom samt. Við höfðum glaðst svo innilega þegar fréttist að þau hjón Anna og Atli væi-u að flytjast aftur til íslands. Því varð það okkur til mikillar sorg- ar að heyra um veikindi hennar. Hugur okkar bar til hennar vonir, óskir og bænir um bata og langlífi, en það átti ekki að verða. - Og enn er komið vor - úti í garði dansa páskaliljurnar í golunni, há- vaxnar og yndislegar, þrátt fyrir snjóinn sem á þær féll og vindinn sem um þær blés. Vorblómin sem vekja okkur von um fegurð sumars og upprisu jarðar. Þegar Anna skólasystir kvaddi okkur bekkjarsystkinin tuttugasta og fyrsta marz, þakkaði hún okkur fyi’ir samveruna þennan dag, hún brosti til okkar og sagði - við sjá- umst -. Þannig mun það verða, hún sagði það. Skólasystur og skólabræður brottskráð frá Verslunarskóla ís- lands vorið 1951 votta fjölskyldu Önnu Bjarnason inhilegustu samúð vegna andláts hennar. Við biðjum þeim blessunar, svo og öllum öðrum sem Önnu voru kærir, með ósk um farsæla og fagra framtíð þeim til handa. F.h. VÍ 1951, Stefanía M. Pétursdóttir. „Hér hefur margur eignast jörð og búsmala þrátt fyrir örðugleika, hér hugðum við mamma okkar framtíð góða.“ Þannig segir í bréfi vestan úr Winnipeg fyrir réttum 100 árum; bréfi heim til barnanna, sem urðu eftir á íslandi, í snertandi frásögn Böðvars Guðmundssonar af lífi, bar- áttu og draumum vesturfaranna. „Hér hugðum við mamma okkar framtíð góða,“ segir sögumaður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.