Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 47 ) ) ) I ) ) ) ) I ) > > ■- ) ) ) ) ) . > I ) > > 5 > MINNINGAR bömum sínum, þegar erfiðleikamir vom að baki, Nýja ísland orðið að vemleika og framtíðin blasti við landnemunum á strönd Winnipegvatns. En þá hjó hinn vá- legi sjúkdómur skyndilega og nam brott móðurina. Saga vesturfaranna er baráttu- saga sem lýsir trúlega vel þeirri þjóð, þeim vesturfömm sem námu land okkar í árdaga, og þegar grannt er skoðað lýsir þessi saga einnig eðli okkar sem þjóðar enn í dag. Þess háttar baráttumanneskja var Anna. Hún var hugkvæm og hún var áræðin, en í senn aðgætin. Hún var stórhuga þegar ráðist var til áforma, æðmlaus þegar mótlæti tafði fór en leitaði þá óhrædd nýrra og áður ófarinna leiða. Starfsævi Önnu var órjúfanlega tengd íslenskri blaðamennsku. Hún gerðist ung blaðamaður á Morgun- blaðinu, rétt að nýloknu verslunar- skólaprófi og starfaði þar með hlé- um og síðar á Vísi og Dagblaðinu, þar sem hún varð brautryðjandi fréttamennsku um málefni neyt- enda. Síðar stofnuðu þau hjónin héraðsfréttablað Mosfellinga, sem þau ritstýrðu og gáfu út í nær ára- tug. Ekki verður heldur hjá því komist að nefna öll þau margvíslegu störf og viðvik sem í hlut Önnu komu vegna langra og mikilla starfa Atla að félagsmálum blaðamanna, hvort heldur vom ritarastörf, sendi- ferðir eða móttaka erlendra gesta Blaðamannafélagsins, sem Anna sinnti af glæsibrag. Fyrir áratug urðu kaflaskipti í lífi Atla og Önnu, þegar þau fluttu vest- ur til Bandaríkjanna, enda tvö bama þeirra þá búsett vestra. Það leiddi svo til þess að þau settust að á Flórída þar sem þau bjuggu í átta ár. Þar sinntu þau einkum þjónustu við íslenskt ferðafólk, svo og ýmsum ritstörfum. Eins og við var að búast sat Anna þar ekki auðum höndum, enda hugmyndir óþrjótandi og mik- ið verk að vinna við landkynningu og að hnýta félagsbönd þeirra Is- lendinga, sem þar um slóðir bjuggu. Þar beitti Anna sér iyrir stofnun Is- lendingafélagsins Leifs Eiríksson- ar, sem hún stýrði allan þann tíma, sem þau bjuggu ytra. Ég þykist viss um að fáir íslenskir kjörræðismenn hafi nokkra sinni komist í hálfkvisti við þau Atla og Önnu hvað varðar landkynningu og störf að íslend- ingamálum. Þar vestra vom þau sannkölluð sendiherrahjón. Það var staðarlegt að koma heim á Longleaf Drive, enda heimili þeirra og gistiaðstaða fjölsótt og vinsæl, bæði af fjölskyldu, vinum og ferðafólki. Það var erfitt að hugsa sér annað en að þama yrðu þau lengi enn og oft hægt að hlakka til heimsókna til þeirra í sólina. En ís- land tók í, eins og byr í segl, og þrá Önnu eftir því að komast heim, þar sem svalur vindurinn er í fangið, þar sem vatnið er ferskt og tært og sumamætumar bjartar, - sú þrá varð að endingu að nýjum áformum, nýjum draumum og hugmyndum um framtíðarverkefni. Margt eitt kvöld sátum við þar vestra eftir að teningunum var kastað og ákvörðunin um heimför- ina lá fyrir og bollalögðum um framtíðina á Flúðum, þar sem svo margt mátti gera til að heilla er- lenda ferðamenn til íslandsferða og borgarbúa út í sveit. Enn var pakk- að og enn var lagt af stað í nýja för, að þessu sinni til Sigurhæða á Flúð- um. Og framtíðin var björt. Nýr vettvangur í augsýn. „Hér hugðum við mamma okkar framtíð góða,“ ritaði Ólafur Jensson frá Winnipeg um þau Sæunni konu hans í bréfi heim til barnanna tveggja á íslandi, rétt áður en ör- lögin gripu í taumana. Eins gerðist nú í lífi annarra vesturfara, öld síð- ar. Nokkm eftir heimkomuna, þeg- ar þau Atli vora búin að koma sér fyrir á hinu glæsilega nýja heimili, greindist Anna með válegan sjúk- dóm, sem ekki varð ráðið við. Enn einni hetjusögu lauk á síðasta degi vetrar. í heimsókn minni til Islands um jólin gafst færi á stuttri dvöl hjá Önnu og Atla á Flúðum. Það vom síðustu sinn sem við spiluðum Manna, lékum okkur að frjóum hugmyndum og bollalögðum fram- tíðina. Ég hafði þá óbilandi trú á mátt læknavísindanna. Ég hef hins vegar á tilfinningunni að Anna hafi þá þegar falið örlög sín í hendur honum sem öllu ræður. Síðustu vik- umar vissi ég að læknavísindin eiga enn langt í land, og á borði mínu loguðu á kvöldin tvö kerti, annað fyrir vonina, hitt fyrir bænina. Ég kveð Önnu vinkonu mína með broti úr ljóði skáldkonunnar og vesturfarans Jakobínu Johnson úr ljóðasafninu „Kertaljós". „Ég fer - það er ákvarðað allt Mér ætluð er langferð - og vinir mín bíða. Ég líð burt í logni um nótt - er leidd gegn um bládjúpið víða, uns stjaman mín birtist og staðar er numið. Ég flyt með mér allt er ég ann - sem ástfólgnar minningar djásnin mín geym- ast Sem regnbogalitir og ljóð þau lýsa - en sorgimar gleymast. Því fegurð og Mður ffá stjömunni stafa.“ Bjami Sigtryggsson, Kaupmannahöfn. Það kom okkur frænd- og vina- fólki Önnu Bjamason blaðamanns ekki á óvart að frétta fráfall hennar 22. apríl, síðasta dag vetrar. Hún hefur gengið í gegnum erfiðan og alvarlegan sjúkdóm í vetur. Við Anna höfum þekkst alla okk- ar ævi enda systraböm, þar sem hún var dóttir Önnu Jónsdóttur Bjamason, móðursystur minnar. Ég minnist þess þegar ég var 8-9 ára að Gunnar Bjamason (síðar skólastjóri Vélskólans) veitti for- stöðu vélaverkstæði í Hafnarfirði, sem var útibú frá Hamri í Reykja- vík. Þá var þegar rekin mikil tog- araútgerð frá Hafharfirði, sem þurfti umsvifamikla viðgerðarþjón- ustu, sem var of langt að sækja til Reykjavíkur. Vegna gamallar vin- áttu var Gunnar í fæði hjá okkur og var ánægjulegt að sitja við matar- borðið og hlusta á umræður því að Gunnar var léttlyndur og brandar- amir fuku um borð af þeirri hóf- sémi, sem prýðir góða sögumenn. Ég reikna með að þannig hafi hann kynnst konu sinni Önnu Guðrúnu Jónsdóttur og þau stofnað afar far- sælt hjónaband. Það var því á slíku heimili, sem Anna Guðbjörg ólst upp hér í Reykjavík, þar sem fjölskyldur í báðar ættir vora fjölmennar og mikil samskipti og samhugur ríkti. Þau urðu tvö systkinin, því að yngri bróðir hennar er Jón Páll hljómlist- armaður í Bandaríkjunum. Enda finnst mér að þetta uppeldi, sem Anna Guðbjörg hlaut í foreldrahús- um hafi einkennt hennar líf svo sem hæfileikann til að kynnast og um- gangast alls konar fólk, svo að það skapaði ánægju og oft ævilanga vin- áttu. Anna Guðbjörg hlaut sína skóla- göngu hér í Reykjavík í Verslunar- skóla íslands, en hélt síðan út á vinnumarkaðinn sem blaðamaður við stóm blöðin í Reykjavík, þar sem hún skrifaði reglulega ýmsa pistla, en smám saman meira og meira um neytendamál, sem þá var nýlunda og hún því brautryðjandi á því sviði. En í fjölskyldunni var Anna Guð- björg alltaf hin ljúfasta og skemmti- lega frænka, sem öllum þótti vænt um. Það kom vel í ljós á starfsámm hér heima í Reykjavík eða Mosfells- bæ, en ekki síst í Orlando í Florida, þar sem hún naut sín vel, þegar hún opnaði heimili þeirra Atla til mót- töku gesta frá íslandi. Þar vom menn ekki bara hótelgestir, heldur urðu flestir vinir þeirra hjóna hafi þeir ekki verið það fyrir. Þar var ekki talið eftir að liðsinna fólki í stóra og smáu. Hér koma áreiðanlega fram áhrif uppeldisins og ég get vel ímyndað mér foreldra hennar, Gunnar og Önnu Guðrúnu, veitandi fólki ómet- anlega aðstoð á framandi slóðum svo hjálpsöm sem þau alltaf vom. Margvísleg félagsstörf hlóðust á Önnu Guðbjörgu hvar sem hún fór og vom þau Atli samtaka þar. Ég fylgdist með því í byrjun árs 1997, þegar þau vom ákveðin að flytja heim til íslands, hverjar áhyggjur Islendingar í Florida höfðu af fram- gangi félags síns, þegar svo væri komið að Ónnu og Atla nyti ekki lengur við. Ég á ennþá ógetið veiga- mesta þáttar í lífi Ónnu, en það er hjónaband þeirra Atla Steinarsson- ar blaðamanns, sem varð þeim báð- um svo dýrmætt og farsælt. Þau eignuðust 4 böm: Önnu Sigríði, Ásu Steinunni, Gunnar Þór og Atla Steinar, sem hafa fært þeim 8 bamaböm - gleðigjafa afa og ömmu, þó að þau væra dreifð um mörg lönd. En í lífinu skiptast á skin og skúrir. Alltof fljótt eftir að Anna og Atli fluttu heim og vom sest að í fagra húsinu sínu á Flúðum og búin að koma sér fyrir, dró svart ský fyr- ir sólu, þegar í Ijós kom hinn alvar- legi sjúkdómur, sem nú hefur haft þessar afleiðingar að sorg hvílir yfir fjölskyldu og vinum. En það er þó ljúft að hugsa til allra ánægjulegra samverastunda og ævilangrar vináttu. Það yljar manni að hugsa til þess, hve margir eiga slíkar minningar í lífi sínu þeg- ar þeir hugsa til Önnu Guðbjargar og Atla. Við vottum Atla og fjölskyldum bama hans okkar dýpstu samúð. Guð veri með ykkur. Páll Gíslason. Anna Bjamason er horfin af sjón- arsviðinu löngu áður en hún hefir lokið hlutverki sínu hér á jörðu. Hún hefir verið hrifsuð úr faðmi fjölskyldu og vina án nokkurrar miskunnar og með litlum fyrirvara. Það var reyndar vitað fyrir nokkmm stuttum mánuðum hvert stefndi, og enginn mannlegur mátt- ur gat stöðvað óheillaþróunina. Þeir, sem eftir lifa em fylltir sorg og trega og velta fyrir sér, hvar næsta skarð í hópinn verði rofið. En lífið heldur áfram. Nú verður staldrað við og minn- ing hennar Önnu Bjamason heiðruð. Kynnin em orðin löng og ná allt aftur til æskuáranna. Anna var potturinn og pannan í útileikj- um á sumarkvöldum á Melunum, þegar fallin spýta var hámark spennings í ungum hjörtum. Svo komu táningsárin og samvera í Verslunarskólanum, þar sem Anna var einnig í forystuhlutverki í fé- lagslífinu. Nú var hún orðin glæsi- leg stúlka, sem lét hjörtu sumra skólabræðranna slá enn hraðar en föllnu spýtumar höfðu gert. Ung að ámm gekk Anna að eiga Atla Steinarsson, sem reyndist henni tryggur lífsfömnautur og eignuðust þau fjögur efnileg böm. Tekist var á við lífið og mikið unnið en lítið sofið. Það þurfti að eignast þak yfir höfuðið og búa sem bezt í haginn fyrir vaxandi fjölskyldu. Líf- ið var erfitt en spennandi og reynt var að njóta þess sem bezt. Anna fann fljótlega út, að hún hafði sér- lega góðar gáfur til skrifta og hún tók innan tíðar að vinna með heimil- inu sem blaðamaður. Hún var brautryðjandi í skrifum um neyt- endamál og háði marga orrustuna fyrir hönd sinna tryggu lesenda. Þótt við flyttum til Ameríku rofn- aði aldrei sambandið við Önnu og Atla. Erla, sem verið hafði í sauma- klúbbi með Önnu allt frá 13 ára aldri, hélt uppi bréfasambandi og svo vom talsverðar heimsóknir. Svo höguðu örlögin því þannig, að þau hjón fluttu til Flórída 1988 og næstu 9 árin vom samskipti okkar nánari en þau höfðu verið. Völdu þau sér bústað í St. Cloud, á Heilögu skýi, eins og Anna sagði, og hófu þar margvíslega starfsemi. Þau vom fréttaritarar fyrir dag- blöð og útvarp á Fróni og skrifuðu einnig í ýmis tímarit. Þá sá Atli um dreifingu á Fréttafaxi og starfaði við skráningu íslendinga í Vestur- heimi. Anna lét ekki sitt eftir liggja, því hún tók að sér formennsku í Is- lendingafélaginu á staðnum og upp- hófst þá gullöld þeirra samtaka. Fé- lagsmönnum fjölgaði og starfsemin blómstraði og þau hjónin hleyptu af stokkunum myndarlegu fréttabréfi, sem fékk nafnið „Landinn“. Anna var endurkjörin ár eftir ár. Var þeim sýndur margvíslegur sómi, þegar þau yfirgáfu Flórída í fyrra. Auk þessa tóku þau þátt í ferðageir- anum með gestamóttöku og fleira. Varð heimili þeirra að eins konar miðstöð Islendinga á svæðinu. Fjöldinn allur af ferðalöngum minn- ist nú Önnu með þakklæti fyrir alla greiðasemina og hjálpina, sem í té var látin á einlægan og óeigingjam- an hátt. Anna var svo mörgum góðum eig- inleikum gædd. Hún var opin, hreinlynd og samvinnuþýð, hafði sérstakt lag á að sameina krafta og leiða fólk og fá það til að vinna sam- an að vissum markmiðum. Vel fylgdist hún með, eins og góður blaðamaður, og var með fingurinn á púlsi samtíðarinnar, ef svo má að orði komast. Aldrei stofnaði hún til deilna en tók frekar að sér sátta- hlutverk. Fjölskyldu sína mat hún öllu ofar og nutu þau Atli samvist- anna við böm og bamaböm. Þegar við kveðjum þessa góðu manneskju og vinkonu, biðjum við máttarvöldin að styðja Atla, sem nú hefir misst sína eiginkonu og bezta vin. Sömuleiðis biðjum við um styrk fyrir bömin, sem sjá á bak ástríkri móður og bamabömin, sem sakna elskaðrar ömmu. Þeim öllum vott- um við djúpa samúð. Svo þökkum við Önnu Bjamason fyrir góða sam- fylgd á þessum lífsins vegi. Blessuð sé minning hennar. Erla Ólafsson og Þórir S. Gröndal. í dag kveðjum við Önnu Bjama- son sem bjó í Orlandó, Flórída, ásamt eiginmanni sínum Atla Stein- arssyni, í 8 ár. Þau fluttu til íslands í apríl fyrir einu ári. Anna var for- maður Islendingafélagsins Leifur Eiríksson, sem þau hjónin Anna og Atli endurvöktu héma í Orlandó, Flórída, og nefndu Leifur Eiríks- son. Einnig gáfu þau út fréttablað, Landann, frá 1990, á vegum íslend- ingafélagsins, og naut þar þeirra sérstöku gáfna og getu á því sviði. Hennar von var að einn dag gætu öll íslendingaféiögin héma í Banda- ríkjunum komið sér saman um að gefa út eitt blað sem yrði kallað Landinn. En svo varð ekki og jafn- vel ekki í Flórída einni. Anna var einnig ómissandi i saumaklúbb sem stofnaður var héma í Orlandó á meðal íslenskra kvenna. Mörg vom hennar ráð, bæði í saumaklúbbnum og ávallt, því þau hjónin vom alltaf tilbúin að aðstoða Islendinga í hvaða málum sem var. Margar skemmtilegar og fróðlegar frásagnir geymum við í huga okkar frá því að Anna bjó héma í Orlandó, Flórída. Anna var mjög ánægð þegar hún tilkynnti okkur í saumaklúbbnum að hún væri að flytja heim til ís- lands ásamt Atla í apríl 1997. Hana langaði að flytja aftur til íslands enda átti dvöl þeirra hjóna jafnvel ekki að verða eins löng og hún varð. Við samglöddumst henni þó að hennar yrði saknað. Að leiðarlokum þökkum við allt samstarf á liðnum áram héma í Or- landó, Flórída. Megi góður Guð geyma Önnu Bjamason og styrkja alla hennar aðstandendur. Vaktu minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Péturss.) Kveðja. Lslendingafélagið, Orlandó, Flórfda. Hún Anna verður til grafar borin í dag, 30. apríl, langt um tíma fram, að okkar mati sem kynntumst henni vel í starfi, eins og við félagamir í Vinafélagi Sjúkrahúss Reykjavikur gerðum. En Anna var stofnfélagi og í stjóm fyrstu 5 árin, auk þess sem við nutum þess vegna krafta Atla einnig og síðar Ásu Atladóttur og Gunnars Atlasonar, en þau unnu með okkur um nokkurra ára skeið eftir að Ása og Atli fluttu til Banda- ríkjanna. I félagi þar sem öll vinna er unnin sem sjálfboðastarf er brennandi áhugi og geta til að draga aðra með sér í verkefnum alveg ómetanleg, og þannig var Anna alla tíð. Verk sem manni fannst fráleitt að hægt ~ væri að koma í gegn reyndust bara aðeins erfiðari en hin þegar Anna var með í ráðum. Áhrif Önnu vom alltaf þessi ódrepandi áhugi, hvatning og ósér- hlífni í hverju einu sem upp kom en þurfti og varð að takast á við. Um leið og við sendum fjölskyld- unni samúðarkveðjur á erfiðri stund, þökkum við fyrir góð kynni og gott samstarf. Fyrir hönd stjómar Vinafélags Sjúkrahúss Reykjavíkur. Egill Skúli Ingibergsson formað- ur, Reynir Armannsson ritari. Ég frétti af andláti vinkonu minn- ar, Önnu Bjamason, er ég sat þing Neytendasamtakanna, en það var einmitt vegna neytendamála sem við Anna kynntumst. Anna var brautryðjandi í starfi þegar hún hóf að skrifa neytenda- síðu er Dagblaðið hóf göngu sína. Þar byrjaði hún á ýmsum nýjung- um. Halda má fram með fullum rök- um að enginn annar hefur lagt góðu heimilisbókhaldi, sem er lykillinn að góðum efnahag heimila, jafn mildð lið og Anna gerði á sínum tíma. Við Anna áttum einnig samstarf v®y þriðja mann um neytendaþætti í út- varpinu á ámm áður og hún sat í stjóm Neytendasamtakanna á tímabili. Anna var góður liðsmaður í baráttu fyrir hagsmunum neytenda. Mildlvægast var þó af öllu hve gott var að eiga samstarf við Önnu. Hún var bæði vandvirk og samviskusöm, kom með hugmyndir og var heiðar- leg og hreinskiptin. Og það var gott að eiga Önnu að, því hún var blaða- maður sem ávallt tók málstað neyt- enda. Og hún lét ekki staðar numiiy þegar hún tók þá ákvörðun með Atla manni sínum að leita á vit æv- intýra í Ameríku, þá hélt hún áfram að skrifa í blöð hér og segja frá því sem við íslendingar gætum lært af grönnum okkar í vestri í neytenda- málum. Áhugi Önnu á hagsmuna- málum neytenda var með þeim hætti að hún lét ekki staðar numið. Neytendur hér á landi eiga Önnu mildð að þakka. Það er komið að leiðarlokum. Ég kveð baráttujaxl- inn Önnu Bjamason með virðingu og þakklæti. Um leið votta ég Atla og öllum afkomendum þeirra dýpstu samúð mína. Jóhannes Gunnarsson. Frágangur afmælis- og minning- argreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá. er enn fremvu- unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.- is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem við- hengi. Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII skráa sem í daglegu tali em nefndar DOS-texta- skrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar em beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.