Morgunblaðið - 30.04.1998, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 30.04.1998, Qupperneq 48
"Í8 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ARNI INGIMUNDARSON + Árni Ingimund- arson fæddist á Akureyri 17. mars 1921. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 20. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðrún Árna- dóttir frá Reykjum í Skagafirði, f. 17. júní 1887, d. 21. september 1974, og Ingimundur Árna- son frá Grenivík, skrifstofusljóri og söngstjóri, f. 7. febrúar 1895, d. 28. febrúar 1964. Árni átti fjögur systkini, Magnús, f. 8. febrúar 1923, Steinunni Karólínu, f. 29. mars 1925, Þórgunni, f. 23. júní 1926, og Jóhann Gunnar Ragúels (samfeðra), f. 24. apríl 1931. _ Hinn 12. júní 1943 kvæntist Árni Auði Kristinsdóttur frá Hofsósi, dóttur Sigurlínu Gísla- dóttur frá Neðra-Ási í Hjaltadal og Kristins Erlendssonar kenn- ara frá Gröf á Höfðaströnd. ~**Börn þeirra eru: 1) Ingimundur, f. 8. aprfl 1943, d. 12. janúar 1980. 2) Guðrún, f. 20. apríl 1945, maki Ólafur Huxley Ólafsson og börn þeirra: Árni Huxley og Auður Inga. Maki Árna er Elisabeth Andersen og sonur þeirra Magnús Huxley. 3) Kristín Sigurlína, f. 30. ágúst 1951, maki Friðrik Vagn Guð- jónsson og börn þeirra Finnur og Hildur. Maki Finns er Kristín Sóley Björnsdóttir og dóttir þeirra Borg- ný Finnsdóttir. Árni lauk gagn- fræðaprófi frá MA og stundaði versl- unarnám í Verslun- arskóla Islands 1939-1941. Hann starfaði lengst af við bókhald og end- urskoðun, síðast hjá iðnaðardeild Sambandsins á Akureyri. Hann stundaði nám í píanóleik hjá Þorbjörgu Halldórs frá Höfn- um og Árna Kristjánssyni og lék undir hjá, söng með og stjórnaði ýmsum kórnum, þ. á m. karlakórnum Geysi og Heimi í Skagafirði, síðast gömlum Geysisfélögum. Auk þess lék hann um árabil fyrir dansi og var undirleikari fyrir einsöng, kvartettsöng og kab- arettsöng af ýmsu tagi. Árni lagði á yngri árum einnig stund á ýmsar íþróttagreinar, m.a. sund, skíði og knatt- spyrnu, og keppti í þeim fyrir hönd KA. Á seinni árum lagði hann mesta stund á golf og lax- veiðar. títför Árna fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10. Þegar ég kynntist Áma, kom hann mér fyrir sjónir sem hispurs- ^•íaus, hreinskiptinn og skemmtileg- ur maður. Nánari kynni styrktu þessa skoðun, enda tilheyrði hann hinum glaða og góða systkinahópi, sem kominn er frá hjónunum Guð- rúnu Árnadóttur og Ingimundi Amasyni, söngstjóra. Rætur hans lágu í Þingeyjar- og Skagafjarðar- sýslum og þarf því engan að undra, að hann var mikill gleðimaður og hrókur alls fagnaðar. Árni var ein- staklega hæfileikaríkur maður og bar þar hæst tónlistargáfu hans. Einnig var hann mjög fjölhæfur íþróttamaður og keppti á yngri ár- um fyrir lið sitt KA í knattspymu, sundi og á skíðum. Þegar því tíma- bili lauk, tók við keppni í golfi og -thíklge, þar sem hann náði mjög góðum árangri. Stangveiði var og mikið áhugamál hans. Ámi var þeirrar gerðar, að nýta til fullnustu það, sem hug hans fangaði, en sinna síður því sem ekki höfðaði til hans. Sumum fannst sem meiri jöfnuður mætti ríkja í þessum efnum, en þeirrar gerðar var hann nú einu sinni og veraldleg gæði skiptu hann ákaflega litlu máli. Ámi kvæntist 12. júní, 1943 Auði Kristinsdóttur frá Hofsósi, Skagafirði, og bjuggu þau allan sinn búskap á Akureyri. Þeim varð þriggja barna auðið, elst- ur var Ingimundur, sem lést 1980, þá Guðrún og yngst Kristín Sigur- lína. Auður var mikil gæfa iyrir Ama og ætíð homsteinn heimilis- ins. Árni bjó alla tíð á Akureyri, að undansldldum íyrstu árunum í Grenivík og námsárum í Reykjavík, og var hann mjög áberandi í tónlist- arlífi bæjarins. Árni las alla tíð mjög mikið og lágu tungumál vel fyrir honum. Síðustu árin var hann mjög farinn að heilsu og sennilega þjáðari en nokkurn grunaði. Hann kaus að lifa lífinu hratt og okkur, sem næst honum stóðu, fannst hann einnig kveðja það hratt. Hann var ákaflega eftirminnilegur og átti sér ekki marga líka. Genginn er drengur góður, sem ég þakka ánægjulega viðkynningu. Olafur H. Ólafsson. Hann Árni frændi minn á Akur- eyri er látinn. Eg átti því láni að fagna sem bam og unglingur að vera tíður gestur hjá afa og ömmu á Oddeyrargötu 36 3 Erfidrykkjur íM Sími 562 0200 Tiiiiiiiiii H H H H H H H H H H £ Mirmingarkort Vinafélags Sjúkrahúss Reykjavíkur eru afgreidd í síma 525 ÍOOO gegn heimsendingu gíróseðils «. LEGSTEINAR Islensk framleiðsla Vönduð vinna, gott verð Sendum myndalista MOSAIK t Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít 1fe= Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími 5871960, fax 5871986 á Akureyri. Þegar ég rifja upp þessa tíma nú við fráfalí Árna frænda er margt sem kemur upp í hugann, margar ævintýralegar ferðir frá Reykjavík til Akureyrar með ýmsum þjóðkunnum mönnum sem falin var umsjón með strákn- um. Þessir tímar á Akureyri í æsku eru enn ljóslifandi íyrir mér og víst er að strákur hafði gott og gaman af þeim tíma sem hann dvaldi þar í faðmi frændfólks. Þau Árni og Auð- ur bjuggu á Oddeyrargötu 34 þannig að í raun dvaldi ég meira og minna jafnt á 34 og 36 þegar ég var á Akureyri. Við Árni vorum báðir svo heppnir að vera forfallnir fótboltafíklar nán- ast frá fæðingu. Þarna átti ég stráklingurinn samleið með frænda og við gátum endalaust talað um fótbolta bæði þá og svo að sjálf- sögðu seinna á lífsleiðinni. Þetta var fýrir tíma beinna sjónvarpsútsend- inga þannig að t.d. enska knatt- spyman var einhver ævintýraheim- ur sem átti eftir að opnast fyrir okk- ur, en við gátum rætt um af lotn- ingu og hugsjón úr fjarlægð. Annar uppáhaldsfrændi minn var Gunnar móðurbróðir minn sem nú er látinn fyrir nokkrum árum. Þeir Árni urðu miklir vinir vegna sameiginlegra áhugamála og mér eru mjög minnis- stæðar ferðir á völlinn með þessum frændum mínum, sérstaklega þegar Árni átti leið til Reykjavíkur. Þeir gátu mikið brallað saman þessir frændur mínir. Ami var mikill hæfileikamaður í tónlist og ég minnist nú líka ýmissa stunda þar sem þeir hæfileikar hans fengu að njóta sín óbeislað. Hann átti mörg áhugamál utan fótboltans og tónlistarinnar. Golfið veitti hon- um mikla ánægju og hann stundaði það af miklum áhuga í mörg ár. Hann hafði líka mikið yndi af stang- veiði, bæði lax- og silungsveiði og þeir Gunnar frændi áttu margar góðar stundir saman við veiðar. Hann Árni frændi var mikill lífs- nautnamaður og naut lífsins óspart meðan hann hafði heilsu og orku til. Hann setti svip á bæjarlífið á Akur- eyri til margra ára, þó ekki síst tón- listarlífið. En íyrir mér var hann Ami frændi sem hafði mörg sömu áhugamál og strákurinn og gat átt samleið með honum sem jafnaldra. Það er mér nú mikils virði að hafa átt Árna frænda sem vin. Hann var mikill gæfumaður í einkalífmu. Hann var kvæntur góðri konu, henni Auði sem er einstök kona. Þau eignuðust þrjú böm, Ingimund, Guðrúnu og Kristínu Sigurlínu. Ingi frændi lést langt um aldur fram og var öllum mikill harmdauði og andlát hans markaði auðvitað djúp spor í líf Áma og Auðar. Elsku frændi, ég kveð þig hinstu kveðju með von um að mikill áhugi sé á tónlist, fótbolta, golfí og stang- veiðum þar efra sem þú dvelur nú. Ég votta mínu ágæta frændfólki samúð við fráfall frænda. Eggert Árni Magnússon. Ami Ingimundarson ólst upp við söng og hljóðfæraslátt. Bæði guð og menn veittu honum yfirburðahæfi- leika á því sviði. Kannski var hann albestur sem píanóleikari. Áreynslulaus snilld hans í þeim leik er ógleymanleg. Ámi var fjölhæfur svo að af bar. Honum var flest allt vel gefið til munns og handa, orðs og eðlis. Allir leikhnettir vora hon- um furðu auðvelt viðfangsefni. Skipti þá engu hvort það var fót- bolti, þilljardsoppur eða golfkúla. Hann var mikill bridge-maður, djarfur, hugmyndaríkur, óvílinn og keppnisprúður. Hvað mikla bomm- ertu sem makker hans gerði, gat aðfinnslan ekki orðið meiri en: Nú varstu óheppinn, félagi. Hann var með ólíkindum veiðinn í fiskiám, og hvemig sem á stóð. Það má ef til vill segja galla hans að hann var svo fjölhæfur og margfær að hann átti ekki alltaf auðvelt með að einbeita sér. Ami var glaðsinna og hafði ríka frásagnargáfu. Hann var alstaðar eftirsóttur í mannfagnaði, og má segja að stór hluti ævi hans hafi verið í því fólginn að skemmta öðr- um og gleðja þá. Það er eftirsóknar- vert hlutskipti. Ami var dulur um sínar innstu tilfinningar, en þeir sem kynntust honum, kenndu hjartahlýju hans. Hún var ríkur þáttur eðlis hans. Gáfur, drenglyndi, glaðlyndi, mannsgæska; þessar vora einkunn- ir hans. Gott er að hafa við áfanga- skil slíkt veganesti og velvild fjöl- mennis, en einskis manns óvild. Þökk fyrir skemmtunina, félags- skapinn og uppgerðarlausan hlý- hugann. Gisli Jónsson. Óvænt var sú frétt er það spurð- ist að Árni Ingimundarson væri lát- inn, þótt vitað væri að heilsa hans væri farin að bila, en að hann hyrfi svo skjótt af sjónarsviðinu kom á óvart. En enginn má sköpum renna og huggun er það þeim sem nú syrgja hann, að hann þurfti ekki að heyja langt dauðastríð. Þegar litið er til baka yfir æviferil Árna kemur fyrst í hugann orðið músík. Hún var honum í blóð borin ríkulega í báðar ættir hans og alla ævi sína vann hann ýmis tónlistarstörf, sem vora hans líf og yndi þótt hann yrði jafn- an að hafa þau sem aukastörf. Hann var frábær píanóleikari þegar á unga aldri og mun mörgum þeim, sem komnir era á efri ár, hlýna um hjartarætur er þeir minnast dans- leikjanna í Gúttó eða annars staðar þar sem hann lék fyrir dansinum af sinni alkunnu snilld. Hann var einnig eftirsóttur undirleikari ým- issa söngvara og leysti allt slíkt af hendi með miklum sóma. Síðast en ekki síst lék hann undir með karla- kórnum Geysi lengi vel, m.a. í frækilegri söngför kórsins til Norð- urlanda árið 1952 og brást hvergi bogalistin. Söng hann einnig með kórnum þegar ekki þurfti undirleik. Þá er komið að þeim þættinum sem merkastur er á músíkferli Áma, en það er kórstjórn hans. Hann tók við stjórn Karlakórsins Geysis eftir að faðir hans, hinn alkúnni Ingimund- ur Arnason, féll frá og stjórnaði honum um 20 ára skeið. Þar næst fengu Gamlir Geysismenn hann til að stjórna söng sínum og gegndi hann því starfi önnur 20 ár. Þá stjórnaði hann Karlakórnum Heimi í Skagafirði um árabil. Öllum þess- um störfum gegndi hann með mikl- um sóma og var það rómað hve hann væri smekkvís stjómandi. Þá er þvi við að bæta að hann naut ein- huga vinsælda meðal félaganna í hvaða kór sem hann stjómaði. Skrifstofustörf voru aðalatvinna Árna. Hann vann lengi vel hjá KEA en síðan hjá iðnaðardeild SÍS á Akureyri. Sá sem þessar línur ritar starfaði áram saman með Áma hjá KEA. Var hann þar afar vinsæll meðal starfsmanna, hafði næmt skopskyn og lét skoðanir sínar í ljós hreint og beint og hispurslaust. Hann átti það til að vera dálítið hrjúfur á yfirborðinu, sem ekki féll öllum í geð, en þeir sem þekktu hann vissu að inni fyrir var hlýtt hjarta og næmar tilfinningar. Tóm- stundaiðkanir Áma auk tónlistar voru m.a. íþróttir, knattspyma framan af ævi, en golf á síðari árum. Var hann á sínum tíma einn besti leikmanna KA í knattspymu. Ámi átti því láni að fagna að vera vel kvæntur. Eftirlifandi eiginkona hans, Auður Kristinsdóttir, var hon- um jafnan hinn trausti og sterki lífs- föranautur. Þau eignuðust þrjú böm, einn son og tvær dætur. Það var þeim hjónum þungt áfall, er son- urinn, Ingimundur, féll frá á besta aldri. Þessi fátæklegu orð era fest á blað til þess að þakka Áma fyrir samfylgdina bæði í leik og starfi. Gamlir Geysismenn þakka hina frá- bæra söngstjóm og ógleymanlegar samverastundir. Undirritaður og fjölskylda hans þakka Áma elsku- lega og eftirminnilega samfylgd. Samúðarkveðjur sendum við öll Auði og fjölskyldu hennar. Gisli Konráðsson. SIGURKARL ELLERT MAGNÚSSON + Sigurkarl Ellert Magnússon var fæddur 19. janúar 1932 á Hrófbergi í Strandasýslu. Hann lést á Landspítalan- um 21. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Árdís Sig- urðardóttir sem lif- ir son sinn og Magn- ús Hansson sem er látinn en þau bjuggu á Hólmavík. Systkini Sigurkarls eru: Sigrún, býr í Reykjavík, Pétur, látinn, og Erna, hálfsystir, býr á Akranesi. Kona Sigurkarls var Guðrún Snjó- laug Snjólfsdóttir en þau slitu sam- vistir og á hún þrjú börn frá fyrra hjónabandi. Dóttir Sigurkarls frá því fyrir hjónaband er Ragnheiður Hanna, f. 29.11. 1961. Hún býr í Vestmannaeyj- um, hennar maður er Arnar Andersson og eiga þau þijú börn. títför Sigurkarls fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú í sumarbyrjun þegar náttúran er að vakna af vetrardvala og ómur af söng farfuglanna kveður við í loftinu kveðjum við ljúfan vin okkar og félaga Sigurkarl Ellert Magnús- son, fæddan og uppalinn Stranda- mann. Hann lést af þeim skæða sjúkdómi sem svo margan manninn fellir. Sigurkarl hóf störf við akstur eig- in bifreiða á Vörabílastöðinni Þrótti hér í Reykjavík 1979 og starfaði síð- an þar til dauðadags. Áður starfaði hann í áraraðir við akstur vörabif- reiða á Hólmavík og einnig við akst- ur langferðabíla á leiðinni Hólmavík - Reykjavík og átti hann þá heima á Hólmavík. Marga erfiða ferð lagði Sigurkarl að baki á þessari leið, við erfiðar aðstæður, lélegan bílakost .bnuja iiJauðia 8 ínsfi íIIjs ööíí og lélega vegi miðað við það sem nú er, enda minntist hann ósjaldan þessara ferða. En nú er vinur okkar farinn í sína síðustu ferð, ferð sem ekki verður vildst undan að fara. Hann er horf- inn sjónum okkar sem áttum sam- leið með honum í árafjöld. I minn- ingunni geymum við þær stundir er við áttum saman í blíðu og stríðu, sumar tregablandnar, aðrar ljúfar eins og gengur, og var þá ósjaldan slegið á létta strengi og hlegið dátt. Sigurkarl var hnyttinn í tilsvöram og athugasemdir hans um menn og málefni áttu greiða leið í mark. Hann lifði þessu lífi án þess að gera kröfur sér til handa, en var ávallt til- búinn að rétta hjálparhönd þeim sem þess þurftu. Hann var ekki einn af þeim mönnum sem troðast í gegn- um lífið með fyrirferð og gassa- gangi. Þennan góða dreng kveðjum við með söknuði og segjum að leið- arlokum: Góða ferð, kæri vinur. Áfram veginn í vagninum ek ég inn í vaxandi kvöldskugga þröng. Okubjöllunnar blíðróma kliður hægur blandast við ekilsins söng. Nú er söngurinn hljóður og horfinn aðeins hljómur frá bjöllunnar khð. AUt er hljótt yfir langferðaleiðum þess er leitar að óminni og frið. (Þýð. Freyst. Gunn.) Félagar og starfsfólk á Þrótti. ; Lfiion ■fóÍBir enistii inrom i: ;ií u nne lilBBtáláifeiÍifiiillíiÉiiilMitfiiyWllÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.