Morgunblaðið - 30.04.1998, Page 55

Morgunblaðið - 30.04.1998, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 55 FRÉTTIR Áhersla á að verja ósýkt svæði „HALDIÐ verði óbreyttri stefnu með áherslu á að verja ósýkt svæði fram til sumars þegar heilsa og ástand hrossa er hvað best og mótstaða gegn sjúkdóm- um þá mest. Varnarlínum verði aflétt á tímabilinu 15. júní til 1. júlí. Engar hömlur verði á starf- semi ferðaþjónustu á hestum inn- an varnarsvæða meðan reglna um sóttvarnir er gætt. Útflutningur af ósýktum svæðum verði leyfður og í fullu samráði við erlend heil- brigðisyfirvöld á meðan varnarlín- um er haldið uppi. Sérstök áhersla verði lögð á að bera þenn- an sjúkdóm saman við þá sjúk- dóma sem útflutt hross fá fljót- lega eftir að þau koma í ný heim- kynni,“ segir í fréttatilkynningu frá hrossaræktarsamtökum Ey- firðinga og Þingeyinga til aðgerða vegna óþekkts sjúkdóms í hross- um í byrjun árs 1998. Jafnframt segir: „Fundurinn leggur áherslu á að samstaða náist með sem flestum um þær ákvarðanir sem teknar verða. Að þær taki tillit til hags- muna sem flestra og séu í anda þeirra laga sem yfírdýralæknis- embættið starfar eftir. Ekki er hægt að búa við skipt- ingu landsins í varnarsvæði nema í takmarkaðan tíma. Því beri að afnema varnarlínur með tilliti til dýraverndunarsjónarmiða, þeirr- ar reynslu sem þegar hefur feng- ist af afleiðingum sjúkdómsins og vegna viðskiptahagsmuna. Nú er komið í ljós að hrossafárið leggst þyngra á hross sem búa við lakari fóðrun eða njóta eingöngu beitar og einnig virðast þau hross sem tóku veikina í blíðviðri síðustu vikna hafa komist léttar frá henni en þau sem veiktust í kuldakastinu sem gekk þar á undan. Þó að varnarlínur hafi haldið fremur illa til þessa á Suður- og Vesturlandi er í allt of mörgum tilvikum hægt að kenna um óvar- kárni með eðlilegum smitleiðum en ekki fugli eða vindinum. Því er ekki öll von úti um að fárið lognist út af á einum til tveimur mánuð- um og stór hluti landsins sleppi. Leggja ber áherslu á að minnka efnahagslegan skaða sem allra mest og engin ástæða er til að hamla starfsemi ferðaþjónustunn- ar nú í vor enda er hún staðbundin við hesthús á vorin. A sama hátt er alveg nauðsyn- legt að láta reyna á útflutning af ósýktum svæðum í samræmi við reglur t.d. ESB á meðan við höld- um uppi vörnum. Ef orsök sjúk- dómsins verður enn ófundin þeg- ar varnarlínum verður aflétt eru líkur til þess að erfitt verði að fá samþykkt erlendra heilbrigðisyf- ii'valda til útflutnings og verst af 1. maí-kaffi í Garðabæ BÆJARBÚUM er boðið í 1. maí- kaffi í kosningamiðstöð Garða- bæjarlistans á hátíðisdegi verka- lýðsins frá kl. 16-18 í Hagkaups- húsinu, Garðatorgi. Þar mun Sigurður Björgvins- son, efsti maður á J-lista, flytja ávarp og einnig verða tónlistarat- riði. Kosningamiðstöð Garðabæjar- listans í Hagkaupshúsinu er opin frá kl. 17-20 virka daga. Opinn fundur á vegum utanríkisráðuneytisins ^E^álNl^AURENlfagnar 40 ára glæsilegum starfsferli í ár. Af því tilefni hefur hann hannað nýjan ilm og nýja liti í sérstökum afmælispakkningum sem hann kallar „In Love Again" Við höldum upp á afmælið í dag fimmtudag og laugardaginn 2. maí með kynningu á þessum frábæru nýjungum. Vertu velkomin }ýE^\INl^URENT <Sngrtivönœaslunm SANDRA Smáratorgi 1 R öllu er að fá á okkur innflutnings- bann frá ESB eða BNA. Þarna reynir mjög á frumkvæði og styrk embættis yfirdýralæknis. Það er greinilega mikil brota- löm að ekki skuli vera búið að rannsaka nákvæmlega hvaða sjúkdóma hross taka þegar þau eru flutt út og hvað veldur þeim sjúkdómum. Niðurstaða slíkra rannsókna gæti verið lausnin á orsökum þessa hrossafárs. Stöðugar ábendingar frá fyrsta degi virðast lítið hafa skilað sér og eftirlit með síðasta útflutningi frá 22. feb. sl. væri skref í áttina. Sérstök athygli er vakin á dugnaði fjölmiðla við að elta uppi álit einstaklinga sem einungis hafa lýst persónulegum skoðunum sínum en ekki áliti félagasamtaka eða stjórna, t.d. framkvæmda- stjórnar landsmóts hestamanna eða samtaka hrossaræktenda á Norður- og Austurlandi. Þá hefur áróður þeirra, sem fengið hafa yf- ir sig sóttina, dunið á landsmönn- um í tíma og ótíma. Þessi samkór eymdarinnar hefur þau ráð ein að breiða sóttina út á sem skemmst- um tíma. Fregnir fjölmiðla um að hrossaræktendur og hestamenn séu í uppreisnarhug gagnvart ákvörðunum löglegra yfírvalda eru stórlega ýktar og borgaraleg skylda allra sem verða vitni að lögbrotum er sú að kæra slíka háttsemi til lögreglu. Skorað er á fjölmiðla að hætta þessari æsifréttamennsku og gefa þeim sjónarmiðum rúm sem leggja áherslu á ábyrgð og skynsemi. Hrossaræktendur í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum telja sig eiga skoðanabræður í öllum samtökum hrossaræktenda frá Holtavörðu- heiði austur og suður um landið að Skeiðarársandi. Er ekki verð- ugt verkefni ábyrgra fjölmiðla að kanna hvort það er rétt ályktun?" FULLTRÚAR gefenda og Samvinnuháskólans: Geir Magnússon forstjóri Olíufélagsins, Jónas Guðmundsson rektor, Krislján J. Eysteinsson formaður Skólanefndar, Ólafur B. Thors forstjóri Sjóvár-Almennra, Ásgeir Jóhannesson og Lilja Ólafsdóttir f Fjárhagsráði Samvinnuháskólans, Sigfús Sumarliðason sparisjóðssljóri Sparisjóðs Mýrasýslu og Magnús Haraldsson stjórnarformaður Kaupfélags Suðurnesja. Á myndina vantar fulltrúa Búnaðarbanka Islands og Osta- og smjörsölunnar og Haraldar Böðvarssonar. \ Samvinnu- háskólinn á Bifröst fær tækjagjöf SAMVINNUHÁSKÓLINN á Bifröst hefur fengið tvo tölvu- skjávarpa og nokkur aukatæki að gjöf frá sjö fyrirtækjum. Forráðamenn fyrirtækjanna afhentu tækin við athöfn fyrir skömmu. Þessi nýju tæki koma að góðum notum við kennslu í Samvinnuháskólanum. Þau bæta einnig verulega ráð- stefnuaðstöðu á Bifröst. Tækin verða til sýnis í opnu húsi í Samvinnuháskólanum 2. maí n.k . Á þessu ári eru tíu ár síðan fyrstu nemendur á háskóla- stigi voru teknir inn í skólann á Bifröst. Þá eru áttatíu ár lið- in síðan forveri Samvinnuhá- skólans, Samvinnuskólinn í Reykjavík, var stofnaður. Yfirlýsing MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfírlýsing frá Ingimar Sigurðssyni og Guðlaugi Birni Ásgeirssyni, fyrrum stjórn- armönnum Félags löggiltra bif- reiðasala: „Á fundi Félags löggiltra bif- reiðasala 26. febrúar 1998 var ákveðið að leggja félagið niður í þeirri mynd sem það hefur starf- að sl. 4 ár og hefur verið ákveðið að félagar í FLB gangi til sam- starf við Bílgreinasambands ís- lands þar sem stofnaður verður sérgi-einahópur bílasala innan BGS. Telur stjórn FLB hagsmun- um neytenda betur borgið með inngöngu félagsmanna FLB í BGS þar sem fyrir er rekin mjög öflug hagsmunagæsla bílgreinar- innar. Allir löggiltir bifreiðasalar þurfa að hafa starfsleyfi frá við- skiptaráðuneytinu. Til að fá það leyfi þurfa bifreiðasalar að hafa próf bifreiðasala, starfsábyrgðar- tryggingu frá tryggingafélagi eða banka, ekki vera gjaldþrota, hreint sakavottorð og umboðs- söluleyfí. Útgáfa og eftirlit starfs- leyfa er nú í höndum iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis í samráði við lögregluna. Þykir okkur mjög miður að útgáfa og eftirlit með starfsleyfum hefur brugðist hjá hinu opinbera með þeim hætti að bílasala var veitt starfsleyfi út á afrit gagna en ekki frumrit. Við. hörmum ef neytendur sem áttu viðskipti við viðkomandi bílasala verði fyrir fjárhagslegu tjóni og teljum við það afar mikilvægt að neytandinn geti treyst fullkom- lega útgefnum starfsskýrslum okkar við kaup eða sölu á notuð- um bílum. Ennfremur teljum við það afar mikilvægt að bifreiðasalinn og fyrirtæki hans verði nafngreint svo áframhaldandi eðileg viðskipti geti átt sér stað á bílasölum landsins þar sem sá tími er að fara í hönd að mest sala er á not- uðum og nýjum bílum.“ Frjáls för fólks innan EES HALDINN verður opinn fundur um frjálsa för fólks innan Evr- ópska efnahagssvæðisins, EES, á vegum utanríkisráðuneytisins, fé- lagsmálaráðuneytisins, heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins, fimmtudaginn 30. apríl 1998 á Hótel Loftleiðum, þingsal 1, kl. 13.00. Sigríður Snævarr sendiherra setur fundinn. Frummælendur vera sjö: Diego Mellado Pascua, fulltrúi framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins, fjallar um forsögu ESB-reglna um frjálsa för fólks, inntak EES-reglna um þetta og mál sem Evrópudóm- stóllinn hefur fjallað um þar að lútandi; Gissur Pétursson, for- stjóri Vinnumálastofnunar, fjallar um skipulag vinnumála á Islandi og EES; Gunnar E. Sigurðsson, deildarstjóri Vinnumálastofnun- ar, fjallar um EURES-samstarf- ið; Hildur Sverrisdóttir, deildar- stjóri alþjóðadeildar Trygginga- stofnunar ríkisins, fjallar um EES-reglur um almannatrygg- ingar; Hörður Lárusson, deildar- stjóri í menntamálaráðuneytinu, fjallar um reglur innan EES um gagnkvæma viðurkenningu próf- skírteina og vottorða; Martin Eyjólfsson, sendiráðsritari í utan- ríkisþjónustunni, fjallar um Schengen-samstarfið og Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við lagadeild Háskóla íslands, fjallar um upptöku EES-reglna um frjálsa för launþega í íslenska löggjöf. Þá verða pallborðsumræður, sem Björn Friðfinnsson, ráðu- neytisstjóri og ráðgjafi ríkis- stjórnarinnar í EES-málum, stjórnar. í lokin gerir María Erla Mar- elsdóttir, sendiráðsritari í utan- ríkisþjónustunni, grein fyrir helstu niðurstöðum fundarins. Fundarstjóri verður Ólafur Sig- urðssön, sendiráðunautur í utan- ríkisþjónustunni. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.