Morgunblaðið - 30.04.1998, Page 58

Morgunblaðið - 30.04.1998, Page 58
^58 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens VELKÖMIHNÍ &MLF\//féK/l 'i y'rwA1 F'/g/RKEIKN/NGA ÖTTUÁ 2F/Z/E V/NPA/ÖAL ‘ 'ÍTTU’A 3F/F/F FV&FsPLie/V.. ÝTTUA ¥ FVF/K FLei/Zl MlKOSn\ ÝrroÁ 5-fy/f/e &la^9/a-fc 'ÝT7VÁ6 F'/eteBlA-SLA- "yTTVÁ 7FWZ//F. BL/)... ÝTTO'A S FYF/FBLA 13LA ýr/UÁ9 FÝfiUP PLA- Ferdinand Tommi og Jenni Ferdinand Smáfólk 0METIME5 l LÍE AU)AKE AT NI6I4T,ANP iiineRV AWD lUORRY. AND LJORRT.. THEN A VOICE C0ME5 TO ME OUT OF THE DARK THAT 5AY5,"U)E UNPER5TANP Y0l)R PROBLEM.. PETAIL5 AT ELEVEN " Stundum ligg ég vakandi á nóttunni með endalausar ^hyggjur... Þá talar til mín rödd út úr myrkrinu sem segir: „Við skiljum vanda þinn... upplýsingar klukkan ellefu.“ pb^wdbbiiii BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavik • Súni 569 1100 • Símbréf 569 1329 Svar til Sunnlenska Frá Lúðvík Berki Jónssyni: EFTIRFARANDI var sent sunn- lenska á Selfossi en hefur ekki feng- ið þar inni. Það óskast því birt í Morgunblaðinu sem opið bréf til Sunnlenska á Selfossi. í Sunnlenska hinn 8. apríl var grein á baksíðu undir fyrirsögninni „Urslitatilraun í Amesi“. Oska ég eftir því að koma á framfæri athuga- semdum við greinina vegna óná- kvæmni sem gætt hefur við vinnslu hennar og jafnframt að skýra betur efnisatriðin sem að baki liggja. í greininni er vitnað í Vðskiptablaðið sem birti samantekt úr ræðu Áma Vilhjálmssonar stjómarformanns Granda hf. sem hann flutti á aðal- fundi þess félags. Á aðalfundinum lýsti Ámi skoðun- um sínum á rekstri og framtíðarhorf- um Amess hf. í ljósi mikillar tapsögu undanfarinna ára. Grandi á tals- verðra hagsmuna að gæta sem eig- andi 27,7% hlutar í félaginu og þurfti að taka á sig 42 milljónir króna í hlub- deildartap á síðasta ári vegna rekstr- artaps Ámess hf. Ranglega er því haft eftir í Sunnlenska hinn 8. apríl að tap Granda hafí verið 4 milljónir vegna Amess á síðasta ári. I ræðu sinni kom Ami inn á að í Ámesi væm verðmæti sem ekki væm færð til eignar í reikningum félagsins sem hafa þyrfti í huga við mat á fyrirtækinu. Nefndi hann að veiðiheimildir Árness hf. hefðu vaxið vemlega á síðasta ári og næmu að markaðsverðmæti um 1,1 milljarði en einungis um 11 milljónir væru færðar til eignar. Árni benti einnig á að ákveðin verðmæti gætu falist í yf- irfæranlegu skattalegu tapi félags- ins, en það var í lok síðasta árs um 870 milljónir og eðlilega mætti gera ráð fyrir því að slíkt skattalegt tap gæti vakið áhuga annama fyrir- tækja í sjávarútvegi. Til að nýta slíkt tap til skattalegs frádráttar, þyrftu þau íyrirtæki, sem eftir því sæktust, að sameinast Árnesi innan skamms tíma. Ranglega er því haft eftir Áma Vilhjálmssyni í Sunn- lenska að Ámes yrði sameinað öðr- um fyrirtækjum Granda ef rekstur þess yrði ekki viðunandi innan ákveðins tíma. Hvorki er hægt að spá um hvaða fyrirtæki, ef einhver, hefðu áhuga á því að nýta skattalegt tap Árness innan 2-3 ára né hvort hugmyndir um sameiningu við önn- ur fyrirtæki fengju brautargengi aukins meirihluta hluthafa. Mikið átak er nú hafíð við að rétta af rekstur Ámess og hefur undirrit- uðum verið falið að stjóma því verk- efni. Það er trú mín og vissa að framtíð starfseminnar muni einung- is koma til með að ráðast af rekstr- arárangri og á því mega menn ekki missa sjónar. Mikill hugur er meðal eigenda, stjórnar og starfsmanna fyrirtækisins. Markmiðið er að skapa gmndvöll fyrir myndarlegum rekstri sem skili eðliiegum arði til eigenda sinna og verði til framtíðar einn af hornsteinum atvinnulífsins í Þorlákshöfn og víðar á Suðurlandi. Oska ég eftir því við ritstjórn Sunn- lenska að birta þessa grein óbreytta og að um málefni Amess verði fjall- að af vandvirkni í framtíðinni. LÚÐVÍK BÖRKUR JÓNSSON, framkvæmdastjóri Árness hf. Gerviblaðamennska Frá Halldóri Birni Runólfssyni: ÞRIÐJUDAGINN 7. apríl birtist grein eftir Elías Snæland Jónsson í Degi undir fyrirsögninni „Fölsuð list eða peningar?“. Þar fer Elías Snæland háðulegum orðum um þá kaupendur listaverka sem hafa orðið fyrir barðinu á málverkafólsurum undanfarin misseri. Af máli ritstjór- ans mætti ætla að honum þyki það bara nokkuð gott á þolendur falsar- anna að þeir skuli nú standa uppi með svikna vöra. „Þeim var nær að eltast við fræga meistara í staðinn fyrir að stóla á eigin smekk.“ Svona hljómar nú gerviblaða- mennskan á menningarvaktinni við Strandgötuna og í Þverholtinu. Eins og svo fjölmargir landar mínir fór ég fyrir nokkra á ónefnda bílasölu til að endurnýja blikkbeljuna. Af því að gamla Toyotan hafði reynst mér svo ágætlega ákvað ég að kaupa aðra slíka. Þarna var ein gullfalleg og gljáandi, tíu árum yngri og auð- vitað skellti ég mér samstundis á hana. Ég var ekki fyrr kominn út af planinu hjá bílasölunni en bifreiðin gaf upp öndina og hrandi í parta eins og illa smíðuð spilaborg. Þar sem ég stóð eins og illa gerður hlut- ur á miðri götunni með stýrishjólið í höndunum barst mér til eyma hrossahlátur af planinu. Þar var kominn Elías Snæland blaðskellandi í hópi skúrkanna sem seldu mér bíl- inn: „Íhhíhí, ohhoho, ahhaha! Þetta hefurðu upp úr því að snobba fyrir ákveðnum vöramerkjum." Til að ná mér eftir áfallið með bíl- inn fór ég til Portúgals. Þar ákvað ég að kaupa mér ekta íslenskan salt- físk í soðið. En viti menn; þegar ég bragðaði á sælgætinu reyndist hann allt öðravísi en allur íslenskur salt- fískur sem ég hafði áður smakkað. Ég fór bálreiður með umbúðirnar til fisksalans, en viti menn. Við hlið hans stóð Elías Snæland og skelli- hló: „Íhhíhí, ohhoho, ahhaha! Ég vissi ekki að þú vildir tala við sal- fískinn? Er ekki sama hvort hann er norskur eða íslenskur ef maður ætl- ar bara að sjóða hann? Annars var Schengen-hliðið milli fslands og Noregs ekki nógu traust svo að einn norskur slapp óvart ofan í íslensku umbúðimar." í öngum mínum yfir öllum þess- um svikum ákvað ég að freista næst gæfunnar vestan hafs. Við hliðin’ á mér í vélinni sat Norðmaðurinn Leif Eriksson. Hann var á leið vestur til að undirbúa þúsund ára afmæli landafundanna. „En Leifur; hann var íslenskur, var þa’kki!?“ Þá springur Elías Snæland af hlátri í sætinu fyrir aftan mig: „Hættu nú alveg! Íhhíhí, ohhoho, ahhaha! Gildir einu hver fann Amer- íku; hvort hann hét Jón Jónsson eða Leifur Eiríksson. Aðalatriðið er það að Vínland fannst; ekki hver fann það. Allt nöldur um ríkisfang Leifs er bara auvirðilegasta gervi- mennska." Þetta er nú öll menningarvaktin hjá þeim Elíasi; tómar hrotur neð- anmáls. HALLDÓR BJÖRN RUNÓLFSSON, myndlistargagnrýnandi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.