Morgunblaðið - 30.04.1998, Page 60
HjO FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Matur og matgerð
Guðsgafflafæða
Um leið og Kristín Gestsdóttir óskar
lesendum sínum gleðilegs sumars leitar
hugur hennar til þeirra sem 5Vjúbílera“ á
fyrstu sumardögum og gefur þeim upp-
skriftir að „guðsgafflafæðu.“
HVERNIG skyldi mínum góða
læriföður Vilhjálmi P. Gíslasyni
hafa fallið orðið guðsgafflafæða?
Líklega hefði hann látið sér nægja
að segja: „Hvað meinið þér?“ Fyr-
ir nokkrum árum kom ég með
þetta nýyrði og fannst sumum það
nokkuð undarlegt, en eins og
nafnið bendir til er guðsgaffla-
fæða sú fæða sem borin er að
munni án annarra áhaida en guðs-
gafflanna. Senn líður að þeim
tíma þegar skólum lýkur og eru
ýmsar veislur haldnar af því til-
efni meðal nýútskrifaðra og hinna
eldri, en í þá fagnaði hentar guðs-
gafflafæða vel. Sumardagurinn
íyrsti heilsaði okkur hér á höfuð-
borgarsvæðinu með sólarglætu og
14 stiga hita. Böm kættust og
vildu fara léttklædd, jafnvel í
stuttbuxum í skrúðgöngur, en
hinir eldri vildu hafa vit fyrir
þeim enda vanari snjó og kulda en
sumarblíðu á sumardaginn fyrsta.
Nútímaböm hafa sitt fram og var
gaman að sjá léttklædd börn veifa
fánum í skrúðgöngunum og brosa
mót sumri, sem kom á réttum
tíma í þetta skiptið.
Allt sem hér er boðið upp á má
frysta og hita við notkun.
Smápizzur Margrétar
(pizza Margharita
um 40 stk.)
Notið sama deig og í innbökuðu
pylsunum hér að framan.
Annað sem fer á pizzumar:
um 2 msk. pizzumauk, sú teg-
und sem ykkur hentar
4-5 meðalstórir tómatar
ferk basilika eða oregano
(nota má það þurrkað)
um 100-150 g rifinn
________Mozzarellaostur______
1 msk. rifinn Parmesanostur
1. Fletjið deigið út frekar
þunnt, skerið undan glasi um 6 cm
í þvermál. Smyrjið pizzumaukinu í
þunnt lag ofan á. Raðið á bökun-
arpappír.
2. Skerið tómatana þunnt í
sneiðar og leggið ofan á. Stráið
basilku eða oregano yfir. Blandið
saman báðum osttegundum og
stráið yfir.
3. Hitið bakaraofn í 210°C,
blástursofn í 190°C, setjið í miðjan
ofninn og bakið í 10-12 mínútur.
í DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Góð grein
hjá Þórdísi
SONJA Gísladóttir hafði
samband við Velvakanda
og vildi hún koma því á
framfæri að henni þætti
grein Þórdísar Björnsdótt-
ur sem birtist í „Bréf til
blaðsins" í Morgunbiaðinu
sl. þriðjudag mjög góð.
Fólk ætti að taka sér það
sem Þórdís er að segja til
fyrirmyndar því það sé
margt rétt í því sem hún
skrifi um.
Hvað varð af afkom-
endum Eiríks rauða?
„ÞAÐ vita allir að Eiríkur
rauði, bóndi og bardaga-
maður, í Dalasýslu fluttist
frá íslandi til Grænlands
kringum árið 982. Með
honum fluttist talsvert af
fólki á fleiri skipum og
nam þetta fólk land á vest-
urströnd Grænlands. A
þeim slóðum er enn að
finna fornar menjar eftir
þetta fólk. Atján árum síð-
ar er talið að Leifur
heppni, sonur Eiríks, hafi
siglt til Ameríku og í fram-
haldi af því er álit flestra
að þar hafi myndast byggð
norrænna manna. Forn-
leifarannsóknir sanna þá
kenningu.
Þessir norrænu menn
áttu í nokkrum útistöðum
við frumbyggja landsins,
indíána, sem þeir nefndu
skrælingja, en margt
bendir til að síðar hafi
komist á vinsamlegii við-
skipti. Verður það ekki
rakið hér.
Hvað varð svo af hinum
norrænu mönnum á Græn-
landi og meginlandi Amer-
iku? Getgátur hafa verið
uppi um að þeir hafi að
mestu orðið útdauðir í
Svarta dauða. Örugglega
hefur þessi sótt orðið til að
fækka þessum frændum
okkar en engar líkur á að
þeir hafi orðið útdauða.
Nokkru eftir Svarta
dauða voru Spánverjar og
Portúgalir orðnir miklar
siglinga- og fiskveiðiþjóðir.
Þeir sigldu ekki aðeins til
Suður- og Mið-Ameríku,
heldur fóru þeir til íslands
og þaðan til fiskveiða og
ránsferða við Grænland,
og Nýfundnaland. Norsk-
ur grúskari tjáði mér að til
væru á söfnum sunnar í
Evrópu heimildir um
þessa leiðangra. Þar væri
einmitt minnst á „hvíta
indíána“ sem voru eftir-
sóknarverðii- sem þrælar.
Þessir „hvítu indíánar"
gátu ekki verið aðrir en
norrænir menn. Þá vaknar
spurningin. Voru það
spænskir og portúgalskir
sjóræningjar sem útrýmdu
norrænum mönnum á
Græniandi og öðrum svæð-
um Norður-Ameríku eða
lifðu nokkrir af og blönduð-
ust siðar innflytjendum frá
Englandi og öðrum Evr-
ópulöndum? Þetta væri
rannsóknarefni fyrir ís-
lenska sagnfræðinga og vit-
anlega fomleifafræðinga.
Þess er vænst að þetta
atriði gleymist ekki þegai’
halda á upp á 1000 ára af-
mæli landafunda Leifs
heppna. Já, hvað varð af
hinum fornu Grænlending-
um og Vinlendingum?"
Eyjólfur Guðmundsson.
Tapað/fundið
Gyllt kvenúr týndist
GYLLT kvenúr með
gylltri skífu týndist á leið-
inni frá Síðumúla 11 að,
eða á, Hótel íslandi laug-
ardaginn 11. mars. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 564 1080.
Barnahúfa í óskilum
á „Bæjarins bestu“
GRÆN og hvít barnahúfa
með dúski, heimaprjónuð,
fannst við „Bæjarins
bestu“ við Tryggvagötu á
sumardaginn fyrsta. Upp-
lýsingar á staðnum.
Kvenúr týndist í
Elliðaárdalnum
DALMAN kvenúr týndist
mánudagskvöldið 20. apríl
í Elfiðaárdalnum. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 553 6125.
Armband týndist
ARMBAND með blóð-
steinum á silfurfestingu
týndist á veitingahúsinu
Tuttugu og tveimur á
fóstudaginn langa. Finn-
andi er vinsamlega beðinn
að hringja í síma 552 3736.
Dýrahald
Gosi óskar eftir
heimili
ÉG er 7 mánaða gamall
hálf persneskur mjög fal-
legur, vel vaninn köttur.
Vegna breyttra aðstæðna
vantar mig gott heimili.
Uppl. í síma 552 3842.
Ugla er týnd
UGLA sem er gulbrönd-
óttur með gráa endurskin-
sól og rautt merkispjald
týndist mánudaginn 26.
apríl frá Ljárskógum.
Hennar er sárt saknað.
Þeir sem vita um afdrif
kisu hafi samband í síma
557 5565.
Týndur köttur
GRÁ og hvít rófulaus læða
hvarf frá sumarbústað í
Biskupstungum um pásk-
ana. Ef einhver hefur orðið
hennar var er hann beðinn
að hafa samband í síma
557 2740.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp á
minningarmóti um rúm-
enska stórmeistarann
Victor Ciocaltea, sem fram
fór fyrr á þessu ári í
heimalandi hans. Romeo
Milu 2.395) var með hvítt,
en Levente Vajda (2.440)
hafði svart og átti leik:
61. - Bxa2+! og hvítur
gafst upp, því eftir 62.
Kxa2 - c2 verður hann að
SVARTUR leikur og vinnur
láta drottning-
una af hendi
tii að forðast
mát.
Rúmenski
stórmeistarinn
Mihai Marin
sigraði á mót-
inu með 8'h
vinning af 13
mögulegum,
en næstir
komu þeir
Nisipeanu,
Rúmeníu, og
Nevednichi,
Moldavíu, með
7'/2 v.
Áster...
. .. að geyma öll bréfin
fráhonum.
TM Reg U.S. Pat CXT. — aH righU roaerved
(c) 1998 Loa Angeles Timea Syndicaie
Víkverji skrifar...
Innbakaðar pylsur
(um 40 stk.)
7V4 dl hveiti
1 tsk. salt
2 tsk. þurrger
21/z dl fingurvolgt vatn
1/2 dl. matarolía
3 pylsur
2-3 msk. milt sinnep
2-3 msk. tómatsósa
1 eggjarauða + 1 tsk. vatn
til að pensla með.
1. Setjið allt sem á að fara í
deigið í skál og hrærið vel saman.
Gott er að nota hrærivél.
2. Setjið deigið á borðið og
fletjið út frekar þunnt. Skiptið
deiginu í ferninga 6X6 cm. Þetta
eiga að vera um 40 femingar.
3. Kljúfið hverja pylsu í femt
langsum, skerið síðan í 4 cm langa
stafi.
4. Blandið saman tómatsósu og
sinnepi. Setjið um 'A tsk. á hvern
deigfeming, leggið pylsustaf ofan
á. Vefjið deignu utan um hann,
brjótið síðan upp á endana. Legg-
ið á bökunarpappír og látið sam-
skeytin snúa niður. Blandið sam-
an eggjarauðu og vatni og penslið
brauðin.
5. Hitið bakaraofn í 210°C,
blástursofn í 190°C, setjið í miðjan
ofninn og bakið í um 15 mínútur.
Beikonrúllur
40 - 50 rúllur
1 niöursneitt hveitibrauð, eins jafnt
í laginu og hægt er
smjör eða annað viðbit
um 200 g 17% mjólkurostur
3 bragðsterk epli, t.d. græn
u.þ.b. 8 langar sneiðar
magurt beikon
tannstönglar
1. Skerið skorpuna af brauð-
sneiðunum, smyrjið og leggið ost-
sneiðar ofan á. Skerið hverja
sneið í tvennt.
2. Afhýðið eplin, skerið í af-
langa stafi um 1 cm á kant. Legg-
ið einn eplastaf á hvem brauð-
helming og vefjið upp þversum.
3. Klippið beikonsneiðamar
einu sinni þvert, en síðan í 3 renn-
inga langsum. Vefjið einum renn-
ingi um miðju hverrar rúllu og
festið með tannstönglum.
4. Hitið bakai’aofn í 210°C,
blástursofn í 190°C, raðið rúllun-
um á bökunarpappír á bökunar-
skúffu og bakið í um 15 mínútur.
Brauðið á að taka lit og beikonið á
að brúnast, en osturinn má alls
ekki brenna.
5. Aðskiijið rúllurnar. Takið
tannstöngla úr annars festast þeir
í ostinum. Setja má nýja tann-
stöngla í rúllurnar við notkun.
VÍKVERJI fór um síðustu helgi
í bíltúr með fjölskylduna til
þess að skoða hin nýju hverfi borg-
arinnar og nærsveita hennar. Vík-
verji verður að segja að hann undr-
azt stórum þá gífurlegu uppbygg-
ingu sem er í nágrannabyggðarlög-
um höfuðborgarinnar, sérstaklega
Kópavogi, en uppbygging bæði
verzlunarhúsnæðis og íbúðarhús-
næðis er miklum mun stórfeng-
legri þar en Víkverji hafði látið sig
dreyma um.
í austanverðum Kópavoginum
eru nýbyggingar svo miklar að
Kópavogskaupstaður er að verða
mjög mikill samkeppnisaðili við
höfuðborgina um skattgreiðendur,
bæði einstaklinga og fyrirtæki. Allt
virðist benda til að þar hafi höfuð-
borgin orðið að lúta í lægra haldi -
fólk virðist streyma í þennan ná-
grannakaupstað, sem er ekki að-
eins að verða svefnkaupstaður höf-
uðborgarsvæðisins, heldur og mið-
punktur athafnaseminnar á höfuð-
borgarsvæðinu. Ef að líkum lætur
á þetta eftir að verða Reykjavíkur-
borg dýrt spil í samkeppninni um
skattgreiðendur.
Uppbyggingin virðist öll vera í
nágrannasveitunum í stað þess að
vera í höfuðborginni sjálfri, sem
hún var áður.
xxx
NÝLEGA var Víkverji að blaða
í Bæjarins besta, blaði sem
gefið er út á Isafirði. I leiðara
blaðsins segir m.a.: „Bókarýnir
Dagsljóss ríkissjónvarpsins hamp-
aði Passíusálmunum meðal úrvals-
bóka til fermingargjafa, vandaðri
útgáfu, listilega myndskreyttri af
Barböru Arnason, eigulegri bók,
sem á að vera til á hverju íslensku
heimili. A eftir vaknaði spuming
fréttamanns hvort Passíusálmamir
höfðuðu nokkuð til ungs fólks,
væm einfaldlega orðnir úreltir líkt
og svo mörg gildi fyrri tíma.
Út af fyrir sig er skiljanlegt að
slík spuming vakni á stressöld
þegar þrír menn sjást vart á ferli
án þess að tveir þeirra séu „í sím-
anum“. Gemsinn klifrar upp
gjafaóskalista fermingarbarna þar
sem tvö hundmð þúsund krónu
tölvur tróna á toppnum. Hvaða
ungmenni lítur í bók þegar „Netið“
er veröldin utan svefns, hvað þá í
Passíusálma séra Hallgríms?“
Svo mörg vom þau orð leiðara-
höfundar Bæjarins besta á ísafirði.
En höfundinum er kannski vor-
kunn, hann hefur ekki vafrað á
vefnum. A vefnum má nefnilega
finna allt milli himins og jarðar og
meira að segja Passíusálma séra
Hallgríms Péturssonar. Þeir finn-
ast á vefsíðunni: http://www.
snerpa.is/net/kvaedi/pass.htm og
þar geta unglingar jafnt sem aðrir
lesið þá alla frá upphafi tfl enda.
Sem sé vefurinn rúmar líka „gildi
fyrri tíma“ eins og leiðarahöfundur
komst að orði. Hins vegar fylgja
myndskreytingar Barböru Árnason
því miður ekki á vefútgáfu Passíu-
sálmanna, sem kann að stafa af því
að á þeim er höfundarréttur, sem
löngu er útmnninn á sálmunum.
xxx
LOKS má líka segja við spurn-
ingu leiðarahöfundar BB, er
hann spyr, hvaða ungmenni líti í
bók... o.s.frv. að auðvitað er það
hinna fullorðnu að leiðbeina unga
fólkinu um lestur. Allt eins mætti
spyrja, hvaða ungmenni borðar
hollan mat, þegar unnt er að seðja
sig á sælgæti? Þar kemur að upp-
eldishlutverki hinna fullorðnu að
leiðbeina ungviðinu að holla matn-
um.