Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 150. TBL. 86. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Oeirðir brutust út í Belfast á N-Irlandi annað kvöldið í röð Trimble óttast afleiðingar umsátursins við Drumcree Belfast, London. Reuters. ÓEIRÐIR brutust út í Belfast á N- Irlandi í gær, annað kvöldið í röð. Brenndu óeirðaseggir, sem voru mótmælendur, bfla steinsnar frá miðbænum og vörpuðu grjóti og bensínsprengjum á brynvarða lög- reglubfla til að lýsa óánægju sinni með að ganga Óraníumanna í Porta- down fékk ekki að halda leiðar sinn- ar á sunnudag. Var lestarsamgöng- um jafnframt hætt á milli Belfast og Dublin af ótta við sprengjutilræði. David Trimble, nýkjörinn forsæt- isráðherra N-írlands, hafði fyrr í gær beðið fólk að sýna stillingu en því er hins vegar spáð að spenna eigi enn eftir að magnast. Talsverður hópur Óraníumanna dvelur enn á grasbala nærri vegartálmunum í Portadown og hefur sagst ætla að bíða uns þeim verður hleypt niður Garvaghy-veginn, hversu langan tíma sem það kann að taka. Trimble hótaði ekki afsögn I gær tilkynnti „göngunefnd11 breskra stjórnvalda að ðraníureglan fengi að ganga fylktu liði næstkom- andi mánudag í gegnum hverfí kaþ- ólikka á Lower Ormeau-götunni í Belfast en gangan sú hefur, eins og Drumeree-gangan um helgina, verið afar umdeild síðustu ár. Alistair Gra- ham, formaður nefndarinnar, hafn- aði því að hér væri um að ræða „sárabót" til handa Óraníumönnum vegna þess að þeir fengu ekki sínu framgengt í Portadown á sunnudag. „En við tókum þessa ákvörðun vita- skuld með hið erfíða ástand við Drumcree í huga, og þá spennu og óánægju sem hefur myndast meðal sambandssinna." David Trimble bar í gær til baka Kovacevic ákærður fyrir þjóðarmorð Haag. Reuters. BOSNÍU-Serbinn Milan Kovacevic, sem er fyrrverandi framkvæmda- stjóri sjúkrahúss, kom í gær fyrstur manna fyrir stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna, sem situr í Haag í Hollandi, vegna stríðsglæpa í Bosníustríðinu 1992-1995. Akæramar era um einhverja al- varlegustu glæpina sem dómstóllinn tekur til umfjöllunar. Við upphaf réttarhaldanna í gær kvaðst Kovace- vic saklaus af 14 ákæram um þjóðar- morð, glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi. Hann hafði áður borið af sér ákæra um aðild að þjóðarmorði en á yfír höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur. Fréttastofan Associated Press hefur eftir Brendu Hollis, saksókn- ara í máli Kovacevics, að meðal vitna saksóknara í málinu verði fólk sem komist hafi lífs af úr búðum í Prijedorhéraði í Bosníu sem Kov- acevic á að hafa aðstoðað við að koma á fót og þar sem fólk var pyntað og myrt. Auk þess verði lögð fram skjöl sem sýni að Kovecevic hafi gegnt forystuhlutverki þegar umræddir glæpir hafí verið framdir. Reuters LÖGREGLUMENN áttu í gærkvöldi í höggi við óeirðaseggi steinsnar frá miðbæ Belfast. Mikil spenna ríkir vegna „göngutíðar" Óraníureglunnar sem nær hámarki með skrúðgöngu í Belfast næstkomandi mánudag. fregnir þess efnis að hann hefði hótað að segja af sér ef bresk stjómvöld hleyptu göngu Óraníumanna í Porta- down ekki niður Garvaghy-veginn. Trímble sagðist hins vegar hafa skýrt fyrir breskum stjómvöldum þá skoðun sina að deilan gæti ógnað nýju þingi á N-Irlandi og jafnvel páskasamkomulaginu sjálfu, sem samþykkt var í þjóðaratkvæða- greiðslu. Trimble kvaðst sjálfur ósammála göngubanninu en sagði að virða bæri löglega ákvörðun stjórn- valda og hvatti því fólk til stillingar. Mál- verka- stuldur upp- lýstur TVÖ ómetanleg málverk eftir Vincent Van Gogh og eitt eftir Paul Cézanne, sem var stolið úr listasafni í Róm 19. maí, hafa fundist og átta ftal- ar verið handteknir vegna stuldarins, að sögn ftölsku lög- reglunnar í gær. Þjófarnir höfðu vaf- ið teppi uin mál- verkin og falið þau í íbúðum í Róm og Tórinó. Fundust tvö þeirra undir rúmi í íbúðinni í Róm. Verkin voru óskemmd og Walter Veltroni, menning- armálaráðherra Ítalíu, sagði að talið væri að þjófarnir Reuters hefðu ætlað að selja málverka- söfnurum verkin. Italskir lög- reglumenn standa hér við ann- að verka Van Goghs, „Garð- yrkjumanninn". Japanar klóna kálfa með nýrri aðferð Tókýó. Reuters. JAPANSKIR vísindamenn tilkynntu í gær að þeim hefði tekist að klóna kálfa- tvíbura með nýrri aðferð, en kálfarnir komu í heiminn með átta minútna millibili á sunnudagsmorgun. Japan- arnir notuðu vefjafrumur úr eggjaleiðurum fullorðinnar kýr og komu þeim fyrir í ófrjóvguðum eggjum, sem kjarninn hafði verið fjar- lægður úr. Þegar ærin Dollý var klónuð í Skotlandi fyrir tveimur árum var hins vegar notað erfðaefni úr frumu úr ærjúgri. Kálfarnir, sem ekki hafa enn hlotið nöfn, voru, að sögn vísindamannanna, við góða heilsu. Þeir eru hins vegar orðnir munaðarlausir, því kýrin sem gekk með þá dó í gær. Enn er ekki ljóst hvað olli dauða hennar, en hún hafði borið 38 dögum fyrir tímann. Akio Izumi, yfirmaður hjá búfjárrannsóknastöð Ish- ikawa-sýslu, sagði að vís- indamenn stofnunarinnar ynnu að því að þróa nýju að- ferðina í því skyni að rækta nautgripakyn sem gæfi af sér úrvalskjöt eða óvenju góðar mjólkurnytjar. Sendifulltriii Bandaríkjastjórnar Gagnrýnir „ruddamennsku“ Júgóslava Buiya Luka, Pristina. Reuters. ROBERT Gelbard, sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar á Balkanskaga, sagði í gær að enn væri kostur á frið- samlegri lausn á deilunni í Kosovohéraði í Serbíu, en tíminn væri að renna út. Gelbard átti fund með Biljönu Plavsic, forseta Bosníu- Serba, og Milorad Dodik forsætis- ráðherra í gær og gagnrýndi slæleg viðbrögð Júgóslavíustjórnar við deil- unni og „ótrúlega ruddamennsku“ stjórnarinnar. „Bandaríkin styðja hvorugan deiluaðila. Við höfum hins vegar tek- ið skýrt fram að við erum andvígir því að Kosovo verði sjálfstætt ríki,“ sagði Gelbard. Hann hvatti Bosníu- menn og leiðtoga þeirra til að koma hvergi nærri deilunni í Kosovo og sagðist áhyggjufullur vegna orðróms, sem hann hefði heyrt, um að á meðal Bosníu-Serba væri að fínna menn sem hygðust veita Júgó- slavíustjórn lið. Sendinefnd diplómata víða að úr heiminum lagði upp í eftirlitsferð frá Pristina, höfuðborg héraðsins, í gær- morgun undir forystu bandarískra og rússneskra stjórnarerindreka. Mark- miðið er að ýta undir traust og sam- skipti milli Kosovo-Albana og júgóslavneskra stjórnvalda, og afla auk þess upplýsinga um ástand mála. Richard Holbrooke, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar, lauk þriggja daga fór sinni í Jú- góslavíu á sunnudag, og hafði þá átt fundi með Kosovo-Albönum í Prist- ina og júgóslavneskum stjórnvöldum í Belgrad. Hann sagði að eftirlits- ferðir gætu orðið til þess að slaknaði á spennu í Kosovo. -------------------- Vextir hækk- aðir í Noregi Ósló. Keuters. SEÐLABANKINN í Noregi til- kynnti í gær hækkun á millibanka- vöxtum um 0,50% og var búist við því að bankar í landinu fylgdu í kjöl- faiáð og hækkuðu vexti. Er þetta í fjórða skipti á fimm mánuðum sem vextir eru hækkaðir en norska krón- an hefur mjög átt undir högg að sækja gagnvart gjaldmiðlum ESB- ríkjanna þrátt fyrir lítið atvinnuleysi í landinu og traustan efnahag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.