Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 21 ÚR VERINU Morgunblaðið/RAX AFLI dagsins veginn og metinn af Ara Guðjónssyni og Asgeiri Hjálmarssyni. Anægðir með aflann Á DJÚPAVOGI voru níu hand- færabátar á veiðum í vikunni sem leið. Þegar komið var við hjá Ás- geir Hjálmarssyni á hafnarvigt- inni sagði hann menn nokkuð ánægða með aflann, vikuna áður hafí verið bræla en þessa vikuna hafí bátar komið með allt upp í 2,7 tonn af þorski að landi eftir daginn. Þannig var heildaraflinn tólf tonn af sjö bátum einn daginn fyrripart vikunnar en ijórián tonn af níu bátum daginn eftir. Hjalti Jónsson á Eyrúnu SU 12 kom með tæpt tonn að landi upp úr klukkan fimm á miðvikudag- inn. Hann réri klukkan fimm um morguninn, einn og hálfan tíma. Nokkur þoka var seinnipart dags en Hjalti sagðist kunna henni ágætlega enda fylgdi henni yfírleitt þægilegt og milt veður. Hann var sáttur við afl- ann, sagði fiskinn reyndar í smærri kantinum og daginn áð- ur hefði hann veitt töluvert meira. Ari Guðjónsson var staddur á hafnarbakkanum til að fylgjast með aflabrögðum sonarins, studdu síðar kom hann, Hringur Arason á Þey SU 17, með rúm- lega eitt og hálft tonn og voru feðgarnir hinir ánægðust með aflann. Upp úr klukkan átta var Ásgeir Hjálmarsson kominn með heildarafla dagsins sem reyndist rúm 12 tonn. HJALTI Jónsson á Eyrúnu kom með tæpt tonn úr þokunni. HRINGUR Arason á Þey með rúmlega eitt og hálft tonn. Mikið af sfld norður af Sléttu SKIPSTJÓRNARMENN á loðnu- skipum segjast hafa orðið varir við mikið af síld innan við 100 mílur norður úr Melrakkasléttu. Ekki rætist ennþá úr loðnuveiðinni og var veiðin um helgina lítil að sögn skipstjórnarmanna sem Morgun- blaðið ræddi við í gær. Jón Eyfjörð, skipstjóri á Þórs- hamari GK, sagðist hafa orðið var- ir við mikið af síld 60 til 70 mílur norður úr Melrakkasléttu síðustu daga. Hann segir þetta nokkuð óvenjulegt. „Við höfum ekki séð þetta áður en þetta gæti bætt samningsstöðu okkar til muna. Það gæti allt eins verið síldarævin- týri í uppsiglingu þó engin viti náttúrulega hvernig þetta endar því það er ekkert fylgst með þess- ari síld. En síldin gæti allt eins verið hér í haust.“ Jón sagði mikið fyrir loðnuveið- unum haft, menn séu marga daga að fá í skipin í ótal mörgum köst- um, en skipið var í gær á útleið eft- ir að hafa landað um 750 tonnum á Neskaupstað á sunnudag. „Það hefur víða sést loðna en hvergi í miklu magni. Það er vaxandi straumur núna og menn eru að vona að loðnan sé tveimur til þremur vikum seinna á ferðinni samanborið við síðustu ár. Það átti til dæmis við um loðnuna og reyndar síldina sömuleiðis í vetur. Loðnan gæti því alveg eins þétt sig í veiðanlegri torfur. En sumarveið- in hefur aldrei verið neitt sem hægt er að stóla á. Þó að sumar- veiðin hafi verið góð síðustu ár þá er þetta ekkert óeðlilegt ástand,“ Sagði Jón. þú ert... AKRA smjörlíki & o l í u r ...þaö sem þú borðar Hollustuolían rabsolía er ein uþpistaðan í fljótandi AKRA. Hollari, mýkri, auðveldari, með sama milda bragðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.