Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ JUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 41 i : I ■.! I ] 1 1 I ] C g 1 I & I I i € C C C ] 9 C C J c c MINNINGAR + Jónína Sigrún Þorleifsdóttir fæddist í Akri á Eyrarbakka 4. október 1908. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykajvíkur 30. júní siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorleifur Guð- mundsson frá Stóru-Háeyri og Hannesína Sigurð- ardóttur frá Akri. Þorleifur var sonur Guðmundar ísleifs- sonar útvegsbónda, kaupmanns og hreppstjóra á Stóru-Háeyri, sem ættaður var undan Eyjatjöllum og úr Vest- ur-Skaftafellssýslu. Kona Guð- mundar og amma Sigrúnar var Sigríður dóttir Þorleifs „ríka“ Kolbeinssonar á Stóru-Háeyri. Hannesfna var dóttir Sigurðar Lilla systir er dáin. Ævi hennar er orðin löng, lengri en nokkurs annars í mínum ættum. Hún þráði að komast burt úr þessari jarðvist, eftir að hún hafði misst ástvini sína, þá sem henni voru kærastir. Nú hefur hún loks komist þangað. Því þarf sorgin ekki að vera ríkjandi í hugum okkar, sem eftir stöndum, heldur söknuður. Ég og sonur hennar, Hörður, vor- um sem bræður á Ljósvallagötunni. Faðir hans sýndi honum mikla um- hyggju, og þegar hann dó var hann okkur öllum harmdauði. Foreldr- arnir náðu sér aldrei eftir það. Nú fær hún að liggja hjá Herði sína hinstu hvílu. Lilla var af þeirri kynslóð, sem Jónssonar á Akri og konu hans Vikt- oríu Þorkelsdóttur frá Óseyrarnesi. Meðal kunnra bræðra Hannesínu má telja skipstjór- ana Kolbein og Jón. Systkini Sigrúnar eru: Viktoría (1910- 1993), Sigurður (1911), Sigríður (1914), Guðmundur (1918-1992) og Kol- beinn (1936). Sigrún giftist ekki, en átti son með Skúla Ágústssyni frá Birtingar- holti, sem nefndur var Hörður, (1937-1948). Hörður dó af slys- förum. Bálför Sigrúnar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. tendraðist af skáldskap Davíðs Stefánssonai’. Einkum var henni á yngri árum kært kvæði hans um Helgu jarlsdóttur, sem yfirgaf heimkynni sitt til að fylgja Islend- ingnum Herði til fjarlægs lands. Vinkonur Lillu voru alltaf aufúsu- gestir heima hjá okkur: Sigga Odd- leifs, Alla Þórðar og Unnur Þórðar. Þær hurfu allar á undan henni. Alla giftist Alf Salt frá Leeds, þau komu stundum að heimsækja okkur. Um eins árs skeið rétt eftir stríð heim- sótti Lilla Öllu til Leeds og átti þar sæluríkan tíma. Lilla var skírð Jónína Sigrún. Jónínu-nafnið notaði hún aldrei sjálf. Hún var hrifnari af Sigrúnar- nafninu. Það tengdist Eddukvæðum og ástum Sigrúnar á Sefafjöllum og Helga Hundingsbana. Jónínu- nafn- ið átti sér þó sögu. Jónína Samúels- dóttir (systir Guðjóns húsameist- ara) var fermingarsystir mömmu. Jónína þessi dó áður en hún komst á giftingaraldur. Vinkonur hennar ákváðu að láta elstu dætur sínar heita þessu nafni til minningar um hana. Næstu árin sat listasmiðurinn Samúel við að smíða heimanmund dóttur sinnar. Árið 1918 barst til Þorlákshafnar dýrindis saumaborð, sem Samúel hafði smíðað eftir kúnstarinnar reglum. Þennan grip fékk Lilla að gjöf vegna nafnsins. Lilla ólst fyrstu árin upp á tölu- verðu efnaheimili, því að faðirinn var auðugur maður. Stundaði kaup- mennsku í Reykjavík, hóf söfnun vatnsréttinda í Hvitá og Þjórsá og kom þeim öllum á eina hönd árið 1912. I sambandi við fossamálin stofnaði hann með öðrum félagið „Þorlákshöfn h.f.“ og fluttist þangað sem framkvæmdastjóri þessa fé- lags. Heimsstyrjöldin fyrri eyði- lagði tilraunir þess tíma til að raf- væða ísland, og svo fór að eigur Þorleifs frystust í fossaréttindum Títan-félagsins þangað til á miðjum 6. áratug aldarinnar. Þá hófst erfið- leikatímabil í fjölskyldunni, sem tók sig upp og fór til Reykjavíkur. Sig- rún gerðist iðnverkakona að loknu kvennaskólanámi, og vann við saumaskap, í þvottahúsum og efna- laugum alla sína starfsævi. Allan síðari hluta ævinnar bjó Sigrún ásamt móður sinni, systur og tveim bræðrum á Ljósvallagötu 16 í Reykjavík. Eftir dauða systur- innar 1993, komst hún að í Ási í Hveragerði, þar sem hún naut lífs- ins á meðan hún hafði heilsu til. Fyrir tveimur árum fór heilsu henn- ar að hraka svo mjög að hún var send á sjúkrahús suður og síðan á Elliheimilið Grund. Uppfrá þessu fór heilsu hennar jafnt og þétt hrak- andi. Hún missti hreyfigetu og átti erfitt um mál. Fyrir nokkrum dög- um tók hún sitt banamein og lá síð- an meðvitundarlaus í fimm daga, þar til hún andaðist kl. hálfsex síð- degis þriðjudaginn 30. júní. Blessuð sé minning systur minnar. Aðstandendur Jónínu Sigrúnar Þorleifsdóttur þakka fyrir alla þá umhyggju sem henni var sýnd í veikindum hennar síðustu árin af læknum og hjúkrunarliði Elliheimil- isins Grundar. Þolinmæði og vilji þessa fólks til að láta gott af sér leiða er svo framúrskarandi að undrum sætir. Við vitum líka að hún hefur viljað heilsa kunningjum sín- um, sem voru með henni á vestur- gangi. Þar var hún elskuð fyrir sína léttu lund. Kolbeinn Þorleifsson. Friður - var það sem andlit Frænku endurspeglaði síðastliðinn föstudag er hún var kistulögð að viðstöddum sínum nánustu. Eftir margra ára sjúkralegu fékk hún loksins að leggjast á koddann í hinsta sinn. Það var auðséð að henni leið vel. Hún hafði lifað langan dag, tæp 90 ár, og nú var farið að kvölda. Kominn tími til að hvílast. Það var því gott að skilja við hana og sjá ásjónu hennar endurspegla frið og það hvað hún var sátt. í barnslegri trú okkar horfum við á eftir henni upp í ljósið þar sem við trúum að Hörður sonur hennar, sem ungur lést af slysfórum, taki á móti henni - loksins. Missi Harðar tók hún alla tíð mjög nærri sér. Nú trúum við því að þau hafi sameinast áný. Áf okkur krökkunum á Hólsveg- inum var hún alla tíð kölluð Frænka. Hún var Frænka með stórum staf. Viðbótaramma sem við bárum gæfu til að eignast. Hún bjó alla okkar tíð á Ljósvallagötunni ásamt bróður sínum Kolbeini og Viktoríu systur sinni (ömmu á Ljósó). Einnig var þar oft fjórða systkinið, Siggi frændi, sem annars bjó í Þorlákshöfn. I þeim systkinum höfðum við allt sem til þurfti*-. Hvorki meira né minna en tvær „ömmur“, einn „afa“ (Siggi) og einn frænda (Kolbeinn). Upp í hugann koma heimsóknir á Ljósó þar sem Frænka og amma stjönuðu við okkur eða Frænka sat á sófanum inni í stofu og var alltaf til í að veita okkur þá athygli sem við þurftum. Sérstaklega eru minn- isstæðar jóladagsheimsóknirnar þegar við fengum hangikjöt og ís, og epli og appelsínur á eftir, pússluðum þessi sérstöku Ljósópúsl sem hvergi voru til annars staðar, glömruðum á orgelið í hinu her- berginu og fundum ilminn af bókum og gömlum hlutum í litlu kjallaraí- búðinni. Frænka var órjúfanlegur hluti Ljósó. Þegar amma á Ljósó féll frá (Viktoría) komumst við að því að eitt af börnum okkar hafði alla tíð talið Sigrúnu (Frænku) vera langömmu sína og Viktoríu (ömmu) vera Frænku. Fyrir blessað bamið hafði þetta alla tíð gengið upp. Við vorum alltaf að fara í heimsókn til ömmu á Ljósó og Frænku og alltaf vora þær þama báðar og tóku á móti okkur opnum örmum. Það var því ekki fyrr en önnur þeirra féll endanlega frá og honum var sagt að amma hefði látist en síðan rætt áfram viðv Frænku að hann spurði hvort þetta - væri þá Frænka. Já, þetta var Frænka - með stórum staf. Við á Hólsveginum þökkum fyrir að hafa fengið tækifæri til að alast upp með Frænku. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. allt er hljótt, hvíldu rótt, Guð er nær. (Kvöldsöngur kvenskáta.) Hannes, Birna, Alda og Sigurður. JÓNÍNA SIGRÚN ÞORLEIFSDÓTTIR + Ragnar Andrés Þorsteinsson fæddist í Byggðar- holti við Eskiíjörð 11. maí 1905. Hann andaðist í Sjúkra- húsi Reykjavíkur 27. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þuríður (f. 18. des. 1875, d. 21. ág. 1962) Andrésdóttir, bónda á Vöðlum í Vaðlavík, og Þor- steinn, sjómaður og netagerðarmaður á Eskifirði (f. 19. apríl 1877, d. 11. júlí 1948) Marteinsson, bónda í Ámagerði í Fáskrúðsfirði. Eft- irlifandi systir Ragnars er Kristín Jónina, húsmóðir (f. 11. júní 1913). Eiginkona Ragnars var Sig- ríður (f. 23. apríl 1905, d. 4. okt. 1992) Sigurðardóttir, bónda í Riftúni í Ólfusi, Bjamasonar og konu hans, Pálínu Guðmunds- dóttur frá Ytri-Grímslæk í Ölf- Ragnar afi var 93 ára þegar hann lést. Samt var tungutakið hið sama, óvenjulega skýrt og skipulegt, orðaforðinn mikill. Allt fram til síðustu stundar hélt hann þeirri venju síðustu æviáranna að lesa í hálftíma á hverju kvöldi smásögur íslenskra höfunda. Þá voru lengri sögur farnar að þreyta hann og þyngri í höndum öldruðum manni. Islenskt mál var honum hugstætt og þeirri ást á tungunni og íslenskum bókmenntum miðlaði hann þeim fjölmörgu nemendum sem hann kenndi um langt árabil í bamaskóla Eskifjarðar. Einnig við, afabörnin á Sogaveginum, nutum góðs af þessum hæfileikum hans og dáðumst oft að kraftmiklu og nákvæmu orðafari hans og þó einkum eftir að við komumst til usi. Börn Ragnars og Sigríðar eru: Baldur Sigurþór (f. 25. ágúst 1930) menntaskóla- kennari, maki Þórey Kolbeins sérkennari; Gyða Rannveig (f. 14. apríl 1933) fulltrúi í menningardeild Rík- isútvarpsins, maki Árni Steinsson full- trúi hjá Eimskipafé- lagi íslands; Páll Ingi (f. 15. aprfl 1934, d. 1. des. 1935); Aldís Þuríður (f. 29. sept. 1935) húsmóðir; Nanna (f. 11. júní 1945) starfs- maður á leikskóla, maki Ragnar Aðalsteinn Sigurðsson bakara- meistari. Barnabörn Ragnars og Sigríðar eru tíu, eitt þeirra, Heið- ur Baldursdóttir sérkennari, lést fyrir fimm árum. Barnabarna- bömin em fjórlán. Ragnar stundaði nám við Al- þýðuskólann á Laugum 1925-26 og lauk kennaraprófi frá Kenn- araskóla íslands 1928. Árin 1929- vits og ára og kunnum betur að meta þessa sérstæðu hæfni hans. Við vorum svo heppin að alast upp í nálægð við afa og ömmu þar sem þau bjuggu innarlega á Sogaveginum eftir að þau fluttust til Reykjavíkur. Hlýja og umhyggja einkenndu heimili þeirra og þau sýndu okkur bamabömunum ætíð mikla væntumþykju. En afi bar ekld einungis umhyggju fyrir þeim sem næstir honum stóðu, hann var hugsjónamaður sem vildi öllum vel. Hann hafði ákveðnar pólitískar skoðanir og fylgdist vel með fréttum og því sem hæst bar hverju sinni. I því skjmi las afi árum saman tvö dagblöð vel og vandlega, Morgunblaðið og Þjóðviljann. Dag hvem tók afi sér göngutúr yfir til okkar með Þjóðviljann og skipti við fóður okkar á blaði. Þessi daglega 31 var hann kennari við bama- skólann á Búðareyri við Reyðar- fjörð og við barna- og unglinga- skólann á Eskifirði 1931-67, skólasfjóri í forföllum 1955-56. Hann lét félags- og menningar- mál nyög til sin taka, var í stjóm Ungmennafélagsins Austra í mörg ár, endurskoð- andi hreppsreikninga EskiQarð- arhrepps 1938-44, í stjórn Pönt- unarfélags Eskfirðinga um ára- bil og formaður þess 1951-64, bókavörður Lestrarfélags Esk- firðinga í mörg ár og héraðs- bókavörður 1956-67, gjaldkeri byggingamefndar félagsheimil- is Eskfirðinga 1955-58, umsjón- armaður barnastúku Eskifjarð- ar 1963-67, formaður Leikfélags EskiQarðar 1957-59 og vann mikið að gerð og málun leik- tjalda. Fluttist til Reykjavíkur 1967 og var búsettur þar til ævi- loka. Rit: Lausnargjaldið, leikrit fyrir börn, í Æskunni 1955, Röskir strákar og ráðsnjaiiir, barnabók, 1970, Röskir strákar í stórræðum, bamabók, 1972, Undir þungum ámm (um sfld- veiðar), í Múlaþingi 1966. Útför Ragnars fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. venja hans varð hluti af okkar heimilislífi og eigum við systkinin notalegar minningar um afa þar sem hann sat í borðstofunni heima og las fréttir dagsins gagnrýnum augum. Eftir að afi og amma fluttust suður tók afi fljótlega til við að semja bamabækur sem endurspegla vel minningar hans úr bernsku. Tvær þessara bóka voru gefnar út af Setbergi og sú þriðja var í smíðum á sínum tíma þótt henni yrði aldrei lokið. Þessar bækur afa bera skýrt vitni um vald hans á íslensku máli og þekkingu hans á liðnum tíma þar sem fléttað er saman aðstæðum í íslensku sjávarþorpi á fyrsta fjórðungi þessarar aldar og leikjum bama og áhugamálum þeirra. Afi orti líka Ijóð en þeim flíkaði hann ekki og RAGNAR A. ÞORS TEINSSON birti aldrei. í einu þeirra yrkir hann um vorið og skammvinna fegurð þess. Þar era þessar línur sem allt eins gætu átt vel við um tímans rás, umbreytingar og endurnýjun: Þannig veltur tímans hjól og hverfist heims um alla tíð. Fegurð lífs í fijórri moldu erfist. Afa var margt til lista lagt. Auk þess að skrifa hafði hann unun af því að mála og sauma út. Heimili okkar prýða því falleg listaverk eftir afa. Við erum þakklát iyrir að hafa átt svo góðan, hlýjan og gjöfulan afa. Tvíburasystkinin á Sogavegi, Halldór og Lára. Nú hefur afi lagt í sína hinstu ferð; ferðina sem á fyrir okkur öll- um að liggja. Ekki er nema rúmur mánuður síðan, á 93. aímælisdegi hans, að við rifjuðum upp íslands- söguna og ræddum saman um Guð- brand biskup, Jón sænska Matthí- asson og fleiri merkismenn. Stoltið, að eiga þá að forfeðram, leyndi sér ekki í augum hans. Afi rifjaði einnig upp sín fyrstu kynni af ömmu, sem honum þótti svo vænt um. Þá var hún að læra saumaskap í Reykjavík og hann stundaði nám í gamla Kennaraskólanum. Það var alltaf gott að koma á Sogaveginn til afa og ömmu og var það lengi vel mitt annað heimili. Ilmur af nýbökuðum pönnukökum fyllti oft vitin þegar ég gekk upp brekkuna að litla, hvíta húsinu. Þá var ekki um að villast; amma var í eldhúsinu að töfra fram ljúffengar kræsingar eins og henni einni var lagið. Alltaf var vel tekið á móti mér, eins og öllum þeim sem komu á heimili afa og ömmu. Nóg var að bardúsa fyrir uppátektasöm bama- börn, hvort heldur var að spila 01- sen Olsen við afa, Löngu-vitleysu við ömmu, aðstoða við sláttinn eða jafnvel fá að tjalda gamla, botnlausa tjaldinu, sem var ógleymanleg reynsla. Það var líf og fjör í kring- um húsið og þar lékum við okkur, frændsystkini og vinir úr nágrenn- inu. Nei, það var engin lognmolla á Sogaveginum. Þaðan á ég góðar minningar og kynnin við afa og ömmu era forréttindi sem ég met mikils. Mér sóttist námið vel og þar var afi stoð og stytta. Það voru ófáar stundirnar sem hann hlýddi mér yf- ir námsbækurnar eða þuldi upp stafsetningaræfingar. Þar sagði gamli kennarinn til sín þegar hann rifjaði upp Örlygsstaðabardaga eða ng- og nk-regluna. Svo ég minnist ekki á kveðskap þjóðskáldanna sem hann dáði svo mjög og var sein- þreyttur til að fræða mig um. Eskifjörður er bær sem ávallt hefur verið mér hjartfólginn. Þar er *- afi fæddur og þar hófu þau amma sinn búskap. í þau skipti er ég hef ferðast um Austfirði, hef ég alltaf reynt að koma við á Sunnuhóli. Þar áttu þau amma góða daga, eins og afi talaði oft um. Elsku afi minn, ég kveð þig nú með söknuði, ég veit að þér mun líða vel þar sem þú ert núna og að vel hefur verið tekið á móti þér. Þið amma erað nú saman á ný og gang- ið sameinuð veginn á nýjum stað. Þín Ragna Gyða. ^ARS>Ó ry y i . WJi Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.