Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 40
,40 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar. tengda- faðir, afi og bróðir, KARL HALLDÓR ÁGÚSTSSON fv. framkvæmdastjóri Baader, Hrísmóa 10, Garðabæ, áður Miðvangi 63, Hafnarfirði, lést aðfaranótt laugardagsins 4. júlí. Guðrún M. Guðmundsdóttir, Nína S. Karlsdóttir, Gylfi Ingvarsson, Jóhanna M. Karlsdóttir, Pálmi Ólafsson, Guðmundur Á. Karlsson, Arnar Karlsson, Anna S. Arnardóttir, barnabörn og systkini. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, JANE PETRA GUNNARSDÓTTIR, Kirkjuvegi 11, Keflavík, lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur laugardaginn 4. júlí. Gunnar Þór Jónsson, Theodór Guðjón Jónsson, Guðbjörg Irmý Jónsdóttir, Örn Stefán Jónsson, Rúnar Már Jónsson og Inga María Ingvarsdóttir, Ragnheiður St. Thorarensen, Róbert Þór Guðbjörnsson, Ása Kristin Margeirsdóttir, barnabörn. t Hjartkær faðir okkar, PÉTUR M. EIRÍKSSON fiskmatsmaður og sundkappi, Gnoðarvogi 54, Reykjavík, andaðist á heimili sínu að morgni sunnu- dagsins 5. júlí sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Börn hins látna. > t Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, HULDA SIGURÐARDÓTTIR kaupkona, Lönguhlíð 3, Reykjavík, andaðist á heimili sínu laugardaginn 4. júlí. Jarðarförin tilkynnt síðar. Garðar Jóhann Guðmundarson, Þórunn Kristinsdóttir, Gunnar Garðarsson. t Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi ÓLAFUR GUÐJÓNSSON bóndi, Vesturholtum, Þykkvabæ, andaðist á heimili sínu sunnudaginn 5. júlí sl. Jarðarförin auglýst síðar. Anna Markúsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnbarnabörn. t Ástkær sonur okkar, bróðir og faðir, BRYNJAR SNÆR KRISTINSSON, lést af slysförum I Sandefjörd, Noregi, föstudaglnn 26. júnl. Ólafía K. Tryggvadóttir, Kristinn Álfgeirsson, Guðrún Kristinsdóttir og synir. GESTUR ODDLEIFS RÓSINKARSSON + Gestur Rós- inkarsson var fæddur á Sandeyri á Snæfjallaströnd 23. ágúst 1920. Hann lést á Vífils- stöðum 29. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jakobina Gísladótt- ir, f. 31. maí 1896, d. 24. aprfl 1960 og Rósinkar Kolbeins- son, f. 24. júní 1891, d. 5. nóvember 1956. Systkini Gests eru Olafur, f. 28. september 1917, d. 24. mars 1987, Guð- mundur, f. 27. jan. 1924, d. 19. aprfl 1989, Kristný Ingigerður, f. 26. febrúar 1927, Sigurborg María Jónny, f. 25. september 1928, Jósep, f. 15. júní 1932, Elísabet, f. 26. september 1933, Hilmar, f. 2. ágúst 1935, d. 30. septem- ber 1996, Sigríður Margrét, f. 14. nóv- ember 1937, Haf- steinn Þór, f. 22. mars 1941. Eiginkona Gests var Svava Sigur- jónsdóttir, fædd 3. júlí 1924 á Nýja bæ á Vatnsleysuströnd, d. 14. aprfl 1979. Þau gengu í hjóna- band 27. ágúst 1960. Sonur Svövu og uppeldissonur Gests er Guð- jón Gunnarsson, f. 15. ágúst 1948, ókvæntur og barnlaus. títför Gests fer fram í Kefla- víkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Jarðsett verður í kirkjugarðinum við Kálfatjörn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem.) Margs er að minnast er við systk- inin kveðjum kæran bróður, Gest Rósinkarsson, sem lést á Vífils- staðaspítala að kveldi dags 29. júní sl., eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm sem hann barðist við með æðruleysi og karlmennsku. Þakk- læti til hjúkrunar- og læknaliðs var honum efst í huga daglega, enda naut hann frábærrar umönnunar sem gerði honum sjúkdóminn létt- bærari. Ekki óraði okkur fyrir því að lífshlaupi Gests væri að ljúka er við hittum hann í tveim fermingum hjá frændfólki hans um miðjan apríl síðastliðinn. Við vissum að vísu að hann var oft lasinn, en að hann væri með slæman sjúkdóm grunaði okk- ur ekki, enda var hann lítið fyrir að kvarta og var ávallt sjálfum sér nógur. Gestur var ljúfur í lund en hafði fastmótaðar skoðanir. Hann fór ungur að sjá sér farboða. Hann ólst upp í sveit á Snæfjöllum við ísa- fjarðardjúp í faðmi stórrar fjöl- skyldu. Hann var annar í röðinni af 10 systkinum. A sumrin hjálpaði hann við bú foreldra sinna, en á vet- urna var hann mest við sjó- mennsku. Á stríðsárunum vann hann í Bretavinnu. Ein systir mín, Elísabet, minnist þess er hún fékk fyrstu jólagjöfina sína sem var frá Gesti. Er ég lít til bemskuáranna og minnist bróður míns hlýnar mér um hjartaræturnar þá sérstaklega vegna smáglettni hans sem gerði líf- ið skemmtilegra og fjölbreyttara. Fyrstu ár Gests í Reykjavík var hann á sjó á togurum og stundum á smærri bátum og þá kokkur. Um árið 1955 flytur hann til Keflavíkur og stundar sjómennsku um stuttan tíma. 1958 kynnist hann Svövu Sigurjónsdóttur sem átti sjö ára dreng, Guðjón Gunnarsson, sem Gestur ól upp en Svava og Gestur gengu í hjónaband 1960. Þau áttu engin börn saman. Þau hjónin settu á stofn veitingarekstur og unnu við það í tæp tvö ár. Lengst af vann Gestur hjá Kjötvali í Kaupfélagi Suðumesja uns hann hætti störfum sakir aldurs. Svava og Gestur byggðu sér raðhús við Faxabraut en eftir að Svava dó 1979 keypti hann sér íbúð við Hr- ingbraut þar sem hann bjó einn en + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, BERNÓDUS Ö.G. FINNBOGASON, Laugarnestanga 60, síðast til heimilis á Hrafnistu Reykjavík, andaðist að kvöldi laugardagsins 4. júlí. Kristín Helgadóttir, Grétar Bernódusson, Guðrún Eyjólfsdóttir, Kristín Benný Grétarsdóttir, Davíð Héðinsson, Óskar Eyjólfur Grétarsson, Grétar Atli Davíðsson, Gunnar Atli Davíðsson. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HJÖRDÍS KRISTÓFERSDÓTTIR, Háaleitisbraut 57, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju miðviku- daginn 8. júlí kl. 13.30. Ragnar Hansen, Jósefína Ragnarsdóttir Hansen, Helga Ragnarsdóttir Hansen, Frlðrik Ragnarsson Hansen, Hulda Ragnarsdóttir Hansan, Kristín Edda Ragnarsd. Hansen, Kristófer E. Ragnarsson Hansen, Sólveig Björg Ragnarsd. Hansen, Ragnar Stefán Ragnarss. Hansen, Birgir Smári Karlsson, Katrfn Ingadóttir, Krlstlnn Morthens, Hermann Þ. Guðmundsson, Ruth Elfarsdóttir, Finnjón Ásgeirsson, Anna Sigríður Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. naut umhyggju systur sinnar Sig- ríðar og fjölskyldu hennar. Gestur var barngóður og mynduðust sterk tengsl á milli hans og systkina- barna hans á Suðurnesjum. Margar ánægjustundir síðustu ára átti hann með spilafélögum sínum í bridsinu og hygg ég að hann hafi verið þeim traustur vinur eins og þeir honum. Við hjónin þökkum Gesti fyrir allar samverustundir sem við höfum átt saman. Við vott- um Guðjóni uppeldissyni Gests samúð okkar. Gestur mun alltaf eiga stórt rúm í huga okkar. Kæri bróðir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) María Rósinkarsdóttir. Hann Gestur frændi er farinn eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Hann kvartaði aldrei og bar sig aldrei illa, þess vegna fór það fram hjá flestum okkar hversu veikur hann var þang- að til hann var lagður inn á sjúkria- hús. Hann hafði einstaka eiginleika til að bera, var gjafmildur, ástríkur og lítillátur og hélt ró sinni og still- ingu undir öllum kringumstæðum. Þegar aðrir söfnuðu að sér veraldar- gæðum, safnaði Gestur frændi sér auðæfum sem hann gat tekið með sér inn í næstu veröld. Þar mun hann njóta þeirra um alla eilífð og gefa af þeim öllum sem vilja þiggja. „O mannssonur! Þú ert ríki mitt og ríki mitt gengur ekki á grunn, því óttast þú tortímingu? Þú ert ljós mitt og ljós mitt mun slokkna, því óttast þú útslokknun? Þú ert dýrð mín og dýrð mín fölnar ekki, þú ert kyrtill minn og kyrtill minn mun aldrei slitna. Þrey því í ást þinni á mér svo að þú megir finna mig í dýrðarheimum." (Bahá’u’lláh.) Ólafía K. Ólafsdóttir. Mig langar að minnast ástkærs frænda míns Gests Oddleifs Rós- inkarssonar. Gestur var mikið ljúfmenni og gott að tala við hann, það voru margar góðar stundir sem við áttum saman yftr kaffibolla og ræddum um hin ýmsu málefni. Áhugamál Geste var fyrst og fremst brids og átti hann þar góða spilafélaga sem hann mat mjög mikils, einnig hafði hann yndi af því að ferðast. Hin síðari ár eyddi Gestur jólum og öðrum hátíð- isdögum með foreldrum mínum og fjölskyldu minni og verður stórt og vandfyllt skarð hjá okkur á næstu jólum, þegar báðir bræðumir Hilm- ar og Gestur eru famir, en Hilmar lést fyrir tæpum tveim áram. Gestur var mjög bamgóður og alltaf hafði hann tíma til að spjalla við bömin og hlustaði á þau af áhuga ef þau höfðu frá einhverju að segja. Ég tel það forréttindi fyrir okkur að hafa fengið að kynnast Gesti og njóta samveru hans. Elsku Gestur, takk fyrir allt. Rósa og fjölskylda. XIIXXXIX X H H H H H H H H H H H Erfidrykkjur H H H M H H H H H ^ Sími 562 0200 ^ lxxxxxxxxxxxI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.