Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Landsmót á Melgerðismelum m ■ ú- *í* gwm EKM JJmg ;■ , V ; k: r •, - •„. ;ííwí: r*; ”:.s flf '11: S& vflill ■ % BfcyVli Wzm I' ú’’í*; _ , MorgunblaðiðAfaldimar Kristinsson HATIÐLEIKINN nær hápunkti í hópreið hvers landsmóts, þegar hundruð hesta og manna mynda stórfenglega fánaborg. Urvalið úr ræktun og reiðmennsku 13. LANDSMÓT hestamannafélaga á Mel- gerðismelum hefst á morgun. Aðdragandi að landsmóti á þessum stað hefur verið Iangur og strangur og harðsótt fyrir Eyfirðinga að fá að halda landsmót á Melgerðismelum. Nú er stóra stundin runnin upp, eitt glæsilegasta mótssvæði landsins bíður nú glæstra gæðinga og áhugasamra mótsgesta sem vafalaust munu eiga (jóra góða daga fyrir höndum. Landsmótin eru fyrir löngu orðin alþjóð- legt fyrirbæri, útstillingargluggi þar sem getur að líta úrval af því besta í íslenskri hrossarækt og reiðmennsku. Allt er lagt und- ir til að sem best takist og gildir þar einu hvort um er að ræða þjálfun og sýningu hrossanna, skipulag dagskrár eða aðstöðu sem mótssvæðið býður upp á. Öll landsmót eiga það sameiginlegt að bjóða upp á það besta sem sést hefur til þess tíma sem þau eru haldin. Mótin hafa undirstrikað framfarir frá síðasta móti, eru vitnisburður strangrar undirbúningsvinnu margra manna undan- gengin ára en fyrst og fremst gleðistund að- dáenda íslenska hestsins. Misskiln- ingur með miðaverð FRAMKVÆMDASTJÓRI lands- mótsins á Melgerðismelum, Jón Ólafur Sigfússon, sagði að vart hefði orðið mikils misskilnings með miða- verð inn á landsmótið. Sagði hann að mikið hefði verið hringt af þeim sökum en sögusagnir væru á kreiki um að miðaverð væri allt að 12.000 krónum. Hann vildi leiðrétta þetta því verð á aðgöngumiða fyrir 12 ára og eldri væri 5.000 krónur fyrir alla dagana. Hér væri um óbreytt verð að ræða frá síðasta landsmóti á Gaddstaða- flötum. Fyrir börn 8 til 11 ára kost- aði aðgöngumiðinn 1.000 krónur. Þá gat Jón þess að miðaverð fyrir 12 ára og eldri lækkaði í 2.500 krónur frá miðnætti á laugardag og í 500 kr. fyrir börn. Innifalið í miðaverði væri auk aðgangs að dagskrá móts- ins tveir dansleikir með Geirmundi Valtýssyni og svo að sjálfsögðu að- gangur að tjaldsvæði mótsins. Þá kom fram að menn fengju helming andvirðis aðgöngumiða endurgreiddan ef þeir væru aðeins tvo íyrstu dagana á mótinu. Einnig væri í boði það sem þeir kölluðu skyndimiða sem væri ætlað fyrir hópa sem kæmu á vegum ferða- skrifstofa og stöldruðu við part úr degi. Skyndimiðinn kostaði 500 krónur. Jón sagði þetta vera tilraun til að gera ferðahópum kleift að koma við á mótinu fýrir sanngjarn- an aðgangseyri en hann gat þess að meðan á móti stæði hefðu þrjú skemmtiferðasldp viðdvöl á Akur- eyri. vafalaust hraustlega á dyr í úrslitun- um eins og reyndar allir sjö hestar Fáks eiga möguleika á að gera. En það er kannski einn öðrum fremur sem fylgst verður með í harðri keppni landsmótshestanna og er þar átt við Orminn unga frá Dallandi, sem Atli Guðmundsson situr. Hann er aðeins sex vetra og vantaði herslumuninn á skeiðið til að hann hlyti sigur hjá Fáki í vor. Verður fróðlegt að sjá hvort hann hefur bætt við skeiðgetuna þegar á lands- mótið kemur. Háar einkunnir voru á lofti hjá Mána á Suðumesjum í vor og þar stóð efstur lítt þekktur hestur, Skafl frá Norðurhvammi, sem Sigurður Sigurðarson sýndi. Hann hlaut 8,76 í A-flokki á móti Mána og út frá þeirri staðreynd má reikna með honum sterkum. Sigurður verður með ann- an þekktan hest Prins frá Hörgshóli og eiga þeir ekki síðri möguleika. Sá orðrómur hefur gengið að dómarar á þessu móti hafí verið frekar gjöfulir á háu tölurnar en það skiptir í sjálfu sér ekki máli, því það er að sjálfsögðu verið að meta hest- ana og sýningu þeirra á landsmótinu sjálfu en ekki hvernig þeir hafa staðið sig á þessu eða hinu mótinu fyrir landsmót. Dómarar landsmóts- ins eru að sjálfsögðu manna best meðvitaðir um það. Frá Gusti í Kópavogi kemur Sjóli, sem Ragnar Hinriksson reið þar til sigurs í A-flokki. Miðað við fram- göngu hans þar má gera ráð fyrir að hann blandi sér í toppbaráttuna. Hægt væri að nefna fleiri góða hesta til sögunnar en hér skal stað- arnumið. Farsæll kominn í harða keppni Fyrir rúmu ári virtist enginn geta ógnað veldi Farsæls frá Arnarhóli og Ásgeirs Svan Herbertssonar í B- flokkskeppni en síðan hefur margt gerst og má ætla að keppnin verði enn harðari en í A-flokki. Valíant frá Hreggsstöðum og Hafliði Halldórs- son gerðu sér lítið fyrir og sigruðu hina fyrrnefndu á móti Fáks. Far- sæll virtist þá ekki kominn í sitt gamla form eftir harða baráttu upp á líf og dauða í hitasóttinni í vetur. En nú eru komnir fram á sjónar- sviðið jafnokar Farsæls. Er þar að nefna gæðingshryssuna Kringlu frá Kringlumýri, með Sigurð Sigurðar- Gæðingakeppni landsmótsins Spennan að ná hámarki MorgunblaðiðA^ aldimar Kristinsson *> GALSI frá Sauðárkróki og Baldvin Ari Guðlaugsson þykja til alls Iíklegir í A-flokki gæðinga á landsmótinu og er búist við að þeir skipi sér þar í fremstu röð. HJÖRVAR frá Ketilsstöðum sigraði í A-flokki á íjórðungsmóti fyrir tveimur árum. Knapi þá var Atli Guðmundsson en nú mun eigandinn, Bergur Jónsson, sitja þennan flinka gæðing sem vafalaust mun sýna keppinautunum í tvo heimana. GÆÐIN GAKEPPNI landsmótsins er annar tveggja hápunkta mótsins og henni fylgir að sjálfsögðu mögnuð spenna. Sigur í A- og B-flokki gæð- inga er eitt helsta keppikefli metnað- arfullra keppnismanna. Með sigri á þessum vettvangi skipa knapar sér í fremstu röð, hljóta frægð og frama og um leið fá þeir ómælda auglýs- ingu sem tryggir þeim atvinnuöryggi og betri hross til þjálfunar. Hestam- ir sem fleyta knöpum í þessar hæstu hæðir eru eðli keppninnar sam- kvæmt sigurvegarar. Þeir hestar sem sigurinn hljóta verða sveipaðir dýrðarljóma og lifa í endurminning- . > unni sem tákn hins besta í hestakosti landsmanna. I sumum tilvikum eru þessir hestar seldir úr landi, ýmist strax að loknu móti eða þeim er teflt fram á heimsmeistaramóti sem hald- in eru ári eftir landsmótsár. Það er því til mikils að vinna fyrir knapa og eigendur hestanna, sama hvort horft er á frægðarljóma eða fjármuni. Óhætt er að fullyrða að spennan hefur sjaldan verið meiri en nú og virðist þar sama hvort um er að ræða A- eða B-flokk. Það sem hleypt hefur aukinni spennu í keppnina að þessu sinni er að árangur sigur- kandídata í úrtökum eða gæðinga- keppni hefur verið meira í umræð- unni meðal hestamanna en oft áður. Þótt samanburður milli móta sé ekki áreiðanlegur gefur hann vísbend- ingu sem náð hefur að magna upp spennu og eftirvæntingu. Tveir hestar virðast til dæmis öðrum fremur taldir sigurstrangleg- ir í A-flokki gæðinga. Annar þeirra er stóðhesturinn Galsi frá Sauðár- króki, sem Baldvin Ari Guðlaugsson situr að vanda. Hann kemur inn með hæstu einkunn, 8,90, sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera gott veganesti á LM. Hinn hesturinn sem einnig er stóðhestur, Hjörvar frá Ketilsstöðum, kemur inn með 8,65. Hann hlaut góðar einkunnir FARSÆLL frá Arnarhóli og Ásgeir Svan Herbertsson hafa verið ósigrandi undanfarin ár í B-flokki en hafa nú fengið verðuga keppi- nauta og því þykir ekkert sýnt um lyktir mála. fyrir öll atriði nema skeið, sem hefur reyndar verið hans sterkasta hlið, hefur hlotið 10,0 fyrir skeið í kyn- bótadómi. I úrtökunni varð smámis- skilningur milli knapans, Bergs Jónssonar, og Hjörvars þannig að hesturinn geystist fram hálfa braut- ina á brokki í stað skeiðs. Fákshestarnir til alls vísir En víst má telja að það verði fleiri sem reyni að ná toppnum og kemur þá fyrst í hugann gæðingafloti Fáks- manna sem senda sjö hesta í hvern flokk. Gæðingakeppnin hefur aldrei verið eins spennandi hjá Fáki og í vor og má ætla að í þessum hópi séu hestar sem eiga möguleika á sigur- sæti. Elri frá Heiði, sem Sigurður Vignir Matthíasson reið til sigurs í A-flokkinum, ætti að vera sterklega inni í myndinni auk Kolfínns frá Kvíarhólii, sem Þorvaldur Þoi-valds- son sýnir. Reykur frá Hoftúni, sem Sveinn Ragnarsson sýnir, bankar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.