Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 37 AÐSENDAR GREINAR „Um ástand kennslu- mála í stærðfræði“ ÉG VAR að lesa greinarkom í Morgun- blaðinu 17. júní eftir Al- bert H.N. Valdimars- son, stærðfræðikennara við Flensborgarskólann í Hafnarfírði: „Um ástand kennslumála í stærðfræði.“ Þar visar hann til og tekur undir ummæli, sem hann eignar Eggert Briem, um það hvernig færa megi til betri vegar „ástand kennslumála í stærðfræði“. Margir telja þetta ástand slæmt, þó að fáir kunni ráð við og ýmsir þykist hafa góðar hugmyndir. Ástæða þess að ég legg orð í þenn- an belg er sú að ég hefði viljað sjá nánar útskýrt hvað þessir mætu stærðfræðikennarar meina með kröfunni um að „gera stærðfræði- námið við HÍ aðgengi- legra“ og hvort þeir séu yfirleitt sammála um, hvað felst í þessari óljóst orðuðu kröfu. Það hvarflar ekki að mér að væna þá um að vilja að HI vígi til starfa og áhrifa við framhalds- skólastigið fólk, sem ekki hefur viðunandi vald á mikilvægum grunnhugtökum í stærð- fræði framhaldsskóla- stigsins, en ég hef heyrt ýmsa leggja slíkt til. Hvemig hugsa þeir sér að gera stærðfræðinám- ið við HÍ aðgengilegra en það hefur verið án þess að hætta á það að faglegt undirmálsfólk fái áhrifavald á kröfugerð í stærðfræði á framhaldsskólastiginu, líkt því sem skeð hefur á grunnskólastiginu? Ég minni á að snillingurinn, dr. Ég legg áherslu á að leið til úrbóta fyrir framhaldsskólastigið, segir Jdn Hafsteinn Jónsson, felst ekki í undirmálsdekri eða af- slætti í kröfugerð HI. Ólafur Dan Daníelsson, sem öllum öðrum fremur mótaði stærðfræði- kennslu á Islandi á þessari öld, starfaði við Kennaraskóla Islands frá stofnun hans 1908 og til 1919. Hann mótaði því frá upphafi náms- efni og kröfugerð KÍ í stærðfræði- greinum og þar með heila kynslóð barnakennara. Þessa starfs Ólafs Daníelssonar nutu svo barnaskól- arnir langt fram á seinni hluta þess- Jón Hafsteinn Jónsson arar aldar, þegar andstæðra áhrifa fór að gæta í KI. Af grein AHN Valdimarssonar má ráða, hve mikið sé nú eftir í KHÍ af þeim viðhorfum og kröfum, sem Ólafur Daníelsson var og er svo kunnur fyrir. Núverandi ástandi í KHÍ lýsir AHN Valdimarsson meðal annars þannig: „Flestir nemendur KHÍ eru ekki stærðfræðilega sinn- aðir [...] aðeins u.þ.b. 15% grunn- skólakennara taka stærðfræðival, en það er einungis 7 eininga nám.“ Það er umhugsunarefhi að í KHÍ skuli það vera talið verjandi að grunn- skólakennari, sem þaðan útskrifast, þurfí ekki við stofnunina að standa skil á neinni lágmarksfæmi í stærð- fræði. Þar á bæ vita menn þó vonandi að engin trygging varðandi slíka lág- marksfæmi felst lengur í almennu stúdentsprófí eftir að fjölbrautaskóla- flóðið (með allt deildafarganið) reið yf- ir framhaldsskólastigið. Um eining; amar sjö í stærðfræðivahnu í KHI þarf ekki að fjölyrða. Farsælla væri að KHÍ setti lág- markskröfur í íslensku og stærð- fræði sem inntökuskilyrði heldur en það að geta státað af mikilli aðsókn. Ég legg á herslu á, að leið tO út- bóta fyrir framhaldsskólastigið felst ekki í undirmálsdekri eða afslætti í kröftigerð í HÍ. Grunnskólinn og KHÍ era víti til varnaðar. Mætti ekki varðandi framhalds- skólastigið reyna einhverjar eftirtal- inna leiða: 1. Að reisa skorður við heimild framhaldsskólanna til að starfrækja sérdeildir, þannig að fí-amhaldsskóli verði t.d. að hafa á að skipa kennara- liði með lágmarks prófgráður til að teljast þess umkominn að reka stærðfræðideildir. 2. Að próf í veigamestu áföngunum til stúdentsprófs á hverri námsbraut séu samin og dæmd af einum aðila tilnefndum af HÍ, enda séu þessi próf eins í öllum skólum sem reka jafngildar námsleiðir. 3. Að meta námsgreinar eftir erfíð- isgildi og mikilvægi og greiða nem- endun laun (eftir námsárangri?) 4. Að hætta að setja kennslufræði- v leg námskeið ofar raunverulegri fag- menntun kennara. En eins og nú er þarf einstaklingur með doktorsgráðu í stærðfræði frá virtum háskóla og afburða kennsluferil að sæta lakari starfskjörum en annar með BA- gráðu og einhverjar námskeiðsnefn- ur í uppeldis og sálarfræði. Höfundur er fyrrverandi mennta- skólakennari. Sjálfsbjargarheimilið 25 ára í DAG, þriðjudaginn 7.júlí 1998, era 25 ár frá því að Sjálfsbjargar- heimilið að Hátúni 12 í Reykjavík tók til starfa. Það voru stórhuga menn, Sjálfsbjargarfé- lagar, sem sýndu þann stórhug og dugnað sem til þurfti að hrinda fram- kvæmdinni við byggingu af stað. Ég hygg að á engan sé hallað þó ég nefni hér sérstaklega þá Theodór A. Jónsson, Trausta Sigurlaugsson, Ólöfu Ríkharðsdóttur, Eirík Einarsson, Helga Eggertsson, Hinriku Kristjánsdóttur og Sig- ursvein D. Kristinsson. Þeirra óeigin- gjarna starf var mikið og fyrir það skal sérstaklega þakkað. Sú dirfska og það áræði sem þetta fólk sýndi má verða okkar leiðarljós. Eins og svo oft áður á Islandi þegar hrinda á framkvæmdum af stað eru það íbúar þessa lands sem og hreyfihamlaðir á Norðurlöndum sem lögðu hönd á plóginn við fjáröflun. Sjálfsbjargarfé- lagar höfðu verið í sam- starfi við félag hreyfi- hamlaðra á Norður- löndum og kynnt sér sambærileg heimili og Sjálfsbjargarheimilið er og haft náið samstarf við þau. Heimilið Þegar fyrstu íbúar fluttu inn á heimilið var mikil þörf fyrir það og svo er enn. Ennþá eru íbúar á heimilinu sem komu til búsetu í júlí 1973. Heimilið hefur ávallt verið ætlað hreyfihömluðum ein- staklingum frá 16 ára til 60 ára og lögð áhersla á það að all- ir landsmenn sem þurfa heimili með aðgengi geti sótt um vistun. Það verður að segjast eins og er að ekki hefur alltaf verið auðvelt að fá vistun á heimilinu sökum skorts á rýmum. I dag vinnum við markvisst að því að auka sameiginlegt rými íbúa heimil- isins þar sem ekki er hægt að stækka einstaklingsrýmið. Hver íbúi býr í Við höfum séð umtals- verðan árangur, segir Guðrún Erla Gunnars- döttir, í þessari afmæl- isgrein um Sjálfsbjarg- arheimilið. sínu herbergi einn og hefur sína per- sónulegu muni í kringum sig. A und- anfórnum árum hefur verið unnið markvisst að því að auka heimilis- braginn og var liður í því að leggja niður einkennisfatnað starfsmanna sem var mikið til bóta. Arið 1994 héldum við af stað með breytingar á heimilinu með yfirskriftinni ,Aukin lífsgæði íbúa, aukin starfsgleði starfsmanna". I kjölfarið var ákveðið að skipta starfseminni i minni eining- ar og hafa sömu íbúa og sömu starfs- menn í einingu, með því móti var hægt að mynda meiri samfellu í starfinu og hver íbúi fékk starfsmann sem sinn tengilið. Guðrún Erla Gunnarsdóttir Við höfum séð umtalsverðan ár- angur í kjölfarið og er það vel. Sjálfs- bjargarheimilið hefur átt því láni að fagna að hafa velmenntaða starfs- menn með framtíðarsýn og velviljaða íbúum heimilisins. I dag eru í starfi 3 starfsmenn sem hófu starf fyrir 25 árum, þeir hafa ásamt öðrum starfs- mönnum starfað með áhuga og verið tilbúnir að taka þátt í þróun heimilis- ins. Það er þakkarvert að hafa trausta starfsmenn sem eru óþreyt- andi að taka þátt í því að búa íbúum heimilisins betra umhverfi, því það er mjög mikilvægt á heimili sem þessu að ekki verði stöðnun. Skammtímavistun hefur verið starfrækt á heimilinu frá árinu 1990, í fyrstu var um 1 skammtímapláss að ræða en síðan sást hve þörfin fyrir þessa þjónusu var mikil svo rýmin urðu 2. Það er mjög mikils virði fyrir þá sem búa úti í þjóðfélaginu að eiga þess kost að fá vistun í skamman tíma ef makinn þarf t.d. að leita sér lækninga eða að fara í frí án hins hreyfihamlaða. Endurhæfingaríbúð hefur verið starfrækt frá árinu 1993 og er óhætt að fullyrða það að með tilurð hennar hefur líf margra auðgast. Þess má geta að fyrsti íbúi íbúðarinnar hafði búið í 20 ár á Sjálfsbjargarheimilinu en býr nú sjálfstæðri búsetu og unir lífi sínu vel. Það er mikið átak að flytjast úr vernduðu umhverfi til margra ára í sjálfstæða búsetu og eru ótal þættir sem þarf að þjálfa og vinna með til þess að flutningurinn verði árangursríkur. Dagvistun er rekin á heimilinu og hafa nýjungar þar skilað góðum ár- angri. Boðið hefur verið uppá sjálf- styrkjandi námskeið meðal annars fyrir unga hreyfihamlaða einstak- linga og hefur það sýnt sig að svo sannarlega var þörf á þessari þjón- ustu. Ibúum heimilisins gefst einnig kostur á að taka þátt í starfsemi dag- vistar og er það ómetanlegt. A afmælisári ákvað stjórn heimilis- ins að gera íbúum þess kleift að fara í sumarhús til Danmerkur. Það er Hou á Jótlandi sem varð fyrir valinu og getur tekið á móti mörgum hreyfi- hömluðum einstaklingum. Það eru 26 íbúar heimilisins sem leggja land undir fót ásamt starfsmönnum heim- ilisins 11. júlí til 18. júlí. Ég vil með þessum greinarstúf óska heimilinu ásamt íbúum og starfsmönnum þess til hamingju með daginn, það er ósk mín að þeirrar gæfu og ffjóu hugsunar sem fylgt hefur starfseminni hingað til muni áfram njóta við. Höfundur er hjúkrunarforstjóri. Saga felaganna Á Fótboltavef Morgunblaðsins finnur þú alla réttu takkana Titlar og afrek Leikmenn og frammistaða þeirra Liðsstjórinn, gagnvirkur Netleikur Dagbók, yfirlit yfir leiki www.mbl.is/boltinn ✓ Fótboltavefur mbl Þar sem þú getur fylgst með boltanum í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.