Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Samið um skiptingu Kaspía- hafs BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, og Nursultan Nazar- bajev, forseti Kasakstans, und- irrituðu í gær samning um skiptingu norðurhluta Kaspía- hafs. Miklar gas- og olíulindir eru á svæðinu en ekki hefur verið hægt að nýta þær vegna lagalegrar óvissu um skiptingu þeirra. Sérfræðingar segja að samningur Rússlands og Ka- sakstans greiði fyrir því að öllu svæðinu verði skipt milli ríkj- anna við Kaspíahaf. Roy Rogers látinn BANDARÍSKI kvikmyndaleik- arinn Roy Rogers lést af völd- um hjarta- bilunar á heimili sínu í Kalifomíu í gær, 86 ára að aldri. Rogers var vörubílstjóri á kreppuár- unum og lék í fyrstu kvikmyndinni árið 1938. Hann lék í fjölmörgum kúrekamynd- um í tæpa þrjá áratugi, var þekktur sem „konungur kúrek- anna“ og naut mikilla vinsælda meðal bama út um allan heim. Rogers auðgaðist einnig á um 600 skyndibitastöðum sem vora kenndir við hann. Börn deyja af völdum hita TVÖ börn dóu af völdum allt að 50 stiga hita á Italíu um helgina. 18 mánaða barn fannst látið í hjólhýsi þar sem foreldrar þess höfðu skilið það eftir. Tveggja ára drengur dó í Palermo á Sikiley þar sem fað- ir hans, sem er læknir, gleymdi honum í bíl við stofu sína í sex klukkustundir. Orban við stjórnvölinn ÞING Ungverjalands sam- þykkti í gær tilnefningu Vikt- ors Orbans, formanns Fidesz- flokksins, í embætti forsætis- ráðherra með 222 atkvæðum gegn 119. Orban lofaði að bæta lífskjörin og greiða fyrir því að Ungverjar fengju aðild að Evr- ópusambandinu. Kohl blæs til sóknar HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, reyndi í gær að blása lífi í kosningabaráttu sína og spáði því að hagvöxturinn myndi aukast á næstu misser- um. Skýrt var frá því að at- vinnulausum Þjóðverjum hefði fækkað um 740.000 á síðustu fjóram mánuðum og Kohl sagði að atvinnuleysið myndi minnka enn írekar. Hann gerði lítið úr skoðanakönnunum, sem benda til þess að Gerhard Schröder, kanslaraefni jafnaðarmanna, hafi enn fimm prósentustiga forskot á kanslarann. Kínaferð Bills Clintons vel tekið meðal BandarLkjamanna Líkur taldar á að stefnan í málefnum Asíu breytist SÍFELLT fleira bendir til þess að stefna Bandaríkjanna í málefnum Asíu muni breytast í kjölfar níu daga heimsóknar Bills Clintons Banda- ríkjaforseta til Kína, en henni lauk um helgina. Á sunnudag hrósaði James Baker, fyrrverandi utanríkis- ráðherra Bandríkjanna, Clinton fyrir frammistöðuna í ferðinni og hvatti til þess að Demókratar og Repúblíkan- ar samræmdu afstöðu sína til Kína. Aftenposten hefur eftir Baker í gær að mest sé um vert að fá Kína til náinnar samvinnu við Bandaríkin, í stað þess að einangra það og stuðla að pólitískri útilokun þess. Baker er repúblíkani og hvatning hans til demókrata, sem birtist í Was- hington Post á sunnudag, skiptir miklu í bandarískum stjómmálum. Kínaheimsókn Clintons hefur verið vel tekið í Bandaríkjunum, og hafa myndir af fagnandi Klnverjum að heilsa forsetanum haft áhrif á bandaríska sjónvarpsáhorfendur. „Þeir fögnuðu forsetanum okkar, mæður otuðu bömum sínum að honum. Þeir hata okkur ekki,“ hafði New York Times eftir ónafngreind- um Bandaríkjamanni í Miðvestur- ríkjunum. Það er þetta viðhorf, auk von- brigða með viðbrögð Japana við efnahagskreppunni þar í landi, sem hefur orðið til þess að Bandaríkja- menn hyggjast endurskoða stefnu sína varðandi Kína. Baker segir að Bandaríkjamenn þurfi að móta stefnu sem ekki byggist á einu mál- efni, hvort heldur sé viðskiptum, mannréttindum eða takmörkun á útbreiðslu vopna. Bandaríkjamenn verði að hvetja Kínverja til að taka stefnu sem í samræmi við hagsmuni og markmið Bandaríkjanna, segir Baker, og tel- ur að Clinton hafi í ferð sinni nú þokað málum í þá átt, því hann hafi rætt opinskátt um mannréttinda- mál, líkt og Ronald Reagan, fyrrver- andi forseti, hafi gert í Moskvu 1988. Ósáttur við uminæli um Tævan Tom Harldn, öldungadeildarþing- maður Demókrataflokksins, er í heild sáttur við ferð Clintons og telur hana vel heppnaða. I samtali við Morgun- blaðið kvaðst hann ekki þeirrar skoð- unar að Clinton hefði sýnt Kínverjum of mikla linkind í mannréttindamál- um, eins og hann hefði verið sakaður um. Mikilvægt væri að rétta Kínverj- um hjálparhönd á ýmsum sviðum, t.d. í umhverfismálum, og það yrði ekki gert með hótunum. Harkin kvaðst hins vegar ekki jafn sáttur við þau orð Clintons um að hann teldi að Tævan ætti að vera hluti Kína. „Þau orð hefðu mátt vera látin ósögð. Eg tel að við eig- um að gefa tævönskum stjómvöld- um möguleika. Ég óttast að það kunni að vera of seint fyrir Banda- ríkjamenn að sýna þeim stuðning, sjái stjórnvöld okkar sig um hönd. Én ég er þess fullviss að orð Clint- onss um Tævan munu mæta and- stöðu í þinginu og þá ekki síst úr hans eigin flokki,“ sagði Harkin. Reuters ÞREYTTUR slökkviliðsmaður fær sér langþráðan blund í skugganum eftir erfitt slökkvistarf nálægt bænum Bunnell á Flórída. Skógareldarnir á Flórfda virðast vera í rénun 45 þúsund manns fengu að snúa heim Bunnell á Flórída. Reuters. ÞÚSUNDIR íbúa, sem flúið höfðu heimili sín vegna skógarelda á norðurhluta Flórídaskaga, fengu að snúa aftur í gær, en yfirvöld vöruðu þó við því að ekki væri öll hætta liðin hjá. Um 45 þúsund manns, eða allir íbúar Flagler- sýslu, fengu leyfi til að fara heim til sín á ný í gær. Breytt vindátt og aukinn loftraki gerðu um fimm þúsund slökkviliðs- mönnum starfið léttara um helgina og tókst þeim því að stöðva framrás eldanna í átt til íbúðahverfa. Eldar hafa kviknað á um tvö þúsund stöð- um á Flórída, þar sem verið hafa gífurlegir þurrkar, síðan 25. maí og eyðilagt rúmlega 183 þúsund hekt- ara lands og 153 heimili. Þórir Gröndal, ræðismaður ís- lands í Miami, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ástandið hefði batnað verulega í gær og fyrradag, og á næstu dögum sé bú- ist við að töluvert rigningarveður berist af Karibahafi og ef allt gangi að óskum muni það slökkva allan eld. Þórir sagði að eftir því sem hann best vissi væru 5-7 íslenskar fjölskyldur á svæðunum þar sem eldarnir hafa brunnið. Meðal þeirra er Guðný Fisher og fjöl- skylda hennar sem varð að yfir- gefa heimili sitt á föstudag, en var komin heim aftur í gær. Guðný býr á Palm Coast, skammt frá Or- mond Beach. Ríkisstjórinn í Flórída, Lawton Chiles, telur tjón nema um 500 milljónum dollara, eða um 36 millj- örðum íslenskra króna. Her- og slökkviliðsmenn frá 41 ríki hafa barist við eldana, og tvær af hverj- um þrem slökkviliðsþyrlum í land- inu hafa verið notaðar við starfið. Einkafyrirtæki hafa einnig lagt hönd á plóg. Robert McCarty, lögreglustjóri í Flaglersýslu, sagði í gær að þótt fólk hefði fengið að snúa aftur til heimila sinna væri „ekki þar með sagt að öll hætta sé afstaðin. Það er enn mikil eldhætta.11 Heimili í Fla- gler voru yfirgefin á fóstudag þeg- ar talin var hætta á að eldar á þrem stöðum myndu ná saman og úr verða einn mikill eldur við bæinn Bunnell. Engin dauðsföll hafa verið rakin beinlínis til eldanna, en talið er að um 100 manns hafi slasast af þeirra völdum, margir eru slökkvi- liðsmenn. Fregnir herma að ástandið fari batnandi víðar, til dæmis í Brevardsýslu og á Or- mond Beach, þar sem íbúum var leyft að fara til síns heima á sunnudag. Kínverjar ánægðir með heim- sóknina Peking. Morgunblaðið. HAFI Kínveijar verið hrifnir af Bandaríkjunum áður en Bill Clint- on Bandaríkjaforseti steig fæti á kínverska grund, hefur sú hrifh- ing færst í aukana og þykir mörg- um einna helst minna á dýrkun á öllu því sem bandarískt er. Jafn- vel forseti Kína, Jiang Zemin, tal- ar með aðdáun um fyrirrennara Clintons í embætti og helstu dag- blöð fara lofsamlegum orðum um heimsókn Bandaríkjaforseta. Ljóst er að níu daga heimsókn Clintons til Kína hefur gengið að fjölmörgum ranghugmyndum Kínveija um Bandaríkjamenn dauðum og hún hefur orðið til þess að margir Kínveijar telja þjóðirnar tvær nú bræðraþjóðir. „Ég held að Clinton skilji Kína betur nú. Ráðgjafar hans hafa ef- laust sagt honum margt um okk- ur en nú hefur hann séð Kína með eigin augum," sagði aldrað- ur Kínveiji, sem fréttaritari Morgunblaðsins ræddi við. í sama streng tekur aðstoðar- skólasljóri lagadeildar Shanghai- háskólans, sem kveðst ennfremur sannfærður um að séu jafn vel menntaður Kínveiji og Banda- ríkjamaður bornir saman, hafi sá fyrrnefndi meiri skilning á Bandaríkjunum, en Bandaríkja- maðurinn á Kína. Ungur náms- maður við háskólann í Peking segist telja að Kínveijar og Bandaríkjamenn standi nú jaftit að vígi og að þeir séu í bræðra- lagi á alþjóðavettvangi. Kínveijar sem rætt var við vonuðust margir til þess að við- skipti landanna myndu aukast í kjölfar heimsóknarinnar og að Kínverjar myndu smátt og smátt taka við af Japönum sem aðal viðskipta- og vinaþjóð Bandaríkj- anna í Asíu. Mest þótti kínversk- um viðmælendum þó til þess koma hversu opinskátt Banda- ríkjaforseti ræddi um málefni sem Kínveijar hafa vart þorað að ræða í lokuðum hópi, svo sem mannréttindamál og stöðu Tíbets og Tævans. Svo og því að forseti Kína skyldi taka þátt í þeirri um- ræðu, í beinni útsendingu. Hefur það gefið mörgum landsmönnum hans von um að heimsókn Clint- ons kunni að vera vendipunktur í sögu Kína. t ► t * > i I i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.