Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Námumenn hafna við- ræðum Moskva. Reuters. MÓTMÆLAAÐGE RÐIR kolanámu- manna í Síberíu héldu áfram í gær, íjórða daginn í röð. Námumenn hafa hafnað viðræðum við nefnd stjómar- innar, en mikið efnahagstjón blasir við takist ekki að leysa deiluna í bráð. Námumennirnir, sem hafa ekki fengið laun sín greidd svo vikum skiptir, hafa hindrað ferðir kolaflutn- ingalesta í norðurhluta Síberíu frá því á fostudag. Hafa þeir komið í veg fyrir flutning allt að 250 þúsund tonna af kolum á dag. Búist var við að Boris Jeltsín, for- seti Rússlands, ræddi hugsanlegar neyðarráðstafanir vegna aðgerðanna á fundi með forsætisráðherranum Sergej Kíríjenkó í gær. -'.ci'ht [ggiiíHilí»: Díana jarð- sett innan um hunda? London. Rcutcrs. DÍANA prinsessa er grafinn á landi, sem árum saman var not- að sem dýragrafreitur og gekk undir nafninu „Hundaeyjan" meðal vinnufólksins á æsku- heimili hennar. Er þetta haft eftir fyrrverandi ráðskonu fjöl- skyldunnar. Maudie Pendrey, ráðskonan fyrrverandi, segir í viðtali við The Mirror, að í eyjunni, sem er í litlu vatni á landareign Spencer-fjölskyldunnar, hafi veiðihundar Jaeks, afa Díönu, verið grafnir áður fyrr. „Mér finnst það ótrúlegt, að Spencer jarl skuli hafa verið svo smekklaus að jarðsetja systur sína innan um hundana. Það er skammarlegt," segir Pendrey í viðtalinu en hún vann hjá Spencer-fjölskyldunni í 22 ár. Segist hún sjálf muna eftir nokkrum legsteinum á gröfum hundanna en þeir hafi verið fjar- Díana prinsessa lægðir vegna minnismerkisins um Díönu. Spencer-setrið er í Althorpe í Mið-Englandi og þar hefur nú verið opnað safn til minningar um hana. Eru þar myndir frá eyjunni en fólki er ekki leyft að fara þangað. Spencer jarl og bróðir Díönu segir, að fjölskyld- an hafi ákveðið að jarðsetja hana þar en ekki í grafhvelfmgu fjöl- skyldunnar í kirkjunni á staðn- um til þess, að gröf hennar fengi að vera í friði. Rfldsstjórakosningar í Mexíkó Blendin skilaboð til valdhafanna Zacatecas. Reutcrs. STJÓRNARFLOKKURINN í Mexíkó, PRI, fékk blendin skilaboð frá kjósendum í ríkisstjórakosning- um í þremur ríkjum á sunnudag. Útlit var fyrir að flokkurinn biði ósigur í ríkinu Zacatecas fyrir vinstriflokknum PRD, sem hefur aldrei áður unnið sigur í ríkis- stjórakosningum. Flest benti hins vegar til þess að PRI næði ríkis- stjóraembættinu í Chihuahua af íhaldsflokknum PAN og stjómar- flokkurinn var sigurstranglegur í þriðja ríkinu, Durango, samkvæmt fyrstu tölum. Sjö ríkisstjórar verða kjörnir síðar á árinu og litið er á kosning- arnar sem prófstein á fylgi þriggja stærstu flokkanna fyrir forseta- kosningamar árið 2000. PRI lýsti yfir sigri í Chihuahua og samkvæmt fyrstu tölum var fylgi stjómarflokksins þar 48% en 43% studdu PAN, sem hefur lengi verið stærsti stjómarandstöðu- flokkurinn í Mexíkó. Verði þetta úrslitin er þetta fyrsta ríkisstjóra- embættið sem PAN tapar, en hann hefur átt sex ríkisstjóra frá árinu 1989. „Við gerbreyttum PRI og fólkið svaraði," sagði Patricio Martinez, sem var valinn ríkisstjóraefni PRI í Chihuahua í fyrsta opna prófkjöri stjómarflokksins frá því hann komst til valda árið 1929. Flest benti ennfremur til þess að vinstiiflokkurinn PRD fengi fyrsta ríkisstjóra sinn þar sem hann var með 7 prósentustiga forskot á PRI í Zacatecas. Ríkisstjóraefni PRD, Ricardo Monreal, sagði sig úr stjómarflokknum fyrr á árinu eftir að flokksforystan hafði valið annan mann til að fara fyrir flokknum í ríkinu. PRI hafði verið einráður í Mexíkó í tæp 70 ár þegar hann tap- aði meirihluta sínum á þinginu í fyrra. Reuters „Skammar- legu“ frumvarpi mótmælt ANDSTÆÐINGAR frumvarps áströlsku ríkisstjórnarinnar um landaréttindi frumbyggja gerðu í gær lokatilraun til að fá því út- hýst úr þingsölum. Paul Keating, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, tók þátt í mótmælunum og fordæmdi frumvarpið sem svik við svarta íbúa Ástralíu. Frumvarpið takmarkar rétt- indi frumbyggja yfír hefðbundn- um Iandsvæðum sínum og er hluti af samkomulagi sem John Howard forsætisráðherra gerði við óháðan þingmann til að veija ríkisstjórn sína falli. Halda and- stæðingar frumvarpsins því fram að þingið sé að láta undan kyn- þáttafordómum ef það samþykkti frumvarpið. Söfnuðust mótmælendur sam- an fyrir framan þinghúsið í Can- berra og bentu þingmönnum á að frumvarpið væri „skammarlegt" og Áströlum til vansa. www.mbl.is/fasteignir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.