Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 25 Steinunn Birna Martynas Svégzda Ragnarsdóttir. von Bekker. Þriðjudags- tónleikar í Iðnd STEINUNN Birna Ragnarsdóttir píanóleikari og Martynas Svégzda von Bekker fiðluleikari koma fram á tónleikaröð Iðnó í kvöld kl. 20.30. A efnisskrá þeirra eru m.a. um- skriftir Kreislers á verkum Bra- hms, Dvoráks, og Manuel de Falla. „Efnisskráin samanstendur af fjölda smáverka og þekktum lag- línum frá upphafi aldarinnar," seg- ir Steinunn Birna. „Rómantíkin verður áberandi og skírskotar til tónlistararfleifðar Martynas, sem lærði hjá ömmu sinni, en hún var þekktur fiðluleikari af þeirri kyn- slóð sem iðkaði tónlist á fyrstu ára- tugum aldarinnar." Martynas er fæddur í Litháen og kom fram á fyrstu tónleikum sínum fimm ára gamall og hefur m.a. unnið til verðlauna í alþjóðleg- um tónlistarkeppnum og komið víða fram í Evrópu og Eystrasalts- löndunum. Þá er hann opinber list- rænn sendiherra lands síns og hef- ur hljóðritað einleiksverk fyrir fiðlu eftir litháísk tónskáld. Hann kom fram á tónlistarhátíðinni í Reykholti í fyrra og mun einnig leika á henni í sumar. Þau Stein- unn Birna hafa starfað saman í nokkur ár og komið fram í París og á ýmsum tónlistarhátíðum. Þau vinna nú að gerð geislaplötu og verða m.a. gestir á Pavillon Balt- ard listahátíðinni í Frakklandi á næsta ári. ♦♦♦ Þriðjudagstón- leikar í Sigur- jónssafni GÍTARLEIKARINN Kristján Eldjárn leikur á þriðjudagstónleik- um í Listasafni Sigurjóns Ólafsson- ar í kvöld, 7. júlí kl. 20.30. Á efnis- skrá Kristjáns eru Marlborough- tilbrigðin eftir Fernanando Sor, Fiðlusónata nr. 2 eftir Bach, E1 Decamerón negro eftir Leo Brouwer og Fjór- ar stemmningar eftir Jón Ásgeirs- son frá árinu 1992. „Verk Jóns Ásgeirssonar finnst mér vera heillandi vegna þess hversu til- gerðarlaust það er,“ segir Kristján í spjalli um efnisskrána. „I mörg- um nýrri gítai’verkum bregður fyr- ir ýmiss konar áhrifum eins og að rífa í strengina eða banka í gítar- búkinn, en Fjórar stemmningar tjáir mikla krafta án alls slíks og tónskáldið sýnir góðan skilning á eðli hljóðfærisins.“ Kristján lauk í vor einleikara- og kennaraprófi frá gítardeild Tónlist- arháskólans í Turku í Finnlandi hjá Timo Korhonen, en vorið 1995 lauk hann burtfararprófi í djassgít- arleik frá Tónlistarskóla F.LH. undir handleiðslu Hilmars Jens- sonar og Sigurðar Flosasonar. Vorið 1996 lauk Kristján burtfarar- prófi í klassískum gítarleik frá Tónskóla Sigursveins D. Kristins- sonar þar sem aðalkennari hans var Einar Kristján Einarsson. Kristján Eldjárn, gít- arleikari. Vefmyndir í Perlunni VEFLISTAKONAN Maria Uhlig opnaði vefmyndasýninguna „Nor- ræn áhrif“ í Perlunni á laugardag- inn. Á sýningunni eru 50 myndir af íslensku og noirænu landslagi eins og það birtist listakonunni. Aðferð hennar nefnist „áhrifamikill öldu- vefur“, en sú aðferð felst í fyrirhafn- armikilli stögun með mörgum nál- um samtímis og hefur Maria þróað hana á grundvelli traustrar vef- tækni. Maria kom fyrst til Islands fyrir áratug og segist hafa heillast af landslaginu, en ferðalög víða um Norður-Evrópu hafa veitt henni innblástur til tjáningar á dæmigerð- um landslagsmyndum úr norðrinu. Sýning Mariu stendur til 2. ágústs. Morgunblaðið/Þorkell MARIA Uhlig veflistakona í Perlunni. Norskur kór í Norræna húsinu BLANDAÐUR kór frá Hareid, Sunnmæri í Noregi er staddur á landinu um þessar mundir. Kórinn efnir til söngskemmtunar í Nor- ræna húsinu í kvöld, þriðjudags- kvöld, kl. 20. Söngstjóri er Johan H. Grimstad, kórstjóri og sönglagahöfundur. Dagskráin er fjölbreytt og mest áhersla lögð á að kynna landið og norsk alþýðulög. Sýndar verða lit- skyggnur jafnhliða tónlistarflutn- ingnum. Nokkur laganna eru eftir söngstjórann, sem syngur líka ein- söng. Aðgangur er ókeypis. PEUCEOT LJÓN Á VEGINUM! Sendlbílarnlr frá Peugeot eru rúmgóðlr og hafa mlkla burðargetu. Mikið er lagt upp úr góðum aðbúnaðl ökumanns og vönduðum sœtum því góð vlnnuaðstaða tryggir betrl líöan og aukln afköst. Vlnnubílarnlr frá Peugeot hafa fenglð mjög góöa elnkunn fyrlr gott aðgengl, stórar hurðirog elnstaklega góða vlnnuaöstööu. Peugeot er framtföarvlnnustaður. Veldu rétta vlnnufélagann, láttu IJóniö vlnna meö þér. Veldu Peugeot. ■■■■ Ljónviljugir vinnufélagar! Góður vinnufélagi þarf að vera traustur og áreiðanlegur. Hann þarf að vera Ijónsterkur og snöggur op vinna eins og Ijón. Góður vinnufelagi er gulls ígildi. artner - vinnur með þér! • 3m3 flutningsrými og 600 kg burðargeta • 1100 cc bensínvél eða 1800 cc dísilvél • loftpúði, blaðahaldari í mœlaborði og niðurfellanlegt farþegasceti sem eykur flutningsgetu og getur nýst sem skrifborð o.fl. Verð frá aðeins kr. 947.791 án vsk. Verð kr. 1.180.000 með vsk. - fagmannlegur! • sendibill eða 9 manna smárúta • 4m3 flutningsrými og 815 kg burðargeta • 1900 cc dísilvél, loftpúði, fjarstýrðar samlcesingar, rafmagn í rúðum o.fl. Verð frá aðeins kr. 1.522.891 án vsk. Verð kr. 1.896.000 með vsk. oxer - til í slaginn! • sendibíll • 3 lengdir og hár eða lágur toppur • 2.0 lítra bensínvél eða 2.5 lítra dísilvél með túrbínu • framdrif og loftpúði sem staðalbúnaður • fjórhjóladrif, ABS-bremsur, vinstri hliðarhurð, gluggar o.fl. sem aukabúnaður Verð frá aðeins kr. 1.574.297 án vsk. Verð kr. 1.960.000 með vsk. íoxer á góóum grunni! • grindarbíll með einföldu eða tvöföldu húsi • 3 lengdir • 2.0 lítra bensínvél eða 2.5 lítra dísllvél með túrbínu • framdrif og loftpúði sem staðalbúnaður • fjórhjóladrif, ABS-bremsur o.fl. sem aukabúnaður Verð frá aöeins kr. 1.358.233 án vsk. Verðkr. 1.691.000 meðvsk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.