Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 33
32 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ plurgmmMíiliÍí STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMEINING VINSTRI MANNA SAMEINING vinstri manna í eina öíluga stjórnmálahreyf- ingu hefur verið markmið fjölmargra forystumanna á vinstra væng stjórnmálanna í sjötíu ár eða allt frá því, að Kommúnistaflokkur Islands var stofnaður og fyrsti klofning- urinn varð í Alþýðuflokknum. Þeir hafa ekki haft erindi sem erfíði. Til þess hafa legið margar ástæður. Mestan hluta ald- arinnar og raunar allt til hruns Sovétríkjanna kom hugmynda- fræðilegur ágreiningur á milli lýðræðisjafnaðarmanna og sósí; alista í veg fyrir sameiningu þeirra í einum stjórnmálaflokki. I kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari kom kalda stríðið til sög- unnar og afstaðan til þeirra átaka, sem þá hófust á milli hins frjálsa heims og sósíalistaríkjanna skapaði hyldýpi á milli jafnaðarmanna og sósíalista. Snemma á þessum áratug var svo komið, að þessi tvö meg- inágreiningsefni voru úr sögunni. Kalda stríðinu lauk og það gat ekki valdið sundrungu þessara fylkinga og hinn hug- myndafræðilegi ágreiningur heyrir til liðinni tíð. Engu að síð- ur hefur vinstri hreyfíngin að sumu leyti a.m.k. fremur ein- kennzt af aukinni sundrungu en sameiningu á undanförnum árum. Ber þar sérstaklega að nefna enn einn klofninginn í Al- þýðuflokknum, sem varð með stofnun Þjóðvaka fyrir kosning- arnar 1995. Með þeirri vaxandi sundrungu dæmdu vinstri flokkarnir sig úr leik við stjórnarmyndunina vorið 1995. Þar var augljóslega ekki um að ræða djúpstæðan úgreining vegna skoðana heldur úlfúð og misklíð á meðal forystumanna Alþýðuflokksins. Þegar litið hefur verið yfir svið vinstri flokk- anna á undanförnum mánuðum hefur verið ljóst, að í forystu- sveit flokkanna allra hefur verið um sundurleitan hóp að ræða, svo að ekki sé meira sagt. Þingflokkur Kvennalistans klofnaði á miðju kjörtímabili. Þótt þingflokkar Alþýðuflokks og Þjóðvaka hafi gengið saman í einn þingflokk hefur sá hóp- ur ekki verið samstæður. Og nú er þingflokkur Alþýðubanda- lagsins í uppnámi. Það sem athygli vekur er einfaldlega, að ágreiningur um grundvallarmál ræður ekki þessari sundr- ungu heldur persónulegur ágreiningur af margvíslegum toga, sem hlutaðeigandi stjórnmálamenn reyna að skýra sem skoð- anaágreining. Arangur Reykjavíkurlistans 1994 og 1998 hefur hins vegar ýtt undir vilja vinstri manna til sameiningar. Þótt Reykjavík- urlistinn hefði aldrei náð meirihluta í borgarstjórn Reykjavík- ur án Framsóknarflokksins sýndi árangur listans engu að síð- ur hvað hægt var að gera undir merkjum samfylkingar. Og jafnvel þótt vinstri menn hafi orðið fyrir vonbrigðum með úr- slit í mörgum þeirra sveitarfélaga, þar sem um sameiginleg framboð A-flokkanna var að ræða með eða án Kvennalista urðu þau engu að síður næststærsti flokkurinn í sumum sveit- arfélögum með umtalsvert fylgi. Þetta hefur einnig ýtt undir vilja til sameiningar. Sameiningarsinnar unnu umtalsverðan sigur á aukalands- fundi Alþýðubandalagsins um helgina og telja verður næsta fyrirsjáanlegt, að um sameiginlegt framboð Alþýðuflokks, Al- þýðubandalags og Kvennalista verði að ræða í næstu þing- kosningum. Klofningurinn í Alþýðubandalaginu í kjölfar landsfundarins er hins vegar alvarlegri en flestir reiknuðu með. Hjörleifur Guttormsson alþingismaður sagði sig úr flokknum þegar að loknum landsfundi. Við því var búizt. Öllu alvarlegri er úrsögn Steingríms J. Sigfússonar og fylgis- manna hans, sem tilkynnt var í gærkvöldi. En jafnframt felst í henni að auðveldara verður að ná málefnalegri samstöðu á milli Aiþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista en ella, ekki sízt í sjávarútvegsmálum. Fyrir Margréti Frímannsdótt- ur og þann meirihluta, sem stóð að baki henni veltur nú mikið á því hvað Svavar Gestsson gerir. Það þýðir jafnframt að samningsstaða hans gagnvart hinu sameiginlega framboði er orðin býsna sterk. Það vekur athygli, að konur hafa komið fram sem oddvitar þeirra afla í Alþýðubandalaginu, sem vilja sameiningu. Þar er ekki sízt um að ræða þær Margréti Frímannsdóttur og Bryn- dísi Hlöðversdóttur. Ekki er ólíklegt að konur eigi eftir að setja sterkan svip á hið sameiginlega framboð. Sameining vinstri aflanna er ekki í höfn. Hún er komin vel á veg. En það má ganga út frá því sem vísu, að framboðið vinstra megin við hina sameiginlegu lista geti orðið sterkara en margir reiknuðu með. Ætla má, að hefðbundið fylgi flokk- anna riðlist töluvert í þessum sviptingum. Þannig hefur Sjálf- stæðisflokkurinn möguleika á að ná fylgi frá Alþýðuflokknum og Framsóknarflokkurinn frá Alþýðubandalaginu. A móti kemur hitt, að atkvæðin nýtast hinu sameiginlega framboði betur en ella. Ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar og fylgis- inanna hans gerir það hins vegar að verkum, að kjósendur vinstri flokkanna hafa skýrt val. Þeir munu hafa síðasta orðið að ári. ALÞÝÐUBANPALAGIÐ Á TÍMAMÓTUM SAMFYLKING í SKUGGA KLOFNINGS Þó formaður Alþýðubandalagsins hafí fengið ótvíræðan stuðning við tillögu sína um sameiginlegt framboð félagshyggjuflokka í næstu þingkosningum er varla hægt að tala um að í því hafi falist afgerandi sigur. Veruleg andstaða reyndist við sameig- inlegt framboð á aukalandsfundi flokksins og klofningur virðist blasa við honum. Egill Óiafsson var á fundinum. FYRIR landsfundinn höfðu stuðningsmenn sameiginlegs framboðs bundist samtökum og virtust koma nokkuð skipulagðir til fundarins. Hópur hafði verið myndaður fyilr fundinn þar sem lagðar voru línur um hvern- ig best væri að vinna sameiginlegu framboði stuðning. Yfirlýsing var lögð fram í upphafi fundar frá 52 stuðningsmönnum sameiginlegs framboðs þar sem sett vora fram rök fyrir þessari leið. Andstæðingar sameiginlegs framboðs virtust hins vegar ekki hafa búið sig eins vel undir fundinn. Margir vora þó á því þegar fundurinn hófst að þeir hefðu einnig unnið heimavinnuna sína. Þeir höfðu sig a.m.k. mikið í frammi á fundinum. Tvær tillögur um sama málefni Við upphaf fundarins lögðu Mar- grét Frímannsdóttir formaður og Jóhann Geirdal varaformaður fram tillögu þar sem því er lýst yfir að stefnt skuli að sameiginlegu fram- boði Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks, Samtaka um kvennalista og annarra félagshyggjuafla í öllum kjördæmum landsins í næstu alþing- iskosningum. Tillagan gerði ráð fyr- ir að fallist yrði á þau drög að mál- efnasamningi sem lágu fyrir fundin- um og lagði áherslu á að þeirri vinnu yrði lokið fyrir næsta aðalfund mið- stjórnar. Eftir að þessi tillaga kom fram lagði Steingrímur J. Sigfússon al- þingismaður og fleiri fram tillögu sem gerði ráð fyrir að formanni flokksins, í samráði við fram- kvæmdastjórn og þingflokk, yrði falið að bjóða öðrum stjómarand- stöðuflokkum og óháðum vinstri mönnum til viðræðna um gerð sam- starfsáætlunar til fjögurra ára. Áætlunin átti m.a. að fela í sér bind- andi yfirlýsingu um samstarf á næsta kjörtímabili, málefnasamning, verkáætlun til fjögurra ára, ramma um samstarf þingflokka og viljayfir- lýsingu um að þróa samstarfið áfram á næsta kjörtímabili. Mestar efasemdir í Reykjavík og Norðurlandi eystra Undir tillögu Steingríms J. rituðu 34 fulltrúar nöfn sín, þar af voru 13 úr Reykjavík og 11 af Norðurlandi eystra. Þetta endurspeglar nokkuð vel hvar er mest andstaðan við sam- eiginlegt framboð. Andstaðan er mest í kjördæmi Steingríms og kjör- dæmi Svavars Gestssonai-. Undir til- löguna rituðu einnig nokkrir fulltrú- ar ungliða úr flokknum. Þar mátti einnig finna fulltrúa úr verkalýðs- hreyfingunni, eins og Sjöfn Ingólfs- dóttur, varaformann BSRB, Aðal- stein Baldursson, formann fisk- vinnsludeildar Verkamannasam- bandsins, og Sigríði Kristinsdóttur, fyrrverandi formann Starfsmanna- félags ríkisins. Alþýðubandalagsfélagið í Reykja- vík var klofið í afstöðu til tillögu Margrétar. Akveðinn kjarni í félag- inu, sem starfað hefur lengi í flokkn- um og stundum hefur verið kallaður flokkseigendafélagið, lýsti yfir harðri andstöðu við sameiginlegt framboð. I þessum hópi má m.a. nefna Sigurbjörgu Gísladóttur, Garðar Mýrdal, Stefaníu Trausta- dóttur, Álfheiði Ingadóttur og Hauk Má Haraldsson, sem öll skrifuðu undir tillögu Steingríms. Hörð and- staða þessa hóps á án efa mikinn þátt í að Svavar Gestsson, formaður þingflokksins, hvatti eindregið til þess á fundinum að Alþýðubandalag- ið færi sér hægt í samfylkingingar- málum. Talsmönnum sameiginlegs fram- boðs kom nokkuð á óvart hvernig Svavar talaði á fundinum því þeir höfðu talið að hann myndi á endan- um leggjast á sveif með þeim þó vit- að væri að hann vildi fara varlega. Svavar lýsti ekki yfir ótvíræðri af- stöðu til tillagnanna á fundinum, en Morgunblaðið/Þorkell STUÐNINGSMENN Margrétar fögnuðu þegar úrslit atkvæðagreiðslunn- ar lágu fyrir. Steingrímur J. var aftur á móti hugsi yfír niðurstöðunni. hann sat vinstra megin í fundarsaln- um þar sem flestir andstæðingar sameiginlegs framboðs sátu. Fæstir efast því um að hann hafi greitt til- lögu Steingríms atkvæði sitt. Hörðustu stuðningsmenn sameig- inlegs framboðs fullyrtu að Stein- grímur og Svavar hefðu fyrir fund- inn báðir keppt að sömu niðurstöðu. Steingrímur hefði verið sendur út á vinstri kantinn þar sem hann hefði talað gegn sameiginlegu framboði og varað við klofningi. Svavar hefði ver- ið sendur fram á miðjuna til að tala fyrir málamiðlun. Tilgangur þeirra beggja hefði verið að fá samþykkta breytingartillögu við tillögu Mar- grétar sem hefði falið í sér einhvers konar frestun eða fyrirvara við sam- eiginlegt framboð. Ekki grundvöllur fyrir málamiðlun Stuðningsmenn sameiginlegs framboðs höfnuðu hins vegar alger- lega að fallast á breytingar á tillögu Margrétar og bentu á að hún fæli í sér málamiðlun milli sjónarmiða, þ.e. milli þeirra sem vildu að Alþýðu- bandlagið byði fram í eigin nafni og þeirra sem vildu leggja flokkinn strax niður og stofna nýjan flokk jafnaðarmanna. Bæði Svavar og Guðrún Ágústs- dóttir borgarfulltrúi mæltu með því að reynt yrði að samræma sjónarmið deiluaðila, en töluðu fyrir daufum eyram. Guðrún sagði á fundinum að það væri skylda formanns flokksins að reyna að finna málamiðlun. Það olli reiði hjá andstæðingum sameig- inlegs framboðs að Margrét skyldi ekki taka þessari áskorun. Svavar viðurkenndi reyndar að það væri erfitt að finna málamiðlun. Hann sagðist hafa velt fyrir sér að flytja tillögu um frestun, en fundið að hún naut ekki stuðnings. Guðrún mælti með að kjördæmunum yrði gefið frelsi til að ákveða hvaða leið þau færu og varpaði fram þeirri hug- mynd að sameiginlegt framboð yrði í Reykjavík og Reykjanesi, en flokk- arnir byðu fram sjálfstæða lista í öðrum kjördæmum. Þessi hugmynd fékk ekki stuðning á fundinum. Gagnrýni á Alþýðuflokkinn Margir andstæðingar sameigin- legs framboðs á landsfundinum gagnrýndu Alþýðuflokkinn og sögðu hann ekki samstarfshæfan. Menn héldu því fram að Alþýðuflokkurinn væri ekki vinstri flokkur. Hann hefði leitt Sjálfstæðisflokkinn til valda 1991 og þar sæti hann enn. Minnt var á framgöngu Sighvats Björgvinssonar í heilbrigðisráðu- neytinu. Gestur Guðmundsson stjórnmála- fræðingur og fleiri bentu á það á móti að þrátt fyrir alla þessa gagn- rýni á Alþýðuflokkinn væra and- stæðingar sameiginlegs framboðs að mæla fyrir tillögu sem gerði ráð fyr- ir samstarfi við Alþýðuflokkinn og jafnvel sameiginlegu framboði með honum árið 2003. Stuðningsmenn til- lögu Steingríms J. áttu erfitt með að verjast þessum rökum, en ljóst má vera að einhverjir úr hans stuðn- ingsliði vora alfarið andsnúnir nán- Saga klofnings og sameiningar á víxl SAGA Alþýðubandalagsins og forvera þess í íslenzkum stjóm- málum einkennist af klofningi og sameiningu flokka og flokksbrota á víxl. Hér er stiklað á helztu ár- tölum í þessari sögu. 1930: Kommúnistaflokkur ís- lands klýfur sig út úr Alþýðu- flokknum, m.a. vegna kröfu Al- þjóðasambands kommúnista í Moskvu (Komintern) um hreinan kommúnistaflokk. Þessi klofning- ur Alþýðuflokksins, sem var stofnaður 1916, átti rót að rekja til 1922 þegar flokksfélagið í Reykjavík skiptist í tvennt, Jafn- aðarmannafclag Reykjavíkur (kommúnista) og Jafnaðarmanna- félag íslands (sósialdemókrata). Ágreiningurinn snerist meðal annars um þátttöku í Komintern og stuðning flokksins við hina „borgaralegu" ríkisstjórn Fram- sóknarflokksins frá 1927. Alþýðu- flokkurinn gekk í hið sósíalde- mókratíska Alþjóðasamband jafn- aðarmanna 1926 en Kommúnista- flokkurinn gerðist deild í Alþjóða- sambandi kommúnista og hafði verkalýðsbyltingu á stefnuskrá sinni. 1938: Sósíalistaflokkurinn, Sa- meiningarflokkur alþýðu, verður til við sameiningu Kommúnista- flokksins og vinstri arms Alþýðu- flokksins undir forystu Héðins Valdimarssonar. Kommúnista- flokkurinn hafði árið 1935 breytt um stefnu, í samræmi við hina nýju línu Komintern, og sóttist eftir samstarfi við sósíalde- mókrata. Héðinn var varaformað- ur Alþýðuflokksins en var rekinn úr flokknum vegna tilrauna sinna til að koma á sameiningu flokks- ins við Kommúnistaflokkinn. Sósí- alistaflokkurinn vann eftir marxískri hugmyndafræði og hafði afnám auðvaldsskipulagsins á stefnuskrá sinni. 1956: Alþýðubandalagið er stofnað sem kosningabandalag Sósíaiistaflokksins og Málfunda- félags jafnaðarmanna, klofnings- hóps vinstri manna úr Alþýðu- flokknum undir forystu Hannibals Valdimarssonar, forseta ASI. 1968: Alþýðubandalagið er formlega gert að skipulögðum stjórnmálaflokki. Árið áður hafði komið til átaka Hannibalista og sósíalista við uppröðun á fram- boðslista Alþýðubandalagsins í Reykjavík og endaði með því að tveir listar voru bomir fram í nafni Alþýðubandalagsins. Skömmu fyrir flokksstofnunina sagði Hannibal, sem verið hafði formaður kosningabandalagsins, skilið við Alþýðubandalagið, ásamt ýmsum fylgismönnum sín- um. Árið eftir stofnaði hann Sam- tök fijálslyndra og vinstri manna. Alþýðubandalagið hafði upphaf- lega á stefnuskrá sinni að koma á sósíalísku þjóðskipulagi á íslandi, þótt það markmið liafí síðan verið endurskoðað. ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 33 MARGRÉT FRÍMANNSPÓTTIR Sterkara tæki fyrir vinstri stefnu ara samstarfi við Alþýðuflokkinn þrátt fyrir að það hefðu ekki aðrir en Hjörleifur Guttormsson treyst sér til að segja það opinberlega. Margrét Frímannsdóttir benti á að Alþýðubandalagið hefði ítrekað á liðnum áram ályktað um samfylk- ingu vinstrimanna og menn væru að hlaupa frá þeirri stefnu ef þeir höfn- uðu samstarfi við Alþýðuflokkinn loksins þegar hann væri tilbúinn til samstarfs. Oánægja með málefnavinnuna Margir gangrýndu þau drög að málefnasamningi sem lágu frammi á fundinum. Ástráður Haraldsson lög- fræðingur sagði að þessi drög væra slöpp og illa unnin. Jafnt stuðnings- menn sem andstæðingar sameigin- legs framboðs gangrýndu niðurstöðu utanríkismálahópsins. Margrét Frímannsdóttir svaraði því til að málefnavinnunni væri ekki lokið og að það væri ekki hægt að halda áfram fyrr en ljóst væri hverjir vildu eiga aðild að henni. Varaþingmennimir Guðrún Helgadóttir og Guðmundur Lárus- son sögðu að málefnavinnan innan Alþýðubandalagsins hefði verið löm- uð síðustu 2-3 ár vegna þess að allir kraftar flokksins hefðu farið í að ræða um samfylkingu vinstri manna. Guðrún og Guðmundur mæltu gegn sameiginlegu framboði. Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður sagði að ef menn teldu að Alþýðubanda- lagið hefði varið of miklum tíma í umræðu um samfylkingu væri rök- rétt að ljúka umræðunni núna, en ekki draga hana á langinn. Skiptar skoðanir vora á lands- fundinum um hvaða þýðingu tillaga Margrétar hefði fyrir Alþýðubanda- lagið. Andstæðingar tillögunnar sögðu að hún þýddi að allt líf yrði úr flokknum og hann myndi fljótlega deyja. Margrét mótmælti þessu kröftuglega og sagði að áfram yrði þörf fyrir flokkinn. Ef flokksmenn myndu hins vegar ákveða það fyrir- fram að hann væri að deyja þá væri vissulega veraleg hætta á að hann myndi gera það. Ágreiningur var einnig um hversu merkileg sú ákvörðun væri sem ver- ið væri að taka. Helgi Hjörvar borg- arfulltrúi sagði að allir virtust vera sammála um að stefna bæri að sam- starfi félagshyggjuflokkanna. Deilan stæði því einungis um hvort fram- boðin á vinstri vængnum ættu að vera eitt eða fjögur. Þetta væri deila um smávægilegt tækniatriði. Stein- grímur J. mótmælti þessu og sagði það mikla einföldun að segja að það væri smávægilegt tækniatriði hvort Alþýðubandalagið yrði lagt niður eða ekki. Steingrímur sagðist vel skilja að margir ættu sér draum um stóran samhentan vinstriflokk. Það væru hins vegar mörg ljón í vegin- um. Það væri ekki víst að flokkurinn yrði stór. Það væri einnig óvíst að hann yrði samhentur og það væri ekki einu sinni víst að hann yrði vinstrisinnaður. Samfylking vann á í lok fundarins Þegar leið á landsfundinn kom fram tillaga frá ungliðum í flokknum um að bæta við tillögu Margrétar greinargerð þar sem vikið er að þeim verkefnum sem eftir er að vinna áður en af sameiginlegu fram- boði getur orðið. Greinargerðin var tekin orðrétt upp úr setningarræðu Margrétar þar sem fjallað er um að samkomulag þurfi að nást um end- anlegan málefnasamning, um fyrir- komulag framboðsmála, um skipulag kosningabaráttu og forystu fyrir framboðinu. Tillagan fékk góðar undirtektir á fundinum og greinilegt var að ein- hverjir, sem voru í vafa, ákváðu í kjölfarið að ljá tillögu Margrétar at- kvæði sitt. Andstæðingar sameigin- legs framboðs töldu hins vegar að í tillögunni fælist ekki málamiðlun um varanlega fyiirvara. Aðeins væri verið að telja upp þau verkefni sem væra óunnin. Undir lok fundarins virtist því sem stuðningur við sameiginlegt framboð hefði heldur aukist. Ástæð- an var tillaga ungliðanna, ræður Margrétar og Jóhanns Geii'dals und- ir lok fundarins og eins það að skömmu áður en atkvæðagreiðslan hófst komu nokkrir fulltrúar inn á fundinn sem höfðu lítið sést þar fundardagana. Niðurstaðan var því sú að 71,4% studdu tillögu Margrét- ar og 27,8% studdu tillögu Stein- gríms. Hjörleifí fylgt til dyra Þó stuðningur við tillögu Margrét- ar hafi verið afgerandi er erfitt að segja að hún hafi unnið ótvíræðan sigur, ekki síst ef svo fer sem horfir að flokkurinn klofni. Strax eftir að úrslit höfðu verið tilkynnt lýsti Hjör- leifur Guttormsson því yfir að hann ætti ekki lengur samleið með Al- þýðubandalaginu. Stuðningsmenn sameiginlegs fram- boðs reiknuðu alltaf með að Hjörleif- ur myndi yfirgefa flokkinn þó sumir hafi vonað að hann myndi ekki til- kynna ákvörðun sína á fundinum. Þeir voru til sem vora fegnir að losna við Hjörleif enda hefur hann barist kröftuglega gegn sameigin- legu framboð. Guðrún Helgadóttir bað andstæðinga Hjörleifs að fagna varlega og sagði að hann væri öflug- ur liðsmaður. Hún sagðist vilja biðja forystuna að fylgja Hjörleifi til dyra þegar hann færi úr flokknum svo hann tæki ekki vitið úr flokknum með sér. Stuðningsmenn sameiginlegs framboðs héldu því fram að Hjörleif- ur væri fylgislaus innan flokksins og því yrði aldrei hægt að tala um klofning þó hann færi. Það er hins vegar ljóst að fleiri ætla að fara en Hjörleifur. Fólk sem lengi hefur tek- ið virkan þátt í störfum Alþýðu- bandalagsfélagsins í Reykjavík ætl- ar að yfirgefa hann. Spyi-ja má hvaða þýðingu það hefur fyrir póli- tíska framtíð Svavars Gestssonar ef hans hörðustu stuðningsmenn yfir- gefa flokkinn. Munu þeir sem eftir era í Reykjavíkurfélaginu styðja hann þegar kemur að því að stOla upp á lista næsta vor? Ljóst þykir að þorri kjósenda Steingríms J. Sigfússonar muni fylgja honum ef marka má afstöðu fuUtrúa Norðurlands eystra á lands- fundinum. Þegar liggur fyrir að Ög- mundur Jónasson og stuðningsmenn hans era tilbúnir til að stofna nýtt stjórnmálaafl. Mikil hætta er því á að Alþýðubandalagið klofni í kjölfar landsfundarins. Menn eiga sjálfsagt eftir að deila um hversu alvarlegur klofningurinn er. Fáir höfðu tilkynnt skrifstofu flokksins um úrsögn í gær. Margir vora greinilega að bíða eftir niðurstöðu Steingríms J. Hvað þýðir klofningur fyrir málefnasamninginn? Á landsfundinum kom fram í máli margi-a ræðumanna, að ef svo færi að Alþýðubandalagið klofnaði hefði markmiðið um samfylkingu ekki náðst. Það má hins vegar benda á að Steingrímur J. og stuðningsmenn hans hvöttu til samvinnu við Alþýðu- flokkinn og aðra félagshyggjuflokka og munu væntanlega gera það áfram fari svo að þeir stofni nýjan stjórn- málaflokk. Atkvæði greidd flokki Steingríms munu því „haldast innan fjölskyldunnar“ eins og einn fundar- manna orðaði það. Það er því ekki endilega víst að hreyfing vinstri- manna verði fyrir þungu áfalli við klofning Alþýðubandalagsins. Menn muni skipa sér í nýjar raðir og berj- ast áfram fyrir sínum málstað. Fari svo að Alþýðubandalagið klofni verð- ur hins vegar draumurinn um einn stóran samhentan vinstriflokk tæp- lega að veraleika. Sú spurning er líka áleitin hvaða þýðingu það hefur fyrir málefna- samning sameiginlegs framboðs ef „vinstriarmurinn" í Alþýðubanda- laginu yfirgefur flokkinn. Mun and- staðan við aðild íslands að Evrópu- sambandinu ekki minnka við það? Aukast ekki líkurnar á að hið sam- eiginlega framboð taki upp sjávarút- vegsstefnu sem styður auðlinda- gjald? Og hvaða þýðingu hefur þetta fyrir stefnuna í byggða- og landbún- aðarmálum? I lok landsfundarins skoraði Mar- grét Frímannsdóttir á félaga sína í Alþýðubandalaginu að vinna stefnu Alþýðubandalagsins fylgi í viðræð- um við hina félagshyggjuflokkana. MARGRÉT Frímannsdóttir for- maður Alþýðubandalagsins er mjög ánægð með niðurstöðu landsfundarins um helgina og með þá afgerandi niðurstöðu sem hún sagði að tillaga hennar og Jóhanns Geirdal um samfylkingu vinstri manna hafí fengið. „Það hefði ver- ið erfitt fyrir okkur að fara í við- ræður við Alþýðuflokk og Kvenna- lista ef stuðningurinn hefði ekki verið eins afgerandi á fundinum og raun ber vitni. Auðvitað vissum við að það er hópur fólks sem ekki hefur viljað umræður við aðra flokka á vinstri væng, og ég átti von á að einhveijir flokksmenn hyrfu frá, en það er hópur að koma inn sem vill starfa að öflugri vinstri fýlkingu. Ég hefði samt viljað að einstaklingar sem unnið hafa lengi að mótun vinstri stefn- unnar biðu eftir niðurstöðum úr viðræðum áður en þeir tækju til fótanna," sagði Margrét. Hún sagðist hissa á þeim um- mælum sem komið hafa fram um að með samstarfi í framboðsmál- um sé verið að færa flokkinn til hægri. „Mér fínnst það fáránlegt. Eftir samstarf við Sjálfstæðis- flokkinn í ríkisstjórn hefur Al- þýðuflokkurinn lagt sig fram um SVAVAR Gestsson alþingismaður fór að eigin sögn inn á aukalands- fundinn með það að leiðarljósi að halda flokknum saman. Svavar studdi tillögu Steingríms J. Sig- fússonar á fundinum. „Ég lagði áherslu á að tillagan sem sam- þykkt var yrði þannig að hún opnaði fyrir sameiginlegt fram- boð og einnig hvatti ég til þess að nýjar leiðir yrðu skoðaðar og nýj- ar hugmyndir ræddar. Ég er sannfærður um að slík opnun hefði hjálpað til og hefði breytt nokkuð miklu,“ sagði Svavar. „Tilgangurinn með stuðningi mínum við tillögu Steingríms var að stuðla að sáttum. Því miður auðnaðist fundinum ekki að hlusta á orð mín á fundinum sem skyldi.“ Niðurstaða fundarins er sú, að sögn Svavars, að flokkurinn er í miklum vanda. Hann segir að þrátt fyrir stuðninginn sem til- laga formanns og varaformanns RAGNAR Amalds alþingismaður var einn af meðflutningsmönnum að tillögu Steingríms J. Sigfús- sonar á fundinum. „Ég lýsti því yfír á síðasta landsfundi að ástæða væri til að gera málefna- samning og ítarlegan samstarfs- samning mUli Kvennalista, Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags fyrir næstu kosningar þar sem þessir flokkar hétu hver öðrum því að fara ekki í ríkisstjórn án hinna. Ég taldi það skynsamlegt sem næsta skref, því ég þekki það af langri reynslu að það verða töluverð afföll þegar flokkar bjóða fram saman,“ sagði Ragnar Arnalds. Hann sagði að í þessu tilfelli yrði nokkuð ömggt að Alþýðu- flokkurinn myndi tapa fylgi til Sjálfstæðisflokks á höfuðborgar- svæðinu og töluvert fylgi á lands- byggðinni myndi fljóta á milli Al- að færa sig meira til vinstri en áð- ur. Það er líka yfirlýst markmið þeirra sem hafa unnið að sam- fylkingarmálum að búa til öflug- an vinstri kost. Það er ekki nóg að hrópa um hægri stefnu ef menn hafa ekkert fyrir sér í þeim efnum,“ sagði Margrét. Hún bendir á fyrra samstarf Al- þýðubandalagsins og Alþýðu- flokks í ríkisstjórn. „Á þeim tíma heyrði ég aldrei neitt um að Al- þýðubandalagið hefði hvikað af sinni braut og fært sig til hægri.“ <. Margrét sagðist ekki trúa því að þeir menn sem hefðu tekið þátt í því að móta stefnu Alþýðubanda- lagsins leggi nú á flótta frá þeirri vinnu sem í vændum er. „Það sem við eram að gera er að búa til sterkara tæki til að ná fram vinstri stefnu. Það gilda sömu rök í pólitíkinni og hjá laun- þegahreyfingunni þar sem fólk leggur áherslu á að standa sterkt saman. Við horfum nú á breytt lands- lag í pólitík. Við erum nú þegar með sameiginleg félög í sveitar- stjórnum, stofnuð af okkar félög- um, og þetta fólk er farið að starfa saman með góðum ár- angri,“ sagði Margrét að lokum. fékk segi hún ekki allt um hug kjósenda, enda sé hver kjósandi bundinn af sinni pólitisku sam- visku. „Flokkur er ekki eins og verkalýðsfélag sem getur sam- þykkt taxta sem gilda fyrir alla félagsmenn sína. Sem betur fer ræður flokkurinn ekki yfir kjós- endum sínum.“ Svavar vill ekki tjá sig um hvort flokkurinn sé meira á leið til hægri en vinstri. „Ég spyr að leikslokum. Ég vil að flokksfor- ystan stuðli að sátt um flokkinn og í kringum hann. Ég hvatti hana til að byggja brú, en undir hana þarf tvær undirstöður en þær voru ekki til staðar." Hann sagði kostinn við fundinn þann að hann afgreiddi hluti með tilteknum hætti. „Út af fyrir sig er ágætt að horfast í augu við skýra niðurstöðu sem báðir aðilar virðast vera ánægðir með,“ sagði Svavar að lokum. þýðubandalags og Framsóknar- flokks. „Á þeim 40 ámm sem liðin eru frá því fyrsta vinstri stjórnin sprakk, haustið 1958, hafa Al- þýðuflokkurinn og Alþýðubanda- lagið samtals verið í stjóm í íjög- ur ár. Það sýnir að þeir hafa ekki átt auðvelt með að vinna saman og með þetta í huga þá fannst mér miklu hyggilegra að treysta samstarfið og venja kjósendur við að flokkarnir hefðu með sér sam- starf, í stað þess að birtast eins og ein fylking strax,“ sagði Ragnar. Hann sagði að búið hefði verið að búa menn undir fundinn lengi og meirihlutinn hafi ráðið um nið- urstöðu fundarins. „Ég held að margir hafi óttast að okkur al- þýðubandalagsmönnum yrði kennt um að reyna að koma í veg fyrir sameiginlegt framboð ef til- lagan yrði ekki samþykkt og því greitt atkvæði með henni." SVAVAR GESTSSON Flokkurinn er í miklum vanda RAGNAR ARNALDS Hafa ekki átt auðvelt með að vinna saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.