Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Útilífsskóli Skátafélagið Ægísbúar leggur áherslu á útivist, náttúrufræðslu og sjálfsbjargarviðleitni á sumar- námskeiðum sínum. Kristín Marja Baldursdóttir fór á fund skátanna til að sjá hvaða aðferðum þeir beita til að búa börn undir lífið, kenna þeim að vinna saman og taka tiilit hvert til annars. s I ævintýra- skóla hj á skátum • Skátastarfið skilar ekki aðeins þekk- ingu heldur raunverulegri ánægju • Við segjum oft að það skipti ekki máli hvað þú gerir, heldur hvernig þú ger- ir það EGAR skólum lýkur að vori hefjast ýmis sumarnám- skeið fyrir börn og ung- Jinga. Mörg þeirra veita góða fræðslu og undirbúning fyrir lífið þótt sjaldan sé litið í bók meðan á þeim stendur. Skátafélagið Ægisbúar, sem hefur aðsetur sitt í íþróttahúsi Hagaskóla, er nú með útilífsnám- skeið fyrir börn á aldrinum 8-12 ára. Fimmta námskeiðið er nýhaf- ið en stefnt er að því að hafa þau átta í sumar. Námskeiðin eru starfrækt í samvinnu við ITR, Bandalag íslenskra skáta, Skáta- samband Reykjavíkur, Hjálpar- sveit skáta í Reykjavík og Skáta- félagið Skjöldunga. Útilífsnám- skeið hafa verið haldin á vegum Skjöldunga í nokkur ár en þetta er í fyrsta sinn sem Ægisbúar halda slík námskeið. Ágóðinn að fá börnin aftur Sigfús Kristjánsson, skátafor- ingi í Ægisbúum og guðfræði- nemi, hefur umsjón með nám- skeiðunum og segir hann að þau hafi gefið mjög góða raun til þessa. „Námskeiðin eru vikulöng og skiptast í tvennt. Þrír dagar eru þemadagar innanbæjar en tveir fara í útilegu þar sem gist er í skála félagsins, Arnarsetri, við rætur Vífilsfells. Frá mánudegi til miðvikudags hefjast námskeiðin kl. 10 á morgnana og standa yfir til kl. 16 á daginn. Við erum þó með gæslu frá kl. 8.30 til að gefa foreldrum kost á að koma með börnin áður en þeir halda til vinnu, og erum hér til klukkan fimm á daginn. Það eru aldrei fleiri en tuttugu börn á hverju námskeiði, og auk mín eru fjórir dróttskátar sem sjá um þau og leiðbeina. Hver vika kostar 4.500 kr. og eru rútuferðir ' innifaldar í því verði, skálagjöld og kvöldmatur. Við fáum styrk frá íþrótta- og tómstundaráði en ef ágóðinn er feinhver rennur hann til skátafé- Jagsins. Við reynum að koma út á sléttu, enda erum við lítið fyrir að safna sjóðum hér. Mesti ágóðinn :er auðvitað sá að fá börnin aftur til okkar í skátana í haust. Það er tilgangur okkar með útilífsskólan- jjm.“ Dorg og bjargsig Móðir sem hefur leyft börnum sínum að fara á margs konar námskeið um dagana segir að úti- lífsskóli Ægisbúa beri af þeim öll- um. Og hvað er þá gert og kennt í þessum skóla sem fær svona góða einkunn? Hvernig er dagskránni háttað? „Við leggjum áherslu á útivist, náttúrufræðslu og sjálfsbjargar- viðleitni," segir Sigfús. „Dagskrá- in er ekki ætíð hin sama á nám- skeiðunum en í grófum dráttum er hún þannig, að við byrjum á því fyrsta daginn að skipta börnunum niður í flokka. Þau finna nafn á flokk sinn, einkunnarhróp og búa til flokksfána. Við heitum Ægis- búar og því er það skilyrði að nafn flokksins sé tengt sjónum. Það hafa til dæmis komið fram nöfn eins og Brosfiskar, Gullfiskar, Sjómenn og Sjóræningjar. Síðan fær hvert og eitt bláan klút og til að geta haft hann um hálsinn verða þau að læra Tyrkjahnútinn sem heldur honum saman. Eftir mat búa þau sér til dorg- færi, sem samanstendur af niður- söguðum göngustaf og þremur nöglum, og síðan er arkað niður á smábátahöfn.“ Þar er dorgað, og segir Sigfús að aflinn sé mismikill og tegundir af öllum toga, marhnútar og nið- ursuðudósir séu nokkuð áberandi. Útilífsskólinn er háður veðri og vindi eins og gefur að skilja, en ef hann helst þurr er öðrum degi eytt í Öskjuhlíðinni. Þar er hópn- um skipt í tvennt, meðan annar helmingurinn stundar bjargsig í gilinu, fer hinn hópurinn í göngu- ferð, lærir að þekkja plöntur og fær fróðleik um umhverfið. Faðir Sigfúsar, Kristján Sigfússon, skrifaði á sínum tíma kennslubók um Öskjuhlíð og nýtur sonurinn góðs af henni. „Við sýnum þeim til dæmis hermannagöngin, það er ekki svo lítið gaman að fara með kerti þar inn, og einnig Benevent- um, samkomustað pilta úr Lærða skólanum. En þeim finnst þó mest spennandi að fá að síga og ef tími vinnst til fá þau að gera það í tvígang." En allt tekur sinn tíma þegar börn eru annars vegar, enda er enginn asi á mönnum að sögn Sig- fúsar. A þriðja degi er farið í heim- sókn til Hjálparsveitar skáta í Árbæ, þar sem bílar eru skoðaðir og tæki prófuð. Þar læra menn líka hvernig best er að bjarga sér undir vissum kringumstæðum, meðal annars hvernig best er að ganga yfir ár. Deginum lýkur í sundi í Árbæjarlaug þar sem skátaleikir eru iðkaðir jafnhliða sundinu. V arðeldasöngur Stóra stundin rennur upp í lok vikunnar. Þá verða menn skátar í tvo daga. Spennan er mikil og hafa foreldrar sagt Sigfúsi að sumir eigi oft erfitt með að sofna kvöldið fyrir ferðina. Þegar þau hafa komið sér fyrir í Arnarsetri um hádegisbil á fimmtudegi og fengið sér í gogg- inn er farið í hellaskoðun. Sú skoðun með góðri gönguferð tek- ur um þrjár stundir og að henni Morgunblaðið/Golli „VIÐ reynum að ná til barnanna á þeirra forsenduni,“ segir Sigfús Krisljánsson skátaforingi. f ÖSKJUHLÍÐINNI læra börnin að þekkja plöntur og fá fróðleik um umhverfið, en bjargsig er þó mest spennandi að þeirra mati. lokinni fá þau frjálsan tíma við skálann. „Á meðan hita ég grillið og við undirbúum matinn, sem er oftast pylsur eða hamborgarar, svona eftir því hvort er á betra tilboði í Bónusi. Eftir matinn fær hver flokkur kvöldvökuverkefni og ef veðrið er skaplegt kyndum við varðeld úti. Þá eru skátalög sung- in, flokkarnir flytja skemmtiatriði og við veitum verðlaun fyrir frammistöðu í flokkakeppnum. Þá fá þeir viðurkenningu sem hafa hagað sér best, verið fljótastir í röð, verið duglegastir að veiða, og svo framvegis. Fyrir háttinn fá þau heitt kakó og svo er það pokinn. Eg les fyrir þau leiðinlegar varðeldasögur og áður en þeim lýkur eru flestir farnir að hrjóta." Það getur þó komið fyrir að hin yngstu verði voða lítil í sér rétt fyrir svefninn, en þá gefur Sigfús þeim kakó og spjallar við þau. Það dugar. Á morgnana þurfa skátaforingj- arnir ekki að ræsa börnin því þau eru oftast vöknuð um sexleytið og ræsa skátaforingjana. Eins og á öllum skátamótum hefst morgunn- inn með hinum sígildu skátaatrið- um, morgunleikfimi og morgun- mat. Og að sjálfsögðu fer fram skálaskoðun eftir morgunmatinn. „Þau taka hana mjög alvarlega og það er mikill metingur milli flokka að ganga sem best frá eftir sig. Síðan heldur skátastarfið áfram. Þau fara í póstaleik þar sem þau þurfa að rata milli staða eftir upp- drætti og á hverjum stað bíður þeirra þraut sem þau verða að leysa. Þau verða til dæmis að geta bent á öll kennileiti, búið til sjúkrabörur og sitthvað fleira, og svo endar leikurinn við skálann. Eftir hádegismat fer ég með þau í hefðbundna leiki meðan dróttskát- arnir þrífa skálann og ganga frá. Þannig er dagskráin í aðalatrið- um en það gerist alltaf eitthvað nýtt á hverju námskeiði." Friðarhreyfing Útilífsskóli Ægisbúa er að sjálf- sögðu rekinn í anda skátahreyf- ingarinnar. Menn læra hlutina með því að gera þá. „Við reynum að gera ævintýri úr störfum okk- ar,“ segir Sigfús. Agaleysi er ekki vandamál í þessum skóla og segist skátafor- inginn vera mátulega strangur. „Eg reyni að ná til barnanna á þeirra forsendum. Það þýðir til dæmis lítið að halda fyrirlestur um kosti regngalla, það verður að sýna þeim þá með því að bregða sér í sturtu í þeim. Við skátarnir viljum vera sýni- legir í starfi okkar og vonum að skólinn beri þann árangur að eitt- hvert þessara barna komi til starfa með okkur í haust.“ Sigfús sem er 22 ára gamall hef- ur verið í skátunum í 10 ár. „I fyrstu fannst mér bara spennandi og skemmtilegt að vera í skátun- um. Það var ekki fyrr en ég fór í guðfræðina sem ég fór að pæla í hugsjóninni að baki skátastarfs- ins. Skátahreyfingin er friðarhreyf- ing. Við leggjum áherslu á um- burðarlyndi og samvinnu, og markmiðið er að skila af sér börn- um sem verða hæf til að takast á við lífið. í skátunum getur fólk af öllum kynþáttum og sem játar ólík trúarbrögð verið saman. Mér er minnisstætt skátamót sem ég var á þrettán ára gamall. Þá sat ég við varðeld með hindúa á vinstri hlið og búddista á þá hægri og allir vorum við vinir.“ Skátahreyfingin er stærsta ungmennahreyfing í heimi. Fyrir nokkrum áratugum var hún mjög öflug hér á landi, en með auknu framboði á ýmsu félagsstarfi og afþreyingarefni fækkaði starfandi skátum töluvert. En nú er upp- sveifla í skátastarfinu, og hvað veldur því? „Uppsveiflan sem hefur verið í skátastarfinu er tengd auknum áhuga fólks á útilífi. Gönguferðir og fjallaferðir eru í tísku, en þær eru einmitt stór hluti skátastarfs- ins. Samt eru helstu kostir skáta- starfsins jafnframt veikasti hlekk- ur þess. Mönnum er ekki skemmt neitt sérstaklega, þeir verða að skemmta sér sjálfir. Skátastarf er unnið í sjálfboðavinnu og allir vinna að því sameiginlega mark- miði að skapa betri einstaklinga. Við segjum oft að það skipti ekki máli hvað þú gerir, heldur hvern- ig þú gerir það. Enda má glöggt sjá hve margir skátar eru að gera það gott úti í þjóðfélaginu núna! Við missum oft fólk úr skátun- um þegar það er á aldrinum þrett- án til fimmtán ára. Þá verða menn töffarar og geta kannski ekki látið sjá sig í skátabúningi. Það er gæluverkefni hjá okkur að finna lausn á því.“ Ægisbúar eru nú um 165 tals- ins. „Af vinum mínum erum við aðeins tveir sem tökum virkan þátt í skátastarfinu. Gamlir skát- ar koma þó gjarnan með í útilegur og oft hjálpa þeir til þegar mála þarf skátaheimilið eða dytta að einu og öðru.“ En hefur guðfræðineminn reynt að koma kristindómnum að í útilífsskólanum? „Það hef ég ekki gert enda hef ég annan vettvang til þess. Ég hef unnið í Neskirkju á veturna, hef veitt þar aðstoð mína við ferming- arfræðslu, og þar get ég látið Ijós mitt skína. Hins vegar hefur presturinn stundum sagt: Sigfús minn, þú ferð nú ekki að kenna þeim neina hnúta? Ég hef mikla trú á skátastarf- inu og tel mig hafa lært mikið á því að vera í skátunum. Skáta- starfið skilar ekki aðeins þekk- ingu heldur felst líka raunveruleg ánægja í því að gera hlutina sjálf- ur, hvort sem þeir ganga nú upp eða ekki, í stað þess að vera sífellt mataður."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.