Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 27 ______LISTIR___ Gröndal geysist fram RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM OG TONLIST Sölvasalur Sólons íslaiulusar TRÍÓ HAUKSGRÖNDALS ÁSAMT ÓLAFI JÓNSSYNI Haukur Gröndal altósaxófónn, Gunn- ar Hrafnsson bassa, Einar Valur Scheving trommur ásamt Ólafi Jóns- syni tenórsaxófón. Sölvasalur Sólons Islandusar l.júli. HAUKUR Gröndal er einn af þeim ungn og efnilegu djassleikur- um sem numið hafa við djassdeild Tónlistarskóla FÍH. Þaðan lauk hann lokaprófi í fyrravor og síðan hélt hann til Kaupmannahafnar þar sem hann stundaði m.a. nám hjá þeim þekktu saxófónleikurum Fredrik Lundin og Tomas Frank. í sumar dvelur Haukur hér í Reykjavík og hélt tónleika í Sölva- sal sl. miðvikudagskvöld. Altósaxófónninn er hljóðfæri Hauks og ekki margir íslenskir djassleikarar sem hafa haft hann að aðalhljóðfæri. Hér hefur tenórinn ráðið ríkjum. Vilhjálmur heitinn Guðjónsson lék þó á altó jafnhliða kiarinettinu og altóinn var fyrsta hljóðfæri Gunnars Ormslevs. Vil- hjálmur yngri Guðjónsson blés í altó meðfram gítarleiknum og altó- inn er aðalhljóðfæri Kristins Svavarssonar. Svo er einn af höfuð- djassleikurum okkar altisti - Sig- urður Flosason. Úlfur Eldjám var efnilegur á hljóðfærið, hann hvarf af djasslendunum, en Haukur Gröndal heldur kyndlinum á lofti. Þótt ég hafi oft heyrt Hauk Gröndal spila áður, m.a. í Stórsveit Reykjavikur og með hljómsveit Ólafs Gauks, eru þetta fyrstu tón- leikarnir þar sem ég heyri hann spila með eigin hljómsveit. Hann valdi ekki auðveldustu hljóðfæra- skipanina. Blés með bassa og trommum. Ekkert hljómahljóðfæri til að létta róðurinn. Saxinn nakinn fyrir framan áheyrendur. Enginn hefur blásið jafn stórkostlega með þessari hljóðfæraskipan og Sonny Rollins, enda voru tvö verk eftir hann á efnisskránni. Þar mátti líka fínna ópusa eftir John Coltrane og Kenny Garrett í bland við stand- arda sem spönnuðu þá sem heyrast oft á djasstónleikum hérlendis til þeirra sem næstum aldrei heyrast einsog My Melancoly Baby frá 1912. Haukur Gröndal á langa leið fyr- ir höndum en veganestið er gott. Tónninn var oft ansi hrár í hraðara tempói, en hann las ballöður einsog Smoke Get’s In Your Eyes og Everything Happens To Me fima- vel. Þá sletti hann örlitlum svala út í tóninn og fór vel á. I ópusum eftir Gaixett, Rollins og Cole Porter blés Ólafur Jónsson með Hauki. Garrett og Rollins voru góðir, en Night And Day Cole Porters síðra. Oft finnst mér sem mörg lög Porters séu erfið djassleik- urum svipað og flest það sem Ric- hard Rodgers skrifaði á seinni hluta ferils síns - en það er önnur saga. Ólafur og Haukur blésu vel saman - heiðarlegir spilarar sem reyndu ekki að kaffæra hvor annan og laus- ir við klisjusafnið sem óprýðir oft. Ólafur er þrautþjálfaður blásari, tónninn mjúkur en dálítið mattur, tónhendingamar langar og liprar - stundum minna sólóar hans á lygna á er streymir áfrarn tær og svalandi. Lokalagið, Sonnymoon For Two, blésu þeir frábærlega og ekki var hrynsveitin síðri. Gunnar og Einar Valur náðu vel saman og skiluðu erfiðu hlutverki með sóma, hvort sem var í ryþmanum eða sóló- um, sem vora stuttir en hnitmiðaðir. Eftirskrift: I grein minni um djasshátíðina í Vestmannaeyjum er birtist í síðasta mánuði fór ég nokkram orðum um djassleikara þá er settu svip á Eyjarnar á árum áður. Því miður féll niður nafn Hauks Gíslasonar, Hauks á Hól, sem var hinn ágætasti bassalsikari og og blés einnig í barýtonsaxófón. Hann er nú rakarameistari í Borg- amesi þar sem Gísli Brynjólfsson klarinettuleikari hefur verið úr- smiður. Vernharður Linnet SELJUM MEÐ GOÐUM AFSLÆTTI: Sjóixvarps<ael?i, ipyn<lJían<ls<aelsi# ajónvarpaipyndavélar, Jilíóipí ækjasaipsí aed ur# fercfataefei, híUaefei, HHáíalara, tílipagiiara, tilíónjafnara, ipagnara, geislaspilara, úfvarpsklukkur, fertíageislaspilara, vasadisfeó, feaffivélar, hrauc/risíar, álegg<slttiíf&f örtylcjjuofna, vöfflujárn, liaiid(>ey<ara, kæliskápa, frysíikisíur, ryksugur, Jiifafeppi, Jiracfsucíuköniiur, cjufu.s<raujáriif Jiárklippise^, íölvusfejái, síijia, feolagrill og ]parg( fleira. KOMDU OG GERÐU FRÁRÆR KflUP ! Fáðu bér 10 raða lottómiða með Jóker og þú getur tekið þátt í sumarleik lottósins. í vinning er glæsileg TOYOTA Avensis bifreið I þégu öryrkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.