Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ íslandspóstur og Sparisjóðurinn í Hrísey Sameiginleg afgreiðsla tekin í notkun ÍSLANDSPÓSTUR hf. og Sparisjóðurinni í Hrísey, Spari- sjóður Svarfdæla, hafa tekið í notkun afgreiðslur í sameigin- legu húsnæði, en starfsemi sparisjóðsins hefur verið flutt í húsnæði sem verið hefur í eigu póstsins og gera samningar ráð fyrir að sparisjóðurinn kaupi það á næstunni. Með því samstarfi sem nú er hafíð er stefnt að hag- kvæmari rekstri afgreiðsln- anna beggja sem reknar eru í Hrísey og vilja sparisjóðurinn og pósturinn með þessu tryggja til frambúðar að þjónusta á þeirra vegum verði veitt í eynni. Jafnframt hefur tæki- færið verið notað til að auka þjónustuna við viðskiptavini. Settur hefur verið upp hrað- banki og pósthólfum fjölgað þannig að allir sem þess óska geta fengið hólf. Óskað eftir lagabreytingu Viljayfírlýsing milli Spari- sjóðsins og fslandspósts um að sjóðurinn tæki að sér rekstur póstafgreiðslunnar í Hrísey var undirrituð í mars. Nánari skoðun leiddi í ljós að hæpið var að lög um viðskiptabanka og sparisjóði heimiluðu spari- sjóðnum að sjá einn og sér um póstafgreiðslu. Svipuð álitamál hafa komið upp í sumum ná- grannalöndum okkar og hefur lögum þá verið breytt þannig að bankastofnanir hafa getað tekið að sér svona rekstur. Óskað hefur verið eftir að slík lagabreyting verði gerð hér á landi. Fyrst í stað verður rekin sameiginleg afgreiðsla í Hrísey, en að því stefnt að sparisjóðurinn sjái í framtíð- inni að öllu leyti um póstaf- greiðsluna þar í umboði Is- landspósts. Málum hefur verið komið fyrir þannig að við- skiptavinir beggja, sparisjóðs- ins og póstsins munu þegar í upphafi fá alla þá þjónustu sem stefnt hefur verið að. Er þess vænst að nýr lagarammi muni fyrst og fremst snerta samskipti sparisjóðsins og póstsins og verða til þess að auka hagkvæmni umfram það sem hægt er að gera nú. Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson ÁSKELL Jónsson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Islandspósts, Jóhann Antonsson, stjórnarmaður í Sparisjóði Svarfdæla, Hörður Jónsson forstöðumaður íslandspósts, og Friðrik Friðriksson, spari- sjóðstjóri Sparisjóðs Svarfdæla, við undirritun samnings um sameigin- lega afgreiðslu sparisjóðsins og póstsins. HRÍSEYINGAR fjölmenntu í nýja sameiginlega afgreiðslu sparisjóðs- ins og póstsins þegar hún var tekin í notkun. Samband íslenskra samvinnufélaga Sigurður Jóhannes- son for- maður SIGURÐUR Jóhannesson, aðal- fulltrúi Kaupfélags Eyfirðinga, var kjörinn formaður Sambands ís- lenskra samvinnufélaga á aðalfundi sambandsins sem haldin var á Akureyri nýlega. Fráfarandi for- maður er Gísli Jónatansson, kaup- félagsstjóri á Fáskrúðsfii;ði, en hann er nú varaformaður SIS. A fundinum flutti Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vinnumálasam- bandsins, erindi sem fjallaði um hvað til skipulagsþróunar í kaupfé- lögunum. Miklar umræður urðu um samvinnuhreyfinguna, mark- mið hennar og skipulag á aðalfund- inum. Að honum loknum skoðuðu aðalfundarfulltrúar og gestir Mjólkursamlag KEA. Auk þeirra Sigurðar og Gísla eiga sæti í stjórn SÍS þau Bima Bjamadóttir, Kópavogi, sem er rit- ari, Guðsteinn Einarsson, Blöndu- ósi, Jóhannes Sigvaldason, Akur- eyri, Jón E. Alfreðsson, Hólmavík, og Þorfmnur Þórarinsson, Spóa- stöðum, Biskupstungum. Morgunblaðið/Kristján DANÍEL Guðjónsson yfirlögregluþjónn og Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn við nýju bílana. Háskólinn á Akureyri og Manchester-háskóli Meistaragráða í hjúkrunarfræði Betri bílafloti LÖGREGLAN á Akureyri hefur fengið tvær nýjar bifreiðar til af- nota, en alls eru fjórir bflar í flota lögreglunnar á Akureyri. Annars vegar er um að ræða nýjan Nissan Patrol jeppa, búinn öllum nýjustu tækjum sem lög- regla þarf á að halda við skyldu- störf. Daníel Guðjónsson yfirlög- regluþjónn sagði að jeppinn kæmi í stað bfls sem valt síðast- liðinn vetur og skemmdist, en ríkislögreglustjóri lætur þann bfl í té. Jeppinn verður m.a. notaður í sumar í samstarfsverkefni lög- reglu víðs vegar um Norðurland og einnig mun hann verða notað- ur til eftirlitsferða á hálendinu, frá Kverkfjöllum til Hveravalla. Hinn bfllinn er af gerðinni Vol- vo 850, en hefur verið í notkun um skeið í Reykjavík. AKVEÐIÐ hefur verið að bjóða að nýju upp á fjarnám til meistaragráðu í hjúkrunarfræði sem samstarfs- verkefni milli Háskólans á Akureyri og Royal College of Nursing Institu- te of Higher Education, sem er deild innan Manchester-háskóla. Fyrstu íslensku hjúkrunarfræð- ingarnir hófu slíkt nám til meistara- gráðu í janúar 1997 og hefur reynsl- an af samstarfinu verið góð. Var það í fyrsta sinn sem boðið var upp á meistaragráðu í hjúkrunarfræði á Islandi. Mikil ánægja hefur verið með námið meðal nemenda og ís- lenskra leiðbeinenda, sem allir eru háskólakennarar með meistara- eða doktorspróf. Námið tekur tvö ár og felur í sér sex námskeið sem kennd eru með fjarkennslu, en íslenskir leiðbeinendur hitta nemendur í um- ræðutíma þrisvar á hverju nám- skeiði. Einnig bjóða leiðbeinendur upp á stuðning við hvern nemenda t.d. í formi tölvupóstssamskipta. Á síðara árinu er jafnframt unnið að rann- sókn sem lokaverkefni. Umsóknar- frestur um námið er til 1. október næstkomandi, nemendur fá svör um skólavist fyrir 20. október en námið hefst í lok janúar á næsta ári. Dr. Sigríður Halldórsdóttir veitir nánari upplýsingar um þetta nám. Stretchbuxur St. 38-50 - Frábært úrval verslunarmiðst. Eiðstorgi, sími 552 3970. Akureyrarbær Arsskýrsla komin út ÁRSSKÝRSLA Akureyrar- bæjar fyrir árið 1997 er komin út. Skýrslan hefur að geyma yfirlit yfii- starfsemi allra stofn- ana og deilda Akureyrarbæjar á síðasta ári, ársreikninga bæj- arfélagsins svo og yfirlit yfir nefndir og stjómir á vegum þess. Þema skýrslunnar er bygg- ingar á Akureyri, en í maí á liðnu ári voru liðin 140 ár frá því að fyrsti fundur byggingar- nefndar var haldinn. Vegna þessara tímamóta em í skýrsl- unni fjölmargar myndir af merkum húsum í bænum, bæði gömlum og nýjum. Ársskýrslan er prentuð í 5.500 eintökum og er henni dreift á hvert heimili í bænum. Umsjón með gerð skýrslunn- unar af hálfu Akureyrarbæjar hafði Hermann Sigtryggsson, en Fremri kynningarþjónusta hafði umsjón með textagerð og annaðist prófarkalestur. Ás- prent/POB sá um hönnun, um- brot og prentun. Akur eyrarkir kj a Kyrrðar- og bænastundir KYRRÐAR- og bænastundir hefjast í Akureyrarkirkju næstkomandi fimmtudag, 9. júlí og verða slíkar stundir íramvegis á hverjum fimmtu- degi, en þær koma í stað fyrir- bænaguðsþjónusta sem verið hafa síðdegis sömu daga. Hádegisstundirnar hefjast kl. 12.10, en leikið er á pípuorg- el kirkjunnar frá kl. 12. Þeim á að ljúka eigi síðar en kl. 12.30. Eftir það gefst kirkjugestum kostur á að kaupa sér léttar veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar, en þær verða seld- ar á vægu verði. Kyrrð og fyrirbæn einkenna þessar stundir ásamt öðrum þáttum er einkenna helgihald kristinna manna. Allir eru vel- komnir á þessar stundir þar sem hægt verður að sækja sér næringu til sálar og líkama. Yerksum- merki TITA Heidecker opnaði síðasta laugardag sýningu á verkum sínum á Café Karólínu á Akur- eyri. Hún er fædd í Þýskalandi 1956 og dvaldist í gestavinnu- stofu Gilfélagsins í júní síðast- liðnum. Verk hennar eru unnin á þeim tíma, í teþrykki og með sígarettum. Sýningin ber yfir- skriftina Verksummerki. Fyrirlestur um Jonas Hallgrímsson BJARNI Guðleifsson, for- stöðumaður Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins á Norður- landi, flytur fyrirlestur um Jónas Hallgrímsson - um skáldið og vísindamanninn í Deiglunni í dag, þriðjudaginn 7. júlí, kl. 13. Að fyrirlestrinum, sem fluttur verður á ensku, loknum verður gengið upp að Hraunsvatni. Söngvaka SÖNGVAKA verður í Minja- safnskirkjunni á Akureyri í kvöld, þriðjudagskvöld og einnig næsta fimmtudagskvöld. Flutt verða sýnishom íslenskr- ar tónlistarsögu, sálmar og eldri sönglög. Dagskráin stendur í klukkustund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.