Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 7. JIJLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Islands Heyrum af sífellt meiri óánægju FORRAÐAMENN Sjúkraliðafé- lags íslands og BSRB hafa að und- anfómu verið að gera forráðamönn- um ríkisstjórnarinnar grein fyrir áhyggjum sínum vegna vaxandi óánægju með kjör félagsmanna sinna. Segir Kristín A. Guðmunds- dóttir, formaður félagsins, að marg- ar stéttir innan heilbrigðisþjónust- unnar séu ósáttar með kjör sín. „Þama er verið að gjörbreyta samningsumhverfinu sem var þegar kjarasamningamir voru gerðir, með þessu sem ég kalla viðbótarsamning hjúkrunarfræðinga," segir Kristín. „Okkar fólk spyr því eðlilega hver staða þeirra sé. Við heyrum af sí- fellt meiri óánægju heilbrigðisstétt- anna, ljósmæðra, meinatækna og fleiri og við teljum ekki jákvætt fyr- ir verkalýðshreyfinguna að það skuli þurfa að beita þessum leik- reglum til að ná eyrum yfirvalda." Kristín benti jafnframt á að ekki hefðu nærri allir hjúkrunarfræðing- ar skilað sér til vinnu á ný þrátt fyr- ir viðbótarsamninginn og taldi að þeir myndu bíða þess að teknir yrðu upp einstaklingssamningar. „Þetta þýðir einfaldlega að álagið, sem ver- ið hefur gífurlegt á sjúkraliða, eykst enn og bætist ofan á þann pirring sem fyrir er.“ Kristín sagði sjúki-aliða ekki hafa kosið að fara inn í nýja launakerfið þar sem þeim hefði verið tjáð að ný röðun eftir meðferð í aðlögunar- nefnd myndi ekki gefa sjúkraliðum neinar kjarabætur, þeir hefðu ekki óunna yfirvinnu eða önnur atriði til að fella inn í slíkan samning. „Við emm bara á strípuðum kjarasamn- ingum, rétt eins og hjúkrunarfræð- ingar.“ Kristín kvaðst skynja að fulltrúar ríkisvaldsins væra jafn áhyggjufull- ir og sjúkraliðar og sagði áríðandi að menn ræddu saman. Hún kvaðst ekki sjá annað en að skógareldar hefðu kviknað út frá þeim eldi í ranna sem varð þegar hjúkranar- fræðingar sögðu upp og fengu sinn viðbótarsamning. „Það er ekki ljóst hvemig gengur að slökkva þá elda,“ sagði Kristín að lokum. Hún sagði nauðsynlegt að halda félagsfund sjúkraliða bráðlega til að meta stöð- una. Um 1.100 félagsmenn Sjúkra- liðafélags íslands era starfandi á stóra sjúkrahúsunum í Reykjavík, en alls era félagsmenn um tvö þús- und. Morgunblaðið/Jim Smart Krotið burt Keflavík Bflvelta og árekstrar ANNASAMT var hjá lögreglunni í Keflavík um helgina og mikið um umferðaróhöpp. Á fóstudagskvöld lentu jeppi og fólksbíll í árekstri á gatnamótum Aðalgötu og Iðavalla í Keflavík. Ökumaður fólksbílsins fót- brotnaði og var fluttur á slysadeild en farþegi sama bíls viðbeinsbrotn- aði. Bíll sem ekið var frá Garði í átt til Sandgerðis valt laust eftir miðnætti aðfaranótt laugardags. Ökumaður og farþegi voru ekki taldir alvarlega slasaðir en voru lagðir inn á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja til frekari rannsókna. Laust eftir miðnætti aðfaranótt mánudagsins varð harður árekstur á Hafnargötu í Keflavík vegna framúr- aksturs. Bifreið sem hugðist taka fram úr annarri rakst utan í þá síð- arnefndu þannig að hún snerist og lenti á veitingahúsinu Strikinu við Hafnargötuna. Engan sakaði en ann- ar bíllinn var mikið skemmdur og var fluttur burt með kranabíl. Bifreið var stöðvuð á sunnudags- morgun vegna grans um fíkniefna- misferli. Við líkamsleit á einum far- þeganna fannst hassblandað tóbak og leifar af amfetamíni. Hann var færður í fangageymslu til frekari málsrannsókna en sleppt síðar um daginn þegar málið var talið upplýst. Fimm ökumenn vora teknir grun- aðir um ölvunarakstur. Einn var tek- inn fyrir akstur án ökuréttinda og var annar sviptur ökuréttindum vegna hraðaksturs. Harður árekstur við Höfða ÞRIR bflar lentu saman á móts við Höfða milli Borgartúns og Sæbrautar um tvöleytið í gær. Farþegi úr einum bflnum var fluttur á slysadeild. Bflarnir voru allir óökufærir og voru fjarlægðir með krana af slys- stað. VINNUSKÓLI Reykjavfkur stendur fyrir sérstöku átaki í að hreinsa burt veggjakrot þessa vikuna. Atakið hófst formlega við Hallveigarstaði í gærmorgun þegar Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarsljóri vatt fyrstu tuskuna og ræddi við unglinga sem taka þátt í hreinsunarstarf- inu. Vinnuflokkar eru starfandi í öllum borgarhverfum og munu þeir hreinsa veggjakrot af þeim stöðum sem krotað hefur verið á í óleyfi eða óþökk umsjónaraðila og eigenda. Vinnuskólinn gerir þetta átak í samstarfi við bygg- ingar- og garðyrkjudeild borgar- verkfræðings og forsvarsmenn skóla og félagsmiðstöðva. Stj órnarfundur Nátt- úruverndar ríkisins Rekstri frið- lýstra svæða breytt? Á FUNDI stjómar Náttúruvemdar ríkisins á laugardag var samþykkt einróma tillaga Magnúsar Oddsson- ar ferðamálastjóra um að kanna áhuga sveitarfélaga á því að taka að sér rekstur friðlýstra svæða. Tillag- an byggist á nýlegum náttúruvernd- arlögum þar sem Náttúravernd rík- isins er heimilað að fela sveitarfélög- um eða einstaklingum rekstur frið- lýstra svæða enda fari stofnunin með eftirlitshlutverk þeirra. Að sögn Magnúsar Oddssonar, flutningsmanns tillögunnar, er þetta tímamótasamþykkt og skref í rétta átt í náttúruvemd. „Ég fagna þessari samþykkt stjómarinnar því þetta er mál sem ég hef lengi talið þarft skref í náttúruvemd. Þetta er tímamóta- samþykkt en með henni er búið að opna á þann möguleika að færa frek- ara ákvörðunarvald og rekstur til heimamanna. Þetta ætti að vera til hagsbóta fyrir viðkomandi svæði þar sem nábýli og þekking heimamanna nýtur sín betur á þennan hátt.“ Jafnframt kom fram á fundinum að fyrsta svæðið, sem skoðað skyldi í þessu samhengi, væri í kringum Gullfoss en fleiri friðlýst svæði koma einnig til greina. -------------- Sauðárkrókur Tengivagn valt og rann eftir veginum TENGIVAGN vöraflutningabíls valt skammt frá Sauðárkróki á sunnudag og rann nokkra metra eftir veginum. Loka þurfti þjóðveginum í tvær og hálfa klukkustund vegna atviksins og var umferðinni beint aðra leið. Atvikið átti sér stað síðdegis i og telur lögregla að ökumaðurinn hafi verið kominn með bílinn út í kant og rifið hann síðan snögglega til baka inn á veginn með fyrrgreindum af- leiðingum. Ekki urðu slys á fólki en talsverð röð bíla myndaðist vegna mikillar umferðar. -------------- Selfoss Mótorhjól og bifreið skullu saman ÁREKSTUR mótorhjóls og bifreið- ar varð á Austurvegi laust eftir klukkan 13 á mánudag. Ökumaður mótorhjólsins lærbrotnaði og var fluttur til Reykjavíkur til aðhlynn- ingar. Tildrög slyssins vora þau að bif- reið sem ekið var þvert yfir Austur- veginn lenti á mótorhjólinu sem var á leið austur Austurveginn með fyrrgreindum afleiðingum. Morgunblaðið/Ingvar Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins ♦♦ __ Hjörleifur og Ogmundur starn áfram í þingflokknum MARGRÉT Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins, segist helst vilja að Hjörleifur Guttorms- son og Ögmundur Jónasson starfi áfram innan þingflokksins. Hjör- leifur segist engar ákvarðanir hafa tekið um málið, en telur þó fremur ólíklegt að framhald verði á sam- starfinu. Ögmundur sér að svo stöddu ekkert því til fyrirstöðu að hann starfi áfram með þingflokkn- um. Hjörleifur segist aðspurður ekki hafa hugleitt fjárhagsþáttinn varðandi hugsanlega úrsögn sína úr þingflokknum. Margrét segir að ef þingmenn sem segja sig úr þingflokknum geri kröfu til styrkja sem honum hefur verið út- hlutað, hljóti þeir einnig, í anda þeirrar samábyrgðar sem flokkur- inn hafi alla tíð staðið fyrir, að taka á sig hluta af skuldabyrði hans. Skuldir Alþýðubandalagsins nema nú um fimmtíu milljónum króna. Að sögn Helga Bemódussonar, aðstoðarskrifstofustjóra AJþingis, er sérfræðiaðstoðarstyrkjum tií þingmanna úthlutað ársfjórðungs- Íega. Styrknum er skipt niður í hluta sem era jafnmargir og sam- anlagður fjöldi þingmanna og flokka, og deilt niður á þingflokk- ana í samræmi við það. Til að mynda þingflokk þarf að minnsta kosti tvo þingmenn, og þingmenn sem standa utan þingflokka fá því einn hlut hver. Kjartan Gunnarsson, formaður blaðanefndar, sem sér um úthlutun á útgáfustyrkjum til þingflokk- anna, segir að úthlutun þeirra fyrir yfirstandandi ár hafi þegar farið fram og verði ekki breytt. Hjörleif- ur og Ögmundur eigi því ekki kröfu á að fá þá styrki segi þeir sig úr þingflokki Alþýðubandalagsins. Á ÞRIÐJUDÖGUM Frábær árangur Jóns Arnars færði íslendingum sigur / B6 Sampras er ótrúlegur - hefur þegar jafnað met Borg / B16 HIVI ’98 á Netinu www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.