Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 56
• 56 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM JEWISON (fyrir miðju) ásamt Rod Steiger og Sidney Poitier við tökur á I hita næturinnar. TOPOL sem mjólkurpósturinn Tevye í vinsælustu mynd leikstjórans, Fiðlaranum á þakinu. NORMAN JEWISON EINS og áður hefur komið fram á þessum siðum, var sjöundi áratug- urinn mikil gósentíð fyrir kvik- myndaáhugamenn. Bíófíklar spruttu upp eins og gorkúlur. Enda voru það margir og góðir menn sem lögðu hönd á plóginn. Einn þeirra var Kanadamaðurinn Norm- an Jewison, sem kom með hverja gæðamyndina á fætur annarri. Og líkt og margir frá þessu timabili er hann nánast týndur og tröllum gef- inn í dag, sjálfsagt orðinn stutttur í honum kveikurinn. Enda maðurinn roskinn og farinn að snúa sér meira að kvikmyndaframleiðslu. Jewisom fæddist 1926 í Toronto og fékk snemma áhuga á leiklist og tónlist. Gerðist kvikmyndaleikstjóri í gegnum störf við sjónvarpið, Iikt og margir aðrir, kunnir kollegar hans á þessum tíma. Að lokinni her- skyldu og háskólanámi vann liann sér fyrir fari til Englands, þar sem hann starfaði í fáein ár sem leikari og handritshöfundur hjá BBC. Leið- in lá aftur vestur um haf, til CBC, kanadíska rfldssjónvarpsins, þar sem hann starfaði í fimm ár, til 1958. Þá hélt hann suður yfír landa- mærin til New York, fékk vinnu hjá CBS, einkum sem leikstjóri tónlist- arþátta og -mynda. Þar starfaði hann í þrjú ár við góðan orðstír. Vann til þriggja Emmy verðlauna og fékk heimboð frá Hollywood 1961. Fyrsta kvikmynd Jewisons var 40 Pounds of Trouble, (‘62), það var ekki til baka snúið, Universal gerði við hann langtímasamning. Afraksturinn var ekki ýkja merki- legur, mest bar á fisléttum, vel sóttum gamanmyndum eins og The Thrill ofit AII, (“63), og Send Me No Flowers, (‘64), (sem undirr., þá barnungum, fannst óhemjumikið til koma á risatjaldinu í Radio City Music Hall, undarlegt), með Uni- versalsljörnunum Rock Hudson og Doris Day sem nutu mikilla vin- sælda. Jewison vann sig út úr Univer- salfrauðinu og hans bestu hæfileik- ar fóru að koma í ljós. Fyrst og fremst er hann bráðflinkur fag- maður með gott auga fyrir skemmtanagildinu, afþreyingunni. Fái hann þungaviktarverkefni til umfjöllunar hefur hann skilað þeim með margverðlaunuðum árangri. Hann hefur komið víða við á löng- um ferli, spannað vestrið, framtíð- ina, hita suðurríkjanna, gaman- myndir, pólitiska þrillera, spennu- myndir, músiköl. Unnið við ólíkleg- ustu aðstæður 1 fjölda landa, með færasta fólki í hverju rúmi, nýtt sér til fullnustu möguleika töku- staða og búninga. Fyrsta myndin sem hann gerði utan veggja Universal var The Cincinnati Kid, (‘65), ábúðamikil mynd um ungan pókerspilara etja kappi við sér slyngari andstæðing (Stve McQueen gegn Edward G, Tobinson). Gallin var sá að myndin var eftiröpun á The Hustler, (‘61), hinni klassisku billjardmynd með Payl Neman og Jackie Gleason. Jewison átti í vandræðum með að fjármagna næsta verk, gamanmynd úr kalda stnðinu um skipreika áhöfn sovésks kjarnorkukafbáts á Nýja-Englandi. (Höfundur handrits- ins var Nathaniel Benchley, nokkrum árum síðar skrifaði Peter sonur hans furðu svipaða skáld- sögu, nánast hliðstæða, með breytt- um formerkjum. Hún nefndist Jaws, framhaldið þekkja allir. Benchley og Jewison náðu loks samningum við hið framsækna framleiðslufyrir- tæki Mirischbræðra, útkoman var óvæntur smellur, Óskarsverðlaun fyrir aðalleikarann, Alan Arkin, og framtíð Jewisons var ráðin. Hann starfaði um árabil hjá Miriscli-UA, og hver gæðamyndin rak aðra. Næst á dagskrá var besta mynd hans, fyrr og síðar, I hita næturinn- ar - In the Heat ofthe Night, (‘67), þá hin feikivinsæla The Thomas Crown Affair, (‘68), með Stve McQueen og Faye Dunaway í dæmi- gerðum Cary Grant-Grace Kelly hlutverkum. Fáguð og heillandi mynd með melódiunni sígildu, The Windmills of Your Mind. Notaði Boston borg sem hn'fandi ramma í kringum þetta bráðskemmtilega spennugaman af meistaraþjófi og konunni sem sett er til höfuðs hon- um. Jewioson notar einnig með miklum ágætum Chicago á öðrum áratugnum í sinni næstu og mun sfðri, mynd, Gaily, Gaily, (‘69). Nú var röðin komin að vinsæl- ustu myndinni á ferli leikstjórans, kvikmyndagerð söngleiksins sí- gilda, Fiðlarans á þakinu, (‘71). Annað, frægt músikal, Jesus Christ Superstar, (‘73), fylgdi í kjölfarið. Kvikmyndagerð rokkóperunnar tókst mun síður, en hlaut sæmilega aðsókn, enda verkið geysilega vin- sælt um þessar mundir, sannkallað barn síns tíma. Jewison söðlaði um og gerði sinn eina framtíðarþriller 1975. Roller- hall gerist á næstu öld með ofbeld- isfulla, feikivinsæla íþrótt, sem myndin dregur nafn sitt af, í bak- grunninum. James Caan fer reffi- lega með aðalhlutverkið, uppreisn- argjarna ofursljörnu sem neitar að hlýða „kerfinu". Ein af bestu myndum Jewisons. FIST, (‘76), sem segir af ófyrirleitnum verkalýðs- leiðtoga sem minnti meira en lítið á Hoffa, var mun slakari, og Sylvest- er Stallone vægast sagt ómöguleg- ur, unglingur með grátt, litað hár. Myndin var fyrsta söluvara hand- rishöfundarins Joe Esterhaz, sem átti eftir að verða frægur (einkum af endemum) og ríkur í kvik- myndaborginni. ...And Justice for AII, (‘79), er hins vegar prýðileg, svört gamanmynd, ádeila á banda- ríska réttarkerfið, með AI Pacino í eftirminnnilegu formi. Versta mynd Ieikstjórans, Best Friends, (‘82, fylgdi í kjölfarið, þessi afleita gamanmynd varð ein af nöglunum í lflddstu ferils Burts Reynolds. Jewison náði sér upp úr lægðinni strax með næstu mynd, A Soldier’s Story, (‘84), myndin átti einnig að rífa hann upp úr söluvöru- framleiðslunni sem hann var greini- lega farinn að þreytast á, og tókst það. Myndin hlaut góða dóma og að- sókn - þrátt fyrir að hún fjallaði um þeldökkar persónur, ungan yfir- mann 1 hernum sem rannsakar morðmál í herbúðum í Suðrríkjun- um á tímuni seinna stríðs. Myndin er fimasterk, hlaut verðlaun og til- nefningar, Adolph Ceasar eftir- minnilegastur fjölda, litaðra leik- ara. Myndin var byggð á leikriti, líkt og sú næsta, Agnes of God, (‘85), sem einnig var vel tekið af áhorfendum og gagnrýnendum. 1987 kom svo í ljós að karl var ekki búinn að leggja árar í bát. Moonstruck, er eftirminnileg mynd f alla staði og síðasta stórvirki Jewisons. In Country, (‘89), Other People’s Money, (‘91, Only You, (‘94), og Bogus, (‘96), rokka frá því að vera sæmilegar meðalmyndir, niður í ómerkinga. I þann hóp flokkast síðustu, tvö leikstjórnar- verkefni Jewisons, sem er önnum kafinn þessa dagana við að koma næstu Jim Carrey myndinni, The Incredible Mr. Limpet, á koppinn, sem framleiðandi. Sæbjörn Valdimarsson CHER fékk Óskarsverðlaun 1988 fyrir leik sinn í myndinni Moon- struck. Sígild myndbönd í HITA NÆTURINNAR („IN THE HEAT OF THE NIGHT“) (1967) ★★★★ Tímamótamynd. Alvarleg og gam- ansöm, hörkuspennandi mynd um gamla, íhaldssama suðrið, með sínu rótgróna kynþáttahatri og fordóm- um og frjálslynt, nútímalegt norðrið, sem mætast í aðalpersón- unum; suðurríkjafógetanum Rod Steigeiýsem verður að leita hjálpar hjá algjörri andstæðu sinni, harð- skeyttum, bráðsnjöllum og þel- dökkum nútíma lögreglumanni frá Philadelphiu; Sidney Poitier. Hér mætast stálin stinn. Myndin er bæði stórkostleg spennu- og saka- málamynd og engu síðri þjóðfélags- ádeila með sterkum, gagnrýnum undirtón á afturhaldið í suðri. Myndin vann til fjölmargra Osk- arsverðlauna, þ.á m. Steiger, Sterl- ing Silliphant fyrir handritið og Hal Ashby fyrir klippinguna. Ein magnaðasta mynd aldarinnar. Sí- gild skemmtun og hvöss ádeila. Sjá- ið hana við fyrsta tækifæri. Hún svíkur engan. MOONSTRUCK (1987) ★★★★ Önnur pppáhaldsmjmd, sem kveikir í ítalai^tm í okkur öllum. Jewison málar 'æftirminnilegt portrett af ítalsk/amerískri fjölskyldu af engu minna innsæi, skilningi og skop- skyni en maestro Fellini. Sjaldan hefur manni boðist að sjá jafn snilldarlega samvalinn hóp stórleik- ara, með engri annarri en Cher í fararbroddi, sem ekkju er reynir að bæta sambandið milli unnusta síns (Danny Aiello) og verðandi mágs (Nicolas Cage), með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum! Amor er annars á vappi í kringum alla fjölskyldumeð- limina, að maður tali ekki um þegar tunglið er fullt... Olympia Dukakis, John Mahoney, Dianne Wiest, gamli Feodor Chaliapin með hunda- þvöguna sína, öll eru þau ógleyman- leg. Frábært handrit, tónlist, leik- stjóm og leikur. Moonstrvck er ein fárra mynda sem skilur við mann í alsælu. FIÐLARINN Á ÞAKINU („FIDDLER ON THE ROOF“) (1971) ★★★'/2 Þriðja mynd stórleikstjórans Jewi- sons hefði allt eins getað orðið A Soldier’s Story, Fiðlarinn varð fyrir valinu þar sem hann er góðvinur velflestra íslendinga eftir óhemju vinsældir í gegnum árin á sviðinu. Einn mest sótti söngleikur sem settur hefur verið upp hérlendis. Við eigum góðum mjólkurpóstum að venjast. Tevye var stórkostlegur í meðförum Róberts Amfinnssonar og Jóhanns Sigurðarsonar, er ekki kurteislegt að segja að Topol gefi þeim lítið eftir? Söngleikurinn er mikilfenglegur fyrir augað, tekinn í Júgóslavnesku smáþorpi, og tónlist- in eyrnakonfekt. Hégómi er eldri en menn töldu FYRIR 40 ámm fundust um 20 fornir skór í helli við árbakka Missouri-árinnar í Bandaríkjun- um. Þar sem þeir vom alhr í bendu reyndist erfitt að aldursá- kvarða þá þar til fyrir stuttu þeg- ar sérfræðingar í Missouri- og Louisiana- háskólunum notuðu geislakol til greiningarinnar. Gerðu menn nú þá stórkostlegu uppgötvun að tískan kom mun fljótar til sögunnar en talið hefur verið hingað til. Skómir reyndust 8.000 ára gamlir! Skómir hafa varðveist ótrú- lega vel og geta sagt vísinda- mönnum mikið um skótísku á fornsögulegum tímum. Sumir eru támjóir sandalar, aðrir tábreiðii- inniskór og enn aðrir með hæl- bandi eins og tíðkast á kvenskóm nú til dags. Skómir em gerðir úr leðri og hálmi eins og nútíma „espadrillur“ og sanna þannig að skótískan hefur heldur betur staðist tímans tönn. Geislakolin sýna að skómir em allt frá 945 til 8.000 ára gamlir. Það þykir einstaklega langt tíma- bil fyiir hluti að finnast á sama stað og gerir fundinn enn áhuga- verðari. Hellisbúamir skildu nokkrar aðrar vísbendingar eftir sig. Engin íot reyndar, en nokkr- ar töskur, helling af spjótum, dýrabeinum sem þeir hafa étið af; hreindýra-, íkoma-, pokarottu- bein og sitthvað fleira. Skrýtnast þykir að leirker koma mjög seint til sögunnar hjá þeim og bogar og örvar em einungis 1.500 ára, en hvað sem öðra leið virðist þetta fólk ekki hafa sparað neitt við sig þegar að flottum skóm kom. GLÆSILEGIR skðr miðað við aldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.