Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um samþykkt Alþýðubandalagsins Tímabært að stíga raun- hæf skref „MÉR líst ágætlega á þessa niður- stöðu,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjór, um sam- þykkt Alþýðubandalagsins um sam- eiginlegt framboð með Alþýðu- flokki. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að þessir A-flokkar og Kvennalistinn eigi að reyna hvort þeir geti náð saman. Það er búið að tala um þetta árum saman og tíma- bært að menn stigi einhver raunhæf skref." Ingibjörg Sólrún sagði að sér sýndist vera að skapast ágætur grundvöllur milli þessara þriggja aðila, Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks og Kvennalista en tíminn ætti eftir að leiða í ljós hvernig til tækist. „Það er ekki þar með sagt að þótt þetta hafí verið samþykkt af bæði Alþýðubandalagi og á flokksstjórnarfundi hjá Alþýðu- Halldór Ásgrímsson Yerið að leggja Al- þýðubanda- lagið niður „ÞETTA eru að mínu mati mikil tíð- indi í íslenskum stjómmálum," sagði Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra, þegar niðurstaða Landsfundar Alþýðubandalagsins var borin undir hann. „Maður upp- lifir þetta eins og verið sé að leggja Alþýðubandalagið niður og hluti af því fólki sé að ganga til samstarfs við Alþýðuflokkinn og mér sýnist það vera mikið á þeirra forsendum.“ Halldór sagðist ekkert vilja full- yrða um áhrif sameinaðs framboðs til langframa. „Það er ljóst að mikið af því fólki sem hefur stutt Alþýðu- bandalagið í gegnum tiðina á mikið erindi í Framsóknarflokkinn og við erum tilbúnir til samstarfs við það fólk,“ sagði hann. Halldór sagði það ljóst að þing- flokkur Alþýðubandalagsins væri klofinn í afstöðu sinni. „Ég held að það liggi ljóst fyrir að þeir muni ekki geta unnið úr því á forsendum Alþýðuflokksins," sagði hann. „Hv- ar er forustan? spyr maður. Hvar er stefna þeirra í utanríkismálum, sjávarútvegsmálum, landbúnaðar- málum og í öðrum erfiðum mála- flokkum? Ef sú stefna verður svip- uð og hjá Alþýðuflokknum er ljóst að stór hluti Alþýðubandalagsins hefur ekkert þar að gera en þessu er of snemmt að svara. Ég heyrði að Sighvatur Björgvinsson sagði að „við hljótum að geta þolað margar skoðanir í erfiðum málum inni í hin- um nýja flokki“, en það er venju- lega það sem stjórnmál ganga út á; að koma ákveðnum stefnum og markmiðum í framkvæmd og ef stefnan gengur í margar áttir í mikilvægustu málefnum þjóðarinn- ar þá getur ekki orðið mikið úr slíku starfí." flokki að þar með séu öll ljón úr veginum," sagði hún. „Það er ekki ólíklegt að það sama gerist hjá Al- þýðubandalagi og hjá Kvennalista að allir séu ekki jafn sáttir við þetta og það er í raun ekkert við það að athuga. Maður hefur aldrei HJÖRLEIFUR Guttormsson er andvígur tillögu formanns og vara- formanns Alþýðubandalags sem lögð var fram á fundinum. Hjörleif- ur, sem sagði sig formlega úr flokknum á fundinum, telur að til- lagan endurspegli ekki að fullu vilja fólksins í baklandi flokksins, kjós- enda. Hjörleifur segir að ástæða úr- sagnar sinnar úr flokknum sé sam- lag hans með Alþýðuflokknum, eins og hann orðar það. „Ég hefði unað því sem fólst í tillögu Steingríms og greiddi henni atkvæði. Skurðpunkt- ur á milli var að þróa samstarf en bjóða fram í nafni Alþýðubanda- lagsins en slá engu fóstu um fram- haldið," sagði Hjörleifur. „Það er rísandi undiralda í Alþýðubandalag- inu sem á eftir að koma þeim mjög i getað ímyndað sér að þessi þrjú pólitísku öfl rynnu saman í einn stóran jafnaðarmannaflokk án þess að það kæmi til einhvers ágrein- ings um það. Það má vel færa rök fyrir því að minni flokkar á jaðrin- um eigi alveg rétt á sér og tilveru- opna skjöldu sem hafa ákveðið að skella sér í fang Alþýðuflokksins," bætir hann við. Hann segir að grundvallarágrein- ingur hafi birst hjá sér í séráliti sem hann skilaði í starfshópi um um- hverfismál, atvinnumál og efna- hagsmál. Einnig endurspeglaði sér- álit Steingríms J. Sigfússonar um utanríkismál grundvallarágreining í þessum stóru málaflokkum, að hans sögn. „Augljóst dæmi um það er hin fáheyrða samþykkt í meirihluta ut- anríkishópsins varðandi ESB þar sem gert er ráð fyrir því að með virkum hætti yrði plægður akurinn fyrir inngöngu í ESB. Ég veit ekki hvernig andstæðingar ESB geta gengist inn á þetta og greitt svona lista atkvæði sitt,“ sagði Hjörleifur. Hann segir ummæli formanns gi’undvöll en þeir verða þá aldrei annað en smáflokkar." Eftir að samræma göngulagið Ingibjörg Sólrún sagði að eflaust myndi ákvörðun um sameiginlegt framboð hafa pólitísk áhrif. „Ég hef alltaf sé þetta fyiir mér sem ákveðna þróun,“ sagði hún. „Þetta er ekki eitthvað sem verður til al- skapað núna fyrir næstu kosningar. Ég held að jafnvel þó að menn næðu saman fyrir kosningar þyrfti að þróa þetta á næsta kjörtímabili. Það gæti orðið sameiginlegt framboð en þar með væri ekki endilega björninn unninn. Menn þurfa að vinna að því að stilla saman sína strengi því allir þessir aðilar byggja á mismunandi hefð til dæmis í vinnubrögðum og skipulagi og menn eiga eftir að sam- ræma göngulagið.“ flokksins, um að sameiginlegt fram- boð verði kröftugt vinstra framboð, sé eins og vel kveðin öfugmælavísa. „Það er eins og öfugmælavísa að segja að þetta verði sterkt vinstra framboð. Hér er verið að færa Al- þýðubandalagið langt til hægri. Flokkurinnn átti núna mikið og gott sóknarfæri, enda hefur flokkurinn verið að fá góða útkomu úr skoðana- könnunum, og ég tel að sameigin- legt framboð muni skorta mikið á að ná því sem flokkarnir þrír náðu samanlagt í síðustu kosningum." Hjörleifur segir að hið stóra svið í pólitík dagsins séu umhverfismálin, þar eigi hið nýja landnám í pólitík að fara fram. „Vinstri stefna sem ekki er með umhverfismál sem meginmál hefur ekki upp á mikið að bjóða.“ Davíð Oddsson um Landsfund Alþýðu- bandalagsins Engin mál- efni verið rædd, ein- ungis fyrir- komulag „ÉG hef ekkert nema gott um þetta að segja,“ sagði Davíð Odds- son forsætisráðherra um samþykkt Landsfundar Alþýðubandalagsins um sameinað framboð með Alþýðu- flokki. „Þetta er nú allt mjög óljóst en fyrst þetta er þó komið áleiðis þá fer maðui- væntanlega að sjá út á hvað þetta á að ganga. Það hefur ekki verið rætt um nein málefni, einungis fyi-irkomulag.“ „Ég held þetta hafi ekki mikil áhrif á íslensk stjórnmál, ekki í bráð að minnsta kosti,“ sagði hann. „Mér sýnist á öllu að áfram verði að minnsta kosti tveir flokkar vinstra megin hvort sem það verð- ur í þessum kosningum eða þeim næstu. Það virðist vera þannig að málum staðið að ekkert er hugsað um að skapa eina heild, einungis talað um framboð en ekki hvaða. Þannig horfir þetta við manni en að öðru leyti sé ég ekki annað en að formaður flokksins hafi haft það í gegn sem hann vildi og ég óska honum til hamingju með það.“ Andlát PÉTUR EIRÍKSSON LÁTINN er Pétur Eiríksson, 81 árs að aldri. Pétur fæddist í Reykjavík 31. júlí 1917 og lést 5. júlí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Elísabetar Eyjólfsdóttur, húsmóður, og Eiríks Eiríkssonar, kaffibrennslumanns. Pétur var lærður fiskmatsmaður og starfaði fyrst hjá Skreiðarsamlaginu og svo hjá SÍF. Þekktastur var Pétur fyrir sundafrek sín. Árið 1936, þá tæp- lega nítján ára gamall, synti Pétur Drangeyjarsund og tók það hann 5 tíma og 19 mínútur. Pétur var þriðji maður til að synda Drangeyj- arsund á eftir þeim Gretti Ás- mundssyni og Erlingi Pálssyni yf- irlögregluþjóni. Síðar synti Pétur m.a. Viðeyjarsund og Engeyjar- sund. Tími Péturs í því fyrmefnda var 1 klukkustund og 30 mínútur og hélst það met fram að síðustu helgi. Pétur starfaði einnig við sund- kennslu, t.d. á Flatey á Breiðafirði og kenndi börnunum í eynni að synda í sjó. Pétur fylgdist alla tíð vel með sjósundi Islendinga og að- stoðaði marga sem syntu lengri vegalengdir í sjó hér við land og er- lendis. Eiginkona Péturs, Marta Finn- bogadóttir, húsmóðir, lést árið 1981. Þeim Pétri varð fimm bama auðið. Málefnagrundvöllurinn óviðunandi „í FYRSTA lagi verð ég að segja að sá stuðning- ur sem okkar tillaga fékk er markverður og um- talsverður í ljósi þess að tillagan var sett fram gegn tillögu sem varaformaður og formaður lögðu fram. Það liggur Ijóst fyrir að þeirra til- laga hafði sterkari stöðu. Þessi úrslit, þar sem um þriðjungur fundarmanna studdi okkar til- lögu, afsönnuðu hinsvegar rækilega að þar væri um einhver þröng minnihlutasjónarmið að ræða. Ég er sannfærður um að hlutfóllin liggja svo öðruvísi hjá kjósendum," sagði Steingrímur J. Sigfússon, flutningsmaður tillögu um samstarf stjómarandstöðuflokkanna og annars félags- hyggjufólks. Hann segir að gloppóttri mætingu af lands- byggðinni gæti verið um að kenna, meðal ann- ars, að ekki var jafnara íylgi við tillögurnar. „Það var keimur af smölun af suðvesturhorninu, og þá smölun á fylgismönnum tillögunnar. Um það var ekki að ræða hjá mér,“ sagði Steingrím- ur. Hann sagði að sér hafi fundist mjög merkilegt að upplifa það að ekki hafi verið gerð minnsta til- raun á fundinum til að leita samkomulags við hann og fylgismenn hans. „Enn athyglisverðara er að málflutningur manna sem reyndu að finna flöt á milli sjónarmiðanna var að engu hafður og sættu þeir árásum frá fundarmönnum," segir Steingrímur og á þar við mál Svavars Gestsson- ar á fundinum. Ljóst er, að sögn Steingríms, að sá málefna- grundvöllur sem fyrir liggur, sé með öllu óviðun- andi. Þar nefnir hann til dæmis gjaldtöku í heil- brigðiskerfinu og orðalag í Evrópumálum. „Þetta er engin stefna sem ég hef samvisku til að ganga fram fyrir.“ „Ég held að vinstri menn verði að líta á það baráttutæki sem Alþýðubandalagið hefur verið, og tryggja að ekki komi eitthvað lakara í staðinn fyrir það.“ Steingrímur segir Alþýðubandalagið á leið til hægri með sameiginlegu framboði. „Ef að hluti Alþýðubandalagsins fer að miðla málum hægris- innaðasta krataflokks Vesturlanda þá er ljóst að niðurstaðan verður langt til hægri, enda eru málamiðlanir jafnt og eftirgjöf. Mér fannst reyndar óhuggulegt þegar formað- ur Alþýðuflokksins sagði nánast berum orðum að menn yrðu að búa sig undir það að þegar flokkurinn stækkaði yrðu þar ólíkar vistarverur og ólíkari sjónannið uppi. Það mátti skilja á hon- um að það ætti að búa til lítið sérherbergi fyrir sjónarmið Alþýðubandalagsins í vistarverum Al- þýðuflokksins." . ' Morgunblaðið/Þorkell FRÁ aukalandsfundi Alþýöubandalagsins. Helgi Hjörvar merkir við tillögu A á kjörseðlinum. Yel kveðin öfugmælavísa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.