Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 29 LISTIR Þeir svölustu - Getz og Baker Friðsælir tónleikar TOIVLIST III jómdiskar STAN GETS OG CHET BAKER: THE STOCKHOLM CONCERTS Stan Gets tenórsaxófón, Chet Baker troinpet og söngur, Jim McNeily pí- anó, George Mraz bassa, Victor Lewis trommur. Diskur eitt: Stablemates, We’ll Be Together Again, On The Up And Up, How Long Has This Be Going On, 0 Grande Amor, Just Friends. Tími: 55.20. Diskur 2: My Funny Valentine, Sipping At Bell’s, Stella By Stairlights, Aireg- in, The Baggage Room Blues, We’ll Be Together Again, I’Il Remember April. Tími: 58.29. Diskur 3: Just Friends, My Funny Va- lentine, Sippin At Bell’s, Blood Count, Milestones, Airegin, Dear Old Stock- holm, Line For Lyons. Tími 58.58. Verve 537 555-2. Stokliólmur 1983. Út- gáfuár: 1998. Verð (Skífan) kr. 3499. ÞAÐ eru rúm fimmtán ár síðan St> an Gets kvartettinn og Chet Baker léku á tvennum tónleikum í Sönclra teatern í Stokkhólmi. Hvorir tveggju tónleikarnir voru hljóðritaðir og eru nú gefnir út í heild sinni á þremur geisladiskum, að undanskildri túlkun þeÚTa á Line for Lions frá fyrri tón- leikunum sem er glötuð. Þrettán ópusanna hafa verið gefnir út áður en átta heyrast nú í fyrsta skipti. Breið- skífan sem gefin var út með kvin- tettnum sama ár og tónleikamir voru haldnir nefndist Line for Lyons - þar mátti heyra sjö ópusa - einnig var gefin út skífa með sex ópusum með Stan Gets kvartettinum frá þessum tónleikum, en Baker lék ekki með í öllum lögunum. Satt að segja var samkomulagið ekki upp á það besta milli Gets og Bakers á þessu tónleika- ferðalagi. Getz var vanur að standa einn í sviðsljósinu með hrynsveit sinni og fannst Baker draga frá sér athygl- ina, auk þess sem hinn Ijúfi Baker og harði Getz áttu ekki skap saman. Tónleikamir á þessu ferðalagi vour fyrirhugaðir 35, en um miðbik ferðar- innar sagði Getz við skipuleggjanda tónleikanna, Hollendinginn Wim Wigt: „Annaðhvort hættii- hann eða ég.“ Getz var sá sem dró fjöldann að svo Baker varð að víkja. Það er stórkostlegt að eiga þess kost að hlusta á tónleikana tvenna, sem haldnir voru sama febrúardag- inn, í heild sinni. Þeir voru álíka langir, tæpur hálfur annar tími hvor- ir um sig, en efnisskráin breyttist nokkuð. Getz kvartettinn hóf þá báða og lék We’ll Be Together Again í bæði skiptin, en Stablemates, On The Up And Up, How Long Has This Be Goin On og 0 Grande Amor á þeim fyrri og The Baggage Room Blues, I’ll Remember April og Blood Count á þeim seinni og hef ég ekki hewyrt Blood Count betur blásinn síðan Johnny Hodges blés ópusinn blautan úr penna Billys Strayhoraes. Þeir Baker léku Just Friends, My Funny Valentine, Shipping At Bell’s, Airegin og Line For Lyons á hvora- tveggja tónleikunum, Stella By Sta- irlight á þeim fyrri og Milestones og Dear Old Stockholm (Ack Várma- land du sköna) á þeim seinni. Einhver kann að hugsa að nóg sé að hafa eina útgáfu af hveiju lagi á disk- unum, en það er ekki svo. Þótt túlkun- in breytist ekki í aðalatriðum er blæ- brigðamunur mikill og tilbrigði í sóló- um. Uppbyggingin er sú sama utan hvað Stan Gets leikur undir söng Ba- kers i Just friends, bæði í upphafi og lok á seinni tónleikunum, en sérstak- lega er allur bragur á ópus Sonny Rollins, Airegin (Nigeria stafað aftur á bak), annar á fyrri tónleikunum en þeim seinni. Baker er óvanalega ki-öftugur í sóló sínum á fyrri tónleik- unum og tónninn breiður. Stan vitnar í gamla dixílandópusinn Darktown Stmtter’s Ball í sóló sínum á fyrri tón- leikunum, en á þeim seinni hefur hann ofið tilvitnunina inn í útsetninguna á sem leikið er í vesturstrandarfúgustíl í stað stíl austurstrandarbíboppsins sem höfundur lék. Sama er gert við Shipping At Bell’s eftir Miles Davis og ótrúlegt að hvomg hinna mögnuðu túlkunnar þeirra félaga á þeim ópusi hafi birst áður. Það þarf ekki að fara mörgum orð- um um blástur þeirra félaga. Enginn ti-ompet- eða tenórsaxófónleiki hefur staðið þeim á sporði í hinum svala vesturstrandai'stíl þótt list þeirra spanni mun víðara svið. Fegurð tóns- ins, tilfinningin fyrir laglínunni, dramatísk sköpun Getz og hin inn- hverfari túlkun Bakers renna saman í eina heild. Hrynsveitin er ekki af verri endanum. Þetta vora fyrstu tón- leikamir sem píanistinn Jim McNeOy lék með þeim. Hann var yfirleitt pí- anisti Getz á ámnum 1981-85, en var á tónleikaferðalagi í Ástralíu er Getz og Baker hófu tónleikaferðalag sitt, svo Gil Goldstein kom í hans stað. Jim átti fyrst að leysa Gil af hólmi kvöldið STAN Getz og Chet Baker á sviðinu í Söndra teatem 1983. eftir í Ósló, en Getz vildi hafa hann á upptökunni svo píanistinn varð að fljúga í striklotu frá Astralíu, fjömtíu tíma flug, og lenti nokkram klukku- tímum fyrh' tónleikana í Stokkhólmi og ótrúlegt hversu vel hann lék þetta kvöld. Hann sagðist samt hafa verið andlega fjarverandi þar til Stan fór að blása - snilli hans stæðist enginn. Tékkinn George Mraz er á bassann, hann lék eitt sinn í Reykjavík með kvartetti John Abercrombies, og upp- áhalds trommaii Getz við settið - Victor Lewis. Baker syngur Just Friends og My Funny Valentine á sinn sérstaka hátt og þeii' Getz em á Ijóðrænustu nótun- um í Stellu og Ack Varmaland du schöna, sem Getz hljóðritaði fyrst ár- ið 1951 og Gunnar Ormslev árið eftir og nefndi Frá Varmalandi. Það hefur orðið norrænna þjóðlaga víðfórlast í djassi undir nafninu Dear Old Stock- holm. Line For Lyons leika þeir Ba- ker og Getz tveir í vestursfrandar- fúgustílnum sem höfundurinn, Gerry Mulligan, hafði ekki síður á valdi sínu. Þessir tónleikar hafa staðist tím- ans tönn og upptakan er hin ágætasta. Upptökur með Getz og Baker eru ekki margar. Sextán ópusar frá The Haig í Los Angeles 1953 og tveir frá Tiffany klúbbnum í sömu borg árið eftir. Verve breið- skífa frá 1958, óútgefin upptaka frá Newport djasshátíðinni 1964 þarsem Baker og Astrudo Gilberto voru gestir Getz, klúbbupptaka frá Ítalíu 1977 og svo upptökurnar frá tón- leikaferðalaginu 1983. Þeir léku ekki saman eftir það. Fimmtán ár eu síð- an og þeir báðir undir grænni torfu - en tónlistin jafn fersk og heillandi og er hún var blásin fyrst á hráslagaleg- um febrúardegi í Stokkhólmi. Eng- inn unnandi Getz og Bakers né hins svala djass ætti að láta þennan gim- stein fram hjá sér fara - þó svo hann eigi aðra hvora breiðskífuna. Vernharður Linnet TOJVLIST Hallgrfmskirkja ORGELTÓNLEIKAR Karsten Jensen, orgelleikari við Mattheusar-kirkjuna í Kaupmanna- höfn, flutti orgelverk eftir Lebégue, J.S. Bach, Hartmann, Madsen, Franck og Widor. Sunnudaginn 5. júlí. FYRSTU tónleikarnir undir yfii'- skriftinni „Sumarkvöld við orgelið" voru haldnir sl. sunnudag í Hall- grímskii'kju. Það var Karsten Jen- sen, organisti við Mattheusarkh'kj- una í Kaupmannahöfn, sem reið á vaðið og hóf tónleikana með svítu á „öðrum tóni“ eftir Nicolas-Antoine Lebégue (Le Begue, 1631-1702), franskan orgelleikara og tónskáld er einnig var kunnur sem orgelsmiður. Hann gaf út verk fyrir sembal og orgel og var sérlega rómaður fyrfr sjálfstæða notkun pedalsins. Frægastur nemanda hans var de Grigny. Svíta þessi er ekta snemm- barokkverk, þar sem meginhluti verksins er saminn fyrir „manual“, áferðarfalleg en ekki rismikil tónlist, sem flutt vai' á látlausan máta. Sama má segja um flutninginn á kóralfor- spilinu Nun Kommt der Heiden Hei- land eftir meistara J.S. Bach, en það var í ágætri fantasíu í f-moll eftir Hartmann sem eitthvað brá til betri hluta í leik orgelleikarans. Hér á landi var Hartmann aðallega þekkt- ur fyrir smáleg ættjarðarlög, nokkur sérlega falleg, eins t.d. Man ég • LÍFIÐ í jafnvægi - tíu skref til betri líkama og betra lífs er eftir Bob Greene og Oprah Winfrey. I kynningu segir: „Viltu hafa stjórn á lífi þínu og viktinni. Hver getur svo betur hjálpað þér betur en Oprah Winfrey, sem hefur sjálft reynt alla hugsanlega megmnar- kúra og hefur lést og þyngst á víxl. Arið 1992 breyttist líf hennar, þá hitti hún einkaþjálfara sem sérhæf- ir sig í líkamshreysti, efnaskiptum og megrun, Bob Greene. Hann kenndi henni að borða rétt og hvernig hún ætti að taka upp alveg nýja lífshætti svo þyngdartapið yrði varanlegt. í bókinni er lýst í 10 grænar grundir, en minna hefur far- ið fyrfr flutningi á stærri tónsmíðum þessa ágæta tónskálds, er samdi óp- erur, balletta og kammertónlist, auk orgel- og kórverka af ýmsu tagi, svo að nokkurt nýnæmi var að þessari ágætu fantasíu, sem var vel flutt af Karsten Jensen. Fimm orgelkóralar eftfr Jesper Madsen (1957) voru næst á efnis- skránni, en þessi smálegu verk vom samin til notkunar við morgunbænir, sem útvarpað er frá dómkfrkjunni í Kaupmannahöfn á hverjum morgni. Þetta er hugguleg tónlist og ekki rú- in allri stemmningu en býr þó tæp- lega yfir nokkm sem á erindi á tón- leika. Piece Héroique eftir César Franck var næst á efnisskránni og var þetta hetjulega verk flutt með þeirri varfærni, er að mestu ein- kenndi leik Karstens Jensens. Þetta á einnig við um lokaviðfangsefnið, tvo þætti úr orgelsinfóníu eftir orgel- snillinginn Widor. Andante Canta- bile vai’ fallega leikin og töluverð reisn var yfir leik hins danska orgel- leikara í Finale-þættinum, þar sem nýttur er þrumandi ki'aftur orgelsins í þykkri hljómskipan. Efnisski'áin var í heild varfærnis- lega valin og varfærnislega flutt en að öðm leyti verður ekki annað sagt en að Karsten Jensen sé ágætur org- elleikai'i, sem hefði mátt kippa ögn fastar í en hann gerði á þessum frið- sælu tónleikum, bæði með átaka- meiri viðfangsefnum og skarpari og tilþrifameiri spilamennsku. skrefum hvemig Oprah fór að. Þar finnst einnig úrdráttur úr dagbók hennar sem lýsir þeim erfiðleikum og þeirri afneitun sem hún gekk í gegnum til að ná settu marki.“ Oprah Winfrey er rabbþátta- stjórnandi, leikkona og forstjóri síns eigin fyrirtækis. Hún hefur stjómað vinsælasta rabbþætti heims í rúm 11 ár. Bob Greene er líkamsþjálfunar- fræðingur og einkaþjálfari og sér- hæfir sig í líkamshreysti, efnaskipt- um og megmn. Hann er með meist- araprófsgráðu frá Arizona háskóla. Utgefandi er PP forlag. Bókin er 240 síður. Jón Ásgeirsson Nýjar bækur RYMINGARSALA 0) D 0 0) D 0 Allur fainaóur á Bolir - blússur - buxur - kjólar - dragtir - pils - peysur o. fl. Raftæki & búsáhöld 50% afsláttur af öllum vörum kr. stk, Ferd*töskusett 'tiskm Komdu oq gerðu frábœr kaup á Oönduðum fatnaði Verslunarhús Quelle Dalvegi 2 - Kópavogi - S: 564 2000 0) D 0 Q) D 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.