Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 49
LISTAKONURNAR sem sýna og selja verk sín hjá Grafíkfélaginu Áfram veginn.
Vinnustofa flytur
starfsemi sína
Kvöld-
ffansra
í Viðey
ANNAR hringur raðgangnanna
í Viðey hefst í kvöld en þær eru
fimm sem hringinn mynda. I
kvöld verður farið með ferjunni
úr Sundahöfn kl. 20.30. Gengið
verður af hlaði Viðeyjarstofu,
austur fyrh' gamla túngarðinn,
en síðan meðfram honum yfir á
norðurströndina.
Þar verður gengið austur á
Sundbakka, hann skoðaður og
m.a. litið inn í Tankinn, 150
tonna vatnstank frá tímum
Milljónafélagsins en Viðeyjarfé-
lagið hefur innréttað hann og
gert að félagsheimili sínu. Það-
an verður svo farið í skólahúsið
og þar skoðuð ljósmyndasýning
sem gefur góða hugmynd um
lífið í þorpinu sem þarna var
fyrr á öldinni. Frá skólanum
verður gengið eftir veginum
heim að Stofu aftur og báturinn
tekinn í land.
Þetta er um tveggja tíma
ganga og fólk er beðið að búa
sig eftir veðri. A norðurströnd
Viðeyjar er fallegt landslag og
margt að skoða nær og fjær.
Menn taka líka gjarna lagið á
göngunni og reynt er að skapa
nokkurn léttleika, segir í frétta-
tilkynningu. Gjald er ekki ann-
að en ferjutollurinn, 400 kr. fyr-
ir fullorðna og 200 kr. fyrir
börn.
Hvalfjarðargöng-
um fagnað
á Akranesi
Akraborg-
in kvödd
AKURNESINGAR munu
halda upp á opnun Hvalfjarða-
ganga með ýmsu móti í sumar.
Akraborgin, sem þjónað hefur
Akurnesingum dyggilega, lætur
úr höfn í síðustu áætlunarferð-
ina klukkun 17:00 á fóstudag-
inn. Hún verður kvödd með við-
höfn í'Akraneshöfn á fostudags-
kvöldið. Skagaleikflokkurinn
mun frumsýna „Akraborgar-
blús“, flutt verða ávörp og boðið
verður upp á veitingar og harm-
ónikuleik.
Um helgina verða áframhald-
andi hátíðarhöld. Á laugardag-
inn klukkan 14:00 verður opn-
unarhátið Hvalfjarðai-ganga við
nyi'ðri og syðri munna og
hlaupið verður í gegnum göngin
klukkan 16:00.
Gangahátíð verður á Aki-a-
nesi á hádegi á sunnudag, hátíð-
arhöldin fara fram á Skagavers-
túni, við höfnina, á Langasandi
og víðar. Akranesbær og Átak
Akranes standa saman að því
að fagna þessum tímamótum í
samgöngum, en boðið verður
upp á ýmislegt fleira fram eftir
sumri á Akranesi.
Grease dans-
námskeið
GREASE dansnámskeið verður
haldið í Danssmiðjunni, Skip-
holti 25. Kennt verður á þriðju-
dögum og fimmtudögum í 6
skipti, 50 mínútur í senn, fyrir
alla aldurshópa. Kennsla hefst
þriðjudaginn 7. júlí.
Kenndir verða m.a. dansar úr
söngleiknum Grease sem sýnd-
ur er í Borgarleikhúsinu í sum-
ar. Kennarar verða Auður Har-
aldsdóttir og Jóhann Örn Ólafs-
son, sem er einn aðaldansarinn í
uppfærslu Borgarleikhússins.
Námskeiðinu lýkur með nem-
endasýningu í Borgarleikhús-
inu. Verð fyrir 6 skipti er 3.500
kr.
GRAFIKFÉLAGIÐ Áfram veginn
hefur flutt vinnustofu sína að
Laugavegi 1, bakhúsi.
Eftirtaldir listamenn eru þar
með myndir til sýnis og sölu:
Anna G. Torfadóttir, Guðný
Björk Guðjónsdóttir, Iréne Jen-
Á FUNDI norrænna útvarpsstjóra
hinn 3. júlí urðu yfirmenn ríkissjón-
varpsstöðvanna sammála um að
vinna áfram að því að bjóða almenn-
ingi á Norðurlöndunum aðgang að
hluta af rásum ríkisreknu sjónvarps-
stöðvanna í gervihnattasendingum
sem allir hafa aðgang að.
Sjónvarpsrásir nágrannalandanna
hafa um langa hríð verið að ein-
hverju leyti aðgengilegar almenningi
á Norðurlöndunum í kapalkerfum
annars staðar en á íslandi. Sjón-
varpsstöðvamar áforma samstarf við
Canal Digital en þessum rásum mun
verða dreift sem hluta þeirra rása
sem Canal Digital mun dreifa með
stafrænum hætti um gervihnött frá
haustinu 1998. Undirrituð hefur ver-
ið viljayfirlýsing milli ríkissjónvarps-
stöðvanna og Canal Digital.
í þessum hópi verða DRl og DR2,
SLYSAVARNAFÉLAG íslands og
Umferðan’áð standa saman að verk-
efninu „Umferðaröryggisfulltrúar í
alla landshluta", en markmið þess er
að leita nýrra leiða til að koma í veg
fyrir umferðarslys og bæta umferð-
armenningu. Á sl. ári stóðu félögin í
fyrsta sinn að þessu verkefni með
ráðningu umferðaröryggisfulltrúa á
Suðurlandi. Vegna þeirrar góðu
reynslu sem þá fékkst var ákveðið að
halda verkefninu áfram og ráða
einnig fulltrúa í aðra landshluta.
Umferðaröryggisfulltrúarnh’ sem
nú hafa verið ráðnir starfa svæðis-
bundið frá maí til ágúst. Starf þeirra
felst í að auka umferðaröryggi og
fræðslu til almennings. Þeir leitast
við að eiga gott samstarf við vegfar-
endur og aðra íbúa á svæðinu. Þeir
munu einnig vinna að því að koma á
framfæri upplýsingum um slysa-
gildrur og ábendingum sem varða
umferðaröryggi til almennings og
opinberra aðila og vinna að því að
sen, Kristín Pálmadóttir, Marilyn
Herdfs Mellk, Sigríður Anna E.
Nikulásdóttir og Þórdís E. Jóels-
dóttir.
Vinnustofan er opin frá kl.
10-18 alla virka daga.
TV Finland, NRK International og
SVT Europa. Allar þessar rásir, að
undantekinni SVT Europa eru nú
þegar í gervihnattakerfi norska
símafyrirtækisins Telenors á 1°W.
Efnið mun bjóðast almenningi á
Norðurlöndunum frá og með næsta
hausti að því gefnu að hlutaðeigandi
nái samkomulagi um framkvæmdina.
Móttaka verður einnig möguleg á Is-
landi. Ríkisútvai’pið mun huga að því
með hvaða hætti það getur tekið þátt
í þessu samstarfi meðal annars með
mögulegum sendingum á dagskrár-
efni til Islendinga annars staðar á
Norðurlöndunum.
Á fundinum var einnig ákveðið að
halda áfram að vinna að því að koma
á fót norrænu áskriftarrásinni Nor-
dik ásamt gervihnattarásinni Scand-
inavian Channel en þeirri síðamefndu
verður beint til Norður-Ameiíku.
koma upp upplýsingabanka um um-
ferðarmál t.d. á héraðsbóka- og/eða
skólabókasöfnum.
Umferðaröryggisfulltrúarnir
starfa í nánu samstarfi við Slysa-
vamafélagið, Umferðamáð, umferð-
aröryggisnefndir og lögreglu, auk
þess að vera tengiliðir við sveitar-
stjórnir, vegagerðina, heilbrigðisyf-
irvöld, slökkvilið og aðra þá sem
tengjast umferðaröryggismálum.
Umferðaröryggisfulltrúar Slysa-
varnafélags íslands og Umferðar-
ráðs eru: Á Suðurlandi Kristján
Friðgeirsson með aðsetur á Selfossi,
á Austurlandi Óskar Þór Guðmunds-
son með aðsetur á Fáskrúðsfirði, á
Norðurlandi Sigurbjörn Gunnarsson
með aðsetur á Ólafsfirði, á Vestur-
landi Örn Armann með aðsetur á
Grundarfirði, á Vestfjörðum Júlíus
Ólafsson með aðsetur á ísafirði og á
Suðurnesjum Jón Gröndal með að-
setur í Grindavík.
Ættarmót
á Bfldu-
dal
AFKOMENDAMÓT niðja pró-
fastshjónanna í Vatnsfirði við Isa-
fjarðardjúp, þeirra Páls Ólafssonar
(1850-1928) og Arndísar Péturs-
dóttur Eggerz (1858-1937) verður
haldið á Bíldudal helgina 11.-12.
júlí en sr. Páll sat í Vatnsfirði frá
árinu 1900 til ársins 1928. Bíldudal-
ur tengist ættlegg þeirra hjóna
mjög því þar settust mörg börn
þeirra að og stofnuðu þar eigin
heimili.
Einstök ljósmynd er til af þeim
hjónum með börnum sínum og
öðru heimilisfólki sem tekin var
þegar kirkjubygging stóð yfir í
Vatnsfirði 1906, segir í fréttatil-
kynningu. Undirbúningsnefnd ætt-
armótsins hefur afráðið að láta
þessa mynd verða tákn mótsins. I
því skyni hefúr hún látið endur-
gera ljósmyndina í stærðinni 1x2 m
og verður hún höfð til sýnis á ætt-
armótinu. Einnig gefst þeim sem
hafa hug á að eignast myndina færi
á að kaupa smækkað eintak af
myndinni á ættarmótinu.
Um 300 manns hafa boðað komu
sína til mótsins. Vegna skipulagn-
ingar þess verður ekki hægt að
taka þátt nema tilkynna komu sína
fyrirfram. Þeir sem enn eiga eftir
að tilkynna þátttöku geta gert það
með því að setja sig í samband við
Guðbjörgu Friðriksdóttur á Bíldu-
dal.
---------------
LEIÐRÉTT
Gamli bærinn
á Grenjaðarstað
Á LISTA yfir söfn í blaðaukanum
Sumarferðir ‘98 sem fylgdi Morg-
unblaðinu á sunnudag sagði að
safnið Gamli'bærinn væri á Húsa-
vík, ekki á Grenjaðarstað eins og
rétt er. Leiðréttist það hér með.
Hlutaðeigandi eru beðnir velvirð-
ingar á þessari ónákvæmni.
Börnin eru tvö
I FRÉTT um nýjan skólameistara
við MH sl. laugardag var sagt að
Lárus Hagalín Bjamason, skóla-
meistari, ætti eitt barna. Þau eru
víst tvö og er beðist velvirðingar á
þessum mistökum.
Fjaðrárgljúfur
I GREIN minni laugardaginn 4.
júlí, Kirkjubæjarklaustursbréf,
varð sú misritun hjá mér í handriti,
að ég ritaði ranglega Fjaðrárgljúf-
ur. Var villan bæði í ritmáli og
myndartexta. Villan var fólgin í því
að ég nefndi gljúfrin Fjarðarár-
gljúfur, sem er rangt.
Leifúr Sveinsson
Frábær fyrirtæki
1. Spilasalur, einn sá glæsilegasti á landinu. Fullur salur af nýj-
ustu tækjunum og það klingir í peningunum. Lítill rekstrar-
kostnanður. Mikill hagnaður. Laus strax. Gott verð.
2. Sólbaðsstofa á einum besta stað í miðborginni. Nýlegir bekk-
ir, gufa og nuddstofa. Mikið að gera enda vinsæl stofa. Gott
verð.
3. Söluturn með tveimur bílalúgum og góðri veltu. Vinsæll staður
með löngum opnunartíma. Góð og þægileg innkeyrsla. Góður
kostur til tekjuöflunar.
4. Ein nýjasta og fullkomnasta tónlistarverslun landsins til sölu.
Mikið af tækjum, mjög fullkomnum. Frábær aðstaða og mikil
verslun. Einstakt tækifæri fyrir tónlistaráhugamenn.
5. Framleiðslufyrirtæki sem framleiðir og steypir úr plasti. Er
með eigin framleiðslu en framleiðir einnig fyrir aðra. Stórkost-
legir möguleikarframundan og mikil veltuaukning. Óvenjulega
hugvitsamlegt fyrirtæki.
6. Verktakafyrirtæki. Til sölu er háþrýstidæla af sérstökum
ástæðum. Hreinsar af húsum o.þ.h. og er 450 bör. Er í topp-
standi. Næg vinna fyrir þá sem nenna að vinna. Selst ódýrt.
7. Föndurverslun til sölu. Ein sú þekktasta og er með eigin
innflutning. Námskeiðahald á vegum verslunarinnar. Mjög
góð staðsetning. Nú eru allir að föndra og mikið að gera
í slíkum búðum.
8. Herrafataverslun við Laugaveginn sem allir þekkja og er
á frábærum stað og með ómetanlega góð erlend viðskipta-
sambönd sem þróast hafa í tímans rás. Nokkuð fyrir þig?
9. íslendingar eiga Evrópumeistara í billjard. Til sölu ein elsta
og þekktasta billjardstofa landsins með topp keppnisborðum
og öllu tilheyrandi. Skipti á húsnæði jafnvel inn í dæminu.
Billjard er vinsælastur í dag.
10. Einstakur veitingastaður sem sagður er af sérfræðingum
einn sá besti á allri kúlunni. Menn eru krýndir fyrir og eftir
hverja máltíð. Dæmi um frábæran árangur snillinga. Getur
verið laus strax þó aðalvertíðin sé rétt að byrja.
11. Einstakir möguleikar. Fyrirtæki sem flytur inn tölvur, setur
þær saman og þjónustar þær, til sölu. Margir ótrúlegir mögu-
leikar i stöðunni og fastir samningar. Endalausir möguleikar
og mikil vinna framundan. Er að selja vegna brottflutnings
af landinu. Höfum aldrei haft meira úrval af góðum fyrirtækj-
um en í dag. Hafið samband. Fullur trúnaður.
Upplýsingar á skrifstofunni.
21
SUÐURVERI
SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
Norrænar sjón-
varpssendingar
um gervihnött
U mferðar öryggisfull-
trúar taka til starfa