Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Atlanta-þotu gefíð nafn Alfreðs Elíassonar Yilja heiðra minningu frum- kvöðuls í íslenskri flugsögu Morgunblaðið/RAX KRISTJANA Milla Thorsteinsson, ekkja Alfreðs Elíassonar, tekur hér við blómvendi hjá Þóru Guðmundsdóttur eftir að nafn Alfreðs hafði verið afhjúpað á einni þotu Atlantas. FYRRVERANDI starfsmönnum Loftleiða var boðið að vera viðstaddir athöfnina í Keflavík á sunnudag. Nafn Alfreðs Elíasson- ar, eins stofnenda Loft- leiða, er sjötta nafn frumkvöðuls í íslensku flugi sem ein þota í flugflota Atlanta ber í dag. Jóhannes Tómas- son fylgdist með athöfn á Keflavíkurflugvelli og rifjar í leiðinni upp nokkur atriði úr ævi- starfí Alfreðs. BOEING 747-100 þotu flugfélagsins Atlanta, TF-ABG, var á sunnudag gefíð nafn Alfreðs Elíassonar, eins stofnenda Loftleiða, við athöfn á Keflavíkurflugvelli. Forráðamenn Atlanta segjast með þessu vilja heiðra minningu Alfreðs, sem eins af frumkvöðlum í íslenskri flugsögu, enda sé það ekki síst fyrir framsýni hans fyrir nokkrum áratugum að svo öflugar flugsamgöngur hafi þróast frá Islandi austur og vestur um haf. Eigendur Atlanta, hjónin Þóra Guðmundsdóttir og Amgrímur Jó- hannsson, ákváðu fyrir nokkrum ár- um að láta þær þotur sem helst fljúga frá íslandi bera nöfn frum- kvöðla úr íslenskri flugsögu og er nafn Alfreðs Elíassonar það sjötta í röðinni. Hinir eru Alexander Jó- hannesson háskólarektor, Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri, Karl Magnússon svifflugmaður á Akur- eyri en hann var fyrsti flugkennari Arngríms, Úlfar Þórðarson augn- læknir sem er mikill áhugamaður um flug og Þorsteinn E. Jónsson, fyrr- verandi flugstjóri hjá Cargolux, og einn af fyrstu íslensku flugmönnun- um. „Við höfum viljað halda uppi heiðri þessara manna fyrir ötult starf þeirra í flugsögu íslands og nú var komið að Alfreð Elíassyni sem var stórbrotinn persónuleiki í flugsög- unni,“ sagði Þóra Guðmundsdóttir í samtali við Morgunblaðið en hún flutti ávarp við athöfnina á sunnu- dag. Amgrímur var fjarri góðu gamni þar sem harin er að jafna sig eftir aðgerð í baki. Þóra og Amgrím- ur hófu bæði feril sinn í flugi hjá Loftleiðum. Þóra starfaði hjá Flug- leiðum lengi en Amgrímur flaug m.a. í Biafra, hjá Cargolux og síðar Arnarflugi áður en þau stofnuðu flugfélag sitt. Hafþór Hafsteinsson, flugrekstrar- stjóri Atlanta, rakti sögu félagsins í stuttu máli en félagið fékk flugrekstr- arleyfi í febrúar 1986. Félagið hefur frá fyrstu tíð sérhæft sig í þjónustu við önnur flugfélög með því að leigja þeim flugvél með áhöfn. Fyrstu árin var einkum sinnt skammtímaverkefn- um erlendis en árið 1989 og 1991 var samið til nokkurra ára um vöruflutn- ingaflug fyrir Finnair og Lufthansa. Uppúr því fjölgaði nyög í flugflotan- um og fóru þotumar jafnframt stækkandi. í dag rekur félagið sjö B747 þotur, jafnmargar Lockheed Tristar og þrjár B737 þotur. Þá ann- ast félagið rekstur á 747 lúxusþotu sem er innréttuð fyrir aðeins 92 far- þega og er í henni meðal annars flog- ið með stórlaxa, íþróttamenn og poppstjömur. AIls getur flotinn flutt tæplega 6 þúsund farþega. Höfúðstöðvar Atlanta eru í Mos- fellsbæ en 8 starfsstöðvar em rekn- ar erlendis og fyrir dyrum stendur að byggja upp viðhaldsstöð í Englandi. Á síðasta ári vom fluttar 1,4 milljónir farþega, starfsmenn vora um 700 og veltan um átta millj- arðar ki'óna. Hafði áhuga á 747 þotu Þóra Guðmundsdóttir sagði í ávarpi sínu að B747 þotan sem nú fengi nafn Alfreðs Elíassonar hefði verið keypt á síðasta ári frá Air France. Hún sagði að Alfreð hefði fyrir aldarfjórðungi ritað undir vUja- yfirlýsingu við Boeing verksmiðjurn- ar um hugsanleg kaup á B747 þotu sem sýndi mikla framsýni hans. Hann hefði einnig sýnt áhuga á kaupum á Tristar þotu og hefðu þau hjón rætt það sín á milli að eiginlega væri nauðsynlegt að setja nafn Al- freðs á þotur af báðum gerðum. „Við Arngrímur höfum reynt að heiðra minningu þeirra manna sem skarað hafa framúr og við litum á Alfreð El- íasson sem samnefnara Loftleiða- manna fyrir það ötula starf sem þeir unnu í fluginu hérlendis." Kristjana Milla Thorsteinsson, ekkja Alfreðs Elíassonar, þakkaði Þóru hlý orð og þann heiður sem fjölskyldunni væri sýndur. Hún sagði að það hefði komið sér á óvart að heyra hversu rekstur Atlanta væri umfangsmikill. Kristjana Milla sagði það skemmtilega hugmynd að nefna vélarnar eftir íslenskum frum- kvöðlum í fluginu. Hún sagði flug- leyfið milli íslands og Bandaríkj- anna, sem fékkst árið 1948, hafa ver- ið mikið gæfuspor enda hefðu Loft- leiðamenn sýnt fram á að flug til Bandaríkjanna væri ekki síður mikil- vægt Islendingum en flug til Norð- urlandanna. Sagði hún þetta hafa verið lyftistöng fyrir íslenska flug- starfsemi og byggðist rekstur Flug- leiða nú að vissu leyti á þessu gamla leyfi. Tækifæri til að rifja upp söguna „Það er mikið ánægjuefni að enn er til fólk eins og Þóra og Amgrímur sem er ekki hrætt við að troða nýjar slóðir. Þau hafa aukið við flugsögu Islands og stuðlað að því með öðmm að flug og ferðaþjónusta er einn stærsti vaxtarbroddurinn í íslensku þjóðlífi," sagði Kristjana Milla. I samtali við Morgunblaðið sagði hún þessa nafngift ekki síst mikil- væga þar sem hún gæfi tækifæri til að rifja upp flugsöguna, þætti henn- ar sem væru að gleymast. „Ég hef heyrt haft eftir ungu fólki, sem er að koma til starfa í fluginu í dag, að það veit ekki hver Alfreð Elíasson var. Ekki síst þess vegna er þetta kær- komið tækifæri til að halda vakandi ýmsu því sem gerst hefur í flugsög- unni og fólk er farið að gleyma. Nafn Alfreðs er hér í góðum hópi þessara frumkvöðla og það er okkur í fjöl- skyldunni mikils virði að hann skuli nú heiðraður með þessum hætti,“ sagði Kristjana Miila Thorsteinsson. \ í l > i > i Brautryðjandi og hugmyndasmiður ALFREÐ Elíasson fæddist í Reykjavík 16. mars 1920, stundaði bamaskóianám í Landakotsskóla, bar út blöð og var sendur í sveit á sumrin. Hann æfði hnefaleika stíft og varð íslandsmeistari í fjaðurvigt árið 1936 en móður hans var lítið um það gefið, vildi heldur að hann sækti fundi í KFUM þar sem Magnús Runólfsson, uppeldisbróð- ir hennar, var leiðtogi. Alfreð útskrifaðist úr Verslunarskólanum árið 1938, var um túna frímerkjakaupmaður o g á sfðari verslunarskólaárunum var hann kominn íbflaútgerð og stundaðl hana síðan í nokkur ár. Þar kynntist hann Kristni Olsen sem var á leið ífiugnám og segir Alfreð í ævisögu sinni að þar hafi framtíð sfn verið mörkuð, Kristinn hafi smitað sig af flugá- huganum. í september 1942 útskrlfaðlst hann sem atvinnuflugmaður frá flugskóla Konna Jóhannessonar f Kanada. í bókinni Uppreisnarmenn og brautryðj- endur f flugmálum sem Smithsonian stofn- unin f Bandarfkjunum gaf út á sfðasta ára- tug er kafli um Alfreð og upphafsár Loft- leiða. Smithsonian stofnunin f Washington er alhliða sögu- og rannsóknastofhun f mörgum deildum og þar er m.a. að finna umfangsmikið flugsögusafn. Bókin segir frá brautryðjendum í flugi í öilum heims- álfum og eiga þeir það sameiginlegt að hafa gjaman þorað að standa á sínu og berjast fyrir þróun og sjálfstæði í flug- rekstri. Aðeins er sagt frá tveimur Evrópu- mönnum: auk Alfreðs er það Frakkinn Marcel Bouilloux-Lafont sem stofnaði flug- félagið Aerospatiale. í bókinni er meðal annars staðhæft að því hafi verið haldið fram bæði austan hafs og vestan að Sir Freddie Laker hafi verið fyrstur til að bjóða mjög lág fargjöld í flugi yfir Norður-A-Hantshnf. Aðrir hafi þó verið fyrri «1, m.a. breskt leiguflugfélag undir forystu Caledonian. Raunverulegt frum- kvæði hafi hins vegar komið úr óvæntri átt uppúr 1950, frá íslandi af öllum löndum, þessu landi sem menn gleymi svo oft að til- heyri Evrópu. Loftleiðlr hafl 12. júní 1952 verið fyrst til að bjóða stórlækkuð fargjöld yfir hafið og þar hafl Alfreð Elfasson verið potturinn og pannan. Forystumaður f áratugi Rakin er stofnun Loftieiða árið 1944, nefndir stofnendurnir þrír, þ.e. flugmenn- irair Aifreð, Kristinn Olsen og Sigurður Óiafsson, að Alfreð hafi verið þeirra áhrifa- mestur og valist þar til forystu. Greint er einnig að Alfreð hefði verið fyrsti maður til ALFREÐ Elfasson var einn stofnenda Loftloiða og forsljóri félagsins og sfðar elnn af forstjórum Fluglelða. að mótmæla þvf að hann ætti einn manna heiðurinn af Loftleiðaævintýrinu en stað- hæft að hann hefði verið þar í forystu í þrjá áratugi og valinn einn þriggja forsljóra nýs flugfélags þegar til sameiningar kom. Stiklað er á stóru f sögu Loftleiða, áætlun- arflugi innaniands og utan, samkeppninni við Flugfélag íslands, hvernig félagið var útilokað frá innanlandsflugi og tók sfðar upp samstarf við Braathen í Noregi og hvernig skin og skúrir skiptust á í rekstrin- um. Sagt er frá björgun DC-3 flugvélarinn- ar, þristsins, á Vatnajökli árið 1951 sem Bandarfkjamenn höfðu orðið að skilja þar eftir og hvernig Loftleiðamenn högnuðust á sölu hans og tókust á við ný ævintýri. Um mitt ár 1952 bauð félagið 16% lægra fargjald en flugfélög innan Alþjóðasam- t bands áætlunarflugfélaga, IATA. Fluttir voru 1.748 farþegar til ársloka. Árið 1953 kom nýtt tilboð, 100 dollurum lægra far- | gjald milli New York og Norðurlandanna en hjá flugfélögum innan IATA og þá voru farþegar alls 5 þúsund og orðrómurinn um lágu fargjöldin tók að breiðast út. Þá er rakið hvaða vélar félagið notaði en þegar CL-44 vélarnar komu til sögunnar árið 1964 voru þær stærstu vélarnar í farþega- flugi yfir Norður-Atlantshafíð. Alfreð Elíasson var í stjdrn Loftleiða og k forstjóri félagsins þar til það var sameinað Flugfélagi íslands árið 1973, Við stofnun Flugleiða varð hann einn þriggja forsljóra j félagsins og sat f stjórn þess tll árslns 1979. Hann var elnn af stofnendum Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna og heiðursfélagi þess, sat lengi í flugráðl og starfaðl að mál- um Fiugbjörgunarsveitarinnar. Hann var sæmdur ýmsum eriendum og innlendum viðurkenningum. Aifreð lést árið 1988. Ekkja Alfreðs Elíassonar er Kristjana Milla Thorsteinsson, en hún sat iengi í L stjórn Flugieiða. Þau eignuðust sjö börn en eitt þeirra dó í æsku. Hafa þau mörg hver um lengri eða skemmri tfma starfað að j flug- og ferðamálum og gera enn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.