Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 23 Finnsku kosningarnar árið 2000 Rehn vinsælasta forsetaefnið Helsingfors. Morgunblaðið. ELISABETH Rehn fulltrúi Sam- einuðu þjóðanna í Bosníu, er efst á lista yfir þá sem þykja líklegustu frambjóðendur í finnsku forsetakosn- ingunum árið 2000. Martti Ahtisaari Finnlandsforseti lenti í þriðja sæti eft- ir Riittu Úosukainen þingforseta. Finnska síðdegis- blaðið Ilta-Sanomat birti á laugardaginn niðurstöður í skoð- anakönnun sem sýnir að vinsældir áður- nefndra þremenn- inga hafa aukist frá því í fyrra. Hins vegar vilja afar fáir lands- menn fá forseta úr röðum ráð- hen’a eða foringja stjórnmála- flokka. Hingað til hefur aðeins einn frambjóðandi gefið formlega kost á sér. Er það Heidi Hautala, Evr- ópuþingsfulltrúi Græningja. Þá er talið öruggt að Aht- isaari bjóði sig fram en hann má gegna embætti forseta í tvö kjörtímabil, þ.e. tólf ár. Rehn tapaði naumlega fyrii- Aht- isaari í síðustu kosningum árið 1994. Hún var fyrsta konan sem náði i lokaumferð í finnskum forseta- kosningum. Þótti það afrek ekki síst vegna þess að Rehn er sænskumælandi en hún var á þeim tíma varnarmálaráðherra. Hvorki Rehn né Uosukainen hafa tilkynnt hvort þær hyggjast taka þátt í kosningarbaráttunni. Elisabeth Rehn Reuters Nautaatið í Pamplona hafíð TUGIR þúsunda manna voru á árlegri nautaatshátíð, San Fermin, sem sett var í Pamplona á Spáni í gær og stendur í níu daga. Fólkið sprautaði kampavíni, dansaði á þröngum götum borgarinnar og bjó sig undir hlaup nautanna inn á nautaatsvöllinn. Á hverri hátíð slasast nokkrir hátíðargestanna þar sem margir þeirra hætta lífi sínu og limum með því að storka nautunum þegar þau eru rekin inn á völlinn. um gyðingagullið harðnar verulega Einstök bandarísk ríki hóta Sviss refsiaðgerðum Deilan í Sviss Ziirich. Reuters. TALIÐ er, að deilan um stöðu Sviss á stríðsárunum og framkomu yfir- valda þar við fómarlömb Helfarar- innar eigi eftir að harðna verulega áður en hún verður til lykta leidd. I Bandaríkjunum hafa komið fram kröfur um efnahagslegar refsiað- gerðir gegn Sviss en talsmenn sviss- nesku bankanna segja, að þeir séu búnir að segja sitt síðasta orð. Svissnesku bankarnir hafa boðist til að reiða fram rúmlega 43 millj- arða ísl. kr. í bætur fyrir það fé, sem gyðingar áttu inni í bönkunum á stríðsárunum og aldrei var vitjað um. Segja talsmenn þeirra, að iengra verði ekki gengið. Flavio Cotti, forseti Sviss, sagði svo í við- tölum við svissnesk blöð um helgina, að stjórnvöld myndu aldrei nota skattpeninga almennings til að verða við þeim kröfum ýmissa gyð- ingasamtaka, að þau bættu fyrir það að hafa hagnast á stríðinu. Heimsráð gyðinga krefst þess hins vegar, að lokabætur til fórnar- lamba Helfararinnar verði um 108 milljarðar ísl. kr. Sú ákvörðun sumra ríkja og borga í Bandaríkjunum að skipta ekki við svissneska banka fyrr en þeir verði við kröfunum hefur reitt marga Svisslendinga til reiði og þjappað þeim saman að baki stjórninni. Hef- ur hún einnig vakið þær grunsemdir í Sviss, að einstök bandarísk ríki og gyðingasamtökin séu nú farin að móta stefnuna gagnvart Sviss og ákveða refsiaðgerðir þrátt fyrir mótmæli bandaríska utanríkisráðu- neytisins. Svisslendingar eru ekki búnir að fyrirgefa Stuart Eizenstat, aðstoð- arutanríkisráðherra Bandaríkjanna, að hann skyldi halda því fram í skýrslu á síðasta ári, að Svisslend- ingar hefðu framlengt stríðið með viðskiptum sínum við Þýskaland. Bandaríkjamenn vilja, að stjórnin í Bern hafi frumkvæði að því að leysa deiluna en hún krefst þess, að þeir bindi strax enda á allar hótanir um refsiaðgerðir. Hefur svissneska stjórnin til athugunar að fara með þetta mál fyrir Heimsviðskipta- stofnunina, WTO, og svissneskfr bankar íhuga að höfða mál gegn þeim ríkjum eða borgaryfirvöldum í Bandaríkjunum, sem grípa til refsi- aðgerða. íslensk framleiðsla síðan 1972 STEININGAR- LÍM MARGIR LITIR GERUM VERDTILG0Ð ■■ Sl steinprýði STANGARHYL 7, SÍMI 567 2777 Væntanleg aðildarríki EMU funda um stefnu í ríkisfjármálum F ramkvæmda- stjórn ESB vill strangara aðhald Brussel. Reuters, The Daily Telegraph. FJÁRMÁLARÁÐHERRAR ellefu aðildarríkja Evrópusambandsins, sem stofna munu Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) um næstu ái’amót, lentu í gær upp á kant við framkvæmdastjórn ESB, sem vill strangara aðhald í ríkisfjármálum en ráðherrarnir eru reiðubúnir að sam- þykkja. Framkvæmdastjórnin telur að enn verði að gera atlögu að kerfis- lægum hallarekstri ríkissjóðs í aðild- arríkjum EMU, eigi nýi Evrópu- gjaldmiðillinn, evróið, að njóta trausts. Fundur fjármálaráðherranna í svokölluðu Evró-11 ráði var haldinn áður en eiginlegur fjármálaráðherra- fundur Evrópusambandsins hófst í Brussel í gær. I síðasta mánuði drógu ráðherrarnir broddinn úr til- lögum framkvæmdastjórnarinnar um aðhald í ríkisfjármálum. Á fundinum í gær notaði Jacques Santer, forseti framkvæmdastjórnarinnar, tækifær- ið til að minna á afstöðu hennar. „Eg get ekki leynt ákveðnum áhyggjum ****** EVRÓPA af þróun fjárlagahalla í einstökum aðildarríkjum,“ sagði Santer. „Það er alltof algengt að fjárlagahallinn sé í lagi eingöngu vegna góðærisins. Við verðum að reyna að tryggja að sjálf- virkri þenslu í ríkisútgjöldum verði haldið í skefjum." Samræmd stefna í ríkisQármál- um nauðsynleg Talsmaður Yves-Thibault de Silguy, sem fer með peningamál í framkvæmdastjóminni, sagði að fundinum loknum að niðurstaða hans hefði ekki verið skýr. „Sumir ráð- herrarair samsinntu því að hægt væri að nota hagvöxtinn til að draga Reuters WIM Duisenberg, aðalbaiika- sljóri Seðlabanka Evrópu, kem- ur til síns fyrsta fundar með fjármálaráðherrum væntan- legra aðildarríkja Efnahags- og myntbandalagsins. frekar úr hallanum en öðrum fannst að nota ætti hagvöxt til að fjármagna fjárfestingar eða lækka skatta,“ sagði hann. Sérfræðingar telja það skipta miklu máli fyrir fyrstu ár Efnahags- og myntbandalagsins hvort aðildar- ríkjunum tekst að ná tökum á fjár- lagahallanum eður ei. Ástæðan er sú að án samræmdrar ríkisfjármála- stefnu aðildarríkja EMU er peninga- málastefnan eina stjórntækið, sem völ er á til að koma í veg fyrir þenslu og verðbólgu á evró-svæðinu. Slíkt kann ekki að henta öllum hagkerfun- um, sem um ræðir. „Við verðum að ræða fjárlögin með sama hætti og við gerum í okkar eig- in ríkisstjórnum. Þetta er ekki diplómatísk ráðstefna,“ sagði Jean- Claude Juncker, fjármálaráðherra Lúxemborgar. Hann viðurkenndi að ráðherrarnir væru óvanir þessu nýja umhverfi, þar sem þeir yrðu að taka mjög náið tillit til annarra EMU- ríkja við mótun stefnunnar. „Vonandi lærum við fagið smám saman," sagði Juncker. Tenging evrósins og Afríku- frankans lögð til Á fundi fjármálaráðherra allra ESB-ríkjanna 15 (Ecofin), sem hófst að fundi Evró-U ráðsins loknum, var meðal annars rædd tillaga fram- kvæmdastjórnarinnar um að festa gengi Afríkufrankans, gjaldmiðils 14 ríkja, sem áður voru nýlendur Frakklands, gagnvart gengi evrós- ins. Gengi Afríkufrankans gagnvart franska frankanum hefur verið fast áratugum saman og flest ríki ESB telja því eðlilegt að gera samkomulag við Afríkuríkin um gengissamstarf. Þýzk stjómvöld hafa þó ákveðnar efasemdir um ágæti þessa og vilja fá tryggingu fyiir því að hvorki seðla- banki Frakklands né Seðlabanki Evrópu þurfi að taka á sig kostnað til að bjarga Afríkufrankanum frá falli, komi til efnahagskreppu í Vestur-Af- ríku. Hagkvæm, hljóðlát loft- pressa fyrir þá sem vilja vinna í kyrrlátu umhverfi Bláa línan frá Jun-Air er ódýrari en þú átt að venjast. Jun-Air - þessar htjóðtátu! SKÚIAS0H BJÚMSS0N SKÚTUVOGI 12H • S(MI 568-6544
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.