Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR " ' i..................'......'""......... KRISTNI var vel fagnað við landtökuna af unnustunni, Guðlaugu Kristjánsdóttur, og Eyjólfi Jónssyni, sem oftast allra manna hef- ur þreytt Viðeyjarsundið, eða tíu sinnum. J> Náttúruöflin léku sér að manni" SUNDKAPPINN Kristinn Magnússon sló ðll fyrri met þegar hann synti Viðeyjarsund sl. laugardag. Synti hann frá Viðey og að Suðurbugt í Reykjavíkurhöfn á einni klst. og 22 mínútum, en alls hafa 18 manns synt Viðeyjarsund frá upphafi. Kristinn sagði að sundið hefði gengið ágætlega, eftir að hann hefði náð áttum í sjónum. „Ég gerði ekki ráð fyrir því að sjógangurinn væri svona mikill, og hann kom mér satt að segja illilega á óvart. Náttúruöflin léku sér að manni í sjónum, og fyrst í stað átti aldan það til að keyra mig í kaf, fara á uiidati mér eða berja mig. Ég var orð- inn dálítið reiður út í náttúru- öflin þegar ég náði stjórn á huganum, sætti mig við kring- umstæður og hélt ótrauður áfram, en fyrsti hálftíminn var erfiðastur og lengi að líða," sagði Kristinn Magmísson um sundferðina. „Gott að vita af gdðu liði sér til stuðnings" Tveir björgunarbátar fylgdu Kristni á sundiim og kvað hann öryggið skipta sig miklu máli. „Það hvatti mann áfram að hafa gott lið sér til stuðnings í bátunum tveimur, vitandi að maður gat stdlað á það," sagði Kristinn í samtali við Morgun- blaðið. Að Kristni meðtöldum hafa átján manns synt Viðeyjarsund Morgunblaðið/Þorkell „NÁTTÚRUÖFLIN léku sér að manni niðri í sjonum," sagði Kristinn og kvað kraft þeirra hafa komið sér á óvart. en það er 4 km og 300 metra langt. Fyrstur til að synda var Benedikt G. Waage, forseti ÍSÍ, árið 1914 og síðan synti Eriing- ur Pálsson yfirlögregluþjónn það árið 1925. Pétur Eiriksson þreytti það tvisvar sinnum, árin 1935 og 1937, og átti hann besta tímann til þessa, eða 1 klst. og 30 mín. Eyjólfur Jónsson hefur synt Viðeyjarsund oftast allra manna, eða tíu sinnum, og gerði hann það á árunum 1951-1961. Kristinn Einarsson trésmiður hefur synt það næstoftast eða þrisvar sinnum og ein kona hefur þreytt sund- ið, en það var Helga Haralds- dóttir sundkennari. Greinargerð Halldórs Guðbjarnasonar Rædd á fundi á fímmtudag BANKARÁÐ Landsbankans mun væntanlega ræða skýrslu Halldórs Guðbjarnasonar á fundi sem hald- inn verður næstkomandi fimmtu- dag, að sögn Helga S. Guðmunds- sonar, formanns bankaráðsins. Helgi kvaðst mundu taka málið upp og ræða það á fundinum. „Það sem ég mun fjalla um og taka til umræðu á bankaráðsfundinum er að ég mun leggja fram þessa greinargerð hans og væntanlega verður eitthvað rætt um það en það verður ekki tekið fyrir neitt sem heitir rannsókn á málinu," sagði Helgi. Helgi sagði að í grein- argerð Halldórs segði orðrétt: „Ég hlýt að fara fram á að þetta verði rannsakað" og kvaðst hann ekki hafa fengið skýr svör frá Halldóri um að með þessu væri hann að óska eftir því að málið yrði tekið til rannsóknar eða hvort slíkrar beiðni væri jafnvel að vænta síðar. Því kvaðst hann ekki telja tilefni til að ræða um rannsókn á banka- ráðsfundinum. -----------?-?-?--------- Eldur í Unuhúsi SLÖKKVILIÐ Reykjavíkur var kallað á vettvang aðfaranótt mánu- dags vegna eldsvoða í Unuhúsi við Garðastræti. Kviknað hafði í hús- gögnum í kjallara og lagði miMnn reyk þaðan út. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en mikill reykur myndaðist og reykræsti slökkvilið íbúðina. Eldsupptök eru ókunn en engan sakaði. i Forsætisnefnd fékk greiðslur frá Rrkisendurskoðun á sfðasta kjörtímabili OLAFUR G. Einarsson, forseti Alþingis, segist hafa ákveðið að forsætisnefnd Alþingis þægi ekki laun frá Ríkisendurskoðun, þegar hann tók við starfi forseta þings- ins 1995. „Ég hef aldrei verið á launurh hjá RíMsendurskoðun og enginn í forsætisnefnd er á laun- um hjá Ríkisendurskoðun," sagði Olafur í samtali við Morgunblaðið ígas-. Tilefni þess að rætt var við for- seta Alþingis voru eftirfarandi orð Sverris Hermannssonar, fyrrver- andi bankastjóra Landsbankans, sem voru birt hér í Morgunblað- inu sl. fóstudag: „Hins vegar virt- Forsetar Alþingis þágu greiðslur um skeið ist þessi ríkisendurskoðandi ekki hafa miklar áhyggjur út af emb- ætti forseta Alþingis enda sagði hann að hann væri á launum hjá sér. Það er því ekíci von á góðu ef þetta er svona saman sett." „Þegar ég kom í þetta embætti mitt, þá var ég spurður hvort það Fegursta íslandsbókin Ljósmyndir eftir Sigurgeir Sigurjónsson. Texti eftir Sigurð Steinþórsson arðfræðing og formáli eftir frú Vigdísi Finnbogadóttur. ,<*; Fæst á íslénsku, ensku, þýsku, írönsku og sænsku. 0 FORLAGIÐ 18 « Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • S(mi 510 E500 ætti að halda áfram greiðslum frá Ríkisendurskoðun til forsætis- nefndar og ég sagði einfaldlega: „Hafi forsætisnefnd verið á laun- um hjá RíMsendurskoðun, þá verður það ekki lengur. Því var einfaldlega hlýtt og greiðslum þar af leiðandi hætt," sagði Ólafur. Tíðkaðist á siðasta kjörtúnabili Salome Þorkelsdóttir, forveri Olafs í forsetastól, sagði að þessar greiðslur hefðu tíðkast í sinni for- setatíð. „Þetta var það sem hafði viðgengist frá því að þetta emb- ætti var stofnað, ef ég man rétt. Það var ekkert öðruvísi meðan ég var forseti Alþingis," sagði Sal- ome. Hún sagðist telja að um þessi mál hefði verið fjallað í fjölmiðlum á árinu 1995. )fÞetta var lagt niður, að ég held, í upphafi þessa kjör- tímabils, þegar kjör forseta Al- þingis breyttust en þetta hafði við- gengist svo lengi sem ég veit um." Aðspurð um forsendu þessara greiðslna og rökstuðninginn á bak við þær sagði Salome að spyrja þyrfti aðra. „Ríkisendurskoðun heyrði undir Alþingi," sagði Sal- ome og táldi að forsætisnefnd hefði e.t.v. verið talin hafa haft svipaða stöðu gagnvart Ríkisend- urskoðun og bankaráð gagnvart bönkum og játti því að líkja mætti þessum greiðslum til forsætis- nefndar við greiðslu fyrir stjórn- arsetu. „Þetta var fyrir tíð núver- andi ríkisendurskoðanda. Þetta komst á í tíð fyrrverandi ríkisend- urskoðanda," sagði Salome. 40 þúsund til forseta og 20 þúsund til annarra Hún sagði að greiddir hefðu verið skattar af þessum greiðslum eins og öðrum launum og taldi það rétt munað að greiðslurnar hefðu verið. 40 þúsund krónur á mánuði til forseta Alþingis en 20 þúsund krónur til annarra í forsætisnefnd. „En þessu var öllu breytt þegar kjör forseta Alþingis breyttust í upphafi þessa kjörtímabils, þegar allar aukagreiðslur voru lagðar niður, sem var mikið blaðamál á sínum tíma." Hún sagði að þetta fyrirkomu- lag hefði verið við lýði þegar nú- verandi forseti tók við embætti „og hafði viðgengist frá því að Ríkisendurskoðun var sett á lagg- irnar. Ég held ég fari rétt með það," sagði Salome Þorkelsdóttir. Guðrún Helgadóttir var forveri Salome á forsetastóli á Alþingi og hún sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að þessar greiðslur ættu sér lengri sögu en hennar ferill. „Ég verð að gera þá játn- ingu að ég veit ekkert síðan hvenær þetta er," sagði hún og kvaðst telja að forveri sinn á for- setastóli, Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, kynni að þekkja sögu málsins. Frá því RMsendurskoðun heyrði undir Alþingi? Guðrún sagði að þessi háttur hefði verið við lýði þegar hún tók við embættinu og ætti sér lengri sögu. Hún kvaðst telja að þetta ætti sér þá sögu að Ríkisendur- skoðun var gerð að sérstakri stofnun undir stjórn Alþingis en það var gert með lögum sem tóku gildi árið 1987. „En mér er illa við að segja það því í raun veit ég ekk- ert um upphaf þessa. Þegar við vorum forsetar, bæði ég og Þor- valdur Garðar, hafði forseti litlu hærri laun en venjulegir þing- menn. En nú er forseti Alþingis með ráðherralaun. Ég þori ekki að fara með það en upphaflega hugsa ég að þingið hafi greitt þetta sem launauppbót." Guðrún kvaðst ekki muna upphæðir en taldi þær hafa verið lægri en þær 40 þúsund og 20 þúsund krónur sem Salome hafði staðfest. Kannast ekki við þetta Þorvaldur Garðar Kristjánsson, sem var forseti Sameinaðs Alþing- is á undan Guðrúnu Helgadóttur, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær aldrei áður hafa heyrt á það minnst að forsetar Alþingis hefðu þegið mánaðarlegar greiðslur frá Ríkisendurskoðun. „Ég kannast ekki við þetta; að greiðslur hafi verið færðar á Ríkisendurskoðun. Þetta hlýtur að hafa komið til seinna," sagði Þorvaldur Garðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.