Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 42
^12 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGURBJÖRN ÞORBJÖRNSSON + Sigurbjörn Þor- björnsson fædd- ist í Reykjavík 18. nóvember 1921. Hann lést í Sjúkra- húsi Reykjavíkur 28. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru lijónin Þorbjörn Þorsteinsson tré- smíðameistari í Reykjavík, f. 13. júlí 1886, d. 31. mars ^ 1970, og Sigríður María Nikulásdóttir, f. 24. ágfúst 1878, d. 10. desember 1928. Bræður hans voru Björgvin, f. 9. júlí 1914, d. 31. mars 1994, Þor- steinn, f. 1. nóvember 1915, d. 13. júlí 1987, og Sveinbjöm, f. 25. desember 1917, d. 15. júlí 1979. Eftirlifandi eiginkona Sigur- björns er Betty H. Þorbjörnsson húsmóðir, f. 5. nóvember 1920 í Minneapolis í Bandaríkjunum. Faðir hennar var Lloyd Huffman, ofursti í Bandaríkja- her, f. 1898, d. 1967. Móðir hennar er Hazel Hoag Huffman, fædd 25. ágúst 1901, fyrrver- andi starfsmannasljóri hjá Northwest Bell Telephone Co. í Minneapolis. Synir þeirra eru: 1) Björn Þór, f. 10. febrúar 1951, yfirlæknir í Levanger í Noregi, kvæntur Ragnheiði Gestsdóttur, f. 1. maí 1953, rit- höfundi og myndlistarmanni. Þau eiga fjögur börn, Kolbrúnu Önnu, f. 2. mars 1974, dóttir Kolbrúnar og Viðars Braga Þorsteinssonar er Þórdís Ylfa, f. 6.3. 1994, Kára Frey, f. 10. ágúst 1978, Kjartan Yngva, f. 16. mars 1984, og Kolbein Inga, f. 8. febrúar 1993. 2) Markús, f. 25. sept- ember 1954, hæsta- réttardómari, kvæntur Björgu Thorarensen, f. 24. september 1966, skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneyt- inu. Börn þeirra eru Ingunn Elísabet, f. 4. mars 1994, Sigur- björn, f. 28. febrúar 1997 og Þorsteinn, f. 28. febrúar 1997, en að auki á Markús frá fyrra hjónabandi dótturina Steinunni Guðrúnu, f. 31. janúar 1974, dóttir Stein- unnar og Elíasar Elíasarsonar er bergljót Sunna, f. 29.12. 1995. Sigurbjörn lauk verslunar- prófi frá Verslunarskóla íslands 1942 og si'ðan BBA-prófi 1946 frá University of Minnesota, School of Business Ad- ministration. Hann starfaði við Skattstofuna í Reykjavík 1942 til 1943 og aftur frá 1946 til 1951. Hann var aðalbókari hjá Flugfélagi íslands frá ársbyrjun 1951 til 22. maí 1962, en frá þeim degi gegndi hann embætti ríkisskattstjóra þar til 30. júní 1986, þegar hann lét af störfum vegna aldurs. Frá þeim tíma starfaði hann á vegum fjár- málaráðuneytisins sem formað- ur samninganefnda við gerð inillirikjasamninga í skattamál- um til 30. september 1991. Sigurbjörn verður jarðsung- inn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það var á haustdögum 1939, sem kynni okkar Sigurbjörns hófust, þegar hann innritaðist í Verzlunar- skóla íslands. Að vísu höfðum við lítillega kynnst áður í gegnum skátahreyfinguna, en hann og bræður hans þrír voru þá miklir máttarstólpar í skátafélaginu Vær- ingjum. Með okkur Sigurbirni og Eiríki Asgeirssyni, síðar forstjóra SVR, sem nú er látinn, mynduðust fljót- lega órjúfandi vináttu- og tryggð- arbönd. Við lásum gjarnan saman okkar lexíur í litlu kvistherbergi á j^Baldursgötu 22, en þar átti Sigur- björn heima ásamt fóður sínum og tveim eldri bræðrum, þeim Þor- steini og Sveinbirni. I þessu litla húsi ríkti góður andi og reglusemi var þar í hávegum höfð. Móðir Sig- urbjörns var þá látin, en ráðskona þeirra feðga, sem Anna hét, réð þar húsum. Hún var kona ákveðin og lét okkur skólastrákana heyra í sér, ef við gengum ekki um eins og henni líkaði, þessi góða kona var mjög gestrisin og kallaði á okkur í kaffi ásamt góðu meðlæti, þannig fengum við eins konar „kleinu- og pönnukökuást" á Önnu. Það kom strax í ljós að Sigur- björn var góður og samviskusamur námsmaður og að slá slöku við, það þoldi hann ekki, hlutimir urðu að ganga. Hans uppáhalds fög voru bókfærsla og reikningur. Þorsteinn Bjamason, bókfærslukennari, sem gekk undir nafninu „Bókarinn" sagði við Sigurbjörn að það væri óþarfi að kenna honum bókfærslu „því þetta lægi í ættinni", þar átti Þorsteinn við að eldri bræður hans þeir Björgvin og Sveinbjörn höfðu báðir hlotið bókfærslubikarinn, þegar þeir luku prófum frá Verzló, og eins var með Sigurbjöm. Vorið 1942 lukum við svo brott- fararprófi frá okkar kæra Verzlun- arskóla, leiðir skildi og lífsbaráttan var þegar hafin. En vináttan rofn- aði ekki heldur styrktist, eftir því sem á leið. Sigurbjörn hóf störf hjá Skatt- stofunni í Reykjavík og einu eða tveim ámm síðar fór hann til Bandaríkjanna til þess að kynna sér skattamál þar í landi og einnig endurskoðun. Evrópa var þá lokuð vegna stríðsátaka. I Minneapolis í Bandaríkjunum lauk hann prófi í hagfræði og vann þar um tíma við skattamál og end- urskoðun. Þar kynntist hann sinni + Ástkær eiginkona mín, móðir mín, tengda- móðir, amma, langamma og systir, SIGRÍÐUR SVAVA EINARSDÓTTIR, Skipholti 28, Reykjavík, lést á Landspítalanum mánudaginn 29. júní sl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 9. júlí kl. 13.30. Bjarni Ágústsson, Jóhann Bjarnason, Gunnjóna Una Guðmundsdóttir, Birna Ágústsdóttir, Reynir Sigurðsson, Sigríður Ágústsdóttir, Sigurður Ari Elíasson, Selma Ágústsdóttir, Jens S. Herlufsen, Bryndís Ágústsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Gísli Björnsson, Lúðvík Dalberg Þorsteinsson. elskulegu konu Betty Huffman. Mér er það mjög minnisstætt, þeg- ar við Eiríkur Asgeirsson ókum í kolsvarta myrkri suður á Keflavík- urflugvöll, mig minnir að það hafi verið í október 1946 til þess að sækja þau hjón. Farkosturinn var gamall og þröngur jeppi. Það var þá sem ég sá þessa myndarlegu og glaðværu stúlku í fyrsta sinn. Sigurbjörn hóf störf á sínum gamla vinnustað Skattstofunni og fyrstu árin bjuggu þau vestur í Skjólum. Það kom fljótt í Ijós að Betty var hin myndarlegasta hús- móðir, sem naut þess að taka vel á móti gestum með sínu blíða brosi og glaðværð og gestrisni. Það var greinilegt að Sigurbjörn hafði eign- ast ástríka mannkosta eiginkonu, sem hann mat mikils. Síðar reistu þau sér myndariegt einbýlishús við Austurbrún hér í borg. Þangað var jafnan notalegt að koma og eiga góða stund með þeim hjónum. Mér er kunnugt um að eftir að Sigurbjörn tók við starfi ríkisskatt- stjóra hlóðust á hann mikil og eril- söm störf og var hans vinnudagur þá oft langur. Læt ég öðrum, sem betur til þekkja að segja frá þeim kafla í hans lífi. Það var einstaklega vel samstillt- ur og glaður hópurinn, sem kvaddi skólann vorið 1942. Leiðir okkar lágu til ýmissa átta og mismunandi starfa en alltaf hefur samheldnin haldist. Við höfum komið saman á útskriftarafmælum og við önnur tækifæri. Nokkrir eru látnir eins og gengur, blessuð sé þeirra minn- ing. Arið 1962 varð ég að gangast undir erfiða læknisaðgerð í Banda- ríkjunum, sem bæði var dýr og séð var framá að mundi taka nokkuð langan tíma. Þá kom í ljós sam- heldni og hjálpsemi skólasystkina minna, því með þeirra hjálp og fleiri góðra manna tókst að fjár- magna það sem þurfti. Og tel ég ekki á nokkurn hallað, að þar gengu þeir Sigurbjörn og Eiríkur fremstir í flokki og leystist það mál farsællega. Fyrir hönd okkar skólasystkin- anna og minnar fjölskyldu kveðjum við hinn látna með þökk og biðjum Betty og ástvinum hennar líknar og Guðs blessunar. Björn Pálsson. Sigurbjöm Þorbjörnsson var fyrstur til að gegna embætti ríkis- skattstjóra. Hann hóf störf á skatt- stofunni í Reykjavík vorið 1942, en hafði þá nýlokið prófi frá Verslun- arskóla Islands. Hann starfaði aft- ur á skattstofunni á árunum 1946 til 1951 eftir að hafa lokið við- skiptafræðiprófi frá University of Minnesota í Bandaríkjunum. Hann starfaði síðan hjá Flugfélagi Is- lands í rúm 10 ár en var skipaður ríkisskattstjóri 22. maí 1962 og gegndi því starfi til 30. júní 1986. Sigurbjörn skilaði drjúgu dags- verki í þágu sameiginlegra sjóða landsmanna og átti stóran þátt í því að móta það skattakerfi sem við búum við í dag. Hann var settur yf- ir skattamálin á þeim tíma sem horfið var frá fornu og flóknu stjórnkerfi fjölda skatta- og niður- jöfnunarnefnda yfir í það skipulag sem við í stórum dráttum búum við enn í dag. Hann lagði m.a. grund- völlinn að framkvæmdinni með samningu reglugerðar um tekju- skatt og eignarskatt frá 1963 sem hann undirbjó með þeim Kjartani Jóhannessyni deildarstjóra og Benedikt Sigurjónssyni, síðar hæstaréttardómara, en þeir eru báðir látnir. Næst má nefna framlag Sigur- björns til gerðar skattasamninga en hann hafði forgöngu um gerð allra tvísköttunarsamninga sem gerðir voru við önnur lönd á árun- um 1963 tO 1991, en það ár undir- ritaði hann fyrir Islands hönd tví- sköttunarsamninginn milli Islands og Bretlands. Samtals var þarna um að ræða tíu tvíhliða samninga og tvo marghliðasamninga milli Norðurlandanna auk ýmissa smærri samninga sem takmörkuð- ust við skipaútgerð og flugrekstur. Þá verður nafn hans í huga skatta- manna órjúfanlega tengt sögu stað- greiðslukerfis skatta, en hann stóð fyrir því mikla undirbúningsstarfi sem unnið var allt frá árinu 1965, tO mótunar grundvallarreglna staðgreiðslunnar sem var loks tek- in upp um einu og hálfu ári eftir að hann lét af störfum sem ríkisskatt- stjóri. Þeir sem komu að því máli á þeim tíma eru sammála um að ekki hefði verið unnt að innleiða það kerfi á svo skömmum tíma eftir að ákvörðun var tekin þar um nema fyrir þá ítarlegu og vönduðu grunnvinnu sem Sigurbjörn hafði innt af hendi. Vönduð grunnvinna, fagmennska og víðtæk þekking voru einkenni allra starfa hans og þurfti ekki að hafa áhyggjur af undirstöðu þeirra verka sem hann lét frá sér fara og var öruggt á þeim að byggja. Ég varð þeirra forréttinda að- njótandi að vera samstarfsmaður Sigurbjörns í tíu ár. Samstarf okk- ar var snurðulaust og á okkar sam- skipti bar engan skugga enda þótt báða mætti á stundum kalla nokk- uð einráða. Það er margs að minn- ast. Við Sigurbjöm fórum oft utan á fundi saman vegna starfa okkar, einkum til Norðurlandanna. Hann naut óskoraðs trausts meðal starfs- bræðra sinna erlendis og var hvar- vetna eftir honum tekið, enda mað- ur svipmikill og virðulegur ásýnd- um og kurteis í framgöngu allri. Þá þóttu hann og Bettý minnisstæðir gestgjafar íyrir þá gesti sem komu hingað tO lands vegna starfa sinna og minnast margir þeirra með hlý- hug og söknuði heimsóknanna á Austurbrún 17. Sigurbjörn var sérstaklega skemmtilegur og traustur ferðafé- lagi og gaman að vera með honum. Eitt sinn sátum við saman á löng- um, norrænum fundi þar sem margir tóku til máls og mikið var skvaldrað allan tímann eins og gjarnan vOl verða. Við Sigurbjörn sögðum ekki orð allan tímann. Þeg- ar fundinum lauk hnippti hann í mig og hallaði sér tO hliðar eins og honum var einum lagið og hvíslaði um leið og hann benti á okkur: „Strong sOent men.“ Við Brynhildur sendum Bettý okkar hugheilu samúðarkveðjur og þökkum fyrir þær ánægjustundir sem við höfum átt saman. Þá vott- um við sonum hans og þeirra fólki samúð okkar. Garðar Valdimarsson. Hann Sigurbjörn er látinn. í tæp 50 ár starfaði Sigurbjörn að skattamálum og á engan er hallað þótt fullyrt sé að hann hafi átt stærstan þátt í að móta það skattakerfi sem við höfum búið við á síðustu áratugum. Hann var fyrstur til að gegna embætti ríkis- Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útfór er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær birtist innan hins tiltekna skilafrests. skattstjóra en því gegndi hann í tæp 24 ár. Þegar þess er gætt hversu um- fangsmikið, flókið og vandasamt verkefni það er að halda skikk á skattamálum má furðu sæta að Sigurbjörn hafi á lífsleiðinni snúið frá þeim tvisvar og jafnframt kom- ið til baka. Námsferill hans í Bandaríkjunum og störf hans hjá Flugfélagi Islands héldu honum frá vettvangi skattsýslunnar um stund. Keppnismaðurinn Sigurbjörn hef- ur líklega litið á það sem hæfilega ögrun að leita á ný í skattamálin. Allan sinn starfsferil barðist hann fyrir því að komið yrði á stað- greiðslukerfi skatta. Menn geta velt því fyrir sér hvernig efnahags- lífið á litla íslandi hefði litið út ef það hefði komist á 1947 en ekki 1987. Embættismaðurinn sem horfði á ráðherra og ríkisstjórnir, nefndir og ráð koma og fara vann sín störf af trúmennsku, heiðarleik og samviskusemi. Hann var einnig einn virtasti samningamaður um skattamál í Evrópu allri. Braut- ryðjendastarfa hans á þeim vett- vangi nýtur þjóðin enn. Sigurbjörn var ókrýndur meistari mannlegra- samskipta á vinnustað. Hann var kannski ekki kennslubókardæmi um það hvernig stjórnandi átti að vera heldur fór hann sínar eigin leiðir. Hann hafði allt til að bera sem einkennir góðan stjórnanda og gott betur en það. Hann var allt í senn, föðurlegur, félagi, stríðnis- púki og prakkari. „Er búið að fastráða þig?“ Þessi orð sem viðhöfð eru við spilaborðið í kaffistofunni meitlast í huga unga fulltrúans sem nýkominn er til starfa hjá virðulegri stofnun. Við- mælandinn er ríkisskattstjórinn sjálfur. Vörpulegur maður, kvikur á fæti. Tígulegur. Fulltrúanum verður fátt um svör en skimar í kringum sig. Jú. Það er ljóst að baráttan um sigurinn í ólsen ólsen spilinu stendur mOli þeirra tveggja og sýnOegt að sjeffann hungrar í sigur. Ríkisskattstjórinn þagnar um stund. Síðan kemur glettnis- glampi í augun og stríðnisbros og loks skellihlátur sem losar um alla spennu og opnar umræðuna á ný. Spilið heldur áfram og fulltrúinn hefur sigur. Sjeffinn óskar honum til hamingju og heldur um axlir honum þegar þeir ganga út úr kaffistofunni tO daglegra starfa. Hann tekur svo fram að í kaffitíma- spilun gildi öll brögð til dæmis að reyna á þolrif ungfulltrúans þegar hætta sé á að meistaratign dagsins færist tO hans. Vinurinn og lög- fræðingurinn ráðagóði, Benedikt Sigurjónsson, mætti oft á vinnu- staðinn þegar liðið var að kveldi. Hann var í vinahópnum sem mynd- aði spOaklúbbinn vikulega. Fjöl- skyldan, spilaklúbburinn og Lions- hreyfingin voru baklandið hans Sigurbjörns úti í þjóðlífinu. Skátinn hvarf heldur aldrei úr honum. Seinna tóku sig upp reglulegar sundferðir í virðulegustu sund- stofnun landsins, Sundhöllina við Barónsstíg. Þar bættust fleiri við í baklandið. Sigurbjörn umgekkst háa sem lága og naut hvers augna- bliks sem auðgaði andann. Fjölskyldufaðirinn Sigurbjörn var ástríkur og umhyggjusamur. Bettý sem leiftraði af gáfum, lífs- gleði og fjöri átti óskipta hlutdeild í lífsferlinum. Samlíf þeirra ein- kenndist af umhyggju, kærleika og virðingu. Drengirnir þeirra tveir og síðan bai-nabörnin nutu fóður og afa ómælt. Við sem nutum þeirra forréttinda að fá að starfa með Sig- urbirni og njóta leiðsagnar hans minnumst hans með virðingu og þakklæti. Við sendum fjölskyldu hans og aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Maður sem erindi átti við ríkis- skattstjóra vegna skattamála lýsti því svo í blaðagrein að Sigurbjörn hefði tekið á móti sér sem hvítum hesti. Nú hefur hvíti hesturinn sótt Sigurbjörn og mannlífið er orðið mun fátæklegra. Hins vegar má ætla að það verði öllu skemmti- legra í himnaríki hér eftir. Vinnufélagar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.