Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 4^ J I i f % i « i 0 í i i Við andlát Sigurbjöms Þor- björnssonar, fyrrverandi ríkis- skattstjóra, verður mér hugsað með þakklæti í huga til áranna sem ég vann undir hans stjórn á skrif- stofu ríkisskattstjóra. Er ég hóf að huga að starfi við lok náms við við- skiptadeild Háskóla Islands var mér bent á að að laust starf væri hjá embætti ríkisskattstjóra sem þá var til húsa á Reykjanesbraut. Eg fór hikandi á fund Sigurbjörns og ræddi við hann góða stund. Fór strax vel á með okkur og í lok sam- talsins hafði hann sannfært mig að hér væri um starf að ræða sem áhugavert væri fyrir mig svo að ég skildi eftir umsókn um starfið. Ef til vill blundaði í mér sú hugmynd að hér væri aðeins tjaldað til einnar nætur eins og oft vill verða hjá óráðnum ungmennum sem sífellt eru að leita að fullkomnara og betra starfi. En niðurstaðan hefur orðið hjá mér að ég hef starfað á vettvangi skattamála og að skyld- um störfum allt mitt líf. Er það ekki síst Sigurbirni að þakka eða kenna. Ég kynntist Sigurbirni sem nákvæmun embættismanni, rétt- sýnum og mannlegum sem vildi alltaf hafa í fyrirrúmi að komast að réttlátri niðurstöðu í sérhverju máli. Hann kom mér fyrir sjónir sem sannur embættismaður af gamla skólanum sem mátti ekki vamm sitt vita. Starf í skattkerfinu er bæði kröfuhart og erilsamt. Oft verða þeir sem þar vinna fyrir óvæginni gagnrýni einstaklinga og hagsmunasamtaka sem vilja per- sónugera þá fyrir það sem þeir telja á sig hallað. Sigurbjöm sigldi að jafnaði lygnan sjó í þeim efnum. Það var gaman að leita til Sigur- björns og ræða úrlausn einstakra mála hvort sem um var að ræða kærumál skattþegns eða samningu verklagsreglna fyrir starfsmenn skattkerfisins. Hann var fljótur að átta sig á aðalatriðum mála og hafði yfirgripsmikla þekkingu á skattamálum sem hann miðlaði til okkar yngri mannanna. Hann var glaðvær og gat verið sposkur og hrókur alls fagnaðar í góðum hópi. Þar minnist ég sérstaklega hinna árlegu funda hans með skattstjór- um að Laugavatni um það leyti sem skattskrár komu út í júlí. Þá báru menn saman bækur sínar og áttu góða stund saman eftir eril- sama vertíð. Atvikin höguðu því svo til að ég tók við öðru starfi í skattkerfinu en leiðir okkur lágu aftur saman þeg- ar hafinn var undirbúningur að framkvæmd skattkerfisbreytinga sem samþykkktar voru á Alþingi 1978 og komu til framkvæmda á árinu 1980. Mitt í þeim undirbún- ingi var enn stór breyting gerð á lögunum og varð að vinna hratt og örugglega til að álagning einstak- linga 1980 yrði lokið á réttum tíma. Komu þá ný sjónarmið varðandi skattlagningu einstaklinga og hjóna og ekki síst varðandi skatt- lagningu atvinnurekstrarins með upptöku verðbólgureikningsskila. Lögðu starfsmenn ríkisskattstjóra mikla vinnu á sig og kynntist mað- ur vel hvað hæfur og glöggur stjómandi Sigurbjörn var. Er litið er til baka var þetta einhver skemmtilegasti og annasamasti tími sem ég man eftir í gervallri sögu skattkerfisins. Þegar Sigur- bjöm lét af störfum vegna aldurs 1. júlí 1986 urðu nokkur kaflaskil í stjórnunarstörfum skattkerfísins þar sem jafnframt létu þrír skatt- stjórar líka af störfum og við tóku nýir menn, ríkisskattstjóri, skatt- rannsóknarstjóri, þrír skattstjórar og einn varaskattstjóri. Með þessum fátæklegu kveðju- orðum viljum við Þómnn færa eig- inkonu hans, Bettý og öðram að- standendum, innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Blessuð sé minning Sigurbjörns Þorbjörnssonar. Guðmundur Guðbjarnason. • Fleiri minningargreinar um Sigur- bjöm Þorbjömsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ALDA JENNY JÓNSDÓTTIR + Alda Jenný Jóns- dóttir fæddist á Akureyri 22. júlí 1911. Hún lést á Elli- heimilinu Grund 28. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Magnússon frá Pálshúsum í Reykjavík, f. 20. apr- íl 1865, d. 12. sept- ember 1921, hann var skósmiður og vélstjóri í Reykjavík, og Þórey Jónsdóttir frá Fjarðarhorni í Gufudalssveit, f. 28. nóvember 1886, d. maí 1941, hún var húsfreyja í Reykjavík. Barnsfaðir Öldu Jennýar var Hannes S. Guðjónsson og eign- uðust þau Unni Lilju, f. 1. mars 1930 og á hún tvö böm. Alda Jenný giftist Páli B. Oddssyni og slitu þau sambúð, böm þeirra em: Þorgerður, f. 27. júm' 1931, maki hennar er Sigurður Rúnar Steingrímsson og á hún 3 böm. Sigrún, f. 22. júm' 1934, d. 10. júní 1986, maki hennar var Sigurður Rúnar Steingrímsson og eiga þau 4 böm og 6 bamaböm. Seinni maki Öldu Jennýar var Ragnar Þorsteinsson, f. 1. júm' 1895, d. 12. aprfl 1967, hami var bif- vélavirki í Reykjavík. Börn þeirra em: Þorsteinn Guðni Þór, f.l. maí 1939, maki er Ásthildur Jóns- dóttir og eiga þau 3 böm og eitt bama- bam, áður átti hann 2 börn og 4 barna- börn. Þórey Erla, f. 27. júní 1941, maki hennar _ var Rögn- valdur Ólafsson sem nú er látinn og eiga þau 4 börn og 5 barnaböra. Sambýlismaður hennar er Finn- bogi Guðmundsson. Halldór Sig- urður Hafsteinn, f. 20. nóvember 1942, maki hans er Hrafnhildur Konráðsdóttir og eiga þau 4 börn og 2 barnaböm. Ragnheið- ur Sigurrós, f. 5. september 1947, maki hennar er Hörður Jó- hannsson og á hún 2 böm og 2 barnabörn. Guðmundur Ragnar, f. 17. desember 1954, maki hans er Sigríður Gissurardóttir og eiga þau 2 böm. títför Öldu fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Hún amma mín hefur nú kvatt þessa jarðvist og öðlast hvfld á himn- um en hún hefur verið alzheimers- sjúklingur sl. ár. Margs er að minnast frá mínum æskuárum. Amma var útivinnandi og vann þegar ég man eftir henni á Austurbæjarbamum, því var mesta sportið að fara í þrjúbíó á sunnudög- um og koma við hjá ömmu og alltaf laumaði hún til manns Opal eða öðru góðgæti sem gott var að maula í bíó. Þegar amma var hætt að vinna og ég komin í gaggó bjó hún rétt við skól- ann sem ég gekk í og voru þau ófá skiptin sem ég hljóp yfir til hennar í frímínútum og var þá spjallað um alla heima og geima þessar stuttu stundir sem ég staldraði við hjá henni. Það brást ekki þegar ég kom til hennar þá var hún búin að leggja á borð fyrir mig mjólkm’glas og brauðsneið svo alltaf fór ég södd í skólann aftur. Minningamar um ömmu eru margar og lifa þær áfram þó hún hafi kvatt okkur I hinsta sinn. Eftirfarandi ljóð eftir Davíð Stef- ánsson finnst mér hæfa ömmu og hugsa ég til hennar þegar ég les það. Ef sérð þú gamla konu, þá minnstu móður þinnar, sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann og fómaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. Þú veist, að gömul kona var ung og fdgur forðum og fátækasta ekkjan gaf drottni sínum mest. Ó, sýndu henni vinsemd í verki og í orðum. Sú virðing sæmir henni og móður þinni best. Því aðeins færð þú heiðrað og metið þína móður að minning hennar verði þér alltaf hrein og skír og veki hjá þér löngun til að vera öðrum góður og vaxa inn í himin - þar sem kærleikurinn býr. Sólrún E. Rögnvaldsdóttir. Tengdamóðir mín elskuleg er látin, eftir fremur erfið síðustu ár ævi sinnar, en hana hrjáði alzheimer. Ég kynntist Jenný fyrir um 30 árum er ég kom í fyrsta skipti inn á Réttarholtsveg með syni hennar. Þar var mér tekið opnum örmum og allar götur síðan áttum við mjög góð samskipti svö ekki bar skugga á. Jenný var af- skaplega dugleg og vann mikið eins og margir gerðu í þá daga, en Ragnar heitinn lést um það bil ári eftir að ég kom þangað fyrst og stóð hún þá ein eftir með yngsta drenginn, Guðmund, á framfæri. Jenný vann alla tíð við þjónustu- störf og innti hún þau störf vel af hendi og var eftirsóttur starfs- kraftur, en lengst af vann hún á Austurbarnum. Þegar við Steini hófum búskap tók hún þátt í því af miklum áhuga og fylgdist vel með öllu sem við gerðum, gaf ráð, en var aldrei afskiptasöm, en það var einmitt einn af hennar mörgu og góðu kostum. Hún var afskaplega ljúf og góð í allri umgengni, hæglát og hlý. Síðustu árin bjó hún á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund og naut þar góðrar umönnunar. Ut til annarra landa fer árlega Qöldi manns sem gerði lítið úr gróðri síns gamla heimalands. En svo koma fley úr fórum með ferðamennina heim og ættjörðin speglast aftur í augunum á þeim. Því lengri fór sem er farin því fegra er heim að sjá og blómið við bæjarvegginn erblómiðsemallirþrá. (Davíð Stefánsson.) Ég kveð Ijúfa tengdamóður. Hvíl í friði. Þín tengdadóttir Ásthildur. LEGSTEINAR t Marmari Islensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Blágrvti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími 5871960, fax 5871986 + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞORSTEINN SVANLAUGSSON, Víðilundi 21, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 10. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Félag hjartasjúklinga á Eyjafjarðarsvæðinu. Lissý Sigþórsdóttir, Rósa Þorsteinsdóttir, Haraldur Rafnar, Ásta Þorsteinsdóttir, Hulda Þorsteinsdóttir, Heimir Gunnarsson og barnabörn. Elskuleg móðir mín og tengdamóðir, amma okkar og langamma, SIGRÍÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR fyrrverandi Ijósmóðir frá Fossi á Skaga, sem andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 1. júlí, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 10. júlí kl. 13.30. Margrét Eggertsdóttir, Magnús Elíasson, Ásgerður Hrönn Sveinsdóttir, Vignir Ólafsson, Sigríður Jónsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Sigurður R. Ragnarsson og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar fyrrverandi eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, MARGRÉTAR HÓLMFRÍÐAR MAGNÚSDÓTTUR. Guð blessi ykkur öll. Gunnbjörn Valdimarsson, Gunnar B. Gunnbjörnsson, Sigríður Guðjónsdóttir, María I. Gunnbjörnsdóttir, Gunnar H. Ársælsson, Magnús M. Gunnbjörnsson, Bjarney Valgerður Skúladóttir, Linda H. Loftsdóttir, Bjarni Valsson, Loftur H. Loftsson, Robina Doxi og barnabörn. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HELGA EINARSSONAR múrarameistara, Stóragerði 12, Hvolsvelli. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Aðalbjarnardóttir, Einar Helgason, Guðrún Þorgilsdóttir, Aðalbjörg K. Helgadóttir, Gísli Antonsson, Hólmfríður K. Helgadóttir, Sigmar Jónsson og barnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, GUÐMUNDAR ÓLAFSSONAR, Hlíðarvegi 3, (safirði. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörg Sigrún Valgeirsdóttir og börn. Lokað vegna jarðarfarar SIGURBJÖRNS ÞORBJÖRNSSONAR, fyrrver- andi ríkisskattstjóra, eftir hádegi í dag, þriðjudaginn 7. júlí. Ríkisskattstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.