Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 51 I I I I I I I I I I I I ( ( ( ( ( ( ( ( < ( < < ( < BRÉF TIL BLAÐSINS Serbar og sannmæli Frá Gunnuri Hólmsteini Ársælssyni: FÖSTUDAGINN 19. júní birtíst í Morgunblaðinu lesendabréf frá Rúnari Kristjánssyni, Skaga- strönd, undir fyrirsögninni „Lát: um Serba njóta sannmælis". í greininni kvartar Rúnar yfir órétt- læti í umfjöllun um Serba, vegna stríðsins í fyrrverandi Júgóslavíu frá 1991-1995. Sakar hann m.a. fjölmiðla um „miskunnarlausa og mjög svo hlutdræga umfjöllun" um ástandið í þeim lýðveldum sem mynduðu Júgóslavíu. Segir hann m.a.: „Það kanna aldrei góðri lukku að stýra að mála einn aðila linnulaust upp sem þann vonda og þann seka.“ Á hann þar væntan- lega við Serba. En hverjar eru staðreyndir málsins? a) Það voru Serbar sem hófu átökin í Júgóslavíu, með því að ráðast inn í Slóveníu í lok júní 1991. Að vísu var hér um að ræða Alþýðuher Júgóslavíu, en yfír- menn hans voru á þessum tíma nær allir serbneskir og undir sterkum áhrifum frá Slobodan Milosevie, þáverandi (og núver- andi) leiðtoga Serba. b) Eftir að hafa verið auðmýktir í Slóveníu, sneru Serbar (undir stjóm hins alræmda Ratko Mlad- ie) sér að Króatíu, vopnuðu sína menn þar og Serbar í Krajina-hér- aðinu lýstu yfir sjálfsstjórn. Til- gangur Serba var að sameina öll svæði þar sem þeir bjuggu og mynda Stór-Serbíu. Hvað sem það kostaði. Síðan fylgdi eyðing borg- arinnar Vukovar í Króatíu og þar var hinn serbneski Alþýðuher á ferðinni. Þar voru framin hrikaleg grimmdarverk - af Serbum. c) Eftir að samið var um vopna- hlé í Króatíu, snera Serbar sér að Bosníu. Þar var sama ferli upp á teningnum, þ.e. andstæðingar Serba voru afvopnaðir (þ.e.a.s. þeir sem áttu vopn) og Bosníu- Serbum fengin vopn í hendur frá risavöxnum vopnabúrum júgóslav- neska hérsins. Síðan hófst „heins- un“ Bosníu af öllum þjóðarbrotum, nema Serbum, í þeim tilgangi að mynda eitt ríki Serba. Serbar sátu um Sarajevó 22 mánuði og drápu þar miskunnarlaust saklausa borg- ara, ýmist með sprengjuárásum eða leyniskyttum. Talið er að um 10.000 manns hafi fallið á þessum tíma. Sprengjuárásin á markaðinn í Sarajevó í febrúar 1994 er Rúnari umtalsefni. Hann næstum fullyrðir að múslimar hafi verið þar að verki. Hið sanna er að ekki hefur tekist að sanna hver skaut þeirri intra Fæst í byggingavöruverslunum umlandallt. Stálvaskar Intra stálvaskamir fást í mörgum staerðum og gerðum. Þessi vaskur ber nafnið Eurora og hefur hlotið maigvíslegar viðurkenningar fyrir frábæra hönnun. Heildsöludreifing: r Smiðjuvegi 11. Kópavogi Sími 564 1088.fax564 1089 sprengju sem varð yfir 60 manns að bana og vakti hrylling um allan heim. Það er rétt sem kemur fram í bréfi Rúnars að allir aðilar átak- anna hafi framið grimmdarverk (helst að Slóvenar séu undanskild- ir, en þar stóðu átök aðeins í 10 daga). En án alls vafa eru það Ser- bar sem stóðu að þeim hrikaleg- ustu. Fjöldamorðin í Srebrenica, þar sem Serbar myrtu um 8.000 múslimska karlmenn, segja allt sem segja þarf. Áður en þau voru framkvæmd fullvissaði Ratko Mla- dic íbúa bæjarins um að ekkert myndi henda þá. í serbneskum útrýmingar- og fangabúðum, s.s Omarska og Keraterm, voru Króatar, múslimar og menn af fleiri þjóðarbrotum miskunnarlaust drepnir, þar voru misþyrmingar, limlestingar og pyntingar daglegt brauð. Króatar voru einnig með slíkar búðir og frömdu þar grimmdarverk. Múslimar héldu einnig mönnum föngnum, en á mun manneskju- legri hátt, m.a. í formi stofufang- elsjs. í grein sinni segir Rúnar: „Ser- bar eru menn eins og við, en þeir hafa þolað miklu meira ranglæti og gengið í gegnum miklu meiri þjáningar en við íslendingar get- um nokkru sinni skilið. Þeir verð- skulda að um þá sé fjallað sem virðingarverða þjóð.“ Á móti segi ég: Serbar hafa valdið meiri þján- ingu en við getum nokkurn tíma skilið og réttlætir þjáning Serba í fortíðinni það að valda þjáningu í nútíðinni? Ég segi nei. Vissulega er Serbar menn eins og við, en í átökunum í fyrrverandi Júgóslavíu hegðuðu þeir sér eins og villidýr. Skipulagðar þjóðemishreinsanir og fjöldamorð á saklausum borg- urum eru því til sönnunar. GUNNAR H. ÁRSÆLSSON stjórnmálafræðingur, Uppsala, Sviþjóð. til brúðargjafa 30% afsl.A , Uppsetningabúðin Hverfisgötu 74, sími 552 5270. ÁRVÍK ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 Þjónirsta fyrir áskrifendur Hringdu í áskrfftsrdeifd'fne éciir en fjö ferð í frííð og jáffa oklför vrta frvenfer b'tr kemur sftor Við sufnum saman öíoóunum sem kcms úf á meðan cg sentfum fjér þsgsr frö jfemtrr aftirr fieín Einfalt og fifegttegt missir ekki af neinu 1 " fw j ! - 1 i y ^ | f0mm Yr' LL ■ 1 ipspr f || ] Uj| l | j W* 'W 4y-' ^ p.^s ^ m * jfp :ílSSll ■ **mBKPY* f p rrrmí “ ;1 f 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.