Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Samvinna fjögurra tölvufyrirtækj a Aukinn styrkur á erlendum mörkuðum Forsvarsmenn Skeljungs leita til Eftirlitsstofnunar EFTA Telja Flutningsjöfnunarsjóð hamla frjálsri samkeppni FRAMKVÆMD laga nr. 103/1994, um flutningskostnað olíuvara, stangast á við þá meginreglu samn- ingsins um Evrópska efnahags- svæðið að einstaklingar og fyrirtæki í atvinnurekstri skuli heyja frjálsa samkeppni á eigin áhættu og án rík- isstuðnings. Þetta er mat stjóm- enda Skeljungs hf., sem hafa sent Eftirlitsstofnun EFTA kvörtun vegna málsins, byggt á lögfræðiáliti þeirra Gests Jónssonar, hrl, og Harðar F. Harðarsonar, hdl. Málið snýst um það flutningsjöfn- unargjald sem lögum samkvæmt er lagt á allar innfluttar olíuvörur sem ætlaðar eru til nota innanlands. Lögin mæla fyrir um að sjóðurinn, sem þannig myndast (flutningsjöfn- unarsjóður), skuli notaður til að greiða kostnað við flutning á olíu frá innflutningshöfn til þeirra olíuhafna og útsölustaða sem jöfnunin nær til. Skeljungur hf. telur að greiðslur úr flutningsjöfnunarsjóði séu í eðli sínu opinber fjárhagsstuðningur og hljóti því að falla undir aðstoð af því tagi sem kveðið er á um í 1. mgr. 61. gr. EES-samningsins. Samkvæmt þeirri grein er lagt bann við n'kisað- stoð sem er til þess fallin að raska samkeppni með því að ívilna ákveðn- um fyrirtækjum eða framleiðslu. Mismunun félaga Samanburður á greiðslum olíufé- laganna í flutningsjöfnunarsjóð og því sem þau hafa fengið greitt úr sjóðnum á síðustu 10 árum, leiðir í Ijós að tekjur Olíufélagsins hf. af sjóðnum eru 416,9 milljónir króna á þessu tímabili umfram það sem fé- lagið hefur greitt til sjóðsins. A sama tíma hefur Skeljungur hf. greitt 321,9 milljónir króna í sjóðinn umfram það sem félagið hefur feng- ið greitt úr sjóðnum. Munurinn á tekjum Olíufélagsins hf. annars vegar og Skeljungs hf. hins vegar af flutningsjöfnunarkei’finu á þessum Kaupþing hreppir hús- næðisbréf í útboði ALÞJÓÐAVÆÐING og útflutningur á hugbúnaðarlausnum er meðal þeirra markmiða sem liggja að baki samstarfi og að hluta til sameiningu fyrirtækjanna Forritunar, Almennu Kerfisfræðistofunnar, Hópvinnu- kerfa og Tölvumynda að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Alls vinna 115 starfsmenn hjá fyr- irtækjunum fjórum sem saman mynda stærstu hugbúnaðarsam- stæðu landsins með áætlaða veltu upp á 500 milljónir króna á þessu ári. Að sögn Kára Þórs Guðjónssonar, markaðs- og sölustjóra Tölvumynda, er stefnt að því að Almenna Kerfis- fræðistofan og Forritun sameinist á næsta ári og eigi í nánu samstarfi við Hópvinnukei-fi og Tölvumyndir. Hann segir fyrirtækin hafa verið leiðandi hvert á sínu sviði í fjölmörg ár en með samstarfinu muni þjónusta og vöruúr- val aukast til muna. „Samstæðan get- ur boðið fjögur mismunandi fjárhags- og viðskiptakerfi s.s. Lind, AKS bók- hald, Navision Financials og JD Ed- wards. Með samstarfi við Hópvinnu- kerfi er jafnframt boðið upp á Lotus Notes hópvinnukerfi og ýmsar aðrar hugbúnaðarlausnir". Samkvæmt fréttatilkynningu er samstarf fyrirtækjanna liður í að gera þeim kleift að alþjóðavæðast og hefja útflutning á þeim hugbúnaðarlausn- um sem þróaðar hafa verið hér á landi. Þess er getið að íslensk hugbún- aðarfyrirtæki, sérstaklega þau sem byggi á sérhæfðri þekkingu, t.d. innan sjávarútvegs, eigi góða möguleika á að hefja útflutning á erlenda markaði. HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins hefur tekið sameiginlegu boði Kaupþings hf. og Kaupþings Norð- urlands hf. í umsjón með sölu á húsnæðisbréfum fyrir 100 milljón- ir að söluverðmætí. Útboðið skipt- ist í tvo flokka. Annars er um að ræða 1. flokk 1996, jafngreiðslu- bréf til 24 ára og hins vegar 2. flokk 1996, jafngreiðslubréf tíl 42 ára. Myndin var tekin þegar samn- ingur um sölu bréfanna var undir- ritaður. Frá vinstri: Sigurður Geirsson, forstöðumaður hjá Hús- næðisstofnun ríkisins, Sigurður E. Guðmundsson, forstjóri Húsnæðis- stofnunar, Tryggvi Tryggvason, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi Norðurlands, og Ingólfur Helga- son, forstöðumaður hjá Kaupþingi hf. í frétt frá Kaupþingi segir að húsnæðisbréf til 24 ára verði seld á ávöxtunarkröfu sem sé 25 punktum lægri en meðalávöxtun- arkrafa húsbréfa í 1. flokki 1998. Húsnæðisbréf til 42 ára verða seld Mikill halli á vöru- skiptum við útlönd VÖRUSKIPTAHALLI nam 2,8 milljörðum króna í maímánuði og það sem af er árinu er 15,1 millj- arðs króna halli á vöruskiptum við útlönd, segir í frétt frá Hagstof- unni. I maímánuði voru fluttar út vör- ur fyrir rúma 11,7 milljarða króna og inn fyrir 14,6 milljarða króna fob. Vöruskiptin í maí voru því óhagstæð um 2,8 milljarða en í maí 1997 voru þau óhagstæð um 0,7 milljarða. Fyrstu fimm mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 51,8 milljarða króna en inn fyrir 66,9 milljarða króna fob. Halli var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 15,1 milljarði króna en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 3,8 milljarða á föstu gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 18,8 milljörðum króna lakari fyrstu fimm mánuði ársins en á sama tíma árið 1997. Hagstofan telur að ætla megi að í útflutningstölum ársins gæti nokkurs vanmats, vegna upptöku tölvuskráningar útflutnings- skýrslna í byrjun ársins, sem olli röskun á skýrslugerð. Lexmark OPTRA 5 1255 12 bls/mín laserprentari Mjög hraðvirkur: 12 bls/mín, aðeins 14. sek. í fyrstu síðu Frábær upplausn: 1200x1200 dpi Hörkuörgjorvi: 66MHz Nec 4305-80 "High speed superscalar" Minni: 4MB minni mest 68MB "RAMSmart” Hermir: PostScript Level 2, PCL 6, PCL5e MyndmBðferð: IET (Image Enhancement Technology) Letur: 75 PostScript og 75 PCL scalable letur Pappír: 2 bakkar fyrir 400 blöð (mest 2.850 blöð) Tengi: Rauf fyrir nettengikort, parallel tengi Annað: MarkVision hugbúnaður til fjarstýringar á prentara á neti Mjög hagkvæmur í rekstri - Vinnuþol allt að 35.000 blöð á mánuði Tengist bæði Mac og PC tölvum ' i VíJfjfJ □ÍNUST Tilboðsverð: kr. 109.900 Lislaverð: kr. 129.900 Lexm^rk LViSffl NÝHERJI Skaftahlíð 24 - 105 Reykjavík Sími: 569 7700 - Fax: 569 7799 Vörulisti á netinu: www.nyherji.is tíma nemur því 738,8 milljónum króna, eða 867,9 m.kr. ef fjárhæðir eru framreiknaðar til ársins 1997. I skýrslunni er bent á að auk þeirrar augljósu samkeppnisrösk- unar sem starfsemi flutningsjöfnun- arsjóðs felur í sér á olíumarkaðin- um, megi sýna fram á að flutnings- jöfnun sé þjóðhagslega óhagkvæm. Dæmi er tekið af bensínbirgðatanki á Blönduósi sem Skeljungur hefur í hagræðingarskyni hætt að nota um nokkurra mánaða skeið. Við eðlileg- ar markaðsaðstæður ætti slík ákvörðun að leiða til spamaðar í rekstri félagsins og gera fyrirtækið samkeppnishæfara. Með núverandi fyrirkomulagi sé hins vegar hag- kvæmara fyrir félagið að viðhalda tankinum með tilheyrandi kostnaði án þess að nota hann. Astæðan er sú að við það að leggja tankinn nið- ur mun útstreymi úr flutningsjöfn- unarsjóði aukast um 6,7 m.kr. á ári og falla þær tekjur nær óskiptar til samkeppnisaðilanna að því er fram kemur í tilkynningunni. Álit Samkeppnisráðs hunsað Að fengnu áliti Lagastofnunar Háskóla Islands varð það niður- staða Samkeppnisráðs að ákvæði í lögum um flutningsjöfnun á olíuvör- um nr. 103/1994 geti torveldað frjálsa samkeppni og leitt til mis- mununar milli einstakra fyrirtækja og neytendahópa. Þrátt fyrir að Samkeppnisráð hafi vakið athygli viðskiptaráðherra á þessari niður- stöðu í desember 1995, hefur mis- mununin ekki verið leiðrétt. Það telja forsvarsmenn Skeljungs óvið- unandi og hyggjast því freista þess að ná rétti sínum eftir þeim leiðum sem tiltækar eru. Auk þess að skjóta máli sínu til Eftirlitsstofnunar EFTA eru greiðslur félagsins tii flutningsjöfn- unarsjóðs nú inntar af hendi með fyrirvara um endurkröfurétt. 65 punktum undir sama viðmiðun- arflokki. Söluandvirðið verður notað til að mæta fjárþörf Byggingarsjóðs verkamanna. Um er að ræða þriðja áfanga af fjórum á þessu ári. Stefnt er að því að bjóða til sölu á þessu ári um fimm millj- arða króna. Ofangreindir flokkar Húsnæð- isbréfa voru fyrst gefnir út árið 1996. Samtals hafa verið gefin út húsnæðisbréf fyrir rúma fjórtán milljarða króna að söluverðmæti og hafa Kaupþing hf. og Kaup- þing Norðurlands hf. annast sölu á meirihluta þeirra eða um 60%, að því er segir í fréttinni. VORUSKIPTIN w ■■ Uw I , A** ■ ' ^ • s nings - 1998 Breyting á jan.-maí föstu gengi* VIÐ UTLOND Verðmæti innflutnings og útflut jan. - maí 1997 og 1998 1997 (fob virði í milljónum króna) jan.-maí Útflutningur alls (fob) 54.955,0 51.767,6 -3,5% Sjávarafurðir 40.050,1 38.220,1 -2,2% Landbúnaðarvörur 777,5 808,1 +6,5% Iðnaðarvörur 10.788,1 12.128,2 +15,2% Ál 5.464,5 7.585,7 +42,2% Kísiljárn 1.476,5 1.030,8 -28,5% Aðrar vörur 3.339,2 611,1 -8,1% Skip og flugvélar 2.894,5 110,1 - Innflutningur alls (fob) 51.155,2 66.863,0 +33,9% Matvörur og drykkjarvörur 4.152,9 5.436,7 +34,1% Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 12.785,9 17.685,7 +41,7% Óunnar 603,4 851,2 +44,5% Unnar 12.182,5 16.834,5 +41,6% Eldsneyti og smurolíur 4.072,7 3.753,3 -5,6% Óunnið eldsneyti 5,1 164,7 - Bensín, þ.m.t. flugvélabensín 820,2 791,3 -1,1% Annað unnið eldsn. og smurolíur 3.247,5 2.797,3 -11,7% Fjárfestingarvörur 13.091,8 17.399,6 +36,2% Flutningatæki 7.389,2 11.349,4 +57,4% Fólksbflar 3.307,7 4.166,8 +29,1% Flutn.t. til atv.rek. (ekki skip, flugv.) 745,3 1.186,2 +63,1% Skip 1.706,0 959,2 -42,4% Flugvélar 117,6 3.500,5 - Neysluvörur ót.a. 9.562,0 11.144,3 + 18,9% Vörur ót.a. (t.d endursendar vörur) 100,5 94,0 -4,2% Vöruskiptajöfnuður 3.799,8 -15.095,4 ’ Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris í janúar-maí 1998 2,4% lægra en árið áður. Helmild: HAGSTOFA ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.