Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 31
MORGUNB LAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 31 Alþýðubandalagið eftir landsfund - ónýtt tæki? VIÐBRÖGÐ við þeirri ákvörðun nær þriggja fjórðu hluta landsfund- ar Alþýðubandalagsins að stefna að sameiginlegu framboði með Alþýðu- flokki og Samtökum um kvennalista hafa verið ótrúleg af hálfu sumra flokksmanna og tengdra aðila. Margt skrýtið hefur verð sagt í því sambandi og eru sumar yfirlýsing- arnar vægast sagt byggðar á mis- skilningi. Hefur Alþýðubanda- Iagið breyst? Sagt er að Alþýðubandalagið hafi færst til hægri með ákvörðun lands- fundar. Hjörleifur sagði meira að segja í úrsagnarræðu sinni að flokk- urinn væri nú ónýtt tæki. Um stefn- umar hægri og vinstri mun ég fjalla síðar í greininni, en ég er algerlega ósamþykkur þeim sem segja að flokkurinn hafi færst nokkuð til. Það sem gerðist á landsfundinum var að aldrei þessu vant var ákveðið að leyfa þeim íylkingum sem til eru í flokknum að sýna stærð sína. Eg hef lengi haldið því fram, bæði í ræðu og riti, að fylkingarnar væru einmitt svona og því hefur verið kröftuglega andmælt af öðrum. Eg trúi því heldur ekki að stór hluti flokksmanna hafi skipt um skoðun á þessum fundi, skoðanir flestra hafa verið þær sömu í langan tíma og hafa einfaldlega ekki fengið að koma í ljós. Nú kom hins vegar í ljós að Alþýðubanda- lagið er á þeirri skoðun að rétt sé að stefna að sameiginlegu framboði í næstu kosningum, nær þrír fjórðu hlutar landsfundarfulltrúa voru og eru á þeirri skoðun. Alþýðubanda- lagið hefur því alls ekki hreyfst, það er ennþá á sama stað, en það sést hvað það vill og hefur verið að hugsa. Hver skilgreinir hægri og vinstri - og hvemig? Því er haldið fram að Alþýðu- bandalagið hafi færst til hægri. Eins og áður segir tel ég að flokkur- inn hafi ekkert færst til. Mér finnst þessi umræða um hægri og vinstri mjög athyglisverð. Eru til einhverj- ir sérstakir sjálfskipað- ir aðUar sem hafa til þess prókúru eða lög- gildingu að úrskurða hverjir er mest vinstri- sinnaðir? Svo virðist vera. Nú er verið að stofna stjómmálasatök sem segjast vera að fylla upp í tómarúmið sem varð til eftir að ABL færðist til hægri. Jahéma. í hverju felst þessi vinstristefna hinna nýju samtaka? Séu hin svokölluðu stóra ágreiningsmál á þessum vettvangi skoðuð, hvað er þá vinstri og hvað hægri? Hvað er vinstrisinnað í landbúnaðar- eða sjávarútvegsmálum? Er Steingrím- ur Sigfússon meira til vinstri í sjáv- arútvegsmálum en Sighvatur Björgvinsson? Er það vinstrisinnað að vera á móti ESB og Evrópuþró- un? Eru þá Margrét Thatcher, John Major og Davíð Oddsson vinstri- sinnuð? Mér finnst skilgreiningar af þessu tagi vera hreint út sagt hrein- asta bull. Era Ögmundur Jónasson Ari Skúlason og Steingrímur Sigfússon meiri vinstrimenn en Margrét Frímanns- dóttir og Jóhann Geirdal? Dæmi hver fyrir sig. Að hvaða leyti er Hjörleifur Guttormsson meira vinstrisinnaður en aðrir? Era um- hverfismál það sama og vinstri- stefna? Ef já, af hverju hafa þá sér- stakir umhverfisflokkar orðið til og era þeir þá hægrisinnaðir? Mér finnst sumir hafa ótrúlega sjálfskipaða hæfileika til þess að svara spumingum af þessu tagi á mjög skýran hátt. En ég verð að viðurkenna að fyrir mér er umræða af þessu tagi einfaldlega hreinasta / Eg er algerlega ósam- þykkur því, segir Ari Skúlason, að Alþýðu- bandalagið hafí færst nokkuð til hægri eða vinstri. della. Það gildir sérstaklega nú þeg- ar viðmiðunin sem hlýtur að vera kosningastefna sameiginlegs fram- boðs hefur ekki enn séð dagsins Ijós. Hluti af lýðræðinu er að kunna að verða undir Á meðan á landsfundi Alþýðu- bandalagsins stóð töluðu margir á hjartnæman hátt um nauðsyn þess að standa saman eftir að ákvörðun lægi fyrir. „Ég áskil mér allan rétt til þess að vera alþýðubandalags- maður áfram,“ voru orð sem heyrð- ust nokkuð oft. Mildð var rætt um klofningshættu og mér er minnis- stætt þegar Skúli Alexandersson fyrrverandi þingmaður flokksins spurði einhvern veginn svona í því sambandi: „Hversu oft mætti ég ekki vera genginn úr þessum flokki miðað við að verða undir í atkvæða- greiðslum og í minnihluta." Skúli átti þarna auðvitað við alkunna sér- stöðu hans innan flokksins í sjávar- útvegsmálum, en sá málaflokkur er þekktur akkillesarhæll flokksins. Skúli er enn í Alþýðubandalaginu. Stór hluti af lýðræðinu felst í því að kunna að taka ósigri. Svo virðist sem einhverjir flokksmenn eigi erfitt með þetta og auðvitað er lítið við því að segja. Það er hins vegar augljóst að vilji flokksins gengur mjög eindregið í þá átt sem sam- þykkt var á landsfundinum og því á ég ekki von á að margir fari sömu leið. „Ung var ég gefin Njáli,“ vora upphafsorð úrsagnarræðu Hjörleifs Guttormssonar, sem greinilega hafði verið samin fyrirfram. Hjör- leifur yfirgaf brennuna með þessum orðum, en allir vita að það var ekld alveg það sama sem Bergþóra átti við með þessari fleygu setningu. Hún kaus að vera áfram í brenn- unni með sínum nánustu. Höfundur situr f frnmkvæm dastjárn Alþýðubandalagsins. Magnús Qskarsson Ólögleg borgarstjórn INGIBJORG Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri ætti að taka sér eitthvað annað fyrir hendur (ég veit reyndar ekki hvað) en að útskýra lögfræði fyrir al- menningi. Það gerir hún hins vegar í Morgunblaðinu sl. sunnudag af vanþekkingu og yf- irlýsingahroka. Tilefnið er vandræðagangur út af vandræðamanni R-listans, sem jafnvel Ingibjörg Sólrún viðurkennir að sé svo illa stadd- ur, að hann gæti fengið refsidóm fyrir fjármálaferil sinn. Lög- fræði Ingibjargar gengur út á það að í stað vandræðamannsins hafi R-listinn leyfi til að sækja mann í 13. sæti listans, eða jafn- vel hvaða sæti sem þeim dettur í hug. Um þetta segir í Morgun- blaðinu: „Ingibjörg sagði það skoðun sína að pólitískir andstæðingar ættu ekki að skipta sér af þvi með hvaða hætti kjör vara- manna færi fram þar sem sveit- arstjórnarlögin væru skýr. Lög- in væru ekki til að tryggja rétt andstæðinganna heldur þeirra sem stæðu að kosningabanda- laginu.“ Hér gleymir Ingibjörg Sóh-ún mikilvægum aðila málsins. Hún gleymir kjósendum. Það era nefnilega þeir sem ráða því hverjir skipa borgarstjóm. Þeg- ar þeir fá í hendur kjörseðil þar sem skýrt stendur að einn list- inn sé borinn fram af einum að- ila, þá er það móðgun við al- menning og út í hafsauga sem lögskýring að segja eftir á, að ekkert hafi verið að marka þetta. Þetta hafi í reynd verið fjórir stjórnmálaflokkar. Það er beinlínis rangt. Þetta era ein samtök og kjósendur hafa með atkvæði sínu ákveðið hverjir frambjóðenda þeirra skipa borg- arstjóm og í hvaða röð. Við þessar aðstæður gildir lagaákvæði sem er eins skýrt og hugsast getur á þá leið, að vara- menn skuli taka sæti þess sem forfallast í þeirri röð sem þeir voru kosnir. Þessa röð hafa kjós- endur ákveðið og eftir henni ber að fara. Ef það er ekki gert er borgarstjóm ólöglega skipuð og ákvarðanir sem velta á atkvæði ólöglega varamannsins má vé- fengja og kæra ef ástæða þykir til. Það breytir engu um þetta þótt einhver losarabragur hafi verið á kvaðningu varamanna til setu í borgarstjóm á undanförn- um árum og gildir einu hvaða stjórnmálaflokkur á í hlut. Sjálf- stæðismenn létu t.d. kyrrt liggja að Ingibjörg Sólrún hljóp úr borgarstjóm á miðju kjörtíma- tímabili árið 1988. Kannski hef- ur þeim ekki þótt eftirsjá að henni, en það haggar því ekki að hún var kosin í borgarstjórn til fjögurra ára. Saumaklúbbur úti í bæ hafði ekkert leyfi til að breyta þeirri ákvörðun kjósenda og velja annan borgarfulltrúa. Höfundur er fyrrverandi borgarlögmaður. Viðskiptavinir athugið! Næsti vöruvagn verður til afgreiðslu 23. júlí. Síðasti móttökudagur pantana er 10. júlí. fýeeMoiNiz Sími 565 3900 Fax 565 2015 BUSETI Búseturéttur til sölu umsóknarfrestur til 14. júlí 2ja herb. 1 3ia herb. 4ra lierh. Miðholt 1 , Mosfellsbæ Garðhús 4, Reykjavík Skólatún 1, Álftanesi 59m2 íbúð Almennt lán 92m2 íbúð Félagslegt lán 105m2 íbúð Félagsiegt lán Búseturéttur kr. 921,601 Búseturéttur kr. 1.544,704 Búseturéttur kr. 938,116 Búsetugjald kr.32,731 Búsetugjald kr. 36,533 Búsetugjald kr.36,851 Birkihlíð 2b, Hafnarfírði Arnarsmári 4, Kópavogi Garðhús 6, Reykjavík 67m2 íbúð Almennt lán 80m2 íbúð Félagslegt lán 115m2 íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 704,763 Búseturéttur kr. 872,662 Búseturéttur kr. 2,165,865 Búsetugjald kr. 48,433 Búsetugjald kr. 32,709 Búsetugjald kr.42,832 Engjahlíð 3a, Hafnarfírði Trönuhjalli 13, Kópavogi Miðholt 1, Mosfellsbæ 56m2 íbúð Félagslegt lán 56m2 íbúð Félagslegt lán 92m2 íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 734,195 Búseturéttur kr. 1,440,236 Búseturéttur kr. 1,448,231 Búsetugjald kr.27,096 Búsetugjald kr. 37,354 Búsetugjald kr.37,060 4ra herh. Tronuhjalh 17, Kopavogi Suðurhvammur 13, Hafnarfírði 1 56m2 íbúð Félagslegt lán Dvergholt 1, Hafnarfírði 102m2 íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 953,901 97m2 íbúðir Almennt lán Búseturéttur kr. 1,665,710 Búsetugjald kr. 25,284 Búseturéttur kr. 1,146,095 Búsetugjald kr. 45,993 3ja herb. Búsetugjald kr. 60,779 Miðholt 5, Hafnarfirði i Berjarimi 1, Reykjavík Frostafold 20, Reykjavík 102m2 ibúð Félagslegt lán 72m2 íbúð Félagslegt lán 88m2 íbúðir Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1,048,757 Búseturéttur kr. 1,246,091 Búseturéttur kr. 1,130,011 Búsetugjald kr.42,146 Búsetugjald kr.36,851 Búsetugjald kr. 42,711 Lerkigrund 5, Akranes Arnarsmári 4, Kópavogi Berjarimi 1, Reykjavík 94m2 íbúð Félagslegt lán 80m2 íbúð Almennt lán 87m2 íbúðir Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1,100,869 Búseturéttur kr. 872,662 Búseturéttur kr. 1,504,729 Búsetugjald kr.39,325 Búsetugjald kr. 50,178 Búsetugjald kr. 44,380 5 herb raöhús Frostafold 20, Reykjavík Trönuhjalli 13 & 15, Kópavogi Bæjargil 46, Garðabæ 78m2 íbúðir Félagslegt lán 95m2 íbúðir Félagslegt lán 130m2 raðhús Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1,042,091 Búseturéttur kr. 1,669,652 Búseturéttur kr. 2,726,454 Búsetugjald kr. 38,510 Búsetugjald kr. 42,053 Búsetugjald kr.45,757 Umsóknarblöð liggja frammi á skrifstofu Búseta hsf. ásamt teikningum og nánari upplýsingum. Skrifstofan er opin frá kl. 9 til 15. íbúðirnar eru til sýnis eftir samkomulagi til 14. júlí. Með umsóknum þarf að skila skatt- framtölum síðustu þriggja ára, staðfestum af skattstjóra ásamt fjölskylduvottorði (frá Hagstofunni) Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 15 júlí kl. 12 að SKEIFUNNI19, 3.HÆÐ, umsækjendur verða að mæta! Búseti hsf., Hávallagötu 24,101 Reykjavík, sími 552 5788 www.buseti.is Búseti flytur skrifstofu sína og opnar á nýjum stað 16. júlí n.k. Skeifan 19,3. hæð (sama hús og Myllan) Nýtt símanúmer frá 15. júli 520-5788
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.