Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 44
^Í4 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ UNNUR DÓRA „ GUNNLA UGSDÓTTIR HAGAN + Unnur Dóra Gunnlaugsdótt- ir Hagan var fædd í Reykjavík 26. febr- úar 1927. Hún lést í Toronto í Kanada 14. júní síðastliðinn. Hún var dóttir hjón- anna Gunnlaugs Einarssonar, lækn- M is, f. 5. ágúst 1892, d. 5. apríl 1944, og Onnu Guðrúnar Kristjánsdóttur, f. 17. júlí 1900, d. 9. mars 1983. Eldri bróðir hennar var Kristján Eysteinn Gunnlaugs- son, tannlæknir í Reykjavík, f. 13. maí 1925, d. 25. apríl 1971. Hann var kvæntur Helgu Þórð- ardóttur, f. 2. september 1926, og eiga þau 4 börn. Árið 1950 giftist Unnur eftir- lifandi eiginmanni sínum, Eiríki Hagan, f. 23. júlí 1921. Börn þeirra eru Haraldur Gunnlaug- ur, f. 22. janúar 1956, og Anna Lára, f. 3. nóvem- ber 1960. Barna- börnin eru fjögur. Unnur Dóra og Ei- ríkur bjuggu víða erlendis, en lengst af í Toronto í Kanada. Nú síðast í 3065 Lenester Dri- ve nr. 58, Mississ- auga, Ontario, L5C 2B8. Unnur Dóra ólst upp í Reykjavík. Lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1944. Að loknu námi starfaði hún um árabil á skrifstofu Sveins Björnssonar forseta, en þaðan lá leið hennar til New York, þar sem hún vann á ís- lensku ræðismannsskrifstof- unni. Utför Unnar hefur farið fram í Toronto í kyrrþey. j Við fylltumst söknuði og tómleika þegar símhringingin barst frá Kanada til að tilkynna okkur lát Unnu frænku. Hún sem var okkur alltaf svo nálæg í hug og hjarta, þrátt fyrir fjarlægð milli landa. Okkur verða ætíð minnisstæðar þær heimsóknir sem við höfum farið á ýmsum tímum til Kanada til að heimsækja Unnu og Eirík. Gestrisni þeirra og hlýtt viðmót var einstakt. Þar var ekkert til sparað í öllum viðurgjörningi og aldrei talið eftir þótt sækja þyrfti gesti um MINNINGAR- OG TÆKIPÆRÍSKORT Segðu hug þinn um leið og þú lætur gott af þér @5624400 leiða <Slr hjAimkstofnun Qg/ KIMUUNHM Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík • Sími 553 1099 Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skrcytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. egsteinar Lundi , v/Nýbýlaveg SÓLSTEINAR 564 4566 ÍWIMWUÍ '41ÖT-EL ÍOK Miuniyiii • (jiií Upplýsingar í s: 551 1247 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhtið 35 ♦ Sími 584 3300 Altan sólarhringinn. LEGSTEINAR > í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410 langan veg, leita að veitingastað með uppáhaldsrétti einhvers eða til að skoða fallega staði eins og Niag- ara-fossana. Unna var alla tíð sannur fslend- ingur og hafði til að mynda gaman af að íslenska hin ýmsu hugtök sem notuð voru í þeirra enska umhverfi. Ekki var minni gleðin yfir nýjum ís- lenskum tækniorðum sem ekki voru til þegar þau voru „heima“. Þar má nefna orðið „örbylgjuofn", en þessi tækni var ekki til þegar þau bjuggu á íslandi og þar af leiðandi ekkert íslenskt orð. Þar er líka yndislega myndin sem við eigum í huganum af Unnu frænku þegar hún fann messu í út- varpinu kl. 11 á sunnudagsmorgn- um, sem var alveg eins og heima á íslandi. Hún Unna frænka var sönn hús- móðir, móðir og amma, og þó að hennar eigin böm og barnabörn skipuðu þar sérstakan sess vom þau líka mörg önnur sem áttu sér stað í rúmgóðu hjarta hennar. Þetta fengum við bróðurbörnin hennar og börnin okkar að reyna. Og það em þær góðu minningar sem munu lifa áfram með okkur öllum. í huga okkar er fyrst og fremst söknuður og þakklæti til Unnu frænku fyrir allt sem hún var okk- ur. En hugur okkar er ekki síður hjá ykkur, sem næst henni stóðu. Elsku Eiríkur, Halli, Anna Lára og fjölskyldur. Megi góður Guð vera ykkur skjöldur og skjól í sorginni og minningamar góðu veita ykkur huggun í framtíð. Helga Þórðardóttir, Anna, Unn- ur Dóra, Gunnlaugur og Þórður Kristjánsbörn og fjölskyldur. Ég var að koma frá útlöndum þegar ég frétti að Unnur Dóra Hag- an hefði látist nokkram dögum áður eftir stutta en erfiða baráttu við ill- kynja sjúkdóm. Ég fylltist harmi og söknuði í senn. Eg hafði haft tak- mörkuð kynni af Unni Dóm og Ei- ríki Hagan sem bam, en Unnur Dóra var systir Kristjáns heitins Gunnlaugssonar, tannlæknis, sem var mágur móður minnar. Þau Unn- ur Dóra og Eiríkur fluttu síðan til Kanada fyrir meira en 40 árum, þar sem þau hafa búið síðan. Ég fylgdist auðvitað með þeim gegnum fjöl- skylduna og fékk af þeim fréttir og fannst alltaf vera ákveðinn ævin- týraljómi yfir þessum hjónum sem tóku þá afdrifaríku ákvörðun að yf- irgefa ísland og freista gæfunnar í öðru landi svo fjarri. Þegar ég fékk boð um að stunda sérnám í heimilis- lækningum við McMaster-háskól- ann í Hamilton í Ontario í Kanada sumarið 1978 kom í ljós að þau Unnur Dóra og Eiríkur bjuggu í út- borg Toronto, sem heitir Mississ- auga og er um 40 mínútna akstur frá Hamilton. Þar sem þau hjón voru þau einu sem við þekktum var haft samband við þau. Þau skrifuðu til baka og buðu okkur Stellu og strákunum okkar, þeim Guðmundi 6 ára og Gunnari Narfa 7 mánaða, að dvelja hjá sér þangað til við fyndum húsnæði í Hamilton. Er skemmst frá því að segja að þau tóku á móti okkur með kostum og kynjum og dekruðu við okkur eins og við vær- um þeirra eigin böm. Þau eyddu mörgum dögum með okkur að leita húsnæðis, sem gekk mjög brösug- lega, en það er þolgæði Unnar Dóm að þakka að við fundum loks yndis- legt raðhús til leigu, sem síðar varð athvarf annarrar læknafjölskyldu frá Islandi og reyndar tveggja ann- arra íslenskra fjölskyldna í sömu raðhúsalengju. Það var erfitt fyrir fjögurra manna fjölskyldu að koma alla leið frá Islandi í gerólíkt samfé- lag svo fjarri heimahögum. Þau Unnur Dóra og Eiríkur höfðu hins vegar gengið í gegnum þetta og gátu miðlað af dýrmætri reynslu sinni. Við erum þeim ævinlega þakklát fyrir hjálpsemi þeirra og umhyggju fyrir velferð okkar. Við minnumst ótal greiða, svo sem láns á annarri bifreið þeirra hjóna með- an við leituðum að bifreið til kaups, auðvitað með aðstoð Eiríks. Yndis- legastar eru þó minningarnar frá ótal heimboðum þeirra hjóna, sér- staklega um jólin, þar sem við vor- um hluti af fjölskyldunni. Heimili þeirra var einstakt að því leyti að þegar stigið var inn fyrir dymar þá fann maður að nú var komið inn á rammíslenskt menningarheimili. Það vora íslenskar öndvegisbók- menntir í hillum og íslensk listaverk á veggjum. Enginn íburður, en allt fágað og snyrt. Strákarnir okkar vom sérlega hændir að Unni Dóm og Eiríki, enda þau bamgóð með eindæmum. Unnur Dóra kom okkur fyrir sjónir sem afskaplega jafnlynd og þolinmóð. Hún var glaðlynd og hafði góða kímnigáfu. Minnisstæð- ust var þó hjartahlýja hennar og manngæska. í okkar augum voru þau Unnur Dóra og Eiríkur ákaf- lega samhent hjón og nánast eins og eins manneskja. Þess vegna er manni tamt að tala um Unni Dóru og Eirík í sömu andránni. Þegar ég var að ijúka námi mínu SIGURLÍN GUNNARSDÓTTIR + Sigurlín Gunn- arsdóttir fædd- ist í Tobbakoti í Þykkvabæ 20. nóv- ember 1920. Hún lést 27. júní síðast- liðinn á gjörgæslu- deild Landspitalans. Foreldrar hennar voru hjónin Gunn- ar Eyjólfsson frá Tobbakoti og Guð- rún Jónsdóttir frá Bolholti. Sigurlín var elst af 9 systkin- um. Hin eru: Jón Óskar, f. 3. mars 1922, Karl, f. 22. júní 1924, Jónína, f. 19. nóv. 1926, Haf- steinn, f. 11. sept. 1928, Björg- vin, f. 15. nóv. 1930, d. 12. feb. 1965, Svava, f. 11. júní 1934, Alda, f. 1. feb. 1936, og Harald- ur, f. 2. ágúst 1937. Sigurlín giftist Baldri Jóns- syni, f. 17. okt. 1910, d. 18. ágúst 1962. For- eldrar hans voru hjónin Jón Sigurðs- son og Guðrún Þor- steinsdóttir. Barn Sigurlínar og Bald- urs er Gunnar, f. 6. júlí 1943, kvæntur Margréti Ólafsdótt- ur og _ eiga þau 3 börn: Ólaf, Sigurlín og Heiðar, og eru barnabörnin fjögur. Sigurlín og Bald- ur slitu samvistir. Hún giftist 9. okt. 1959 Jóni Gunnari Kragh, f. 9. okt., d. 5. des. 1996. Foreldrar hans voru Hans Mad- sen Kragh og Kristólína Kragh. Sigurlín starfaði lengst af við saumaskap hjá Belgjagerðinni og síðast hjá Tinnu. títför Sigurlínar fer fram frá Seljakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Nú er hún amma mín dáin og minningamar um samvistir okkar í þessu lífi streyma fram hver af annarri. Tilfinningin er skrýtin en ég veit að henni líður miklu betur núna og þjáningamar eru liðnar hjá, Eg minnist þess þegar ég var lítil og dvaldi hjá ömmu og afa í Garða- bænum. Það var alltaf svo gaman að koma til þeirra og það var oft mikil tilhlökkun í huga mínum á föstudög- um þegar framundan var helgar- dvöl hjá ömmu og afa. Það vora sannkallaðir dekurdagar þar sem ég fékk að ráða öllu. „Silla mín, og halda átti til íslands var okkur farið að líka svo vel í Kanada að við gátum alveg eins hugsað okkur að dvelja þar áfram, en hins vegar mörg ljón í veginum vegna strangr- ar innflytjendalöggjafar. Þar vora m.a. ákvæði um að fjölskylda sem hygðist setjast að yrði að hafa stuðningsfjölskyldu ef eitthvað bæri út af. Þá buðu þau Unnur Dóra og Eiríkur okkur að þau skyldu vera okkar stuðningsfjölskylda ef við vildum. A þetta reyndi hins vegar aldrei vegna þess að við höfðum þá þegar ákveðið að snúa aftur til Is- lands. Hins vegar var þetta stór- mannlega boðið og 1 raun einstakt af fólki ekki nátengdara en þau vora. í kjölfar veru okkar í Hamilton komu allmargar fjölskyldur frá ís- landi, þar sem fjölskyldufeður stunduðu sémám í heimilislækning- um utan einn, sem stundaði nám á viðskiptasviði. Þau Unnur Dóra og Eiríkur tóku þetta fólk einnig að sér og sýndu því öllu einstakan vináttu- vott og umhyggju. Eftir að fjölskylda mín flutti til Islands höfum við verið svo lánsöm að geta heimsótt þau hjón nokkmm sinnum, síðast 1992, þegar við Stella ásamt Gunnari Narfa vorum að koma frá British Columbia. Okkur langaði að vitja fyrri heimaslóða í Hamilton og að sjálfsögðu heim- sækja þau Unni Dóru og Erík. Okk- ur var auðvitað boðið að gista enda þótt þar væru þegar fyiir þrír gest- ir frá Islandi. Þessi heimsókn er okkur mjög minnisstæð því enn einu sinni var okkur auðsýnd ein- stök gestrisni, sem erfitt er að lýsa í orðum. Sem fyrr vomm við hluti af fjölskyldunni. Ekki má gleyma börnum þeirra þeim Halla og Önnu, sem ætíð vora svo hjálpsöm og höfðu í svo ríkum mæli til að bera hjartahlýju foreldra sinna. Þegar við fluttum heim á sínum tíma hjálpaði Halli okkur að flytja með því að keyra stóran flutningabíl alla leið frá Hamilton til Portsmouth í Virginíu í Bandaríkjunum, sem er tveggja daga leið. Svona var öll fjöl- skyldan samhent og hjálpsöm. Nú er hún Unnur Dóra okkar fallin frá. Við sjáum á bak einstakri öðlingskonu og góðum vini. Það var mannbætandi að fá að kynnast konu eins og henni. Ég, Stella, Guðmund- ur og Gunnar Narfi kveðjum hana með sáram söknuði. Við vottum Ei- ríki, Halla, Önnu og fjölskyldum þeirra innilega samúð okkar. Blessuð sé minning Unnar Dóru Hagan. Gunnar Helgi Guðmundsson. hvað langar þig að borða?“ Og það var ekki erfitt val: Fondue, og eftir- rétturinn „Mix max maggí dútí gumms“. Hvað það var veit ég ekki ennþá, nafnið bjuggum við afí til og uppskriftina vissi enginn nema amma. Og litla prinsessan fékk að sjálfsögðu að sofa í hjónarúminu hjá ömmu, aumingja afi mátti færa sig í gestaherbergið. Mér er einnig minnisstætt ferða- lag okkar, þegar ég var fjögurra ára, til Mallorca, sem var nú reynd- ar bara Atlavík. Amma og afi höfðu svo gaman af að ferðast til útlanda og það var alltaf svo gaman að fá þau heim aftur með gjafir og skemmtilegar sögur frá fjarlægum löndum. Og eins og veðurblíðan var einstök í Atlavík þetta sumar þá gat þetta alveg eins verið Mallorca. Ég var búin að heyra svo margar sögur úr þessari paradís að ég var alveg viss um að við væram stödd þar. Svona urðu alltaf allir hlutir að æv- intýri með ömmu og afa. Afi dó fyrir einu og hálfu ári og var hann þá búinn að vera sjúkling- ur lengi og var hvíldin honum kær- komin. Og svona stuttu seinna fylg- ir hún amma eftir og er ég viss um að afi hefur tekið vel á móti henni og þau hafa það gott saman núna. Élsku amma og afi, megið þið hvíla í friði. Sofðu vært hinn síðasta blund unz hinn dýri dagur ljómar. Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. (V. Briem.) Sigurlín (Silla).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.