Morgunblaðið - 09.07.1998, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 09.07.1998, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ■HMáskaM ALLT landið og miðin. Hlutafélag stofnað um Flugskóla Islands Tekur við kennslu í atvinnuflugi FLUGSKÓLI íslands hf. var stofnaður á þriðjudag en með því flyst kennsla til atvinnuflugs frá Flugmálastjórn til hins nýja skóla. Auk ríkisins eru hluthafar flugfélög og flugskólar. Stjórn skólans hefur verið kjörin og mun hún skipta með sér verkum á næstunni og ráða skólastjóra. Frá því sett voru lög um Flug- skóla íslands í apríl í fyrra hefur undirbúningur að stofnun flug- skólans staðið en með þeim lögum var samgönguráðherra veitt heimild til að stofna hlutafélag um reksturinn. Ríkið leggur til fjórar milljónir króna í hlutafé auk tækja að verðmæti um 7,7 milljón- ir eða alls 11,7 milljóna króna hlutafé. Aðrir hluthafar leggja fram alls um 15 milljónir en gert er ráð fyrir að hlutafé verði síðar aukið í 35,6 milljónir. Hluthafar eru Atlanta, Flugleiðir, Flugfélag íslands, íslandsflug og flugskól- arnir Flugmennt og Flugtak. í stjórn skólans voru kjörnir Halldór S. Kristjánsson, skrif- stofustjóri í samgönguráðuneyt- inu, sem er fulltrúi ríkisins, Jens Bjarnason flugrekstrarstjóri frá Flugleiðum og Guðlaugur Sig- urðsson yfírflugkennari frá Flug- taki. í varastjórn sitja Hafþór Hafsteinsson, flugrekstrarstjóri Atlanta, sem varamaður Halldórs, Haraldur Baldursson, flugstjóri hjá Flugleiðum, er varamaður Jens og Isleifur Ottesen, eigandi Flugmenntar, varamaður Guð- laugs. Að undirbúningi stofnunar- innar hafa unnið meðal annarra Þorgeir Pálsson flugmálastjóri, Halldór S. Kristjánsson, lögfræð- ingarnir Kristján Þorbergsson og Sveinn Snorrason og Agnar Kof- oed-Hansen rekstrarráðgjafi. Flugskóla íslands hf. er sam- kvæmt lögunum ætlað að reka bóklega kennslu til atvinnuflug- náms og kennslu í flughermi. Seg- ir jafnframt í lögunum að leita skuli samstarfs við flugskóla um verklega kennslu. Þorgeir Páls- son segir að góð samstaða hafi tekist með þessum aðilum um stofnun skólans. Hann segir ýmis- legt breytast í verklagi skólans og ýmsar nýjungar komi til í kennsl- unni með tilkomu nýrra reglna frá Flugöryggissamtökum Evrópu sem tak* eiga gildi 1. júlí á næsta ári. Toro Pipar- og Bearnaisessósa 7 IÐINNI HEIM • LIM LAND ALLT Lakkrísreimar Li-S©* Gautaborgs Remi og Condis im* Saga Fósturskóla Islands í 50 ár Nemendurnir voru níu og barna- heimilin þrjú Saga Fósturskóla ís- lands er komin út. Það er Valborg Sig- urðardóttir sem skráði sögu skólans en hún var skólastjóri hans frá upp- hafi árið 1946 og fram til ársins 1985. „Bókin fjallar um sögu Fósturskóla íslands, þró- un hans og mótun í hálfa öld. Jafnframt leitaðist ég við að gera grein fyrir þeim grundvallarhug- myndum og uppeldisvið- horfum sem menntun leikskólakennara/fóstra hafa byggst á.“ Valborg segir að sagan sé byggð á fjölmörgum heimildum, bæði prentuðum og óprentuðum. „Ég átti m.a. til ýmis- legt á blöðum um starfsemi skól- ans, t.d. skólaslitaræðurnar sem jafnframt voru nokkurs konar annálar skólaársins." Valborg segist leggja mikla áherslu á að varpa ljósi á uppeldisstefnu skól- ans og tengsl hennar við hug- myndafræði og uppeldisstefnur á Vesturlöndum bæði fyrr og nú. - Skólinn hefur ekki alltaf gengið undir sama nafni? „Nei, hann var stofnaður árið 1946 af Bamavinafélaginu Sumargjöf og þá undir nafninu Uppeldisskóli Sumargjafar. Með stofnun skólans var mikið braut- ryðjendastarf hafið enda nýmæli í skólasögu landsins.“ Valborg segir að árið 1957 hafi nafninu verið breytt í Fóstru- skóla Sumargjafar. Loks var hann gerður að ríkisskóla árið 1973 og þá undir nafninu Fóstur- skóli íslands. „Þetta er ein sam- felld heild sem menntastofnun þótt breytt hafi verið um nafn og rekstrarform." - Nú varst þú skólastjóri skól- ans frá upphafi og fram til ársins 1985. Voru ekki miklar breyting- ar á þessum tíma í skólastarfmu? „Jú, þegar skólinn var stofnað- ur árið 1946 voru nemendumir níu talsins og barnaheimilin í Reykjavík aðeins þrjú sem rekin vom á á vegum Sumargjafar. Ég var lengi eini fastráðni starfs- maður skólans. Þetta segir mikið um þær breytingar sem urðu næstu áratugina. Alls hafa hátt á sautjánda hundrað nemenda út- skrifast frá skólanum og leik- skólar á landinu eru á þriðja hundrað í allt. Námstími hefur lengst, inntökuskilyrði aukist og fjöldi nemenda í hverjum ár- gangi hefur margfaldast. En kjarni fagmenntunarinnar er hinn sami.“ Valborg bendir á að húsnæðis- þrengsli og sífelldur búferla- flutningur hafi alla tíð hamlað vexti og viðgangi Fósturskólans. „Loks eftir þrjátíu ára starf skól- ans fékk hann eigið húsnæði að Leirulæk. Mikilvægt skref í ------------ sögu skólans var stig- ið þegar hann var gerður að ríkisskóla og varð lögum sam- kvæmt bæði fyrir Valborg Sigurðardóttir ►Valborg Sigurðardóttir er fædd í Ráðagerði á Seltjarnar- nesi árið 1922. Hún lauk stúd- entsprófi frá MR árið 1941 og prófi f forspjallsvísindum frá Háskóla íslands. I Bandaríkjunum stundaði hún nám f sálarfræði við Minnesotaháskólann og f upp- eldis- og sálarfræði við hinn kunna kvennaháskóla Smith College. Hún lauk BA prófi árið 1944 frá Smith College og MA prófi árið 1946. Haustið 1946 gerðist Valborg skólastjóri hins nýstofnaða Uppeldisskóla Sumargjafar sem síðar hlaut nafnið Fósturskóli íslands er hann var gerður að ríkisskóla. Starfaði Valborg við skólann fram til ársins 1985. Valborg hefur ritað íjölmarg- ar greinar í blöð og tímarit, einkum um uppeldi ungra barna og leikskóla. Hún ritaði bækurnar Myndsköpun barna - frá kroti til táknmynda árið 1989 og Leikur og leikuppeldi árið 1991. Auk þess samdi hún í samstarfi við stjórnskipaða nefnd ritið Uppeldisáætlun fyr- ir dagvistarheimili sem út kom árið 1985 á vegum menntamála- ráuneytisins og síðar Uppeldis- áætlun fyrir leikskóla árið 1993. Eiginmaður Valborgar er prófessor Ármann Snævarr, fyrrverandi rektor Háskóla fs- lands. Þau eiga fimm börn. karla og konur. Arið 1983 braut- skráðust fyrstu tveir karlmenn- irnir frá skólanum. Aðeins 13 karlmenn hafa þó brautskráðst frá skólanum." - Mætti ekki skólinn talsverð- um fordómum fyrstu árin? „Frá upphafi hefur staðið nokk- ur styr um inntökuskilyrði skól- ans en ég setti menntunarmarldð alltaf eins hátt og unnt var miðað við menntunarfæri kvenna á ís- landi á hverjum tíma.“ Valborg segir að um miðbik aldarinnar hafi verið erfítt að vekja skilning á því að hlutverk fóstru væri ekki bara að „hafa ofan af fyrir bömum“ og „gæta þess að þau færu sér ekki að voða“ heldur væri um að ræða fagleg uppeldisstörf sem væru mikilvæg viðbót við uppeldi heimilanna. „En smám saman óx skiln- ingog starfi fóstrunnar sem nú ber starfsheitið „leikskólakenn- ------------------- ari“ í kjölfar laga um Myndir af öll- leikskóla frá árinu um árgöngum 1991. skólans , Bókin um Fóstur- skola Islands er ntuð í tilefni af 50 ára af- mæli skólans. Um 990 manns skráðu sig á heillaóskaskrá bók- arinnar. Henni er skipt í 10 kafla. Fjöldi mynda prýðir hana. Myndir eru af öllum árgöngum skólans, auk mynda af nemend- um og kennurum í leik og starfi. Loks eru listar yfir alla leik- skólakennara sem brautskráðst hafa frá skólanum og kennara hans og starfsfólk frá upphafi."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.