Morgunblaðið - 09.07.1998, Page 10

Morgunblaðið - 09.07.1998, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hægt að aka ókeypis um Hvalfjarðargöngin í átta daga GJALDTAKA fyrir göngin fer fram norðanmegin en verið var að leggja lokahönd á hliðið í gær. Morgunbladið/Jim Smart NOKKRIR forsvarsmenn Hvalfjarðarganganna ásamt yfirvöldum. Frá vinstri: Þórður Sigurðsson, yfirlögregluþjónn í Borgamesi, Geir Jón Þórisson, Reykjavíkurlögreglunni, Stefán Skarphéðinsson, sýslumað- ur Borgarnesi, Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi og stjórnarfor- maður Spalar ehf., Páll Siguijónsson, forstjóri ístaks og stjórnarfor- maður Fossvirkis, og Stefán Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri Spalar ehf. Skólaakstur í Reykjavík • • Oryggis- belti í öll sæti BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka næstlægsta tilboði frá Hóp- ferðamiðstöðinni ehf. í akstur skóla- bama. Ákvörðunin byggist á að fyrh- tækið mun setja öryggisbelti í öll sæti í alla bfla í skólaakstri. Tilboðið nær til þriggja ára og er árlegur akstur metinn á 25,9 millj. I umsögn forstöðumanns fjármálasviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur til Innkaupastofnunar kemur fram að við samanburð á tilboðum um skóla- akstur hafi tvö lægstu tilboðin nánast verið jafn há. í tilboðsgögnum er tek- ið fram að verkkaupi áskilji sér rétt til að meta sérstaklega kosti þeirra tilboða, þar sem boðið er upp á ör- yggisbelti íyrir farþega í öllum sæt- um. I tilboði Hópferðamiðstöðvarinn- ar kemur fram að allir bflar í skóla- akstri verði búnir öryggisbeltum í öllum sætum, verkkaupanum að kostnaðarlausu, verði eftir því óskað. I tilboði lægstbjóðanda, Guðmund- ar Jónassonar, kemur fram að örygg- isbelti séu einungis í þremur nýjustu bflum fyrirtækisins en í útboðsgögn- um er tekið fram að gert sé ráð fyrir að níu til tíu bflar séu samtímis í notkun. Önnur tilboð sem bárust þar sem boðið var upp á öryggisbelti í öll- um sætum voru umtalsvert hærri og komu að mati Fræðslumiðstöðvar ekki til greina. --------------- Lundaveiði bönnuð í Klettsvík BÆJARRÁÐ Vestmannaeyjabæjar hefur auglýst bann við lundaveiðum í Klettsvík næstu fimm árin. Bannið er gefið út að fengnum tillögum frá Náttúrufræðistofu Suðurlands, Bjargveiðifélaginu og lundaveiði- mönnum sjálfum. Menn hafa bent á það síðustu sumur að í lok veiðitíma- bils væri farið að sjá á byggðinni og bendir það til að of mikið sé veitt af kynþroska fugli. Ármann Höskulds- son, forstöðumaður Náttúrufræði- stofu Suðurlands, segir skil á lunda- merkjum hafa staðfest þetta. Hann segir nauðsynlegt að íslend- ingar sýni ábyrgð í lundaveiðum þar sem hvergi sé leyfilegt að veiða hann nema hér. Veiðimenn séu á þessari skoðun sjálfir og vilji sýna ábyrgð. FORSVARSMENN Spalar hf. segjast munu leggja áherslu á að forðast umferðarteppur er Hval- fjarðargöngin verða opnuð fyrir bflaumferð eftir tvo daga. Hvelja þeir ökumenn til að nýta sér alla þá átta daga, sem hægt verður að aka um göngin án endur- gjalds, til að koma í veg fyrir að allt sitji fast á opnunardaginn. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi Spalar í gær. Göngin verða opnuð fyrir bfla- umferð kl. 19 á laugardag. Lög- reglan í Reykjavík og Borgarnesi mun hafa nokkurn viðbúnað við opnunina. Gera lögreglumenn ráð fyrir að þurfa að handstýra umferð ef göngin anna henni ekki og er hugsanlegt að ein- stefna verði sett á veginn í kring- um Akrafjall. Þá mun lögreglan fylgjast með því hvort ökumenn virði hraðatakmörk í göngunum en þau eru 70 km á klukkustund. Seinkun á gjaldtökubúnaði Á blaðamannafundinum kom fram að seinkun hefði orðið á af- hendingu á hluta af þeim búnaði sem sér um gjaldtöku. Svokallað- ir veglyklar eru enn ókomnir til Iandsins en búist er við að hægt verði að afhenda þá um miðja næstu viku. Þá kom einnig fram að seinkun hafi orðið á uppsetningu GSM- símasambands en það er liluti af þeim öryggisbúnaði sem verður til staðar í mannvirkinu. Búist er við að það taki tvær til þijár vik- ur að ljúka þeim þætti. Ókeypis til 20. júlí Fram til mánudagsins 20. júlí verður engin gjaldtaka í göngun- um en eftir það verða teknir veg- tollar við nyrðri munna þeirra. Hægt verður að greiða með öll- um greiðslumiðlum en boðið verður upp á tvo gjaldflokka fyr- ir stórnotendur. Stök ferð fyrir fjölskyldubfl sem er styttri en 6 metrar kostar 1.000 kr. en einnig verður liægt að kaupa áskrift sem veitir 20 til 40% afslátt eftir fjölda ferða. Afsláttur til stærri bfla verður þó minni eða frá 15% til 25% en þar kostar stök ferð frá 3.000 til 3.800 krónur. Hver ferð fyrir vélhjól kostar 600 kr. Dagskrá opnunardagsins á laugardag hefst með því að Lúðrasveit Akraness byrjar að spila við suðurenda ganganna klukkan 13.40 en klukkan 14.00 munu Páll Siguijónsson, stjórn- arformaður Fossvirkis sf., og Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar ehf., flytja ávörp. Að því búnu mun Davíð Oddsson, for- sætisráðherra, opna Hvalfjarðar- göngin formlega og skömmu síð- ar verða göngin einnig opnuð norðanfrá. Mikill áhugi á hlaupinu Klukkan 16 hefst Hvalljarðar- gangahlaupið en nú þegar hafa rúmlega 500 þátttakendur skráð sig í það. Þetta er fyrsta og eina hlaupið sem haldið verður undir Hvalfjörð en það er í umsjón Reykjavíkurmaraþons. Mikill áhugi er fyrir því en þátttakend- ur mega einnig fara á reiðhjóli, gangandi eða á línuskautum. Dæmt f meiðyrðamálum vegna vegalagningar við Stóra-Kropp f Reykholtsdal Sum ummælin ómerkt en önnur ekki HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands kvað í fyrradag upp dóm í tveimur meiðyrðamálum sem Jón Kjartans- son, bóndi á Stóra-Kroppi í Reyk- holtsdal, höfðaði vegna ummæla sem tveir sveitungar hans létu falla; ann- ar á hreppsnefndarfundi í júlí 1997 en hinn á almennum hreppsfundi í aprfl 1997. Hluti ummælanna, sem stefnt var út af, var ómerktur en ómerkingar- kröfu annarra ummæla var hafnað. I öðru málinu var stefndi dæmdur til að greiða 15 þúsund króna sekt til ríkissjóðs, til að greiða Jóni 90 þús. kr. vegna málskostnaðar og 50 þús. kr. til að standa straum af birtingu dómsins. í hinu málinu var fallist á kröfu um ómerkingu einna ummæla af sex, sem mál var höfðað út af, og var við- komandi dæmdur til að greiða 30 þúsund krónur í málskostnað en kröfu Jóns um greiðslu kostnaðar vegna opinberrar birtingar dóms hafnað. Deilt hefur verið hart í Reykholts- dal um lagningu Borgarfjarðar- brautar og hvort vegarstæðið skuli liggja um tún Stóra-Kropps eður ei. Ummælin, sem ómerkt voru í öðru málinu, lét Jón Bjömsson í Deildar- tungu falla á hreppsnefndarfundin- um. Þau voru þessi: „Ég fékk grun þegar Jón Kjartansson hóf endur- byggingu gamla fjóssins í stað þess að byggja nýtt. Mig grunaði að Jón Kjartansson væri ekki eins stöndug- ur og hann vildi vera láta og taldi hann hafa óhreint mjöl í pokahom- inu. Hafí maðurinn átt peninga þá færi hann ekki að gera við svo gam- alt fjós. Tilgangur minn að verða mér út um veðbókarvottorð fyrir Stóra-Kroppi er svipaður og hjá blaðamönnum þegar þeir eru að fletta ofan af mönnum sem em í svona fjárglæfrastarfsemi og fékk ég grun minn staðfestan við athugun á veðbókarvottorðinu." Fjárglæframaður vísar til glæp- samlegrar starfsemi Um ómerkingu þessara ummæla segir í rökstuðningi Hervarar Þor- valdsdóttur héraðsdómara að dóm- arinn telji orðið fjárglæframaður vísa til glæpsamlegrar starfsemi. „Þó svo framlagt veðbókarvottorð sýni að jörðin er mikið veðsett, verð- ur ekki talið að ummæli stefnda feli í sér gildisdóm, þar sem lagt sé mat á staðreyndir, enda með engu móti hægt að draga þá ályktun af veðbók- arvottorði að stefnandi sé fjár- glæframaður eða segja til um fjár- hagsstöðu hans,“ segir í dóminum. Ummælin eru talin ærumeiðandi að- dróttanir í garð Jóns og til þess fallin að sverta mannorð hans. Hins vegar taldi dómarinn ekki efni til að ómerkja þessi ummæli Jóns Björnssonar á hreppsnefndai-- fundinum: „Það skipth- ekki máli fyr- ir búskap á Stóra-Kr'oppi hvort þar kemur vegur eða ekki. Þessi spila- borg hrynur.“ I hinu málinu var um að ræða um- mæli sem Þorsteinn Pétursson á Kleppjámsreykjum lét falla á al- mennum hreppsfundi. Ómerkt voru með dómi ummælin: „... og meira að segja frúin á Stóra- Kroppi sem ég hélt að þekkti nú ansi fáa hér í sveitinni sá ástæðu til þess að ausa aur og skít yfir okkur sveit- ungana í víðlesnu tímariti. Þar segh' hún nágrannana óska þeim alls ills. Ég tel ekki vafa á því að þetta eru orð bónda hennar sem hún var látin koma á framfæri." Um þessi ummæli segir dómarinn að þar sé Jón Kjartansson vændur um að láta konu sína bera aðra ill- mælgi. „Þar sem ósannað er að stefnandi hafi beitt konu sinni fyrir sig með þessum hætti þykja ummæli þessi óviðurkvæmileg og ber að ómerkja þau,“ segir í dóminum. Ómerkingu hafnað Hins vegar taldi dómarinn ekki til- efni til að ómerkja eftirfarin ummæli Þorsteins á almennum hreppsfundi: „Málið snýst ekki um veg heldur snýst málið eingöngu um einn mann hér í sveitinni sem kom hingað 1994.“ „Það liggur því kristaltært fyrir að þessir menn voru teknir í gíslingu.“ „Samfélagið hefur daprast síðan farið var að þjóna hér einum manni sem var nýskriðinn inn í sveitina. Jón Kjartansson sá til þess að fjölmiðla- fár varð í kjölfar fundarins 1994.“ „Þetta var nú höfðingsbragurinn á kappanum sem var búinn að stjórna þessu máli í eitt og hálft ár. Hann þoldi ekki að tillaga kæmi fram um byggingu brúar.“ „En hvert er vandamálið á Stóra-Kroppi? Það er bóndinn sem er vandamálið, hann setur sig upp á móti því að hér sé nokkuð gert og fær menn í lið með sér, beitir þá valdi eða hefur kannski lofað þeim gulli og grænum skógum. Hann hefur tekið menn í gíslingu, þar á meðal hreppsnefndina." Ómerkingarkröfunni hafnar dóm- arinn með þeim rökstuðningi að harðar deilur hafi verið í sveitinni um veglagningu og stefnd ummæli hafi verið hluti af ræðu sem Þor- steinn hélt á fundi þar sem vegamál voi'u rædd. Beri að skoða ummælin í því ljósi og ekki slíta þau úr því sam- hengi sem þau voru sögð í. Með ræðu sinni færi stefndi hugsanir sín- ar í búning og noti m.a. líkingamál. Með hliðsjón af því, tjáningarfrelsi Þorsteins og skoðanaskipta um þau mál sem rædd voru verði þessi um- mæli ekki skilin á þann veg að þar sé ráðist á persónu Jóns eða ummælin séu óviðurkvæmileg á þann hátt að ómerkja beri þau.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.