Morgunblaðið - 09.07.1998, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Formaður Alþýðubandalagsins segir að undirbúningur að sameigin-
legu framboði sé að hefjast í sumum kjördæmum
Úrsagnir tefja ekki viðræður
um sameiginlegt framboð
MARGRET Frímanns-
dóttir, formaður Al-
þýðubandalagsins, seg-
ist ekki telja að úrsagn-
ir úr Alþýðubandalag-
inu hafi áhrif á viðræð-
ur Alþýðubandalags,
Alþýðuflokks og
Kvennalista um sam-
eiginlegt framboð. Hún
segir að enn hafi ekki
margir tilkynnt um úr-
sögn úr flokknum, en
fólk hafi einnig gengið
til liðs við flokkinn á
síðustu dögum, m.a.
fólk sem hafi dregið sig
út úr starfi fyrir flokk-
inn.
Margrét sagðist gera ráð fyrir
að ekki yrði mikill kraftur í viðræð-
um félagshyggjuflokkanna um
sameiginlegt framboð í júlí, en að
aukinn kraftur yrði settur í viðræð-
umar í ágúst. Stefnt væri að því að
Margrét
Frímannsdóttir
málefnavinnunni yrði
að mestu lokið fyrir
aðalfund miðstjómar
Alþýðubandalagsins,
sem haldinn verður í
október. Þá myndi
liggja fyrir verkefna-
skrá til fjögurra ára. I
sumum kjöi-dæmum
væri þegar farið að
ræða um hvemig stað-
ið yrði að málum fyrir
kosningamar í vor.
Hún sagði að lítið væri
farið að ræða um hver
kæmi til með að leiða
þetta framboð og óvíst
hvenær endanleg
ákvörðun um það yrði
tekin.
Margi-ét sagðist hafa rætt við
ýmsa af þeim sem studdu tillögu
Steingríms J. Sigfússonar á auka-
landsfundinum um að taka þátt í
málefnavinnunni og því hefði verið
vel tekið. Steingrímur og Hjörleif-
ur Guttormsson hefðu tekið þátt í
málefnavinnunni og þau drög sem
fyrir lægju tækju mið af sjónar-
miðum þeirra. Hún sagði of
snemmt að segja fyrir um hvaða
áhrif brottför þeirra hefði á mál-
efnavinnuna.
Nýtt fólk vill ganga til
liðs við flokkinn
Margrét sagði þeir atburðir sem
orðið hefðu í kjölfar landsfundarins
kæmu sér ekki á óvart. Hún hefði
rætt við fjölmarga fiokksfélaga
fyrir fundinn og gert sér grein fyi--
ir því að andstaða var við sameigin-
legt framboð. Andstaðan hefði ekki
verið meiri en hún átti von á. Hún
hefði hins vegar gert sér vonir um
að þeir sem urðu undir í atkvæða-
greiðslunni myndu bíða eftir að
endanlegri málefnavinnu lyki og
taka afstöðu á grundvelli hennar.
„Enn sem komið er hafa ekki
mjög margir sagt sig úr flokknum.
Miðað við þau viðbrögð sem ég hef
fengið býst ég við að þeir séu held-
ur fleiri sem ei-u að ganga til liðs
við flokkinn eða eru að koma aftur
til starfa eftir að hafa tekið sé hlé
um langan tíma. Menn verða að
hafa í huga að Alþýðubandalagið
hefur í mjög mörg ár ályktað um
samstai-f vinstrimanna. Á lands-
fundinum var ákveðið að láta reyna
á hvort menn væru tilbúnir að
standa við þær yfirlýsingar sem
flokkurinn var búinn að gefa. Það
er ekki hægt að horfa framhjá því
að það er hópur fólks sem ýmis hef-
ur dregið sig í hlé í störfum fyrir
flokkinn eða jafnvel yfirgefíð hann
vegna þess að afstaða hafði ekki
verið tekin og ályktunum hafði ekki
verið fylgt eftir. Ég hef fengið úr
öllum kjördæmum landsins stuðn-
ingsyfirlýsingar frá flokksmönnum
og frá fólki sem hefur staðið utan
hans,“ sagði Margrét.
Hluti af súrálsfarmi
losaður erlendis
ÁKVEÐIÐ hefur verið að flutn-
ingaskipið MS Strilberg, sem tekið
hafði að sér að flytja 17 þúsund
tonna farm af súráli í súrálsgeyma
Norðuráls við Grundartanga, sigli
á brott með hluta farmsins, en
sjálflosunarbúnaður skipsins bilaði
þegar búið var að losa úr því rúm
13 þúsund tonn.
Ékki hefur verið tekin ákvörðun
um hvort farið verði með afganginn
af farminum til geymslu í Aughinish
á Vestur-írlandi, eða Rotterdam.
Víst er að hvort sem verður ofan á,
mun farmurinn verða losaður í
geymslu og síðan lestaður í venju-
Breytíngar á
stjómsýslu Hafnar-
jgarðarbæjar
Sviðsstjór-
um fækkað
BÆJARSTJORN Hafnarfjarðar
hefur samþykkt breytingar á stjórn-
sýslu bæjarsins, sem meðal annars
fela í sér að sviðsstjórar verða þrír í
stað sex. Að sögn Magnúsar Gunn-
arssonar bæjarstjóra verður bæjar-
endurskoðun felld inn í reikningshald
og innri endurskoðun bæjarins og ut-
anaðkomandi aðilar ráðnir til að end-
urskoða reikninga bæjarsjóðs.
Magnús segir að í stað sex sviðs-
stjóra verði þrír sviðsstjórar en búið
var að ráða fjóra. Hefur fjármála-
stjóra og framkvæmdastjóra fram-
kvæmda- og tæknisviðs verið sagt
upp störfum þar sem störf þeirra
verða lögð niður.
„Fjármála- og stjómsýslusvið
verða sameinuð en tveir menn
gegndu þeim störfum," sagði Magn-
ús. „Og nú verður auglýst eftir manni
í það starf og í starf framkvæmda-
stjóra fjölskyldusviðs og fram-
kvæmdastjóra umhverfis- og tæknis-
viðs.“
Þeir sem fluttir verða til í starfi
eru Guðbjörn Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri stjórnsýslusviðs, en
hann tekur við framkvæmdastjóm
Húsnæðisstofnunar og Magnús Bald-
m’sson, framkvæmdastjóri fræðslu-
sviðs, en hann verður forstöðumaður
Skólaski’ifstofu. Breytingarnar taka
gildi 1. september.
legt flutningaskip þegar varanlegur
losunarbúnaður er kominn upp við
Grandai-tanga.
Ástæða þess að skipið siglir á
brott er seinkun á uppsetningu los-
unarbúnaðarins í álverinu að
Grundartanga. Reiknað var með að
hann yrði tilbúinn hinn 12. júlí og
því hefur skipið beðið með afgang-
inn af farminum úti á Hvalfirði síð-
an í kringum 20. júní. Uppsetning
þess búnaðar frestaðist um þrjár
vikur og því var ákveðið að losa MS
Strilberg við restina af súrálsfarm-
inum. Venjulegt flutningaskip mun
koma með farminn á ný þegar bún-
aðurinn verður tilbúinn, en reiknað
er með að það verði í byrjun ágúst,
að sögn Guðmundar Ásgeirssonar,
framkvæmdastjóra Nesskips.
Tjónið bitnar á skipafélaginu
MS Strilberg er í eigu Simon
Mokster í Noregi en Nesskip er
umboðsaðili skipsins hér á landi.
Guðmundur segir að skásti kostur-
inn sé að losa skipið við farminn og
koma með hann aftur þegar búnað-
urinn verði tilbúinn. Skoðunarmenn
frá tryggingafélögum skipsins, sem
eru norsk, skoðuðu aðstæður um
borð og mátu tjónið og hvað væri
best að gera. Tjónið bitnar að mestu
leyti á eiganda skipsins og trygg-
ingafélögum þess.
M orgunblaðið/Ásdís
SHELLSTÖÐIN á Kópavogshálsi hefur verið fjarlægð, en þess
í stað opnar Skeljungur bráðabirgðastöð í Smáranum.
Flutt frá Kópavogs-
hálsi í Smárann
SHELLSTÖÐIN á Kópavogshálsi
hefur verið fjarlægð og flutt í
Smárann í Kópavogi, en þar mun
Skeljungur opna nýja Selectstöð á
næsta ári.
Margrét Guðmundsdóttir for-
stöðumaður markaðssviðs Skelj-
ungs segir að miklar framkvæmdir
eigi sér stað á Kópavogshálsi og af
þeim sökum hafi verið ákveðið að
leggja stöðina niður en opna þess í
stað bráðabirgðastöð í Smáranum
á meðan á byggingarframkvæmd-
um þar stæði. Markmiðið væri hins
vegar að fá hentuga lóð í vesturbæ
Kópavogs í staðinn fyrir lóðina á
Kópavogshálsi.
Hún vildi taka fram að allt
starfsfólk stöðvarinnar flytti með
niður í Smára þar sem hún vissi að
margir viðskiptavinir til margra
ára myndu sjá eftir gömlu stöðinni
sem hafði þjónað viðskiptavinum í
fjöratíu ár.
Fleiri skrá
sig í þjóð-
kirkjuna
TÆPLEGA helmingi fleiri
ski’áðu sig í þjóðkirkjuna á
fyrsta fjórðungi þessa árs en á
sama tíma í fyrra. Rúmlega
helmingi fleiri skráðu sig úr
þjóðkirkjunni árið 1996 en árið
1997, samkvæmt tölum frá
Hagstofu Islands.
55 manns skráðu sig í þjóð-
kh’kjuna á tímabilinu 1. janúar
til 1. mars á þessu ári. Á sama
tímabili í fyrra skráðu 29 manns
sig í þjóðkirkjuna, svo aukning-
in er rúmlega 47% milli ára. At-
hygli vekur að á milli ára er
nokkur munur á því úr hvaða
trúfélögum einstaklingai’ koma.
Á fyrsta fjórðungi þessa árs
komu sjö úr fríkirkjusöfnuðum,
23 úr öðram trúfélögum og 25
sem höfðu verið utan trúfélaga.
I fyrra komu ellefu úr fríkirkju-
söfnuðum, sautján úr öðrum
trúfélögum en aðeins einn sem
hafði verið utan trúfélaga.
Á fyrsta fjórðungi þessa árs
sögðu 194 sig úr þjóðkirkjunni
en 192 á sama tímabili í fyrra.
Mikill munur er hins vegar á
fjölda þeirra sem sögðu sig úr
þjóðkirkjunni árin 1996 og
1997. 2.344 manns sögðu sig úr
þjóðkirkjunni árið 1996 og þar
af skráði 1.391 sig utan trúfé-
laga. Árið 1997 sögðu 1.056 sig
úr þjóðkirkjunni en þá voru ein-
ungis 329 sem skráðu sig ekki í
nýtt trúfélag.
Sveinsstaðahreppur
Gunnar
í hrepps-
nefnd
GUNNAR Ellertsson varð ofan á í
hlutkesti milli hans og Birgis Ing-
þórssonar um sæti aðalmanns í
sveitarstjórn Sveinsstaðahrepps en
félagsmálaráðuneytið hafði úr-
skurðað að úrskurður úrskurðar-
nefndar skyldi standa um að varpa
ætti hlutkesti um hvor þeirra skyldi
taka sæti aðalmanns í sveitarstjóm.
Upphaf málsins má rekja til þess
að kjörstjórn Sveinsstaðahrepps úr-
skurðaði að atkvæði greitt Gunnari
Pálmasyni væri greitt Gunnari Ell-
ertssyni en enginn Gunnar Pálma-
son er á kjörskrá í hreppnum. Bh’g-
ir Ingþórsson kærði þessa niður-
stöðu kosninganna til sýslumanns
og úrskurðamefnd felldi úrskurð
kjörstjórnar úr gildi og komst að
þeirri niðurstöðu að varpa ætti hlut-
kesti milli þeirra Birgis og Gunnars.
Þennan úrskurð kærði Gunnar
Ellertsson til félagsmálaráðuneytis-
ins sem staðfest hefur úrskurð úr-
skurðarnefndar.
Borgin kaupi hús
BORGÁRRÁÐSFULLTRÚAR
Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram
tillögu um að leitað verði eftir kaup-
um á húsi listmálaranna Jóns Stef-
ánssonar og Gunnlaugs Scheving
við Bergstaðastræti en það hús hef-
ur verið auglýst til sölu. í bókun
borgarstjóra á fundi borgarráðs
kemur fram að borgaryfirvöld hafi
þegar falið framkvæmdastjóra
menningar-, uppeldis og félagsmála
að kanna kaup á húsinu.
Að sögn Ingu Jónu Þórðardóttur,
oddvita Sjálfstæðisflokksins, er til-
laga sjálfstæðismanna m.a. fram
komin í framhaldi af því að Reykja-
víkurborg tókst ekki að eignast
Énglabörg, hús málaráns við Flóka-
götu. „En eins og menn muna þá
runnu þau áform út í sandinn,11
sagði hún. „Þetta er á margan hátt
sambærilegt hús þannig að við grip-
um tækifærið og lögðum þessa til-
lögu fram í borgarráði við fyrsta
tækifæri."
1 bókun sjálfstæðismanna er lagt
til að borgarlögmanni verði falið að
leita eftir kaupum á húsi listmálar-
anna í Bergstaðastræti 74a og að
það verði nýtt í þágu og í samráði
við félaga Sambands ísl. listamanna
og sem gestaíbúð fyrir listamenn.
í bókun borgarstjóra segir að
borgaryfirvöld hafí átt í viðræðum
Morgunblaðið/Ásdís
LAGT hefur verið til að borgin kaupi húsið við Bergstaðastræti 74 en
þar bjuggu listmálararnir Gunnlaugur Scheving og Jón Stefánsson.
við Samband ísl. myndlistarmanna
um sameiginlega aðstöðu fyrir fé-
lagið og gestavinnustofu á vegum
borgarinnar um nokkurt skeið.
c.
i
I
i
i
i
6
k
fl
i
i
I:
g
f
I
c
I
Jafnframt kemur fram að fram-
kvæmdastjóra menningar-, uppeld-
is- og félagsmála hafi verið falið að
kanna með kaup á húsinu.
fl
I
I