Morgunblaðið - 09.07.1998, Side 24

Morgunblaðið - 09.07.1998, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Góð aðstaða á landsmóti hestamanna á Melgerðismelum sem hófst f gær Góður hesta- kostur, skaplegt veður og góð stemmning Landsmót hestamanna hófst í gær í þokkalegu veðrí, þrátt fyrir slæma veðurspá, með dómum á hryssum, keppni B-flokksgæðinga og barna. Greinilega hefur ekkert verið til sparað að sem best tækist til á alla lund. Valdimar Kristinsson fylgdist með mótinu í gær ásamt þeim nöfnum Ásdisi Haraldsdóttur og Asdísi Asgeirsdóttur ljósmyndara. Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson VEL fór um kappklædda mótsgesti í áhorfendabrekkunni gær, enda flestir íklæddir norpurum. Hann hékk þurr í gær og jafnvel sólskin á köflum og vindur innan þeirra marka að trufla ekki sýningar hrossanna. UM ÞRJÚ þúsund manns voru komin á mótssvæðið síðdegis í gær, en aðstandendur vonast eftir að fjöldinn fari í átta þúsund manns um helgina. Það sem getið hefur að líta af hestakosti mótsins hefur ekki valdið vonbrigðum og ljóst að keppnin sem framundan er verður spennandi. Hitasóttin er þegar farin að setja örlítið mark sitt á mótið og um miðjan dag í gær sagðist Sig- ríður Bjömsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma, hafa vitað um tvö hross sem draga hefði þurft út úr keppni vegna veikinda. Annað hrossanna er Erill frá Kópavogi, en hann og knapi hans, Daníel Jónsson, vora skráðir til leiks í B- flokki. Hitt hrossið var skráð í bamaflokk, en fengið var annað hross undir knapann. Þá sagði Sig- ríður að ekkert hrossanna sem skráð var fyrir hönd hestamanna- félagsins Kóps í Vestur-Skafta- fellssýslu hefði mætt til leiks þar sem hitasóttin hefur nýlega gert vart við sig á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni. Knöpum ráðlagt að mæla hross sín að morgni I mótsskrá er knöpum ráðlagt að mæla hross sín að morgni til að ganga úr skugga um hvort þau séu komin með sóttina. Gætt er fyllstu varúðar í samgangi hrossa af mis- munandi svæðum og þau höfð að- skilin. Nú í fyrsta sinn á landsmóti var notað nýtt keppnisfyrirkomulag þar sem fjórir hestar og knapar era á vellinum í senn í forkeppni gæðingakeppninnar og mælist það vel fyrir. Störf dómarannna í B-flokki hafa mælst misjafnlega fyrir og þykir mörgum bæði að meiri teygni vanti í einkunnagjöfina auk þess sem misræmi milli dómara sé full mikið. I dag hefst keppni á tveimur völlum samtímis. Á svokölluðum kynbótavelli halda dómar á hryss- um áfram frá því í gær, en dómar á stóðhestum hefjast klukkan 13. Dómar A-flokksgæðinga fara fram á Aðalvelli og er áætlað að þeir standi yfir til 15.30. Á Melavelli, hljómar kunnug- lega, hefst forkeppni unglinga klukkan 10, en undanrásir kapp- reiða hefjast klukkan 18 á Aðalvelli og strax að þeim loknum hefst for- keppni í tölti. txrrrxxxx. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson KRINGLA frá Kringlumýri skaust ásamt knapa sínum, Sigurði Sigurðarsyni, á toppinn undir lok forkeppninnar í gær og er með langhæstu einkunnina, rétt tæpa níu. ÞOKKI frá Bjarnanesi hafði góða forystu fram eftir degi í gær. Knapi var Guðmundur Björgvinsson. Kringla fór á kostum í B-flokki gæðinga KRINGLA frá Kringlumýri er lang efst eftir forkeppni í B-flokki gæðinga á Landsmótinu á Mel- gerðismelum með einkunnina 8,96. Eigandi og knapi á Kringlu er Sig- urður Sigurðarson. Keppnin var gífurlega spennandi í B-flokki, en alls kepptu 77 hestar. Röðin á efstu hestum var að breyt- ast alveg til síðasta hests er Krist- björg Eyvindsdóttir skaut stóð- hestinum Hektori frá Akureyri upp í þríðja sætið með 8,71, en í 2. sæti er annar stóðhestur, Þokki frá Bjarnanesi, með 8,75. Knapinn á honum er Guðmundur Björgvins- son. í 4. sæti er Laufi frá Kollaleiru og Hans Kjerúlf með 8,67, í 5. sæti er Valíant frá Heggstöðum og Hafliði Halldórsson með 8,66. Sjötti er Blikar frá Miðhjáleigu og Ragn- ar Hinriksson með 8,59, sjöundi Farsæll frá Arnarhóli og Ásgeir Svan Herbertsson með 8,58, átt- undi Hrafn frá Hrafnagili og Vignir Siggeirsson með 8,57, níundi er stóðhesturinn Glampi frá Vatns- leysu og Bjöm Jónsson með 8,55 og í tíunda sæti er Ofsi frá Viðborðs- seli og Vignir Siggeirsson með 8,53. Linda Rún efst í barnaflokki Linda Rún Pétursdóttir er efst eftir forkeppni í barnaflokki á Landsmótinu á Melgerðismelum. Hún keppir á hestinum Fasa frá Nýjabæ. Linda Rún fékk 8,40 í að- aleinkunn. í öðra sæti var Sonja Líndal Þórisdóttir á Öld frá Lækj- armóti með 8,36. Þriðji er Steinar Torfi Vilhjálmsson á Svertu frá Stokkhólma með 8,30, fjórði Ey- vindur Hrannar Gunnarsson á Dímon frá Skíðbakka með 8,29, fimmti er Sigurþór Sigurðsson á Erli frá Leifsstöðum með 8,29, sjötta er Sandra Hróbjartsdóttir á Hlyni frá Selfossi með 8,28, sjöundi er Daði Erlingsson á Nökkva frá Sauðárkróki með 8,28, áttunda er Fanney Dögg Indriðadóttir á Nátt- hrafni frá Grafarkoti með 8,26, níunda er Hrönn Gauksdóttir á Hrefnu frá Þorleifsstöðum með 8,26 og í 10. sæti er Freyja Amble Gísladóttir á Muggi frá Stangar- holti með 8,25. Davíð og Prati með gott forskot Eftir forkeppni í ungmenna- flokki er Davíð Matthíasson langefstur með 8,70 á hestinum Prata frá Stóra-Hofi. Næstur hon- um er Sigurður Halldórsson á Krapa frá Kirkjuskógi með 8,49. í þriðja sæti er Gunnhildur Sveinbjarnardóttir á Náttfara frá Kópareykjum með 8,48, fjórði er Guðmar Þór Pétursson á Háfeta frá Þingnesi með 8,47, fimmta er Marta Jónsdóttir á Kramma frá Geldingalæk með 8,45, sjötti er Einar Kristján Eysteinsson á Freydísi frá Tjarnarlandi með 8,43, sjöunda er Kristín Þórðardóttir á Glanna með 8,40, áttunda er Ragn- heiður Kristjánsdóttir á Dára frá Keldudal með 8,39, níundi er Sig- urjón Pálmi Einarsson á Þresti frá Syðra-Skörðugili með 8,38 og tíu- anda er Bergþóra Sigtryggsdóttir á Fálka frá Lambanesreykjum, einnig með 8,38.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.