Morgunblaðið - 09.07.1998, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 09.07.1998, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ljósmyndir/Bragi Ásgeirsson EYJÓLFUR Eyfells, Frá Hafnarfirði, olía á léreft, 50x68 cm, 1925. Valtýr Pétursson, Keilir, olía á léreft, 90x90 cm, 1985. Staðarmyndir Sveinn Þórarinsson, Frá Hafnarfirði, olía á léreft, 80x110 cm, 1943. Sveinn Björnsson, Selvogsgatan, olía á léreft, 70x90 cm, 1958. MYJVDLIST llaliiaihoro MÓTÍV SUMARSÝNING Opið alla daga frá kl. 12-18. Lokað þriðjudaga. Til 3. ágúst. Aðgangur 300, sýningarskrá 600 kónur. SUMARSÝNINGAR listhúsa eru í fullum gangi og er það ánægjuleg breyting á því sem áð- ur tíðkaðist um síbyljufram- kvæmdir allt árið. Standa yfir- leitt mun lengur en almennar sýningar sem gefur okkur rýn- unum meira svigrúm til athafna. Þetta hefur gerst á örfáum árum og á ekki einungis við um þétt- býlið á suðvesturhorninu heldur vítt og breitt um landið. Segir okkur vonandi, að þróunin um vaxandi áhuga á mjúku gildunum víða um heim hafi loks náð hing- að. Hver, sem kominn er yfir miðjan aldur, man ekki þá tíð, er markverðar sýningar úti á lands- byggðinni voru viðburður og sér- stakt fréttaefni? Hafnarborg hefur vandað afar mikið til framkvæmdarinnar í ár, um er að ræða sýningu á staðar- mótívum og er sett upp í tilefni 90 ára afmælis kaupstaðarins. Mun vera umfangsmesta sýning á myndum gerðum í Hafnarfirði og nágrenni fram að þessu og jafnframt sú veglegasta. Gefin hefur verið út vönduð sýningar- skrá í því staðlaða broti sem menn þar hafa tekið upp og er hárrétt og mikilsverð þróun. Hún er prýdd mörgum litmynd- um af verkum sem eru í eigu Hafnarborgar, en formála ritar Ellert Borgar Þorvaldsson for- seti bæjarstjórnar og formaður stjórnar Hafnarborgar. Fyrir og um miðbik aldarinnar var Hafnarfjörður með öllum sínum gömlu bárujárnshúsum al- veg sérstakur staður í nágrenni borgarinnar, einkum sér á báti fyrir drjúga menningarstarfsemi sem varpaði ljóma á byggðarlag- ið um árabil. Hefð var fyrir því að heimsþekktir tónlistarmenn er tróðu upp í Reykjavík gerðu það einnig í Hafnarfirði, þá voru Landleiðavagnarnir iðulega pakkfullir af menningarþyrstum Reykvíkingum sem flykktust á nýjar evrópskar kvikmyndir í Bæjarbíói. Listmálarar bjuggu þar, enn aðrir gerðu sér ferðir þangað til að mála og rissa upp, en þó varð Hafnarfjörður aldrei jafn vinsæll og t.d. Þingvellir, skorti hér sögu- frægðina en síður myndefnin. Málaramir vora Iíka að snúa baki við hlutlægum myndefnum, án þess þó að hafa tæmt þau að neinu ráði, þótt margt væri vel gert og sumt afburða vel. Það sem helst vekur til um- hugsunar á sýningunni, er að margur yfirgaf landslagið frekar en að leita að nýjum myndvídd- um upp á eigin spýtur, kryfja landið til mergjar til hliðar við allar hefðir. Tóku kollsteypu í stað þess að þróast út í óhlut- læga málerkið eins og svo marg- ur ytra. Eitt er að láta hlutina ganga eðlilega fyrir sig í mynd- listinni, upplifa þá, annað að vera með í leiknum og vera virkur í hræringum tímans eins og það heitir á norðlægum breidd- argráðum. Andróðurinn gegn nýjum sem fyrri gildum verður almennari og hatramari í fá- menni en meðal stærri þjóða þar sem hefðir hafa meiri dýpt og víðara umfang, verður auðveld- lega að stórasannleik og einsýni. Það sem er mjói vegurinn í stór- um þjóðfélögum getur þannig auðveldlega orðið að breiða veg- inum í hinum minni. Margt kemur við hjartað á sýningunni, sem maður tók síður eftir á árum áður, ekki einasta eru viðhorfin önnur heldur hefur ásýnd Hafnarfjarðar og um- hverfí tekið stakkaskiptum. Fyr- ir þróun, sem enginn sá fullkom- lega fyrir, er það sem áður var sjálfsagt og í næsta nágrenni þegar það var fest á dúk, orðið að fortíð og merkilegri sagnfræði í mörgum tilvikum. Og það sem í niðrandi merkingu var kallað kortagerð í gamla daga er orðið að blóðríkri heimild um veröld sem var. Þannig fá menn auð- veldlega nýja sýn á málara á borð við Eyjólf Eyfells, Gísla Jónsson, Jón Engilberts, Jón Hróbjartsson, Svein Þórarinsson og Karen Agnete Þórarinsson. Myndir þeirra verða ekki endur- teknar því myndefnin eru giska frábragðin er svo er komið. Og æskumyndir eftir Eirík Smith og Hörð Agústsson segja okkur, að þeir hefðu að ósekju mátt halda sig við þessi mótíf enn um stund. Loks er landslagsmálverk eftir Valtý Pétursson án vafa með því heillegasta sem hann gerði á þessu sviði fyrir hreina og mark- vissa myndbyggingu og ferska stígandi í lit. En fari menn út í samanburð sem er óraunhæfur og misvísandi vegna eðlis sýning- arinnar sem ekki er afmörkuð listfræðileg úttekt, eru verk Ás- gríms Jónssonar eftirminnileg- asta framlagið fyrir sannfærandi efnistök og innri útgeislan, mal- eríska sýn, eins og það er nefnt á fagmáli. Engan veginn svo að skilja, að heimildargildið í sjálfu sér geri myndir að list, en það er stað- reynd að augu manna fyrir sér- stöðu og vægi slíkra mynda af há- um gæðaflokki hafa hvarvetna galopnast á undanfömum áram. Hér er öðra fremur um að ræða samtíning á verkum hafnfirski-a og flestra helstu málara þjóðarinn- ar, sem á annað borð lögðu fyrir sig landslagsmálun og skorðuðu trönur sínar í landi Hafarfjarðar. Fullgilda sumarsýningu, en nokk- uð ójafna og brotna á köflum, sem afar fróðlegt er að nálgast jafnt fyrir innlenda sem erlenda. Ekki veit skrifari um framboðið sem gengið var að, en hins vegar er upphengingin sjálf full hrá og opin á efri hæðinni, skilrúm hefðu aukið rýmið, skapað fjölþættari stemmn- ingu og meiri nálgun. Bragi Ásgeirsson Tónleikar Sigurðar Bragasonar og Vovka Ashkenazy í Bonn „Sérstaklega fagurt ljéðakvölda TÓNLISTARGAGNRÝNANDI þýska dag- blaðsins General Anzeiger í Bonn lætur vel af tónleikum Sigurðar Bragasonar baríton- söngvara og píanóleikarans Vovka Ashken- azy í Beethoven Haus sem haldnir vora hinn 23. júní sl. og í dómi sínum í blaðinu tveimur dögum síðar segir hann m.a. að ekki hafi verið hægt að finna sannari túlkanda á nor- rænni ljóðadagskrá en Sigurð og leik Vovka lýsir hann sem „frábærlega tilfinningaríkum og tjáningarfullum“. Ljóðatónleikarnir, Söngvar úr norðri, vora hluti norrænnar listakynningar á sum- arlistahátíð í Bonn. Flutt var úrval sönglaga norrænna tónskálda, m.a. Edvard Grieg, Carl Nielsen, Jean Sibelius, Jón Leifs, Pál SIGURÐUR Bragason barítonsöngvari og píanóleikarinn Vovka Ashkenazy héldu tónleika í Beethoven Haus í Bonn í sl. mánuði. ísólfsson og Sigfús Einarsson, ásamt lögum eftir Modest Mussorgsky. Dóminn ritar Barbara Kaempfert-Weitbrecht og segir að um „sérstaklega fagurt" ljóðakvöld hafi ver- ið að ræða sem hefði mátt vera betur sótt en tónleikarnir hafi verið haldnir með stuttum fyrirvara. „Öragglega hefði ekki verið hægt að finna sannari túlkanda á slíkri norrænni dagskrá en hinn alþjóðlega virta baríton Sigurð Bragason, sem er eftirsóttur túlkandi nýrr- ar íslenskrar tónlistar," segir í dómnum. Og rödd Sigurðar lýsir gagnrýnandi sem „fag- urri, hreinni og opinni," og „eins og sköpuð fyrir öll hin fjölbreyttu, dökku, angurværa og saknaðarfullu sönglög." Um píanóleikarann Vovka Ashkenazy er sagt að hann hafi verið „frábærlega tilfinn- ingaríkur og tjáningarfullur í heildarsköpun flutningsins."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.