Morgunblaðið - 09.07.1998, Side 34

Morgunblaðið - 09.07.1998, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FORN TENGSL í VESTUR BANDARISKI öldungadeildarþingmaðurinn Tom Harkin sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann væri þess fullviss að Island ætti eftir að skipta miklu máli í hátíðahöldunum í Bandaríkjunum þegar nýtt árþúsund gengur í garð. Sagði hann áhugann hafa aukist hjá þeim sem undirbúa hátíðahöldin, A1 Gore varaforseti hafi meðal annarra sýnt sögu landsins áhuga í kjölfar heimsóknar forseta Islands til Bandaríkjanna í fyrra. „Eg er því sannfærður um að Islendingar munu leika stórt hlutverk í þessum hátíðahöldum,“ sagði Harkin. Anægjulegt er að heyra að Bandaríkjamenn hafí tekið svo vel við sér um mikilvægi þess að minnast fornra tengsla við Islendinga. Ekki er einungis um að ræða við- urkenningu á landafundi Leifs Eiríkssonar sem sagt er frá í fornbókmenntum okkar heldur einnig kynning á landi og þjóð, bókmenntum hennar og sögu. Og þegar talað er um kynningu er ekki aðeins verið að tala um hana í markaðslegu samhengi heldur einnig sem þátt í því að gera okkur sýnilegri í samfélagi þjóðanna, skoð- anir okkar, lífsviðhorf og menningu. Mikilvægt er að fylgja þessum fréttum af miklum áhuga bandarískra ráðamanna á þátttöku okkar í alda- mótahátíðinni vel eftir. Harkin telur sjálfur að miklu skipti að frásögnum af landafundum víkinga verði komið inn í kennsluefni bandarískra skólabarna sem búi yfir takmarkaðri vitneskju um þá. Sömuleiðis er mikilvægt að koma fornsögum okkar á framfæri í bandarísku skólakerfí og ættu nýjar enskar þýðingar á íslendinga sögunum að koma þar að góðum notum. Sóknarfærin eru mikil og við ættum að notfæra okkur þau. SAMKEPPNIA L ANDSBY GGÐINNI SAMKEPPNI í verzlun hefur verið eitt þeirra atriða, sem stuðlað hefur að auknum kaupmætti fólks. Ef ekki er samkeppni til að dreifa í verzlun, hefur verð til- hneigingu til að hækka upp úr öllu valdi. Sé hins vegar um samkeppni að ræða, myndi enginn verzla við kaup- manninn sem þannig hagar sér. Hann myndi neyðast til þess að lækka verðið eða hætta rekstri ella. Þetta er grundvöllur frjálsrar samkeppni. Nú hins vegar bregður svo við að í fámenninu úti á landi lýsir úti- bússtjóri Kaupfélags Skagfirðinga í Varmahlíð því yfir að kaupfélagið hækki árstíðabundið í þrjá sumarmánuði vöruverð í útibúinu í Varmahlíð. Alla aðra mánuði sé varan þar seld á stórmarkaðsverði. Þarna er gott dæmi um einokun markaðar og hvernig samkeppnin leiðir til geðþóttaálagningar, sem á ekkert skylt við samkeppni. Ríkti samkeppni í verzlun í Varmahlíð, gæti kaupfélagið ekki hagað sér með þessum hætti og hækkað vöruverð upp á sitt eindæmi og að eigin geðþótta. Sigurjón Rafnsson, fjármálastjóri Kaupfélags Skag- fírðinga á Sauðárkróki, segir að kaupfélagið verðstýri vörum í ákveðnum gi-unnflokki, þar sem í eru helztu neyzluvörur. Boðið sé upp á það verð í útbúunum á Hofs- ósi og í Varmahlíð. „Vörur í grunnflokknum, sem eru um 400 talsins, eru alltaf á sama stórmarkaðsverðinu í úti- búunum og hjá okkur hér á Sauðárkróki.“ Aðrar vörur, sem væru á hærra verði en á Sauðárkróki hækkuðu og lækkuðu og væru kaupmenn þar að bera sig saman við aðrar verzlanir við þjóðveginn. Ástæður þess, hve erfitt hefur reynzt að halda uppi heilbrigðri samkeppni úti á landi, er m.a. fámennið sem þar er. Á sumum stöðum er vart rúm fyrir fleiri verzlan- ir en eina. Engu að síður verða kaupmenn og kaupfélög úti á landi að taka tillit til þess að menn geta ekki okrað á ferðamanninum. Hann er viðbót við föstu viðskiptavin- ina, sem er gott og holt fyrir viðskiptin á landsbyggðinni og ætti því að styrkja hana. En þegar slíkt háttarlag spyrzt út, sem viðhaft hefur verið í Varmahlíð, hljóta ferðamennirnir að hafa aukna tilhneigingu til þess að aka framhjá. Ekki er það verzlun á landsbyggðinni til framdráttar. BEÐIÐ eftír bflunum. Morgunblaðið/Golli SIGURÐUR Arason fylgist með hásetunum koma bflum fyrir á bfladekk- inu um ieið og hann tekur við fargjaldinu. ÞORSTEINN Jóhannsson og Elísabet Ósk á leið heim úr sumarfrfi í Varmahlíð „ Það er fínt að hvfla sig á keyrslunni," segir Þorsteinn. VALUR Birgisson háseti kastar landfestum. SIGLINGIN milli Reykjavíkur og Akraness tekur klukkutima. Sumir far- þega njdta útsýnisins á leiðinni. ÞAÐ er tekið á móti farþeg- um Akraborgarinnar með handapati, það er að segja þeim sem koma akandi, því að benda þarf farþegum á hvar á að leggja. „Þegar von er á stórum og þungum flutningabflum þarf að láta bátsmann vita þannig að hægt sé að raða bílunum. Ekki gengur að hafa allan þungann öðrum megin,“ segir Sverrir Jónsson háseti. „Það komast í mesta lagi 70 bflar með Akraborg- inni. Við festum þá niður þegar ein- hver vindur er þannig að þeir hagg- ist ekki. Hins vegar hefur komið fyr- ir að farmurinn hefur flogið af bflum ef hann er ekki nógu vel festur. Einu sinni var hér flutningabfll með fiski- ker í sínum farmi, svo kom slinkur á skipið og ekki vildi betur til en svo að öll fískikerin flugu út úr bílnum og farmurinn dreifðist út um allt.“ Það þarf ekki að hafa áhyggjur af farmi á flugi í þessari ferð enda þægilegt í sjóinn og eftir að bílnum hefur verið komið fyrir er haldið sem leið liggur upp á farþegadekk. Far- þegar sitjá á víð og dreif um salinn. Sumir einir, aðrir með ferðafélögum, fastagestir og nýir viðskiptavinir í bland. Við veitingasölu skipsins eru blómvendir frá viðskiptavinum sem þakka starfsfólki fyrir þjónustuna í gegnum tíðina. „Þetta er að verða eins og í jarðarför," segir einhver „enda er þetta hálfgerð jarðarför," bætir annar við. Ekki tími til sjóveiki Þernurnar, sem sjá um afgreiðslu í veitingasölu skipsins, segjast farnar að þekkja alla fastagestina. Guðrún Björnsdóttir hefur unnið á Akra- borginni í fjögur ár, fyrst í sumar- afleysingum og svo fast. „Það er mjög skemmtilegt að vinna hér, mað- ur kynnist svo mörgu fólki.“ Aðspurð hvort sjóveikin hafi aldrei herjað á hana segir Guðrún svo ekki vera. „Það er heldur ekki neinn tími til að verða sjóveikur þegar vont er í sjó- inn, við þurfum auðvitað að sinna far- þegunum."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.