Morgunblaðið - 09.07.1998, Síða 61

Morgunblaðið - 09.07.1998, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 61 FÓLK í FRÉTTUM Ljósmynd/Ari Magg STUÐMENN hituðu upp fyrir sumarið í Stapa um seinustu helgi. Litli górillu- unginn ► ÞESSI litli górilluungi fæddist nýlega í dýragarðinum í Ziirich í Sviss, og hér sefur hann ljúft þar sem mamma verndar hann fyrir öllu illu. Brátt mun hann vaxa úr grasi, og þótt hann verði líklega ekki eldri en 30 ára, getur hann orðið allt að 300 kíló að þyngd. Það þarf samt ekki að óttast hann því górillur eru grasætur, og ráðast ekki á fólk nema þeim sé ógnað. Stuðmenn að eilífu STUÐMENN hófu tónleikahring- ferð sína um landið um seinustu helgi og spiluðu í Reykjanesbæ og á Egilsstöðum. Þetta er fyrsta hringferð þeirra síðan 1990, og því ættu aðdáendur þeirra að dusta ryldð af dansskónum og setja sig í stellingar. Samkvæmt Ingólfí Magnússyni, fararstjóra Stuð- manna, eru tíu dansiböll á dagskrá fyrir utan Vestmannaeyjar þar sem Stuðmenn munu spila öll kvöldin þrjú á Þjóðhátíð um Verslunar- mannahelgina. Lagavalið er úrval bestu laganna frá upphafí ferils Stuðmanna, og allt til dagsins í dag, en nýjas'ti diskur- inn þeirra leit dagsins ljós nú fyrir stuttu og nefnist EP+. Það þýðir að þetta er hvorki breiðskífa né smá- skífa heldur miðskífa, enda inni- heldur hún fjögur lög. Lögin eru þó endurtekin en þá án söngs og er ætlast til að hlustendur spreyti sig á lögunum ekki ósvipað og í karókí. Plúsinn stendur fyrir það að þetta er margmiðlunardiskur. Hann má spila í venjulegum geislaspilara, en ef hann er settur í tölvu er mynd- band sem fylgir hverju lagi, og text- ar í sönglausu lögunum. Meðfylgjandi mynd var tekin í Stapa um seinustu helgi þar sem gríðarlega góð stemmning ríkti á dansiballinu, og eru Egill og Ragn- hildur greinilega í góðum ham. Þótti mörgum gaman að sjá þessar síungu kempur saman komnar að nýju. Sjálfir segjast Stuðmenn bara hafa verið í langri pásu, þeir hafi aldrei hætt og muni aldrei hætta. Stuðmenn að eilífu. Skrautlegt höfuðfat ► HÖFUÐSKRAUT þessarar dragdrottningar vakti mikla at- hygli þegar árleg skrúðganga samkynhneigðra var gengin um götur Lundúnar á dögunum. Skipuleggjendur göngunnar neyddust hins vegar til að fresta hátíð sem venjulega er haldin að henni lokinni vegna fjáröfl- unarerfiðleika. 350, 598, Verö áöur: Verö áöur: 120 kr. 120 kr. Bananastykki (4 stk.), Froskar (6 stk.), Tittir (15 stk.) 295i 'kr. 119kr. Verö áöur: 70 kr. Verö áður: 145 kr. Prince Polo (3 stk. í pakka), Toffee Crisp, (38 gr.), . 'Remi súkkulaði. Verö áöur: 245 kr. 465, Verð áöur: 595 397, kr. Verð áður: 450 kr. Verð áður: 497 kr. 340, Verö áöur: 149 kr. Verö áöur: 398 kr. 149, Verö áður: Pepsi Cola og Diet Pepsi Cola, 2 Itr., Langloka frá Sóma. 1 Basset lakkrís (400 gr.), Pik-Nik (113 gr.), Hob-Nobs súkkulaðikex (250 gr.) Ceramic steinar I gasgrill, grillkol/Eldsnögg, hraðgrill (einnota), Grillbursti kopar. Simoniz Back to Black og Max Wax bón Skrifaðu nafn þitt, heimili og síma og skilaðu miðanum á næstu Olísstöð. Glæsileg verðlaun eru í boði fyrir heppna viðskiptavini: o Tvær 5 daga ferðir fyrir tvo til Minneapolis (flug og hótel innifalið). O 4 stórglæsileg gasgrill frá Olís. Dregið verður 21. ágúst. Heimili: Sími:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.