Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Straumur fólks á útihátíðir verslunarmannahelgarinnar sem flestar hófust í gær Bjartsýni og góðviðri víða um land ÚTLIT er fyrir að fjölmennasta útihátíðin í ár verði Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Fjölskyldufólk virðist þó dreifast jafnt á önnur svæði svo sem í Galtalæk og til Akureyrar. „Straumurinn liggur til Vestmannaeyja," segja afgreiðslu- stúlkumar á BSI en að þeirra sögn hefur töluverður straumur einnig legið norður til Akureyrar og í Galtalæk. Á ferðaskrifstofu Umferðarmið- stöðvarinnar var uppselt í allar ferðir til Eyja í gær, en skrifstofan býður rútuferðir til Þorlákshafnar og siglingu með Herjólfi til Eyja. Flugfélag Vestmannaeyja gerði einnig ráð fyrir því að flytja hátt í þúsund manns frá Bakka og til Eyja í gær. „Það er flogið stans- laust frá Bakka í allan dag og við erum með 14 vélar í ferðunum," sagði Ingibjörg Bernódusdóttir, annar eigandi Flugfélags Vest- mannaeyja, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Uppselt var í flugið og hófust ferðimar um áttaleytið í gærmorgun og var ráðgert að þær stæðu fram undir miðnætti. Loftbrú í V estmannaeyjar Veður var viða gott 1 gær og skipuleggjendur útihátíða bjart- sýnir fyrir helgina. í Vestmanna- eyjum var sól og blíða og þangað lá stöðugur straumur fólks, bæði af sjó og úr lofti. Talsvert hafði þegar verið tjaldað og virtust allir tilbún- ir í slaginn, að sögn Birgis Guð- jónssonar, formanns þjóðhátíðar- nefndar. Lögreglan í Vestmanna- eyjum sagðist eiga erfitt með að meta fjöldann sem þegar var kom- inn síðdegis í gær en taldi hann vera hátt í sex þúsund manns. í Galtalæk var einnig komið mikið af fólki og töluvert af ung- lingum sem vildu hefja helgina snemma, að sögn Ingibergs Jó- hannssonar, upplýsingafulltrúa mótsins. „Sólin skín í heiði og hér er 20 stiga hiti. Svæðið skartar sínu fegursta og allir em með sól- skinsbros á vör,“ sagði hann og bjóst við milli 4-7.000 manns yfir helgina. Umferðarþungi frá höfuðborgar- svæðinu jókst jafnt og þétt frá há- degi í gær og var lögregla með aukið eftirlit á Suðurlands- og Vesturlandsvegi frá því klukkan þrjú. Umferð um Hvalfjarðargöng- in og í gegnum Borgarnes jókst einnig eftir því sem leið á daginn og sama má segja um Selfoss. Fjölskyldufólk í Kjarnaskógi Á Akureyri var veðrið gott eins og víða annars staðar í gær. Straumur fólks lá inn í bæinn og þar skein sól í heiði. Um 1.000 manns höfðu þegar tjaldað þar á fimmtudag á tjald- stæðum KA, Þórs og í Kjarna- skógi, að sögn lögreglu. Á Nes- kaupstað og á Vopnafirði hafði töluvert af gestum tínst í bæinn og veðrið var eins og best verður á Morgunblaðið/Sigurgeir kosið. Þar var helst fjölskyldufólk og reiknuðu staðarhaldarar á Nes- kaupstað með um 4 þúsund manns á hátíðina Neistaflug, að meðtöldum Sjóleiðis á • / í Eyjum FLUGFÉLAG Vestmannaeyja bauð upp á ferðir sjóleiðina á Þjóðhátíð frá Bakka í gær. Hjólabátur selflutti farþega yf- ir í bátinn P.H. Viking sem síð- an flutti farþegana yfir í Heimaey. Fyrsta ferðin var far- in í gærmorgun klukkan 9 frá Bakka og tók ferðin ekki nema fimmtán mínútur að sögn Olafs Jónssonar, skipsljóra á P.H. Viking. Báturinn tekur milli 40 og 60 manns og var önnur ferð farin klukkan fímm. Uppselt var í allt flug hjá flugfélaginu í gær og tóku þeir upp á þessum ferðum til allir kæmust á Þjóð- hátíð. „Við reynum að koma í veg fyrir að fólk verði strandaglóp- ar á Bakka og komum því yfir til Eyja sjóleiðina í staðinn," sagði Ólafur. Gott var í sjóinn í gær og virtust farþegarnir hafa gaman af þessum óvenju- lega ferðamáta til Eyja. heimamönnum. Sólin var að brjót- ast fram úr skýjunum þegar Morg- unblaðið talaði við Bjama Frey Ágústsson hjá Neistaflugi sem var fullur bjai’tsýni fyrii' helgina enda spáin góð. Sigríður Sverrisdóttfr hjá Vopnaskaki á Vopnafirði tók í sama streng og sagðist ekki búast við að Vopnfirðingar myndu bregða sér af bæ, þeir yrðu líklega allir sem einn á staðnum. Fyrirtiugaður vegur um Jökuldalsheíði Leið um Sauðár- og Gestreiðarstaðaskarð ( SKjQldólfs^tai Núverandi hringvegur <j (í Fyrirhuguð Fljótsdalslína 1 ^Stækkað Vegur um Háreksstaðaleið Kröfu um ógildingu fram- kvæmdaleyfís hafnað KRÖFU um ógildingu á leyfi til vegagerðar úr Langadal að Ár- mótaseli, um svonefnda Háreks- staðaleið, hefur verið hafnað af Úr- skurðamefnd skipulags- og bygg- ingarmála og að sögn Jóns Rögn- valdssonar aðstoðarvegamálastjóra mun vegarlagningin hefjast innan skamms, jafnvel í næstu viku. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir taki tvö ár og heildarkostnaður verði um hálfur milljarður króna. Vegurinn um Háreksstaðaleið verður hluti af hringveginum. Hann mun stytta leiðina milli Vopnafjarðar og Egils- staða um hátt í 40 kílómetra á vet- uma, þegar leiðin yfir Hellisheiði er lokuð, en hringvegurinn sjálfur styttist þó ekki. Jón segir að talið sé að nýja leiðin sé snjóléttari en sú eldri. Þrjár kærur bárust umhverfis- ráðherra á sínum tíma vegna úr- skurðar Skipulagsstofnunar um lagningu vegarins, en ráðherra samþykkti hana. Framkvæmdaleyfi sem hreppsnefnd Hlíðar-, Jökuldals og Tunguhrepps veitti 7. apríl síð- astliðinn var kært til úrskurðar- nefndar skipulags- og byggingar- mála en með úrskurði hennar í gær fékkst endanlegt leyfi til lagningar vegarins. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt samning um bann við vinnu hjá samkeppnisaðila Atvinnufrelsi skert með ólögmætum hætti HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur fellt þann dóm að atvinnu- frelsi fyrrum sölumanns hjá Max hf. hafi verið skert með ósanngjömum hætti með samningi sem hann gerði við vinnuveitandann um að hefja ekki störf hjá samkeppnisaðila fyr- irtækisins í þrjú ár eftir að hann hafði látið af störfum hjá Max eða taka upp sjálfur starfsemi sem raskað gæti samkeppnisstöðu fyrir- tækisins. Maðurinn var einn þriggja sölu- manna hjá Max. Hann hóf störf árið 1990, undirritaði fyrrgreindan samning árið 1994 en hætti störfum i janúar 1997 vegna óánægju með launakjör og vinnuaðstæður. Hann starfaði um tíma eftir það við sölu umbúða en hóf fjórum mánuðum eftir að hann hætti hjá Max sölu- störf hjá Hexa sem rekur umboðs- og heildverslun með vinnufatnað í samkeppni við Max. Max höfðaði mál og krafðist þess að maðurinn léti af störfum hjá Hexa á grundvelli fyrrgreinds samnings. Fyrirtækið taldi sölu- manninn hafa valdið sér miklu tjóni með því að virða ekki samninginn heldur nýta sér upplýsingar frá Max og viðskiptasambönd í þágu nýs vinnuveitanda. Sölumaðurinn hafi allan starfstíma sinn haft óheft- an aðgang að trúnaðarupplýsingum um starfsemi Max sem hann hafi nýtt sér í nýju starfi og hann hafi misnotað viðskiptasambönd sem komust á í starfi hans hjá Max til þess að hafa viðskipti af fyrirtækinu í þágu sína og Hexa. Verslunarmannafélag Reykjavík- ur tók til varna í málinu fyrir sölu- manninn og í niðurstöðum Hjartar O. Aðalsteinssonar héraðsdómara er fallist á röksemdir Guðmundar B. Ólafssonar lögmanns VR en kröfum Tryggva Agnarssonar, lög- manns Max, er hafnað. Dómarinn segir að viðurkennt sé í dómaframkvæmd að samningar eins og sá sem málið snerist um geti átt rétt á sér en samkvæmt lögum séu loforð eins og það sem sölumað- urinn gaf ekki bindandi ef telja verði að skuldbindingin sé víðtæk- ari en nauðsynlegt sé til að varna samkeppni eða hún skerði með ósanngjömum hætti atvinnufrelsi þess manns sem tekst skyldu á herðar. Við mat á því síðarnefnda þuifi að hafa hliðsjón af því hverju það varði réttthafann að skuldbindingin sé haldin. Þá segii- að samkvæmt starfslýsingu hafi sölumaðurinn borið ábyrgð á öllum almennum sölustörfum og störfum innan fyrir- tækisins tengdum sölu- og mark- aðsmálum svo og haft umsjón með vörum og viðskiptavinum sam- kvæmt skiptingu innan söludeildar. Einn starfsmaður komst upp með að neita samningi „Upplýst er í máli þessu að stefndi og annar sölumaður [...] gengust undir samkeppnisskuld- bindingu. Hafa báðir lýst þrýstingi er þeir voru beittir af hálfu stefn- anda til þess að samþykkja samn- ingsákvæðið. Þá hefur verið upp- lýst að einn sölumaður [...] neitaði að skrifa undir skuldbindingu af þessum toga og að hans sögn var það ekki rætt frekar og mun ekki hafa haft áhrif á starfsferil hans. Að mati dómsins þykir þetta atriði ekki benda til þess að stefnanda hafi varðað miklu að gera slíkan samning við [hann],“ segir í dómin- um. „Þegar framangreint er virt og höfð hliðsjón af því sem upplýst hefur verið um stöðu stefnda innan fyrirtækisins, verður hvorki talið að stefnanda hafi tekist að sýna fram á að stefndi hafí búið yfh' upplýsingum er leynt skyldu fara né að stefnandi hafi haft verulega hagsmuni af því að gera slíkan samning við stefnda er mál þetta snýst um. Verður því að telja að umrætt samningsákvæði hafi skei t með ósanngjörnum hætti atvinnu- frelsi stefnda og verður ekki á þvi byggt í máli þessu,“ segir í dómin- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.