Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 72
72 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI I DAG BOGI ÞORSTEINSSON HINN 11. júlí síðastlið- inn komu saman niðjar Boga Sigurðssonar, bónda og kaupmanns í Búðardal, og áttu sam- an kvöldstund í Dala- búð. Munir úr búi Boga voru skoðaðir, þar sem þeir eru til sýnis í Sýsluhúsinu í Búðar- dal, og daginn eftir var sótt messa hjá sóknar- prestinum í Hjarðar- holtskirkju. Veður var með eindæmum gott báða dagana og þótti mótið takast ágætlega. Ragnar Þorsteinsson, fyrrum kennari á Reykjum í Hrútafirði, sem var helsti hvatamaður þess að niðjamótið var haldið, kom því ekki við að ferðast vestur vegna lasleika. Sama gilti um bróður hans, Boga Þorsteinsson, sem á áttræðisafmæli á morgun. Bogi fæddist 2. ágúst 1918 að Ljárskógasel í Laxárdalshreppi og voru foreldrar hans hjónin Þor- steinn Gíslason bóndi þar og Alvilda Bogadóttir. Systkini hans eru Ragnar, Sigvaldi, Elís, Ingveldur og Gunnar, sem er látinn. Látinn er og hálfbróðir Boga að móðurinni, Magnús Skóg Rögnvaldsson, vega- verkstjóri í Búðardal. Bogi ólst upp frá því hann var ársgamall hjá afa sínum, Boga Sig- urðssjmi í Búðardal, og seinni konu hans, Ingibjörgu Sigurðardóttur, kennslukonu frá Kjalarlandi í Vind- hælishreppi. Bar hann nöfn þeirra beggja: Bogi Ingiberg. Þau átti þá heima í svonefndu Thomsenshúsi og enn stendur, en Höfðu áður búið i timburhúsinu, sem Landsbanki ís- lands keypti og flutti sjóveg frá Búðardal og austur á Selfoss. í því húsi var opnað fyrsta bankaútibú austanfjalls árið 1919. Bogi Sigurðsson var vel gefinn og þjóðrækinn fróðleiksmaður. Systk- ini hans voru Bjöm, bankastjóri Landsbankans, og frú Margrét, prestskona á Höskuldsstöðum, átti sr. Jón Pálsson. Bogi Þorsteinsson á einkar ljúfar bemskuminningar frá uppvexti sín- um í afahúsi í Búðardal. Hann minnist jólanna og hrifningar barnsins af jólatrénu og kertaljós- unum; stóru fjárhúsanna og ótelj- andi augnanna í fénu, sem vom eins og mergð gimsteina yfir ilmandi töðunni á garðanum; strandferða- skipsins Súðarinnar, þegar það lagði að landi í Búðardal og Thom- senshús fylltist af gestum og vindlareyk Bjarna frá Vogi; kirkju- göngu afa síns og mömmu (en svo kallaði hann ávallt Ingibjörgu) að Hjarðarholti; fyrsta útvarpsviðtæk- isins í Dölum og starfsfólksins í versluninni sem boðið var heim að hlýða á messu á öldum ljós- vakans; og kvöldbæna afa síns og signingar yfir litla rúmið undir svefninn. Móðursystkini hans, (og uppeldissystkini að segja má, þótt hið yngsta þeirra væri 15 árum eldra en Bogi), börn Boga Sigurðsson- ar og fyrri konu hans, Ragnheiðar Sigurðar- dóttur frá Flatey, voru þau Jón Sigurður Karl Kristján, bryti á Dettifossi, átti fyr- ir Þórdísi Finnsdóttur og síðar Friðmeyju Pétursdóttur, Sigríður, kona Jóns Halldórssonar, söng- stjóra Karlakórsins Fóstbræðra, Ragnheiður, átti Gunnar Olafsson, næturlæknabílstjóra í Reykjavík, og Sigurður, bæjarskrifstofustjóri í Vestmannaeyjum, kvæntur Matt- hildi Ágústsdóttur. Bogi stundaði nám í Reykholts- skóla, en síðar lagði hann stund á loftskeytafræði og flugumferðar- stjóm og lauk prófi í báðum grein- um, hinni síðamefndu í Atlanta í Georgiu í Bandaríkjunum árið 1951. Seinna fór hann námsferðir bæði til Bretlands og Bandaríkj- anna. Bogi var loftskeytamaður á ýmsum skipum Eimskipafélags ís- lands, m.a. á Dettifossi er því skipi var sökkt 21. febrúar 1945. Hann réðst loftskeytamaður til flugmála- stjórnarinnar árið 1946. Yfirflug- umferðarstjóri á Keflavíkurflug- velli varð hann árið 1951. I störfum sínum gat Bogi sér einkar gott orð, því að hann var ávallt mjög sam- viskusamur og nákvæmur, enda fljúgandi greindur og flinkur mað- ur, vel máli farinn og ritfær. Bogi var lengi fréttaritari Morgunblaðs- ins á Keflavíkurflugvelli. Þá sat hann í orðabókamefnd, er undirbjó Nýyrði IV, Flug, 1956. Boga hefur hlotnast margháttað- ur heiður fyrir afskipti sín af íþróttamálum. Hann sat í knatt- spyrnudómstóli KSI, var formaður Körfuknattleikssambands Islands, fararstjóri íslenskra körfuknatt- leiksliða erlendis, sat alþjóðlegar körfuknattleiksráðstefnur og var fulltrúi Körfuknattleikssambands- ins í Olympíunefnd Islands, svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir þessi störf hafa honum verið veitt mörg heiðurs- merki, íslensk og erlend, nú síðast riddarakross hinnar íslensku fálka- orðu. Eg bið frænda mínum allrar Guðs blessunar og sendi honum okkar innilegustu afmælisóskir í til- efni dagsins. Gunnar Björnsson. Helgardagskrá þjóð- garðsins á Þingvöllum STAÐARHALDARI og landverðir á Þingvöllum bjóða upp á göngu- ferðir íyrir börn og fullorðna um verslunarmannahelgina. Dagskráin hefst á laugardag kl. 11 með gönguferð fyrir börn um þingstaðinn forna. Þar verður spjall- að um þjóðgarðinn, náttúmna og þingið. Kl. 14 hefst Lögbergsganga -þar sem gengið verður frá hringsjá á Haki um hinn foma þingstað í / Stórhöfða 17, við GulUnbrú, stoi 567 4844 fylgd sr. Heimis Steinssonar og end- að í Þingvallakirkju. Kl. 15 verður svo farið í gróðurskoðunarferð og fjallað um plöntunytjar að fornu og nýju. Á sunnudag hefst dagskráin kl. 14 með guðsþjónustu í Þingvallakirkju þar sem dr. Sigurbjöm Einarsson predikar og sr. Heimir Steinsson þjónar fyrir altari. Kl. 15 verður svo gengið frá Flosagjá í Skógarkot og farið með ljóð og sögur frá Þingvöll- um. Á mánudag kl. 14 verður gengið um gjár og spmngur að Öxarárfossi og rýnt í fjölbreyttan gróður í Snók- argjá. Ferðin er erfið á köflum og því nauðsynlegt að vera vel skóaður. ,Að gefnu tilefni er ítrekað að þjóðgarðurinn á Þingvöllum er griðastaður fólks á öllum aldri. Ölv- un veldur ónæði og spillir friði. Drukkið fólk getur því vænst þess að verða vikið af svæðinu," segir í frétt frá landverði. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Vélflugur í vesturbæ ÉG flutti í vesturbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum ámm og hefur mér alla tíð síðan líkað sá staður með afbrigðum vel. Ekki hefur mér, svo dæmi sé tekið, þótt það ónýtt að geta spásserað glaður beint niður að sjó, eftir Ægissíðunni og yfir í Skerjafjörðinn og ef vel viðrar, að fmna sig ef til vill skyndilega staddan í sælu- reitnum Óskjuhlíð. Að öllu öðra ólöstuðu er þó sælan ekki fullkomnuð fyrr en hinar vinalegu vélflugui' birtast. Flugurnar sem meðal annars tengja okkur svo náið við hinar dreifðu sálir landsins. Flugumar sem sveima svo oft suðandi yfir vesturbæinn okkar þar sem við sitjum og höfum það huggulegt í sumarblíð- unni. Þá er það kærkomið að taka sér frí frá óþarfa blaðri um oftast nær alls ekki neitt, loka augunum og finna hvernig bústnir og glansandi búkarnir strjúkast yfir höfði og öll vandamálin; þau renna á braut undan urrandi og un- aðslegum gnýnum. Þvi miður er það nú svo að allir góðir hlutir taka enda og flugurnar hverfa á braut. Áðm- er varir, viti menn, birtist önnur fluga á flugi og svo önnur og önnur og manni finnst maður. kom- inn til Mývatns. Svona er þetta nú dýrð- legt að dveljast hérna í vesturbænum í dag og mun víst verða um ókomna tíð eða hvað? Birgir Þ. Jóakimsson, Melhaga 12, Reykjavik. Hátt grænmetisverð og auglýsingarherferð MÉR finnst alveg rosalegt hvað íslenskir garðyrkju- bændur setja mikla pen- inga í auglýsingar miðað við hátt grænmetisverð. Það þarf ekki að auglýsa íslenskt grænmeti, það vita allir að það er best. Hugurinn hvarflar til þeirra sem lifa á bótum. Það mætti svo sannarlega lækka verðið í stað þess að eyða peningum í auglýs- ingakostnað.. Gunna í Garðabænum. Góð þjónusta og liðlegheit ÉG hef ekki hitt eins elskulegt afgreiðslufólk og í Landsbankanum við Bæj- arhraun í Hafnarfirði. Megi aðrir starfsmenn annaira banka taka þau sér til fyrirmyndar. Ánægður viðskiptavinur. Barnamjólkurduft í brauðvélar ÉG eignaðist nýlega brauðvél og af tilefni þess sagði mér maður um átt- rætt að hann hefði upp- götvað að barnamjólkur- duft, sem fæst í Bónus, væri ódýrara en nýmjólk- urduft til notkunar í brauðvélar og gerði sama gagm Brauðgerðarkona. Um Eldborg ÉG býst við að þeir Snæ- fellingar og Hnappdælir séu heldur óhressir með að Morgunblaðið sé að flytja gersemar okkar suður á Mýrar. Á ég þar við Eld- borg í Hnappadalssýslu sem aðrar eldborgir á landinu em nefnar eftir. Á þetta jafnt við um hina fógra Eldborg og sam- nefnt sumarhótel í Lauga- gerðisskóla. Bið ég Morg- unblaðið, sem er áhrifa- mikið, að endurtaka ekki þessa vitleysu sem ég hef áður séð á prenti svo þetta festist ekki í huga fólks sem er ókunnugt staðhátt- um. Happdælingur. Tapað/fundið Bláyrjótt kaðlapeysa týndist BLÁYRJÓTT handpjrón- uð kaðlapeysa týndist á Esso-mótinu á Akureyri 1.-4. júlí. Peysan er merkt Heiðar Atli. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 565 8580. Gleraugu týndust GLERAUGU týndust sl. sunnudagskvöld, hugsan- lega á þvottaplaninu við Ægissíðu eða við Skóla- stræti og Kárastíg. SkOvís finnandi hafi samband í síma 552 2875. Dýrahald Kettlingur fæst gefins SVARTUR og hvítur högni, 3ja mán. fæst gef- ins. Kassavanui'. Upplýs- ingar í síma 555 2087. SKAK UniNjnn Margcir 1‘éturssnn STAÐAN kom upp á opna mótinu í Hró- arskeldu í júlí. Norðmaðurinn Leif Erlend Jo- hannessen (2.290) var með hvítt og átti leik gegn danska stórmeist- aranum Peter- Heine Nielsen (2.505). 20. Rxc6! - Dxc6 21. Rxb5 - Db7 (Eða 21. - Dd7 22. Hc7 - De6 og 23. e5! er vonlaust á svart) 22. Rxd6 - Db8 23. Rxe8 - Rxe8 24. Dd8 og svartur gafst upp, því hann tapar öðmm hvorum riddara sínum, á b6 eða e8 með skák. Óvæntur en sannfærandi sigur þetta! HVÍTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar... HAFIN ER verzlunarmanna- helgi, mánudagslengd fríhelgi, sem allir hlakka til, nema kanski verzlunarfólk. Svo undarlega hafa mál nefnilega þróast að verzlunar- fólk er nánast eina starfsstéttin, sem þarf að nokkuð stóram hluta að vinna fyrsta mánudag í ágúst, þ.e. á „frídegi“ stéttarinnar. Þorri annara starfsstétta heldur hins vegar daginn hátíðlegan með því að taka sér frí og gera sér glaðar stundir. Engin önnur helgi ársins státar af jafn mikilli umferð á þjóðvegum - eða um fjöll og fimindi - og verzlun- armannahelgin. Það er því nauð- synlegt að aka með gát þessa helg- ina og sýna tillitssemi í umferðinni, ef menn vilja komast hjá óhöppum, fyrirbyggja meiðsl á sjálfum sér og öðrum. Raunar gildir hið sama um fjallaflakkið, ferðir um auðnir og óbygðir. Enginn kann sig í góðu veðri heiman að búa. Vissast er að umgangast öræfin og veðurguði með varúð og virðingu! Þass er og vert að minnast, að þennan dag, 2. ágúst 1924, var íyrst flogið yfir Atlantshafið til Islands, ef undanskyldir eru farfuglar ljúfir, sem færa okkur vorið. Að þessu mæltu óskar Víkverji lesendum sínum ánægjulegrar og slysalausrar verzlunarmannahelgi. FRIÐRIK VII, konungur Dana og íslendinga, afsalaði sér ein- veldi fyrir hálfri annari öld, snemma árs 1884. Sá gjörningur blés frels- isanda í brjóst Islendinga, sem vora að vakna til baráttu fyrir fullveldi. Og á miðvikudaginn kemur, 5. ágúst, era nákvæmlega 150 ár síðan fyrsti Þingvallafundurinn í byrjandi frelsisbaráttu var haldinn. Þar mættu 19 fullhugar, flesth- af Norð- urlandi, og fundarstjóri var séra Jón Jónsson í Steinnesi. Hinn fyrsti Þingvallafundur sam- þykkti bænaskrá til konungs um „þjóðþing út af fyrir sig, byggt á jafnfrjálsri undirstöðu og með sömu réttindum“ og eins og Danir fengu, sem og að landsmenn fengju „að kjósa þingfulltrúa eftir frjálslegum kosningalögum...“. Þingvallafundurinn 1848 steig máski ekki stór skref til fullveldis, þegar grannt er gáð, en engu að síð- ur verðmætt skref. Hálfnuð er ferð þá hafin er, segir máltækið. Vel megum við muna þá sem á Þingvöll- um vora þennan dag fyrir 150 áram og stigu fyrstu ákrefin til þjóðfrelsis. xxx VÍKVERJI les í Kennarablaðinu að hér á landi em milli sex og sjö hundruð kennarar á eftirlaunum. Starfandi er Félag kennara á eftir- launum. ,AJlir kennarar í Kennara- sambandi Islands verða sjálfkrafa félagar í FKE þegar þeir fara á eft- irlaun svo og makar þeirra. Félags- gjöld era engin og kvaðir litlar“, segir formaður félagsins, Óli Kr. Jónsson, í skemmtilegu spjalli í blaðinu. Félagið sinnir ýmsum störfum, m.a. á vettvangi norrænna eftir- launakennara. Mót þeirra var haldið hér á landi í júnímánuði síðastliðn- um. Félagið mun og gangast fyrir hópferðum innanlands. Fróðlegt væri að vita hvort félög eftirlaunafólks úr öðmm starfs- greinum séu til hér á landi. Er það ekki verðugt fréttaefni, a.m.k. í gúrkutíð, að heyra kvað gamlir kveða í þessum efnum? XXX IÁGÆTRI grein Meyvants Þór- ólfssonar í Kennarablaðinu er þrennt sagt standa í vegi fyrir „góðri þróun kennslu á sviði eðlis- og efnafræði“: 1) Grunn- og sí- menntun er ábótavant, 2) Námsefni er slakt, 3) Aðstaða til kennslu er hvergi nærri nógu góð. í þessari grein segir og „að tengsl við um- hverfi og náttúm, hagnýting vís- indalegrar þekkingar í þeim heimi sem við búum í, söguleg sýn á nátt- úruvísindi, viðhorf til náttúru, um- hverfis og vísinda og gagnrýnin um- ræðu um þátt vísinda í samfélaginu séu meðal mikilvægustu markmiða í kennslu náttúruvísinda".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.