Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Fyrirhugað að framkvæmdir við snjóflóðavarnir á fsafírði hefjist næsta vor Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson VARNARGARÐURINN er mikið mannvirki og verður 13 til 16 metrar á hæð, um 40 metr- ar á breidd og 700 metrar á lengd. Um varnargarðinn miðjan verða göng en skíðasvæði Is- fírðinga er fyrir ofan svæðið. 'ú ■ Morgunblaðið/Arnaldur VERÐI garðurinn byggður er áætlað að flytja Seljalandsbæinn en talið er að það myndi kosta um 20 til 30 milljónir króna að verja hann sérstaklega. Á myndinni er dóttir Magna, Marta Hlín, og dóttir hennar, Magna Rún Rúnarsdóttir. Leiðigarður verður mikið mannvirki HJÁ Ríkiskaupum voru nýlega opnuð tilboð í hönnun á snjó- flóðavarnargarði við Seljaland á Isafirði. Fimm fyrirtæki buðu í hönnunina og var það Forverk ehf. í Reykjavík sem bauð Iægst um 5 milljónir króna en ekki hef- ur verið ákveðið hvaða tilboði verði tekið. Heildarkostnaður við framkvæmdina er áætlaður um 350 milljónir króna og er fyrir- hugað að þær hefjist næstkom- andi vor. Um svokallaðan Ieiðigarð er að ræða en honum er ætlað að beina hugsanlegu snjóflóði frá byggð hjá Seljalandi. Hann er mikið mannvirki og mun verða um 13 til 16 metrar að hæð, um 40 metrar á breidd og ná 700 metra upp með Seljalandshrygg. Neðri endi garðsins mun liggja upp frá Seljalandsbænum og er ráðgert að flytja hann burt. Verði hann látinn standa þarf að breyta hönnun garðsins en sú framkvæmd er talin kosta um 20 til 30 milljónir króna. Þá verða göng um garðinn miðjan en veg- urinn upp að skiðasvæði Isfirð- inga liggur upp dalinn. Að sögn bæjarsljóra ísafjard- arbæjar, Halldórs Halldórssonar, á framkvæmdin eftir að fara í umhverfis- og fornleifamat. Hann segist hins vegar vona að garðurinn rísi. „Það er ósk okkar að þessi garður rísi enda höfum við lagt talsverða fjármuni í uppbygg- ingu á götum, vatnsveitu og lögnum í hverfínu sem nú er á hættusvæði. Þá er það einnig réttur þeirra íbúa sem þarna búa að öryggi þeirra sé tryggt og að eignir þeirra verði ekki verðlaus- ar. Til viðbótar vantar okkur byggingarland og Seljalands- hverfíð er talið heppilegur kost- ur. Þá er einnig mjög aðgrunnt fyrir neðan hverfið og það því hentugt til uppfyllingar,“ sagði Halldór. Magni Guðmundsson fram- kvæmdasljóri býr ásamt konu sinni, Svanhildi Þórðardóttur, í Seljalandsbænum. Hann er mót- fallinn því að garðurinn verði byggður. „Eg er andvígur því að þessi varnargarður rísi og víst er að hann verður mikið lýti á staðn- um. Auk þess tel ég enga þörf fyrir hann og einungis verið að kasta hundruðum milljóna króna á glæ. Hérna er þekkt bæjar- stæði frá árinu 1200 og aðeins til ein heimild um snjóflóð en það kom hér árið 1947 og tók með sér útihús. Það festist lítill snjór í hlíðinni hérna fyrir ofan auk þess sem það er náttúrlega vörn af Seljalandsmúlanum og gilinu sem áin rennur um en þessi atriði virðast ekki vera tekin til greina af þeim sem gefa forskriftina að hönnun garðsins." Hann segir að framkvæmdin hafi ekkert verið kynnt. „Fram til þessa hefur framkvæmdin ekkert verið kynnt utan þess að í mars var lagt fram deiliskipulag um Tungusvæðið og þar var garðurinn lauslega teiknaður inn á. Ég hef heyrt annars staðar frá að flytja eigi húsið mitt, verði garðurinn byggður, en frekar myndi ég láta rífa það. Hér á húsið heima, og hefur gert frá árinu 1910,“ sagði Magni í sam- tali við Morgunblaðið. Fram til loka árs árið 2000 er áætlað að verja um 2 milljörðum króna til snjóflóðavarna á ís- landi, samkvæmt upplýsingum frá Framkvæmdasýslu ríkisins. Stærstu verkin eru varnargarðar fyrir ofan Neskaupstað, en hann mun kosta um 600 milljónir króna, og fyrir ofan Seyðisfjörð sem áætlað er að kosti um 750 milljónir króna. Þá er ráðgert að varnargarður við Siglufjörð kosti um 250 millj- ónir, leiðigarðurinn við ísafjörð 350 milljónir og garður ofan Pat- reksfjarðar um 70 milljónir króna en flestar framkvæmdirn- ar bíða enn ákvörðunar heima- manna eða Ofanflóðasjóðs. Fljótandi veitinga- staður á Lagarfljót Ný brú yfir Berserks eyrará í Hraunsfirði Vaðbrekku, Hrafnkelsdal - Lagar- fljótsormurinn ehf. á Egilsstöðum, sem stofnað var í mars síðastliðnum til að reka fljótandi veitingastað á Lagarfljóti, er að vinna að því að kaupa skip sem er innréttað sem veitingastaður til að staðsetja á Lagarfljóti og reka í því veitinga- stað. Bjarni G. Björgvinsson lögfræð- ingur og Alfreð Steinar Rafnsson skipstjóri stjórnarmenn í Lagar- fljótsorminum fóru nýlega til Þýskalands og Svíþjóðar til að skoða skip sem eru í svipuðum rekstri þar. I Vanersborg við Vanersvatn norðan Gautaborgar í Svíþjóð skoðuðu þeir félagar skip sem Benedikt Vilhjálmsson á Egils- stöðum, sem einnig er stjórnarmað- ur í Lagarfljótsorminum, fann á síð- asta vetri og þykir henta vel í þetta verkefni. Benedikt er upphafsmað- ur þessarar hugmyndar og hefur haft augastað á þessu skipi frá því áður en Lagarfljótsormurinn ehf. var stofnaður. Skipið, sem heitir Frida, er sex ára gamalt, 38 metra langt, rúmir 7 metrar á breidd, ristir um 1 metra og er 85 tonn að heildarþyngd. Frida tekur 80 manns í sal undir þiljum og 30 til 40 manns á efra þil- far sem lokað er að mestu leyti og hægt að loka alveg. Skipið gengur 12 mílur við 90% álag, kemst þess vegna á einni klukkustund upp í Hallormsstað, en er um einn og hálfan klukkutíma þá leið á þægi- legu dóli. í rekstur á næsta ári Stefnt er að því að skipið komi til landsins á vetri komanda og fari í rekstur næsta sumar, en áður en svo verður þarf að hnýta ýmsa lausa enda. Til dæmis eru engar reglur til á Islandi um skip er aðeins sigla á fljótum og vötnum. I sumar ganga þó í gildi EES-reglur um það atriði. Mikið fyrirtæki er að flytja skipið hingað, það er ekki hægt að sigla því vegna þess að það er ekki byggt til að sigla því á opnu hafí. Þess vegna verður að flytja það með öðru skipi sem verður að taka á leigu sér- staklega til verksins, síðan verður að flytja það á flutningavagni frá Reyðarfirði uppá Lagat'fíjót, Vanda verður vel til allrar skipulagningar vegna flutningsins vegna þess að skipið vegur alls 84 tonn eins og áð- ur sagði. Kostnaðaráætlun vegna skipa- kaupanna liggur fyrir og gerir hún ráð fyrir að heildarkostnaður við kaup á skipinu og flutningur á því uppá Lagarfljót nemi um 35 millj- ónum króna. Horfur með fjármögn- un eru góðar, meðal annars er nú- verandi eigandi skipsins tilbúinn að gerast eignaraðili að fyrirtækinu, og ýmsir möguleikar aðrir hafa ver- ið skoðaðir í stöðunni. Ekki hefur enn neitt verið ákveðið um hafnargerð vegna komu skips- ins við Lagarfljót. Hafnargerðin á hins vegar ekki að vera flókið mál vegna þess að skipið ristir aðeins 1 metra. Að sögn Bjarna og Alfreðs skoð- uðu þeir mörg skip og komu líka í skipasmíðastöð sem smíðar skip þessarar gerðar, og sáu þeir mörg álitleg skip sem hentuðu þessum rekstri. Einnig er möguleiki á að smíða nýtt skip. Þeir félagar voru þó sammála um að Frida væri væn- legasti kosturinn í stöðunni. Á kynningarfundi sem Bjarni og Al- freð héldu heimkomnir kynntu þeir fyrir hluthöfum og öðru áhugafólki stöðu málsins og voru tiltölulega bjartsýnir á að þessi rekstur gæti orðið að veruleika íyrir næsta sum- ar. Stykkishólmi - Síðustu vikur hef- ur verið unnið að gerð nýrrar brúar yfír Berserkseyrará í Hraunsfirði. Það er brúarvinnu- flokkur Vegagerðarinnar, undir sfjórn Hauks Karlssonar, sem annast verkið. Berserkseyrará hefur ekki verið að tefja brúargerðarmenn- ina, því hún hefur ekki látið sjá sig allan þann tíma sem fram- kvæmdirnar hafa staðið. Farveg- urinn er þurr og hefur varla komið dropi úr lofti þennan tíma. En áin er ekki alltaf svona fyrir- ferðarlítil. Jón Fornason frá Haga í Aðaldal er einn af þeim sem vinna við brúargerðina. Hann segir að eldri brúin, sem nú er búið að fjarlægja, hafí ver- ið byggð árið 1963 og þá hafí verið verksfjóri frændi hans Hugi Jóhannesson. Þá voru ekki sömu aðstæður og nú og meiri fyrirferð í ánni. Þegar langt var komið að slá upp fyrir brúnni og átti að fara að steypa hana þá gerði mikið vatnsveður og vöxtur hljóp í ána, það mikill að hún þreif með sér brúaruppsláttinn og sementið og varð að byrja upp á nýtt. Þeir eru nú að fínna í far- veginum áhöld og sement frá þeim tíma. Nýr vegur verður lagður beggja vegna að brúnni. Næsta verkefni brúarvinnu- flokksins bíður hans svo á Barða- strönd. Stórholt 4a, Akureyri Þetta fallega, vel staðsetta einbýlishús, ca 90 m2, er til sölu. Verð kr. 7.900.000. Nánari upplýsingar veitir: Grétar Haraldsson hrl., Dynskógum 5, Reykjavík - Sími 5573703. :______________________________:___________ Morgunblaðið/Gunnlaugur BRÚARVINNUMENNIRNIR Pálmar Guðjónsson og Jón Fornason hafa í fjöldamörg sumur unnið við brúargerð. Það eru um 30 ár síðan Pálm- ar réð sig fyrst í brúarvinnuflokk og fá sumrin hafa dottið úr og Jón byijaði hjá frænda sinum, Huga Jóhanuessyni, í kringum 1960 en gerði hlé á þeim störfum um tfma. Nú eru þeir ásamt félögum sínum að byggja brú yfir Berserkseyrará, sem hefur ekki látið sjá sig í sumar. I í t ( I ■I ( « I l M I « { 1 « 1 I « \ i I I ( I +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.