Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 VERSLUN MORGUNBLAÐIÐ Mesti rit- höfundurinn „Fánýti þess að velj'a „mesta rithöfund- inn“ er vitanlega augljóst. Skoðanir um þetta hljóta alltafað vera skiþtar og umfram allt þersónulegar. Nú á tímum er það yfirleitt markaðssetning- in sem ræður. “ ver er mesti rithöf- undurinn spyrja menn sífellt og blöð og aðrir íjöl- miðlar gera sér mat úr þessu, nýlega vikublaðið Time sem er ekki í neinum vafa um að rithöfundur þessarar ald- ar sé James Joyce og skáldsag- an Odysseifur. Mesta ljóðskáldið er aftur á móti T. S. Eliot að dómi blaðsins. Ekki er óalgengt að sjá nafn James Joyce í þessu samhengi, einkum í enskumælandi heimi. En fleiri þjóðir þykjast eiga sinn Joyce, íslendingar Halldór Lax- ness til dæmis. VIÐHORF ^íttoi^itinu ----- Finfo (3B-98) Eftir Jóhann sem finnska Ut- Hjálmarsson anríkisráðu- neytið gefur út er vikið að þessu vinsæla og um leið eldfima efni. Tapani Su- ominen veltir því fyrir sér frá finnskum sjónarhóli og eru þankar hans athyglisverðir. Suominen er ekki í neinum vafa um að mesti finnski rithöf- undurinn sé Aleksis Kivi (1834- 1872), höfundur skáldsögunnar Sjö bræðra. En Kivi hefur ekki alltaf verið í mestum metum. Þegar Sjö bræður komu út 1870 var skáldsagan tætt í sundur af skáldinu og prófessornum Aug- ust Ahlqvist. Hann taldi að skáldsagan væri frumstæð, finnskum skáldskap til minnkun- ar. Forlagið, Finnska bók- menntafélagið, lét stöðva sölu bókarinnar. Kivi var bæði and- lega og líkamlega búinn að vera eftir þessi hörðu viðbrögð og dó tveimur árum seinna. í helvítislogum finnskrar bók- menntasögu situr Ahlqvist nú í neðsta víti að sögn Suominens. Á fjórða áratugnum stóð um Áhlqvist í alfræðibókum að hann væri mikið skáld og málvísinda- maður, en nú muna menn fyrst og fremst eftir honum í gervi morðingja Kivis. Suominen segir í framhaldi af þessu að oft hafi það komið í ljós að finnsk skáld hyllt sem lárvið- arskáld á sínum tíma hafi reynst furðu léttvæg eftir á en rithöf- undar sem enginn hafi veitt at- hygli meðan þeir lifðu hafi feng- ið viðurkenningu löngu eftir dauða sinn. Að þessu leyti er saga Kivis ekki eindæmi. Volter Kilpi (1874-1939) var lítils met- inn af gagnrýnendum síns tíma, en nú hafa gagnrýnendur og aðrir bókmenntamenn skipað höfuðverki hans, I salen pá Alastolo, yið hlið Ódysseifs eftir Joyce og I leit að glötuðum tíma eftir Marcel Proust. I salen pá Alastolo, sem er skáldsaga upp á 900 síður, kom út 1933 og var fyrsta þýðing hennar gerð á sænsku 1997. Finnskir gagn- rýnendur völdu aftur á móti Kilpi mikilvægasta rithöfund sjáífstæðs Finnlands hálfri öld eftir lát hans. I greininni er líka bent á það sérstæða fyrirbrigði að rithöf- undur getur komist í fremstu röð erlendis á sama tíma og gagnrýnendur heima fyrir hafa lítið dálæti á honum. Meðal slíkra höfunda í Finnlandi eru Mika Waltari, höfundur Egiptans og Arto Paasilinna, en á báða hefur einkum verið litið sem afþreyingarhöfunda í Finn- landi. I Bandaríkjunum var Ódysseifur Joyce nýlega valin besta enska skáldsaga aldarinn- ar, en nefnd á vegum Modern Library hjá Random House- bókaútgáfunni hafði valið 100 bestu skáldsögur ritaðar á ensku á tuttugustu öld. I þessari nefnd tíu manna voru m.a. kunnir rithöfundar. Valið getur þó naumast talist strangbókmenntalegt því að margar bókanna á listanum nálgast að vera afþreyingarbók- menntir og má nefna í því sam- bandi og ekki af verri endanum Á hverfanda hveli, Hinn mikla Gatsby og Lolitu. Önnur skáldsaga eftir Joyce var á listanum og meðal þeiiTa sem áttu fleiri en eina bók, reyndar fjórar, var Joseph Con- rad sem virðist ætla að standast allar tískusveiflur. Allt er þetta þó cluttlungafullt. Ódysseifur hefur verið nefnd- ur skáldsagan sem allir tala um en fáir hafa lesið. Bókin er eng- inn skemmtilestur að frádregn- um nokkrum köflum. Það sem best nær til fólks af verkum Joyce eru smásögur hans, t. d. sögurnar í I Dyflinni (hafa kom- ið út í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar, en hann þýddi einnig Ódysseif sem að margra mati er óþýðanlegur). Lengi var Ódysseifur bannað- ur. Hann kom fyrst út í París þar sem höfundurinn þekkti vel til og í ýmsum útgáfum sem sumar voru gallaðar. Nýlega þegar prenta átti skáldsöguna í endurskoðaðri gerð, m. a. hreinsa hana af augljósum vill- um og ósamræmi, var því ákaft mótmælt því að Joycefræðingar bentu á að þetta væru einmitt sérkenni sögunnar og ættu að standa. Fánýti þess að velja „mesta rithöfundinn“ er vitanlega aug- ljóst. Skoðanir um þetta hljóta alltaf að vera skiptar og umfram allt persónulegar. Nú á tímum er það yfirleitt markaðssetning- in sem ræður og stjórnar svona uppátækjum. Það er tímabært að spyrja hverju hún ráði ekki. Einnig má segja sem svo að sjónvarp og kvikmyndagerð hafi mikil áhrif á hvort skáldsögur lifi af eða gleymist. Dæmi eru skáldsögur Jane Austen. Minni háttar skáldsögur og miðlungsskáldsögur geta lifnað í höndum myndmiðla og það er líka til í dæminu að meiri háttar verk séu tekin fram og lesin vegna þess að þau hafa náð til fleiri en gagnrýnenda og bók- menntafræðinga. Óliklegt er að þeir sem sjá listann bandaríska leggist hans vegna í skáldsagnalestur. Flestir munu leita uppáhaldsskáldsög- unnar sinnar á listanum, gleðj- ast yfir því ef þeir finna hana þar en hneykslast sé hana hvergi að finna meðal hinna hundrað bestu skáldsagna. HOLLENSKA skipið sem Halldór og Garðar S. heiðruðu með heimsókn sinni. 28 þúsund tonn. „Borgarstjóri“ í tvo tíma Frídagur verslunar- manna er á mánudag- inn kemur. Pétur Pétursson segir frá sumarævintýri tveggja verslunarmanna. SUMARIÐ er tími skemmtiferða- skipanna. Það er rétt eins og Ijóð Jónasar Hallgrímssonar lifni og öðlist hlutdeild í samtíðinni: „Skraut- búin skip fyrir landi flutu með fríð- asta lið.“ Annálaritarai' á þessari öld fylgd- ust gaumgæfilega með komu er- lendra skemmtiferðaskipa. Þau prýddu sjóndeildarhringinn þegar horft var í átt til fjallanna, með sína fjólubláu drauma, Esju, Aki’afjalls og Skarðsheiðar. I hugaiTeikningi og mælistiku ljósopsins var þeim stund- um jafnað við sumargrænar eyjar, sem bifuðust ekki á spegilsléttum fló- anum og létu sem ekkert væri þótt stærilát fley heimshafanna brunuðu með þóttafullum hætti inn Sundin og vörpuðu akkerum á ytri höfninni. Koma skipanna brá „stórum svip yfir dálítið hverfi“, eins og skáldið sagði í ljóði sínu. Hundruð farþega stigu um borð í vélbáta, sem skipin höfðu á þil- fari, en létu síga með varúð uns þeir snertu hafflötinn við þessa norðlægu strönd, að gera stundarhlé á eirðar- lausri ferð sinni um heimsins höf og flytja sparibúna farþega sína að litl- um bryggjusporði í höfuðstað ey- lendu þar sem þeir brugðu framand- legum svip á heimóttarlegt svipmót gangstéttanna með fjaðrahöttum, ilmi og angan tískuhúsanna, tví- djökkum og glansburstuðum blánku- skóm, og gerðu stans á mótum Aust- urstrætis og Kolasunds þar sem mis- vindar mæltu sér mót að þyrla göturyki sér til dægrastyttingar. Á Eliingsensplaninu stóð hópur hrossa í höm og tunguliprir tilsjónarmenn héldu um taumana. Það var hrossa- móða á buxnaskálmunum, tó- bakstugga í munni, glampi í augum og ferskeytla á vör. Við Steinbryggjuna lá snoturt fley með íslenska þjóðfánann við hún. Kelvinmótorinn malaði hljóðlega meðan eigandinn, Ólafur, sem jafnan var nefndur Óli Kelvin, beið þess að einhverjir bæjarbúar fóluðust eftir skemmtisiglingu um Sundin, sem ljómuðu í sólarbirtu sumarsins. í árbók Reykjavíkurbæjar eru skráðar heimsóknir erlendra skemmtiferðaskipa sumarið 1934. ÓLAFUR Jónsson yfirþjónn á Hótel Borg fyrir miðju. Sagt er að 14 skip hafi komið það sumar. 4 þem'a eru ensk, 4 þýsk, 2 frönsk, 1 sænskt, 1 pólskt og tvö hol- lensk. Annað þeirra var skip það sem hér verður sagt frá. Farþegar hollensku skip- anna voru 848. Sóleyjargulir langferða- bílar Steindórs bflakóngs, sem er eini kóngurinn fyrir utan fjallkónga gellukónga og álfakonung þrettánda- brennu, raða sér hver eftir annan og bíða farþega skemmtiferðaskipanna sem ætla að skoða fornhelga staði. En svo eru aðrir, sem langar að skyggnast um borð í skemmtiferðaskipið, sem hefir varpað akkerum á ytri höfninni og gnæfir þar í tign sinni. Frásögn Halldórs Sigurbjörnssonar: „Ég hafði fatahreinsun í Hafnarstræti sem hét Fata- hreinsun Reykjavíkur og var eiginlega fýrsti maðurinn sem kom með hraðhreinsun, sem gat pressað föt á meðan maður beið og fótin voru kemiskhreinsuð. Ég var mjög góður vinur Ólafs Jónssonar yfírþjóns á Hótel Borg. Hann dó og nú átti að fara að jarða hann. Strákarnir á Borginni vissu það að við vorum góð- ir vinir og biðja mig að vera líkmann. Ég segi að það sé sjálfsagt. Árni Sig- urðsson fríkirkjuprestur jarðsyngur í gamla garði en eftir jai'ðarfórina er- um við nokkrir sammála um það að GUÐRÚN Árnadóttir, amma Þórs Whitehead sagnfræðings, og Halldór í Ási voru samstarfsmenn í verslun Har- alds Árnasonar. Hún tók því vel beiðni Iialldórs um pípuhattinn. heimsækja þjónana um borð í Botníu. Botnía var skip „Sameinaða“ sem hingað sigldi. Við förum um borð. Við fengum nokkra bjóra, ég var í kjól og hvítt og hafði fengið lánaðan pípuhatt hjá Guðrúnu Árnadóttur hjá Hai-aldi til að dubba dálítið upp á mig. Svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.