Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 66
66 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Súnbréf 569 1329 Iðnaðar- og viðskipta- ráðuneyti brýtur lög með nýrri reglugerð Frá Sigurði Magnússyni: „í STJÓRNARTÍÐINDUM b 44 - 1998 nr. 285, 18. maí 1998, er auglýst ný reglugerð með yfir- skriftinni: „Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 264, 31. desem- ber 1971, um raf- orkuvirki, með áorðnum breyt- ingum.“ í upp- hafi þess kafla reglugerðarinnar sem fjallar um almenn ákvæði segir: „Tilgangur þessarar reglugerðar er að draga sem mest úr hættu og tjóni af öllum virkjum og raffóng- um og truflunum af völdum starf- rækslu þeirra.“ Það er vissulega góður ásetningur. Hvað stendur svo í þeim kafla þessarar reglugerðar sem fjaliar um eftirlit með neysluveitun? Kafli 1.6.5. er um flokkun neysluveitna og tíðni skoðana og þar segir m.a.: „Áhættuflokkar neysluveitna í rekstri og skoðunartíðni þeirra er: Veitur með Iitla áraun „Engin skoðun“.“ í þeim sama kafla er skilgreint hvað 1. flokkur er. Þar stendur: „1. flokkur: Allt íbúðar- húsnæði, neysluveitur sem lítið er gengið um og neysluveitur með smáatvinnustarfsemi þar sem ein- ungis eigandi gengur um að jafn- aði.“ Með þessum orðum er sagt að engin skoðun fari fram á „íbúðar- húsnæði" og öðru álíka húsnæði. Það er verið að segja okkur íbúum þessa lands að viðkomandi ráðu- neyti sjái ekki ástæðu til láta raf- veitur veita okkur þá þjónustu sem hefur verið lögbundin í hliðstæðum reglugerðum frá 1933. Að fella niður skoðun á 1. flokki eru hrein svik við íslenska raforku- notendur sem hafa greitt raf- magnseftirlitsgjald í áratugi og eiga mörg þúsund heimili og fyrir- tæki inni skoðun samkvæmt eldri reglum. Hæstvirtur iðnaðar- og við- skiptaráðherra, Finnur Ingólfsson, sagði á þingfundi 19. desember 1996 að ef frumvarp hans nr. 146 um öryggi raforkuvirkja, neyslu- veitna og raffanga yrði að lögum væri hann sannfærður um að eftir ár byggjum við við betra ástand í rafmagnsöryggismálum og sagði jafnframt: „Eg er sannfærður um, að þegar upp verður staðið, að ári liðnu vona ég, þá séu allir menn sannfærðir um að hér hafi verið stigið rétt skref.“ Þetta frumvarp hans var samþykkt og gildir nú sem lög nr 146/1996. (Stjtíð. A, nr. 146/1996). I 7. grein þessara laga stendur: „Með reglubundnum hætti skal fara fram skoðun á því hvort raf- orkuvirki, neysluveitur og raffóng og starfsemi þeirra er hlotið hafa löggildingu eða starfsleyfi Löggild- ingarstofu uppfylli ákvæði þessara laga.“ (Það eru eftirtektarverð fyrstu orðin í lagagreininni. Þessi orð: „Með reglubundnum hætti skal fara fram skoðun" o.s.f.) Á þessu er ljóst að hæstvirtur iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Finnur Ingólfsson, brýtur lög nr. 146/1996 með undirritun sinni á umræddri reglugerð. Hann hefur sjáfsagt stuðst við ráðgjafa sinn sem samkvæmt 6. gr. þessara sömu laga er Löggildingastofa á sviði rafmagnsöryggismála. Það er eðlilegt eftir lestur reglu- gerðarinnar að menn fari að velta íyrir sér þroska og andlegu heil- brigði þeirra sem túlka lög nr. 146/1996 á þennan hátt, því sú túlk- un er þveröfug miðað við ákvæði laganna og orð hæstvirts iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Finns Ing- ólfssonar, á Alþingi 19. desember 1996. Þrátt iyrir augljóst brot á ákvæðum í 7. gr. laga nr. 146/1996 í þessari reglugerð undirritar hæst- virtur iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, Finnur Ingólfsson, vitleys- una. Rafmagnsöryggismál á íslandi eru kominn í þá hringavitleysu að ráðunautur ráðherra, deildarstjór- inn, Jóhann Ólafsson, í rafmagns- öryggisdeild Löggildingarstofu, aðstoðarmaður hans, Sæmundur Vilhjálmsson, og aðrir sem stóðu að gerð umræddrar reglugerðar greina ekki rétt frá röngu. Þá er ekki nema eðlilegt að spurt sé hvort þeir aðilar sem sömdu reglu- gerðina hafi skilið tilgang laganna sem kveða á um reglubundna skoð- un á öllun neysluveitum. SIGURÐUR MAGNÚSSON, fyrrv. yfirrafmagns- eftirlitsmaður. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Smáfólk 6-2+ Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur www.mbl.is/fasteignir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.