Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Endurskoðað frumvarp um gagnagrunna á heilbrigðissviði Aðgangur takmarkast af við- skiptahagsmunum leyfishafa Morgunblaðið/Halldór „KVEIKJAN að frumvarpi þessu eru hugmyndir Kára Stefánssonar, forstjóra Islenskrar erfðagreiningar, um gagnagrunn með lieilsufarsupplýsingum um íslendinga," segir í athugasemdum með frumvarpi heil- brigðisráðherra. Myndin er tekin hjá íslenskri erfðagreiningu. Heilbrigðisráðherra kynnti í gær endurskoð- að frumvarp um gagna- grunna á heilbrigðis- sviði. Að mati Páls Þórhallssonar eru þar margar athyglisverðar nýjungar, einkum varð- andi rétt einstaklinga til að standa utan við grunninn. Grunnhug- myndin er hins vegar óbreytt; einum aðila verður falin gerð, rekstur og fjárhagsleg nýting gagnagrunnsins til allt að tólf ára. HELSTU breytingamar á frum- varpinu frá því það var lagt fram á Alþingi síðastliðið vor eru þær að kveðið er á um rétt sjúklinga til að ákveða hvort upplýsingar um þá fari inn í gagnagrunninn. Ennfremur er mælt fyrir um aðgang vísindamanna, annarra en þeirra sem starfa hjá starfsleyfishafa, að gagnagi-unnin- um. Sá aðgangur takmarkast þó af viðskiptahagsmunum rekstraraðila. Vinnuhópur á vegum ráðuneytis- ins hefur unnið að endurskoðun frumvarpsins í sumar. Hann skipa Þórir Haraldsson, aðstoðannaður heilbrigðisráðherra, Guðríður Þor- steinsdóttir, skrifstofustjóri í heil- brigðisráðuneytinu, Guðmundur H. Pétursson, deildarstjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu, Guðmundur Sigurðsson heilsugæslulæknir, tilefndur af land- lækni, Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðu- neytinu, Ragnhildur Arnljótsdóttir, deildarstjóri í heilbrigðisráðuneyt- inu, og Sveinn Magnússon, héraðs- læknii’ og deildarstjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu. Fram kemur í athuga- semdum með frumvarpinu að vinnu- hópurinn hafi fengið á sinn fund ýmsa sérfræðinga og byggt sé m.a. á þeim fjölmörgu ábendingum sem fram hafi komið í ræðu og riti. Einn með rekstrarleyfi Frumvarpið gerir eins og áður ráð fyrir að einn aðili sjái um gerð mið- lægs gagnagrunns með ópersónu- tengdum heilsufarsupplýsingum. Rekstrarleyfi verður veitt til allt að tólf ára. Komið verður á fót nefnd um starfrækslu gagnagrunnsins er meti umsóknir um rekstrarleyfi og sjái um að gerð og starfræksla grunnsins sé lögum samkvæmt og í samræmi við rekstrarleyfi. Skal nefndin og hafa umsjón með gerð samninga rekstrarleyfishafa og heil- brigðisstofnana eða sjálfstætt starf- andi heilbrigðisstarfsmanna. Heii- brigðisráðherra skipai' þrjá menn í nefndina, einn lögfræðing, annan heilbrigðisstai-fsmann með þekkingu á faraldsfræði og þann þriðja með þekkingu á sviði upplýsingatækni. Þá segir að tölvunefnd hafi eftirlit með gerð og starfrækslu grunnsins að því er varði skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Rekstrarleyfishafa ber að greiða gjald fyrir veitingu rekstrarleyfis til að mæta kostnaði við undirbúning þess og útgáfu. Þá skal hann greiða kostnað við vinnslu upplýsinga í grunninn, sem talinn er nema allt að tólf milljörðum króna, og kostnað opinberra eftirlitsnefnda með starf- seminni. Það eru hins vegar starfs- menn viðkomandi heilbrigðisstofn- ana sem munu útbúa upplýsingamar til flutnings í grunninn. Þá er mælt fyrir um að gagnagrunnurinn sé staðsettm’ hér á landi, úrvinnsla upplýsinga fari fram hér, en ekki er lerigur skilyrði að rekstraraðili sé ís- lenskur lögaðili. Þá er það og nýjung að afrit af gagnagrunninum skuli ávallt geyma í bankahólfi eða með öðrum tryggilegum hætti. Samþykki sjúklings í frumvarpinu segir nú að sjúkling- ur geti óskað eftir því að upplýsingar um hann verði ekki fluttar í gagna- grunninn. Ekki er hins vegar gengið svo langt að setja upplýst samþykki sem skilyrði þess að upplýsingar fari í gi-unninn. Samkvæmt frumvarpinu getur beiðni sjúklings varðað allar upplýsingar sem þegai’ liggja fyrir um hann í sjúkraskrám eða kunna að verða skráðar. „Skylt er að verða við slíkri beiðni og skaí athugasemd þess efnis þegar lögð með sjúkraskrá við- komandi á heilbrigðisstofnun eða hjá sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfs- manni,“ segir þar. Ekki er hins vegar að finna ákvæði um hvað gera skuli ef sjúklingur er látinn fyrir gildistöku laganna. Það er auðvitað þýðingar- mikið álitaefni vegna þess að ráðgert er að skrá inn í gagnagrunninn upp- lýsingar sem nú þegar liggja fyrir í heilbrigðiskerfinu. Áfram er ráðgert að upplýsingar í gnmninum séu dulkóðaðar og að rekstrarleyfishafi hafi ekki aðgang að dulkóðunai’lyklinum. Eins og segir í athugasemdum með frumvarpinu fá þeii’ sem starfa við gagnagrunninn aldrei í hendur persónugreindar upp- lýsingar úr sjúkraskrám. I frumvarp- inu segir einnig að þess skuli gætt við úrvinnslu og samtengingu upplýsinga að ekki sé unnt að tengja þær per- sónugreinanlegum einstaklingum. Aðgangur annarra í frumvai’pinu eru ákvæði um að- gang annarra en rekstrarleyfishafa að upplýsingum úr gagnagrunninum. Þannig segir að heilbrigðisyfirvöld eigi ávallt rétt á upplýsingum vegna gerðar heilbrigðisskýrslna og annarr- ar tölfræðilegrar úi’vinnslu. Þá skuli ráðherra skipa nefnd um aðgang visindamanna, sem starfa hjá þeim aðilum sem vinna upplýsingar í gagnagrunn á heilbrigðissviði, að upplýsingum úr grunninum. Nefnd- inni sé heimilt „að veita þeim aðgang að upplýsingum úr gagnagrunninum til notkunar í vísindarannsóknum nema um sé að ræða rannsókn sem fyrirsjáanlegt er að mati nefndarinn- ar að skerði viðskiptahagsmuni rekstrai’leyfishafa". Það er því nefnd- in sem metur hvað séu viðskiptahags- munir rekstrarleyfishafa en ekki hann sjálfur. Ekki þarf að greiða sér- staklega fyrir aðganginn nema sem nemur kostnaðarauka leyfishafa við þá gagnaöflun og vinnslu sem við: komandi vísindamenn óska eftir. I nefndinni munu eiga sæti fulltrúar Læknadeildar Háskóla íslands og rekstrarleyfishafa auk formanns skipaðs af ráðherra. Jafnramt er áréttað að frumvarpið taki ekki til sjúkraskrárkerfa ein- stakra heilbrigðisstofnana eða gagna- grunna sem starfræktir eru á af- mörkuðum sviðum eins og á vegum Hjartavemdar og Krabbameinsfé- lags íslands og takmarki því ekki þá starfsemi né aðgang vísindamanna að sjúkraskrám eins og verið hefur. í frumvarpinu segir að upplýsingar í grunninum megi nota til þess að þróa nýjar eða bættar aðferðir við „heilsueflingu", forspá, greiningu og meðferð sjúkdóma, til að leita hag- kvæmustu leiða í rekstri heilbrigðis- kerfa, í þágu skýrslugerðar á heil- brigðissviði eða í öðrum sambærileg- um tilgangi á heilbrigðissviði. Þá seg- ir að leyfishafa sé á leyfistíma heimil fjárhagsleg hagnýting upplýsinga úr grunninum með þeim skilyrðum sem lög og reksti’arleyfi mæli fyrir um. Ekki eign í venjulegum skilningi Athyglisverðai- hugleiðingar eru í athugasemdum með frumvarpinu um eignarrétt að heilsufarsupplýsingum: „Skráðar upplýsingar um heilsu ís- lensku þjóðarinnar eru þjóðarauður, sem ber að varðveita og ávaxta eftir því sem kostur er. Sjúklingar og aðrir skjólstæðingar heilbrigðisþjónust- unnar hafa gefið heilbrigðisstarfs- mönnum itarlegar upplýsingar um heilsu sína í þeim tilgangi að fá bót meina sinna eða til þess að taka þátt í ýmiss konai’ rannsóknum. Upplýsing- unum hefur verið safnað skipulega í marga áratugi og mikil vinna verið lögð í að tryggja sem vandaðasta skráningu. Þannig hafa bæði starfs- menn heilbrigðisþjónustunnar, skjól- stæðingar hennar og íslenskir vís- indamenn á heilbrigðissviði myndað hinar verðmætu upplýsingar og kostnaðui- hefur verið greiddur af al- mannafé," segii’ þar. Frumvarpið gerir ráð fyrir að ein- stakar heilbrigðisstoíhanir og sjálf- stæðir læknar geri samninga við rekstrarleyfishafa. Ekki er hins veg- ar tekið á því hvort hinir fyrrnefndu megi setja upp eitthvert verð fyrir upplýsingamar sem þeir búa yfir- Eftirfarandi kafli úr athugasemdum með frumvarpinu er þó vísbending um að frumvarpshöfundar telji svo ekki vera. „Vegna eðlis þessara upp- lýsinga og hvemig til þeirra er stofn- að geta þær ekki lotið lögmálum eign- arréttar í venjulegum skilningi- Stofnanir, fyi-irtæld eða einstaklingar geta því ekki átt þær eða verið með forræði þeirra. Hins vegar er bæði rétt og skylt að nýta þær til fram- gangs heilbrigðisvísindunum og til eflingai’ lýðheilsu. Það verður best gert með því að ríkisvaldið heimili gerð og starfrækslu eins miðlægs gagnagrunns, þar sem þessum upp- lýsingum væri safnað saman og úr þeim unnið. Hvað varðar eignarrétt að sjálfum gagnagranninum eru hon- um settar verulegar skorður í frum- varpinu, m.a. varðandi ráðstöfun hans eftir að tímabundið reksti’arleyfi fell- ur úr gildi.“ Að sögn Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðhema verður hið endur- skoðaða gagnagrannsfi’umvarp sett inn á heimasíðu ráðuneytisins http://www.stjr.is/htr þannig að sem flestir eigi þess kost að kynna sér það og almenningi gefist færi á að koma með athugasemdii’. Framvarpið er einnig aðgengilegt á slóðinni http://www.mbl.is. Kepptu í stærð fræði á Taívan ÍSLENSKU keppendurnir ásamt kínversku leiðsögustúlkunni Pinu Wu. ÓLYMPÍULEIKARNIR í stærð- fræði árið 1998 voru haldnir í Taipei á Taívan dagana 13.-21. júlí. Island sendi sex keppendur sem valdir voru á grundvelii frammistöðu í Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema, en alls tóku 779 framhaldsskólanemar þátt í henni, einnig voru höfð til hliðsjónar úrslit í Norrænu stærðfræðikeppninni. Lið Islands skipuðu þeir: Björn Bennewitz, Pawel Bartoszek, Sveinn B. Sigurðsson og Stefán Ingi Valdimarsson, allir úr Menntaskólanum í Reykjavík, Marteinn Þór Harðarson, Flens- borgarskólanum í Hafnarfirði og Pétur Runólfsson, Fjölbrauta- skóla Suðurlands. í dómnefnd keppninnar var fyrir Islands hönd Geir Agnarsson, Raunvís- indastofnun Háskólans, og farar- sljóri var Eygló Guðmundsdóttir, kcnnari við MH. í ár sendu 76 þjóðir lið til keppninnar. Fjöldi þátttökuþjóða hefur farið vaxandi síðustu ár og vinsældir keppninnar aukist. Fyrirkomulag keppninnar hefur verið það sama frá upphafi: Keppendur eru framhaldsskóla- nemar og skilyrði er að keppend- ur hafi ekki hafið háskólanám og séu ekki orðnir tvítugir þegar keppnin fer fram. Keppnisdag- arnir eru tveir og hvom daginn eru lögð fyrir keppendur þrjú dæmi sem þeir fá íjóra og hálfan tíma til að leysa. Dæmin í ár voru óvenju erfið og tókst aðeins einum keppanda, frá íran, að leysa þau öll. Lið írana náði hæstri samanlagðri stigatölu, svo Búlgaría og þar á eftir Bandaríkin og Ungveija- land með jafn mörg stig. Bestum árangri íslensku þátt- takendanna náði Stefán Ingi Valdimarsson og var hann aðéins einu stigi frá því að hljóta brons- viðurkenningu. Pétur Runólfs- son, Sveinn B. Sigurðsson og Stefán Ingi Valdimarsson náðu allir að leysa eitt dæmanna á full- nægjandi hátt og fenjgu viður- kenningu fyrir það. lslenska liðið varð í 52.-53. sæti. í samanburði við árangur hinna Norðurlanda- þjóðanna var árangur íslenska liðsins mjög góður, aðeins lið Svía varð ofar. íslenska stærðfræðafélagið og Félag raungreinakennara í fram- haldsskólum standa að Stærð- fræðikeppni framhaldsskóla- nema og þátttöku íslands í fjöl- þjóðlegum stærðfræðikeppnum. Menntamálaráðuneytið greiddi stærstan hluta ferðakostnaðar liðsins, skólar keppenda og sveit- arfélög þeirra hafa veitt styrki, Seðlabanki íslands styrkti Ólympíuliðið, og Háskóli íslands og Raunvísindastofnun Háskól- ans lögðu fram aðstöðu. Kaup- þing hf. kostar Stærðfræði- keppni framhaldsskólanema.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.