Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 174. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Irakar slíta samstarfí við SÞ um vopnaeftirlit Bagdad, New York. Reuters. ÍRÖSK stjórnvöld tilkynntu í gær að þau myndu hætta öllu samstarfi við vopnaeftirlitsmenn Sam- einuðu þjóðanna unz nokkrum grundvallarkröfum yrði fullnægt, og hvöttu til þess að tafarlaust yrði bundinn endi á alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn landinu. „írak hættir með öllu samstarfi sínu við vopna- eftirlitsnefnd SÞ (UNSCOM) eins og hún er nú saman sett, og við Alþjóðakjarnorkumálastofnun- ina [IAEA],“ sagði í yfirlýsingu sem gefin var út eftir fund æðstu valdhafa í Irak, með Saddam Hussein forseta í broddi fylkingar. Tareq Aziz, að- stoðarforsætisráðherra, sendi bréf þessa efnis til Kofis Annans, framkvæmdastjóra SÞ, og til yfir- manns öryggisráðs samtakanna. Eftir að Annan hafði hlýtt á skýrslu Richards Butlers, formanns vopnaeftirlitsnefndarinnar, í New York í gær, frestaði hann fyrirhugaðri fór sinni til Portúgals til að geta verið viðstaddur um- ræður um íraksmálið í öryggisráðinu í dag. Áður hafði íraska þingið samþykkt samhljóða ályktun þess efnis að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að vopnaeftirlitsnefnd SÞ lyki störfum sínum strax, og hleypt þannig aftur upp deilunni um meint leynilegt gereyðingavopnabúr íraka. Talsmenn Hvíta hússins í Washington sögðu að bandarísk stjórnvöld myndu halda áfram að þrýsta á Iraksstjórn að sýna vopnaeftirlitsmönn- um samstarfsvilja og biðu eftir að geta metið „gerðir þemra [Iraka], ekki orð“. Vilja uppræta bandarísk áhrif Ein helzta krafan, sem Irakar settu fram í yfir- lýsingu stjórnarinnar, var að yfirstjórn og sam- setning vopnaeftirlitsnefndarinnar yrði stokkuð upp. Hún ætti að vera skipuð að jöfnu fulltrúum allra ríkjanna fimm sem eiga fast sæti í öryggis- ráðinu og aðalskrifstofur hennar að vera fluttar frá New York til Genfar eða Vínar. Hvort tveggja á þetta að miða að því að minnka bein áhrif Bandaríkjamanna á nefndina. Forseti íraska þingsins, Saadoun Hammadi, sakaði vopnaeftirlitsmenn um að ganga erinda Bandaríkjastjórnar og draga eftirlitsstörfin á langinn til að tefja fyrir því að efnahagsþvingun- um yrði aflétt. Þingið kom saman til aukafundar í kjölfar þess að Butler, yfirmaður vopnaeftirlitsins, hélt heim frá Bagdad á þriðjudag eftir að slitnaði upp úr samningaviðræðum hans við íraksstjóm. Butler furðaði sig í gær á því að Irakar skyldu hafa slitið viðræðunum, þar sem að hans mati hefði verið mjög skammt í að nefndin gæti vottað að írakar hefðu uppfyllt ákvæði ályktana öryggis- ráðsins um kjamorku- og efnavopn. Aðeins hefði verið lengra í land varðandi lífefnavopn. Butler kom þeim boðum til nefndarmanna í gær, að þeir skyldu ótrauðir halda áfram starfi sínu. Lewinsky líklega fyrir kvið- dóm í dag ALLAR líkur era á því að Monica Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlka í Hvíta húsinu, muni koma fyrir rann- sóknarkviðdóm í dag og bera vitni um samband sitt við Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Sjónvarpsstöðin CNN hafði eftir ónafngreindum heimildamönnum í gær, að lögfræð- ingar beggja aðila reiknuðu með því að hún bæri vitni í dag. Sérstakur saksóknari, Kenneth Starr, hefur kallað saman kviðdóm- inn til þess að rannsaka meint mis- ferli forsetans, og hefur Stan- gert samkomulag við Lewinsky um að hún beri vitni um samband sitt við forsetann gegn því að njóta friðhelgi. Bæði Lewinsky og Clinton hafa sagt opinberlega að þau hafi ekki átt í ástarsambandi, en haft hefur verið eftir ónafngreindum heimildamönn- um að Lewinsky sé nú reiðubúin til að breyta þeim framburði sínum. Reuters Schröder í Hvíta húsinu GERHARD Schröder, kanzlara- efni þýzka Jafnaðarmannaflokks- ins SPD, gafst í gær kærkomið tækifæri til að sýna kjósendum heima fyrir hvernig hann tæki sig út sem stjórnmálaleiðtogi á alþjóðlegum vettvangi með því að eiga fund með Bill Clinton Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington. Schröder og SPD hafa enn all- nokkurt forskot á Helmut Kohl kanzlara og flokk hans, Kristilega demókrata, í skoðanakönnunum, en samkvæmt þeirri nýjustu sem birt var í gær, er fylgismunurinn milli flokkanna þó skroppinn nið- ur í 3%; CDU óbreytt með 37% en SPD nú 40%. Samkvæmt annarri nýrri könnun, sem gerð var meðal for- ystumanna í viðskiptum, stjórn- sýslu og á fjölmiðlum Þýzka- lands, er útlitið hins vegar enn svartara en áður fyrir Kohl; að- eins 21% þeirra taldi líklegt að stjórn Kohls auðnaðist að halda velli í þingkosningunum 27. sept- ember. Risapallur á ferð HINN risastóri borpallur Sea Launch Odyssey siglir framhjá mosku við mynni Súez-skurðar- ins í gær, en pallurinn, sem áður var notaður til að bora eftir olíu í Norðursjó, hefur skipt um hlut- verk og hefur verið umsmíðaður til að þjóna sem eldflaugaskot- pallur. Verið er að sigla pallinum áleiðis til heimahafnar hans, Long Beach í Kaliforníu. Menn Clintons vitna Harold Ickes, fyrrverandi aðstoð- arstarfsmannastjóri í Hvíta húsinu og núverandi ólaunaður ráðgjafi for- setans, kom fyrir rannsóknai-réttinn í gær í annað sinn. Einn lögmanna forsetaembættisins, Lanny Breuer, kom einnig fyrh' réttinn í gær öðru sinni, en við vitnaleiðslu á þriðjudag neitaði hann að svara tilteknum spurningum saksóknara, að því er blaðið Washington Post hafði eftir ónafngreindum heimildamönnum „sem þekkja vel til í málaferlunum“. Breuer svaraði flestum spurning- um saksóknara, en neitaði að svara öðrum, og bar fyrir sig trúnaðarsam- band lögmanns og skjólstæðings. William Rehnquist hæstaréttardóm- ari hafði kveðið upp þann úrskurð á þriðjudag að lögmenn forsetaemb- ættisins gætu ekki borið fyrir sig slíkt trúnaðarsamband, þar eð þeir væru lögmenn hins opinbera en ekki forsetans persónulega. Olli neitun Breuers því deilum við saksóknara og er óljóst hverjar lyktir verða. Verðfall á evrópskum fjármálamörkuðum í kjölfar Wall Street Viðskipti glæðast á ný en sveiflur miklar New York, London, Tdkýó. Reuters. GENGI hlutabréfa hækkaði nokkuð þegar upp var staðið á Wall Street í gær eftir metverðfall á þriðjudag. Miklar sveiflur einkenndu hins vegar viðskipti dagsins og þótt fjármálasérfi'æðingar teldu við lokun í gær nokkra uppsveiflu hafa átt sér stað sögðu þeir markaðina enn vera stadda í miðri hrinu „leiðréttingar" á gengi hlutabréfa, eft- ir hátt verð undanfarna mánuði. Dow-Jones-vísitalan hækkaði um 58,19 stig upp í 8.545,50 en hafði verið 8.487,31 þegar viðskiptum lauk á mörkuðum daginn áður. Markaðir á meginlandi Evrópu fylgdu í gær í kjölfar Wall Street daginn áður og féll FTSE-vísi- talan breska um 1,8% frá deginum áður. DAX-vísi- talan þýska féll einnig um 2,15% en líkt og í London var hún þó nokkuð sterkari við lokun markaða heldur en í upphafi dagsins þegar áhrif- anna frá Wall Street gætti sem mest. Var það einnig mat fjármálasérfræðinga í Evrópu að sveiflurnar í þessari viku væri hluti „leiðréttingar" sem menn hefðu vænst um þó nokkra stund. Talið er að ein helsta ástæða verðfallsins á Wall Street á þriðjudag hafi verið ótti um minni hagnað bandarískra fyrirtækja en vænst hafði verið, auk áhrifa efnahagsöngþveitisins í Asíu. Fjái'málasér- fræðingar kváðust hins vegar telja að hagnaður evrópskra fyrirtækja væri stöðugri sem um leið myndi vinna evrópskum mörkuðum í hag. Markaðir í Asíu fengu í gær einnig að kenna áhrifa verðfallsins á Wall Street og gengi hluta- bréfa féll mest í Seoul í S-Kóreu, um 3%, og í Jakarta í Indónesíu, um 4%. Nikkei-vísitalan í Reuters KONA virðir fyrir sér skjá í kauphöll Ziirich í gær, þar sem greinilega sést hið snögga fall sem varð á gengi evrópskra hlutabréfa. Tókýó vai' hins vegar nánast óbreytt eftir afar sveiflukennd viðskipti í gær. ■ „Leiðrétting" eða/24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.