Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 70
7 0 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Kolbrún Aðalsteinsdóttir ÍSLENSKI keppandinn, Ragnheiður Jónsdóttir, ásamt erlendri fyrirsætu sem sýndi hönnun hennar í Berlín (mynd til vinstri). Ragnheiður ásamt einum af dómurum keppninnar, dönsku fyrirsætunni Helenu Christensen (mynd fyrir ofan). „Undirbúningur hafínn fyrir næstu Smirnoff-keppni“ SMIRNOFF fatahönnunarkeppn- in var haldin í Berlín í lok síðasta mánaðar og fór fulltrúi Islands, Ragnheiður Jónsdóttir, utan með hönnun sína en hún sigraði í und- ankeppni sem haldin var hér heima fyrr í sumar. Alls tóku 26 keppendur frá jafnmörgum lönd- um þátt í þessari alþjóðlegu loka- keppni. Sigurvegarinn var hin rússneska Elena Zaruba, í öðru sæti lenti Manija Ismat frá Englandi og í þriðja sæti lenti Desmond Yang frá Singapore. Að sögn Kolbrúnar Aðalsteins- dóttur, sem sér um keppnina á Is- landi ásamt heildverslun Karls K. Karlssonar, fékk hönnun Ragn- heiðar mjög góðar undirtektir dómara og var ofarlega á blaði fram á síðustu stundu. „Helena Christensen, „frænka okkar“ eins og ég segi, var einn af dómurunum og er yndisleg stúlka. Við fórum þrjú út með Ragneheiði að þessu sinni og erum þegar farin að und- irbúa keppnina sem verður að ári. Þemað fyrir keppnina árið 1999 verður gefið upp í næstu viku og þá verður það gert opinbert en það er í fyrsta sinn sem undirbún- ingur hefst svo snemma," sagði Kolbrún en hönnunarkeppni af þessu tagi gefur ungum hönnuð- um tækifæri til að koma hönnun sinni á framfæri, hérlendis sem erlendis. Dómarar keppninnar voru hönnuðurinn Antonio Berardi sem dæmdi keppnina þriðja árið í röð og var maðurinn á bakvið þema keppninnar „Metamorphosis" eða umskipti. Danska fyrirsætan Hel- ena Christensen og Jette Joop, dóttir þýska hönnuðarins Wolf- gang Joop, voru einnig dómarar. Spónverjinn Joaquim Verdú, sem hefur víða við í tískuheiminum og unnið til alþjóðlegra verðlauna, HIN rússneska Elena Zarubina með blómvöndinn og fyrirsætuna sem sýndi verðlaunakjól keppninnar. var meðal dómara og sömuleiðis breski hönnuðurinn Matthew Williams, sem dæmdi keppnina hérna heima, og Klaus Stock- hausen tískuritstjóri tímaritsins Max. HIN alþjóðlega dómnefnd Smirnoff-fatahönnunarkeppninnar. HELENA Christensen ásamt þeim keppendum sem ientu í þremur efstu sætunum og fyrirsætum þeirra. Pólsk djasssöng- kona á Jómfrúnni ► Á LAUGARDAGINN var yfirfullt á djasseftirmiðdegi á Jóm- frúnni í Lækjargötu eins og vanalega. I þetta skipti var það pólska djasssöngkonan Natasza Kurek sem söng fyrir gestina með undir- leik Gunnlaugs Guðmundssonar bassaleikara og Ástvalds Trausta- sonar hljómborðsleikara. Lögin sem þau fluttu kallar hún „cappocino“-tónlist, en það eru léttir djasstandardar. Natasza segist vera stödd á íslandi bæði í viðskiptalegum og per- sónulegum erindum. Þau Gunnlaugur eru nýgengin í hjónaband, en þau kynntust í tónlistarskólanum í Haag, þar sem þau eiga eftir eitt ár til viðbótar fram að lokaprófi. Áður bjó hún í Póllandi, lærði klassískan píanóleik í 12 ár og útskrifaðist sem tónlistarkennari. Natasza ætlar líka að nota Islandsförina til að syngja fyrir land- ann, og eru næstu plön fyrir Djasshátíðina á Selfossi þann 15. ágúst, og Rúrek sem haldið verður í september. Þau Gunnlaugur ætla að fá til liðs við sig gítarleikarann Hilmar Jensson og trommuleikarann Mattías Hemstock. Undir nafninu Natasza Kurek Group munu þau flyfja nútima djass og verða flest lögin eftir Natöszu sjálfa. Morgunblaðið/Þorkell NATASZA Kurek söng af mikilli innlifun fyrir gesti Jómfrúarinnar. ELÍSABETU, 6 ára, fannst notalegt að kúra hjá pabba sín- um, Gunnari Ólafi Haukssyni, og hlusta á Natöszu. ÁSKELI Mássyni, Laufeyju Waage og Sigurjóni Sigurðssyni fannst gaman að ræða það sem fyrir eyru bar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.