Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ „SALA á ferskum kjúklingi hófst fyr- ir þremur árum og söluaukningin hef- ur verið stöðug. I fyrra var hún um 20% og sú aukning hefur a.m.k. hald- ið áfram þetta ár,“ segir Bjami Ás- geir Jónsson, eigandi Reykjagarðs og formaður Félags kjúklingabænda. Hann segir neytendur í auknum mæli kaupa ferskan kjúkling og tel- ur að aukið úrval eigi sinn þátt í vin- sældum kjúklings. Pá segir hann að verð hafí haldist stöðugt frá árinu 1989 þrátt fyrir hækkun vísitölu neysluverðs. „Samkvæmt tölum frá Hagstofu Islands er sama meðalverð á kjúklingi árið 1997 og var árið 1989 en vísitala neysluverðs hefur á sama tíma hækkað um 42,3%. Það er enginn samdráttur í sölu á frosnum kjúklingi og ferskur kjúklingur kemur sem hrein viðbót inn á markaðinn," segir hann. Kjúklingapylsur og paté „Við höfum í nokkur ár verið að bjóða kjúklingasldnku sem inniheldur innan við 1% fítu. Sú afúrð hefur verið að vinna mikið á og nú höfum við stækkað kjötvinnsluna hjá okkur og komum til með að bjóða á næstunni nýjungar. Gísli Stefánsson kjötiðnað- armaður hefur t.d. fengið gull fyrir kjúklingalifrarpaté bæði á sýningu hér heima og í Danmörku og hann hefur verið að prófa sig áfram með vörur eins og kjúklingavínarpylsur, pepperoni, nýjar tegundir af kjúkl- ingaskinku og lifrarpaté sem við hyggjumst markaðssetja með haust- inu.“ Sænski kjúklingastofninn hefur reynst vel Þegar Bjami Ásgeir er spurður hvernig nýr kjúklingastofn frá Sví- Mikil söluauking á ferskum kjúklingi Sala á kjúklinga- bringum slær öll met Sala á kjúklingi hefur aukist verulega síðastliðin tvö ár og hefur söluaukningin sérstaklega orðið á ferskum kjúklingi. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir komst að því að kjúklingabændur ^nna vart eftirspurn eftir úrbeinuðum kjúklingabringum sem slá öll sölumet þetta sumarið. þjóð þafi gefíst segir hann að stofn- inn hþfí komið vel út. „Hann er fljót- vaxnari og bringumeiri en sá sem fyrir var og notar minna fóður. Það hefur haft sitt að segja í að halda niðri verðinu." Þegar Bjarni Ásgeir er inntur eftir því hvernig hann hafí brugðist við aukinni eftirspurn segir hann að mikill samdráttur í sölu kjúklinga hafí orðið á árunum 1987-89 en bendir á að framleiðslugeta hafi engu að síður verið mikil. „Nú eru bændur að ná fram betri nýtingu á útungun, framleiðslu og slátrun svo það á líka sinn þátt í að ekki hefur komið til verðhækkana.“ Tvöfaldað söluna í sumar „Við höfum verið að tvöfalda sölu á ferskum kjúklingum í sumar. í júlí sl. seldum við 47 tonn af ferskum kjúklingum en á sama tíma í fyrra seldum við 19 tonn,“ segir Guðmund- ur Gíslason, framkvæmdastjóri hjá Ferskum kjúklingum. „Mesta söluaukningin er í úrbein- uðum kjúklingabringum og nú er svo komið að við höfum vart undan að framleiða þær. í síðasta mánuði seldum við 8,1 tonn af úrbeinuðum bringum en 2,1 tonn fyrir ári.“ -En hvað telur Guðmundur að skýri vinsældir á kjúklingabringum sem eru dýrasti hluti kjúklingsins? „Gæðin tvímælalaust og ef bring- umar eru eldaðar án skinns er fitu- innihald innan við 1%. Þar að auki eru kjúklingabringur auðveldar og fljótlegar í matreiðslu og henta í margar uppskriftir sem eru í tíma- ritum og blöðurn." Góðar fréttir fyrir aðdáendur LGG+ styrkjandi dagskammtur i litlu flöskunum hefur verið á markaði á Islandi síðan I mars og fengið frábaerar móttökur neytenda, raunar svo góðar að um tíma var ekki unnt að anna eftirspum. Nú býðst neytendum nýr valkostur i LGG+ vömm sem er LGG+ styrkjandi mál. LGG+ styrkjandi mál er sýrð, bragðbætt mjólkurvara. Ein dós af styrkjandi máli inniheldur sama magn LGG-gerla og annarra heilnæmra gerla og náttúrulegra efna og ein flaska af styrkjandi dagskammti. Því geta neytendur nú valið LGG+ í því formi sem best hentar. ► fjölþætt' LGG+ er náttúruleg vara, sérsniðin að nútíma- lífsháttum. Að baki henni liggja umfangsmiklar visindarannsóknir og þróunarvinna sem sannað hafa margþætta vamarverkun ef hennar er neytt reglubundið. LGG+ inniheldur LGG-gerla auk annarra æskilegra gerla, svo sem a- og b-gerla sem neytendur þekkja af góðri reynslu auk óligófrúktósa sem er hluti af náttúmlegu inúlíni, trefjaefni sem m.a. örvar vöxt heilnæmra gerla í meltingarveginum. Sjálfur LGG-gerillinn er sá mjólkursýmgerill sem hvað mest hefur verið rannsakaður í heiminum. ► mlkið mótstöðuafl LGG-gerlar búa yfir einna mestu mótstöðuafli allra þekktra mjólkursýmgerla. Magasýmr og gall vinna lítt á þeim og þeir halda fullum krafti á ferð sinni um meltingarveginn. Það gerir þeim kleift að virka jákvætt á sjálfa þarmaflóruna þar sem gagnsemi þeirra er mest. ’ jafmraegi ð I LGG+ er fyrir heilbrigt fólk á öllum aldri, böm jafnt sem fullorðna. Einnig er mælt með LGG+ fyrir fólk sem býr við ójafnvægi, röskun og vanlíðan af völdum ytri þátta eins og streitu, kaffidrykkju, inntöku fúkkalyfja, geislameðferða o.fl. Með daglegri neyslu LGG+ getur það náð jafnvægi á nýjan leik. Það gelur tekið LGG+ einn mánuð að byggja gerlaflómna upp á nýjan leik og til að tryggja varanleg áhrif þarf LGG+ að vera daglegur hluti mataræðis til framtíðar. ► stuðlar að i Strangt gæðaeftirlit er með framleiðslu á LGG+ og framleiðsluaðferðin tryggir að gerlamagnið sé alltaf hæfilegt svo varan hafi tilætluð áhrif. Hver skammtur inniheldur nákvæmlega það magn af LGG-gerlunum sem þú þarfnast til þess að þér líði vel. LGG+ er sjálfsagður hluti af hollu og heilsusamlegu mataræði. Þú getur valið milli tveggja gimilegra bragðtegunda af LGG+ styrkjandi máli frá MS: Guðmundur segir forkryddaða kjúklinga vinsæla og hjá honum er metsala í svokölluðum píri-píri kjúklingi en það er sterk portúgölsk kryddblanda sem notuð er á heila kjúklinga og kjúklingabita. „Við seldum 6,2 tonn af píri-píri kjúklingi í júlí.“ Móabúið sér Ferskum kjúklingum fyrir hráefni og þar hefur þurft að auka framleiðsluna úr 3 tonnum í 14 tonn á viku. „Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Móum, komið var upp útung- unarstöð á Melavöllum á Kjalanesi og einnig hafa hús verið endurnýjuð og stækkuð hjá Móakjúklingum. Kjúklingur á kostnað lamba- og nautakjöts Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri hjá Bónusi, segir að sala á ferskum kjúklingi hafi aukist mikið undanfarið ár eða 25-30% hjá Bónusi. „Nautahakkið er enn mest selda kjötvaran hjá okkur en kjúklingur- inn kemur strax á hæla þess og er stöðugt að vinna á í sölu,“ segir hann. Hann segir neytendur auðsjáan- lega vilja hvítt kjöt núna og bendir á að neysla lambakjöts sé á undan- haldi og verðið hafi hækkað á nauta- kjöti sem þýði að sala hefur dregist saman á því líka. „Kjúklingur hefur á hinn bóginn verið að lækka í verði að undanförnu, sérstaklega með tíð- um tilboðum og í raun er orðið hag- stæðast að kaupa kjúkling í matinn þegar kjöt er annars vegar. Kílóið af ferskum kjúklingi kostar á venju- legu verði 652 krónur en til saman- burðar má geta þess að nautagúllas er selt á um og yfir 900 krónur kíló- ið.“ Þegar Guðmundur er spurður hvort heill kjúklingur eða kjúklinga- bitar seljist betur segir hann heila kjúklinginn seljast best en segir þó að kjúklingabringur séu mjög vin- sælar um þessar mundir. 400% söluaukning í júlí Einar Jónsson, kaupmaður í Nóa- túni, segir að söluaukningin á fersk- um kjúklingi nemi 400% ef bornir eru saman júlímánuður í ár og í fyrra en í júlí síðastliðnum var sölu- sprenging á ferskum kjúklingi hjá Nóatúni. „Það hefur orðið geysileg aukning á neyslu kjúklings og við erum að selja mest af svokölluðum píri-píri kjúlingi um þessai- mundir og síðan ferskum kjúklingabringum,“ segh- hann. Þegar Einar er spurður hvort hann verði var við að aukin neysla á kjúklingi komi niður á öðrum kjöt- tegundum segir hann að minna selj- ist af lambakjöti en áður og þessi aukning komi kannski tímabundið niður á svínakjöti líka. LGG+ styrkjandi mál FRAM til þessa hafa neytendur getað keypt LGG+ styrkjandi dagskammt í litlum flöskum. Að sögn Baldurs Jónssonar, fram- kvæmdastjóra sölu- og markaðs- sviðs hjá Mjólkursamsölunni, er nú kominn á markað nýr val- kostur í þessum flokki, svokallað LGG+ styrkjandi mál. Sama magn af gerlum er í flöskunum og þessari nýju afurð. Neytendur geta valið um tvær tegundir af þessari vöru, LGG+ styrkjandi mál með vanillu og morgunkorni og hins vegar með jarðarberjum og morgunkomi. „Þetta er náttúruleg vara og að baki henni liggja vísinda- rannsóknir og þróunarvinna sem sýna fram á margþætta varnarverkun ef hennar er neytt reglulega. LGG+ inni- heldur LGG-gerla auk annarra æskilegra gerla, s.s. a- og b- gerla.“ Baldur segir að sjálfur LGG- gerillinn sé sá mjólkursýruger- ill sem hvað mest hefur verið rannsakaður í heiminum. Ger- illinn búi yfir einna mestu mót- stöðuafli þekktra mjólkursýru- gerla. Magasýrur og gall vinni lítt á þeim og þeir haldi fullum krafti á ferð sinni um melting- arveginn sem gerir þeim kleift að virka á þarmaflóruna þar sem gagnsemin er mest. Eplaflögur í DAG, fímmtudag, kynna stúlkur úr ELITE-fyrirsætukeppninni nýj- ar flögur í 10-U-verslununum. Um er að ræða Seneca-eplaflögur sem eru framleiddar í Bandaríkjun- um og Karl K. Karlsson ehf. flytur inn. Um fjórar bragðtegundir af eplaflögum er að ræða; rauð epli, rauð epli með kanil, græn epli og gul epli. í fréttatilkynningu frá Karli K. Karlssyni ehf. kemur fram að eplaflögurnar séu um 30% fitu- minni en hefðbundnar kartöfluflög- ur, en uppistaðan í þeim er Wash- ington-epli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.