Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIft FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 31 Glæsileikur PIERRE Morabia og Áshildur Haraldsdóttir. TOMLIST Lisilasaíni Kópavogs SAMLEIKUR Á FLAUTU OG PÍANÓ Áshildur Haraldsdóttir og Pierre Morabia fluttu tónverk eftir Mozart, Fauré Albeniz, Roussei, Höller, Debussy og Borne. Þriðjudagurinn 4. ágúst, 1998. TÓNLISTARSAGNFRÆÐIN GAR hafa velt því fyrir sér, hversu það má vera, að svo lítið er til af einleiks- verkum fyrir flautu frá klassísk-róm- antíska tímabilinu og benda á, að í barokkinni hafi flautan verið mikið notuð við gerð einleiksverka af ýmsu tagi. Hjá Frökkum var flautan mjög snemma í miklu uppáhaldi og frönsk tónskáld hafa lagt henni til mörg frá- bær einleiksverk. Þessar vinsældir flautunnar hjá Frökkum eru ekki síður undrunarefni margra. Mozart var beðinn að semja einleiksverk fyrir flautu, þegar hann sótti Frakka heim og svo sem ráða má af sendi- bréfum, var hann lítið hrifinn af þeirri kvöð, að þurfa að semja ein- leiksverk fyrii- flautu. Tónleikar Áshildar hófust á flutn- ingi fiðlusónötu K 301 eftir Mozart, tveggja þátta sónötu í G-dór, er hann samdi í Mannheim 1778 (22 ára) og er hún sú fyrsta í flokki fiðlu- verka, sem útgefin voru í París, númeruð op 1 og í raun önnur af hinum raunverulegu fiðlusónötum Mozarts, en K 296 er talin sú fyrsta, þó meistarinn hafi þá verið búinn að semja 22 fiðlusónötur, æskuverk, sem ekki voru gefin út í heildarsafni fiðluverka meistarans. Það er í K 296 og nefndri G-dúr sónötu (K 301), þar sem sú venja, að hafa píanóið í aðal- hlutverki en fiðluna til undirleiks, var rofin og byrjað var að semja fyr- ir þessi hljóðfæri að nokkru sem jafningja. Þrátt fyrir ágætan flutning Ás- hildar og Morabia, „söng“ þessi sónata ekki á flautuna, sem bæði kemur til af því að tónsvið verksins er ekki vel passandi fyrir hana og þvi verður píanóið einum of tónfrekt gangvart mjúkum lágtóni flautunn- ar. Það var hins vegar í þremur fal- legum verkum eftir Fauré og þó sér- staklega í því síðasta, fantasíu, sem er frábærlega vel samið „vitúósa- verk“, að Áshildur fór á kostum í glæsilegum og fagurhljómandi leik sínum. Píanistinn lék einn verk eftir Albeniz, sem nefnist Almeira og var leikur hans vel útfærður en vantaði þó þá skerpu í leik, sem ævintýra- maðurinn Álbeniz var frægur fyrir. Það er ekki hægt að sakast við flytjendur þó verkið „flautuleikur" MYNPLIST Stöðlakot RÝMISVERK SONJA ELÍDÓTTIR Opin daglega frá 14.00 til 18.00. Til 9. ágúst. ENGINN kippir sér upp við það lengur þegar listamenn notfæra sér framandi efni og taka til handar- gagns fundna hluti við gerð verka sinna. Það eru í raun engin tak- mörk fyrir því hvaða efni, aðskota- hluti og aðferðir listamenn nota í listsköpun og engin ástæða til að reyna að finna því einhver takmörk. Þannig hefur Sonja Elídóttir, sem sýnir í Stöðlakoti, gert rýmisverk úr límbandi og bökunarpappír. Notkun á framandi og óvæntum efnum gerii- að verkum að efnið sjálft, sem verkið er gert úr, verð- ur mikilvægari þáttur í merkingu verksins. Maður leitar að ástæðum fyrir því að efnið er notað, sem geta verið einhverjir sérstakir efn- iseiginleikar, einhver menningar- bundin, táknræn merking efnisins, eða vegna þess að það gefur lista- manninum kost á því að vinna á einhvern sérstakan hátt, sem önn- ur efni bjóða ekki upp á. Aftur á móti er maður síður líklegur til að spyrja sig að því af hvei'ju listmál- ari notar olíu og striga, eða hvort striginn skipti sköpum um merk- ingu verksins. Hin hliðin á þessu er sú að hand- verkið verður ekki eins veigamikill þáttur í gerð verksins og þegar not- uð eru hefðbundin efni. Það er ekki til nein sérstök list límbandsins, á svipaðan hátt og talað er um mál- aralistina, þar sem menn læra að meta meðferð listamannsins á olíu- litnum. Þegar óhefðbundin efni eru notuð fer meðfei'ð þeiri'a eftir til- gangi hverju sinni. Aðferðin sem beitt er, eða „handverkið", fylgir merkingu verksins, ef svo má segja. Það er því ekki hægt að meta hvort verk er vel eða illa gert, án þess jafnframt að gera sér grein fyrir (Joucurs de flute) efth' Roussel sé ekki sérlega áhugverð tónlist, enda hugsuð helst til gamansemda. Moments Musicaux eftir þýska tón- skáldið York Gerorg Höller (1944) var eina nútímaverkið á efnis- skránni, vel gert verk, með öllum þeim leiktrykkum sem einkennt hafa nútímatónlist, en öfugt við sem oft hefur viljað vera raunin, féllu þau vel að tónmáli verksins en stóðu ekki ein og sér. Þarna var leikur beggja sér- lega vel mótaður, einkum hjá pí- anistanum. Þetta skemmtilega verk og fantasían eftir Fauré voru viða- mestu verk tónleikanna, því þó bæði Syrinx og Síðdegi skógai'púkans eft- h- Debussy sé afburða falleg tónlist, er ekki tekist á um stóra hluti þar, en leikur beggja var sérlega fallega mótaður, þar sem fléttað er með syngjandi fallegai’ tónlínur og blæ- brigði. Lokaverk tónleikanna vai' „Fantasie Brillante" eftir Ferdinand Le Bome, franskt tónskáld, er lærði hjá Frack, Massenet, og Saint- Saéns, Bome kompóneraði heilmikið en er um þraut, gerðist hann tónlist- argagnrýnandi! Fantasían er ótta- legur samsetningur, þai' sem stund- um er vitnað til stefja úr Carmen eftir Bizet og ofin alls konar tilbrigði yfir sum stefin, sem gefur flautleik- aranum nokkur tækifæri til að sýna fæmi sína. Þar gerði Áshildur svo sannarlega og naut góðrar aðstoðar Morabia. Það leikur ekki í lausu lofti, að Áshildur er frábær flautuleikari og að margt var mjög vel gert hjá Morabia. Þar sem helst á reyndi, varðandi tónlist, sem einhver veigur var í, þ.e. í Fantasíunni eftir Faure og verki Höllers, vai' flutningur í heild sérlega glæsilegur. því um hvað það er, eða hverju það er að reyna að ná fram. Þetta er fyrsta einkasýning Sonju, en hún mun enn vera við nám við Listaakademíuna í Oðins- véum. Yfirskrift sýningarinnar er „Ljósið kemur langt og mjótt“ og Sonja kallar það rýmisverk úr lím- bandi og bökunarpappír. Réttara væri að kalla þetta innsetningu, því það er unnið með tilliti til salanna og notfærir sér allt íými þeirra. Það er álitamál hvort eigi að líta á innsetninguna sem eitt verk eða tvö, því sýningarsalurinn í Stöðla- koti er á tveimur hæðum, og á neðri hæðinni er verk gert úr límbandi, en bökunarpappír er notaður á efri hæðinni. Ef þetta er eitt verk, þá gengur það varla upp, því það er engin sjónræn tenging milli sal- anna. I báðum tilvikum er efnið strengt frá lofti niður á gólf, á reglulegan endurtekinn hátt. Lím- bandsræmur eru einnig strengdar í gluggakistunum á neðri salnum. I báðum tilvikum er um að ræða efni sem hleypir ljósi í gegnum sig og hugsanlega má líta á límbandsræm- urnar sem myndlíkingu ljóss. Oneitanlega frekar langsótt líking, sem manni hefði líklega ekki dottið í hug nema vegna titilsins. Sonja reynir að fá sem mest út úr sem minnstu, en hún gengur of langt, því það sem eftir er nær varla að standa undir sér. Reglubundin, samhverf foiTnskipanin virðist varla viðeigandi í meðförum svo veik- byggðs efnis. Að öllum líkindum hentar Stöðlakot ekki fyrir sýning- ar sem þessa, því húsnæðið hefur svo sterkan karakter að það truflar heildaráhrif innsetningarinnar. Sér- staklega þegar um er að ræða mjög fínlegt eða sparsamt verk þar sem ekkert má út af bregða. Frelsið sem óhefðbundin efni og frjálsleg með- ferð þeirra gefur er vandmeðfarið. Allir þættii' þurfa að vinna saman til að skapa sannfærandi heild. Það tekst ekki sem skyldi í þessu tilviki og ekki tekst að skapa nógu sann- færandi myndræna heild. Gunnar J. Árnason Kammersvelt Kaupmanna" hafnar í Nor- ræna húsinn K0BENHAVNS Kammerensemble heldur tónleika föstudaginn 7. ágúst kl. 20.30 í Norræna húsinu. Á efnis- skránni nú eru verk eftir tónskáld frá barokktímanum, G. Ph. Telem- ann, Jacques Loeillet og J.H. Rom- an, og nýsamin verk ungra tón- skálda. Flutt verður verkið Potta- seiður eftir Mist Þorkelsdóttur, sem hún samdi 1997 fyrir Kammersveit- ina að beiðni Steens Lindholms semballeikara. Verkið var frumflutt í Kaupmannahöfn í febrúar sl. og er það nú flutt í fyrsta sinn á Islandi. Ónnur verk eru Akvarel, samið 1994 efth' Erik Norby (1936) og Round About Round Midnight, samið 1997 eftir John von Daler (1946). Kobenhavns Kammerensemble skipa: Hans Gammeltoft-Hansen, flauta, Gert Herzberg, óbó, Wla- dyslaw Marchwinski, víóla, Anders 0berg, selló, og Steen Lindholm, semball. Kobenhavns Kammerensemble var stofnað fyrir tuttugu árum og hefur haldið tónleika víða. Kammersveitin hefur tvisvar áður haldið tónleika á Islandi. Aðgangur að tónleikunum er kr. 700 og gildir einnig að sýningunni „Þeirra mál ei talar tunga“ í sýning- arsölum Norræna hússins. Kammersveitin verður einnig með tónleika á Isafirði á laugardag og í Akureyrarkirkju á sunnudag, 9. ágúst, kl. 17. MARTA G. Halldórsdóttir og Orn Magnússon flytja norræna, rómantíska sumartónlist í Kaffi- leikhúsinu i kvöld. Norræn sumar- tónlist í Kaffi- leikhúsinu NÆSTU tónleikar í Sumartónleika- röð Kaffileikhússins eru í kvöld, fimmtudagskvöld 6. ágúst, en þá flytja Marta G. Halldórsdóttir og Orn Magnússon norræna, róman- tíska sumai'tónlist. Á efnisski'ánni eru m.a. lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Edvard Grieg, Jean Sibelius og Atla Heimi Sveins- son við ljóð Steingríms Thorsteins- sonar, Höllu Eyjólfsdóttur, Henriks Ibsens, H.C. Andersens, Látra- Bjargar og fleiri. Marta G. Halldórsdóttir stundaði framhaldsnám við Tónlistarháskól- ann í Miinchen um fimm ára skeið. Hún hefur komið fram víða sem og Orn, en hann stundaði framhalds- nám í Manchester, Berlín og London um sex ára skeið. ----------------- Djass á Kaffi Puccini DJASSKVÖLD verður haldið á veit- ingahúsinu Kaffi Puccini, Vitastíg lOa, í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 22-23.30. Það eru tónlistai'mennirnh' Björn Thoroddsen, Sigurður Flosason og Gunnar Hrafnsson sem leika. ----------------- Söngleikur úr sumarfríi EFTIR sumarfrí snýr Carmen Negra aftur á svið íslensku óper- unnar. Sýningar eru á föstudags- og laugardagskvöld og hefur sýningum verið bætt við í ágúst og september. Sú gamla grípur til sinna ráða KVIKMYJVÐIR Stjömubfó HEIFT (,,HUSH“) ★ Leikstjóri og handritshöfundur Jonathan Darby. Tónlist Christopher Young. Kvikmynda- tökustjóri Andrew Dunn. Aðalleikendur Jessica Lang, Gwyneth Paltrow, Janathon Schaech, Nina Foch, Debi Mazar, Hal Holbrook. 96 mín. Bandarisk. TriStar. 1998. DÁÐLEYSI, hugmyndaleysi, vandræðagangur, vont handrit, leikstjórn og leikur, einkenna Heift, vita bragðlausa hrollvekju af óhræsis-tengdamömmu tog- anum. Helen (Gwyneth Paltrow) og Jackson Baring (Jonathon Schaech), ungir og sætir elskendur, eru á leið til Mörthu, móðir Jacksons. Hún býr ein á stórbúi í Suðurríkjunum, maður hennar látinn, sonurinn floginn úr hreiðrinu. Þetta er fyrsti fundur kvennanna og fer vel á með þeim. Adam er ekki lengi í paradís. Helen verður ófrísk, bú- ið gengur illa, hjúin halda á heimaslóðir, gifta sig eftir nokki'ar hremmingar og sam- búðin gengur illa eftir að á sveitasetrið kemur. Martha er greinilega að bi-ugga tengda- dóttur sinni óheilnæm ráð, son- urinn sér ekkert grunsamlegt en Martha, kasólétt, finnur að snar- an er að herðast um háls hennar. Jackson verður að bregða sér af bæ og þá ætlar sú gamla að gera út um málin. Það er því miður fátt að segja á jákvæðum nótum um þessa dellu. Hún er fyrirsjáanleg í þeim atriðum sem eiga að koma á óvart. Rökleysurnar stingandi (sem dæmi skilst manni að Jackson sé að halda í langa ferð undir lokin, enda þarf hann að gista. Hann er hins vegar kom- inn til baka á svipstundu er hon- um skilst að ekki sé allt með felldu á búgarðinum). Persón- urnar eru allar ótrúlega þunnar og ólíklegar og gjalda leikararn- ir þess í ofanálag við getuleysi og vonda leikstjórn. Það er með ólíkindum að sjá jafn bráðflinka leikkonu og Jessicu Lang í svo slöku formi að hún er bókstaf- lega ómöguleg. Vissulega er rull- an slæm, persónan óaðlaðandi og illa upp byggð, en leikur hennar er gjörsamlega út í bláinn. Það hlýtur að vera ætlunarverk leik- stjórans, nýgræðingsins Darbys, að hún muldrar flest í barminn. Stundum með suðurríkjahreim, stundum ekki. Svipbrigðalaus að mestu, að undanskildu lágsigldu lokaatriðinu. Aukinheldur er Lang gjörsamlega misráðin í hlutverkið, alltof ung og flott til að passa í hlutverk miðaldra, geggjaðs kvenskratta. Paltrow er fínleg og brothætt, og hlut- verkið býður upp á það. En fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Hún lufsast í hlutlausum í gegnum myndina í voðalegu hlutverki reyndar, en þessi fagra leikkona er ótrúlega mistæk. Hún stóð sig með miklum ágætum í Emmu, og Great Expectations ekki ýkja merkilegri mynd. Afleit í The Pallbearer. Um aðalkarlpening myndarinnar, Schaech, er fátt að segja. Dúllulegur og dauðyflis- legur. Eins og ekki sé nóg fyrir af súkkulaðidrengjum í Hollywood. Eina manneskjan með eitthvað blóðrennsli er Nina Foch sem amman, enda sú eina sem fær þolanlegar línur. Tíma- sóun. Sæbjörn Valdimarsson Jón Ásgeirsson Límband og ljós í Stöðlakoti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.